Helgarpósturinn - 24.11.1994, Side 4

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Side 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar „Mig rekur í minni að einhverjar kvartanir hafi borist stofnuninni en mér er ekki kunnugt um að um formlegt er- indi hafi verið að ræða.“ Ábendingar og kvartanir um meint einokunarfyrirtæki apótekara hafa borist Samkeppnis- stofnun Skoðar Klasa Fyrir nokkru settu apótekarar landsins á stofn fyrirtækið Klasa hf. en tilgangur þess er meðal annars að annast innkaup og dreifíngu á vörum fyrir apótek. Stofnun fyrir- tækisins er talin undirbúningur fyr- ir aukna samkeppni sem fylgir sam- þykkt laga um frjálsa lyfsölu hér- lendis en þau taka gildi um næstu áramót, verði Sighvati Björgvins- syni heilbrigðisráðherra að ósk sinni. Síðasliðin mánudag var sagt frá því í MORGUNPÓSTINUM að ýmsir aðilar sem rætt hefði verið við teldu stofnun Klasa hf. vera beina ögrun við samkeppnislögin. Fyrirtækinu er ætlað að sjá um inn- kaup við heildsala og hafa margir áhyggjur af því að þarna sé verið að stofna fyrirtæki sem heildsalar verði að versla við til að koma vör- um sínum að hjá apótekum. Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, segir að sig reki minni til þess að einhverjar kvart- anir hefðu borist stofnunni en sér væri ekki kunnugt um að um form- legt erindi væri að ræða. Vísaði hann til Guðmundar Sigurðsson- ar, forstöðumanns samkeppnis- sviðs stofnunarinnar, varðandi þessa fyrirspurn. Guðmundur stað- festi að stofnunin hefði fengið ábendingar varðandi starfsemi Klasa hf. „Á þessu stigi tel ég ekki vænlegt að vera að úttala sig neitt um það,“ segir hann. Þýðir það að verið sé að rannsaka málið? „Ég verð bara að segja „no komment“.“ Aðspurður segir Guðmundur ekki tímabært að tjá sig um hvort starfsemi Klasa hf. brjóti í bága við samkeppnislög. „Við erum búnir að fá athugasemdir og maður rýkur ekki upp til handa og fóta þó mað- ur fái þær. Við þurfum að rannsaka málið og sannreyna þær frekar. Það hefur ekkert formlegt borist út af þessu.“ Guðmundur vildi ekki láta uppi hvaðan þessar athugasemdir hefðu borist. -lae Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra. Viðbrögð apó- tekara við frumvarpi hans verða könnuð hjá Samkeppnisstofnun. Skáld stranda á skipi sínu á Egilsstöðum ■ Simpsons og Corky koma heim ■ Kjartan leikstýrir Tangó og mennmg og Forlagið hafa að und- anförnu staðið að skáldakvöldum víðs vegar um land en þar lesa höfundar úr nýj- um bókum sínum undir yfirskrift- inni „Það eru skáld á skipinu“. I kvöld er upplestur á Egilsstöðum í menntaskólanum þar: Einar KAra- son, FrIða á. Sigurðardóttir, Sjón, JÓHANNA SVEINSDÓTTIR Og ÍSAK HARÐ- arson leggja land undir fót og ætla að lesa úr nýútkomnum bókum sín- um... ■Aðdáendur Simpson-fjölskyldunn- ar geta dregið andann léttar þvi hún mætir affur til leiks í Sjónvarpinu eft- ir áramót. Önnur fjölskylda sem áhorfendur þekkja verður einnig á skjánum eftir áramót. Það er fjöl- skyldan sem samhent leysir öll sín vandamál með Corky sem aðalmann í þáttunum „Live goes on“... Úh ' tskriftarbekkur Leiklistarskóla Islands hefur nú hætt sýningum á verkinu Trúðum og hafiiar eru æf- ingar á nýju verkefhi. Leikritið sem varð fyrir valinu heitir Tangó eftir pólverjann Slawomir Mrozek en það er Kiartan Ragnarsson sem leikstýr- ir. Kjartan var nýverið í Póllandi þar sem hann vann við leikhús en Pól- verjar eru mjög framarlega í leiklist- inni. Tveir gestaleikarar leika í Tangó, þau Jórunn Sigurðardóttir og Pólverjinn Jazek en hann dvaldist hér sem barn og talar íslensku reip- rennandi. Tangó er skrifað 1962 og var sett upp í Iðnó árið 1969 í leik- stjóm Sveins Einarssonar. Það fjallar um fjölskyldu þar sem foreldramir er af kynslóð súrrealista og abstraktista og hafa kastað fyrir róða öllum göml- um gildum en sonurinn heldur þeim hins vegar á lofti og fer í læknisff æði i jakkafötum og með bindi. Þetta er klassískur hringur sem hæglega má heimfæra upp á hippakynslóðina og afkvæmi henn- ar. Lokaverk- efni Nemenda- leikhúss- ins hefur enn ekki verið valið en því leik- stýrir Þór Tulinius... Sævar M. Ciesielski afhenti Ara Edwald, aðstoðarmanni dóms- málaráðherra, skýrslu sína í gær sem hann hefur unnið að undan- farna mánuði. Þar gerir hann kröfu um verða sýknaður af fyrri dómi um að hafa verið valdur að hvarfi Geirfinns Einarssonar og Guðmundar Einarssonar um miðjan áttunda áratuginn. Sævar M. Ciesielski af- henti í gær að- stoðarmanni dómsmálaráð- herra ítarlega greinargerð til áréttingar kröfu sinni um end- urupptöku Geirfinns- og Guðmundar- málanna Fjar\/istarsönnun minni stungið undir stól Undanfarna mánuði hefur Sæv- ar Marinó Ciesielski unnið að ít- arlegri skýrslu til að fylgja eftir kröfu sinni um endurupptöku Geirfinns- og Guðmundarmál- anna. I gær, miðvikudag, afhenti hann Ara Ewald, aðstoðarmanni Þorsteins Pálssonar dómsmála- ráðherra, skýrsluna sem telur á annað hundrað síður með fylgi- skjölum. Þessi tímasetning er engin tilviljun því 19. nóvember síðastlið- inn voru liðin tuttugu ár frá því að Geirfinnur Einarsson hvarf. „Ég á von á því að málið verði tekið upp aftur, það er engin spurning um það,“ sagði Sævar í samtali við MORGUNPÓSTINN í gær. „Ég er búinn að leggja mikla vinnu í að koma þessari greinargerð heim og saman og hef alfarið einbeitt mér að því frá því ég koma heim frá Bandaríkjunum í vor. Fréttaflutn- ingur fjölmiðla á sínum tíma var mjög einhliða. Þá var ég tvítugur og átti erfitt með að bera hönd fyrir höfuð mér en nú er ég fullorðinn maður og get staðið fyrir máli mínu. Mér finnst mér líka bera skylda til að upplýsa almenning um hvernig að rannsókn þessara mála var staðið. Ef þau verða ekki endur- upptekin er það áfellisdómur yfir réttarkerfi samtímans sem heur verið bætt verulega frá því dómur var kveðinn upp yfir okkur á röng- um forsendum. Það hlýtur að sýna fram á styrk dómstóla í dag að geta tekið fyrir mál aftur ef brotið hefur verið á rétti sakborninga." Alls voru sex ungmenni dæmd fyrir að hafa átt aðild að hvarfi Geirfinns og Guðmundar Einars- son um miðjan áttunda áratuginn. Sævar fékk þyngsta dóminn, lífstíð- arfangelsi fyrir Sakadómi Reykja- víkur sem Hæstiréttur mildaði í sautján ár. Frá því hann lauk af- plánun sinni hefur Sævar unnið að því að fá málið tekið upp aftur á þeim forsendum að játningar sak- borninganna hafi verið þvingaðar fram með harðræði. Hann bjó um tíma í Bandaríkjunum en kom hingað til lands í vor og hefur síðan einbeitt sér að því að afla sér gagna og skrifa þessa skýrslu með það að markmiði að fá æru sína hreinsaða. í fyrsta hluta skýrslu sinnar rekur Sævar aðdraganda Guðmundar- málsins. I öðrum hluta reynir hann að sýna fram á að lögreglan hafi staðið ólöglega að rannsókn mannshvarfanna. Þar tekur hann einstök atriði fyrir lið fyrir lið. Þá tekur við kafli sem hann kallar „Rannsóknarverð atriði“. Þar held- ur hann því meðal annars fram að játningar sakborninga hafi verið þvingaðar fram með harðræði. Niðurstöður Sakadóms Reykjavík- ur og Hæstaréttar eru reifaðar í fjórða og fimmta hluta. Sævar gerir ítarlegar athugasemdir við þær og birtir eigin andsvör við einstök at- riði. Þá fylgja skýrslunni fjölmörg fylgiskjöl sem Sævar aflaði sér með- al annars í Þjóðskjalasafninu í sum- ar eftir að hann hafði fengið leyfi til að kynna sér gögn málsins sem áð- ur höfðu verið lokuð. I eftirmála skýrslu sinnar segir Sævar orðrétt: „Ég var hafður á sterkum lyfjum, þunglyndis og vöðvaslakandi, án þess að gangast undir læknisskoð- un sérfræðings, sem varð þess vald- andi að ég yfubugaðist hægt og ró- lega á sál og líkama. Langvarandi einangrun og sá djöfulskapur er ég varð fyrir af fangavörðum og rann- sóknaraðilum auk lyfjagjafa varð þess valdandi að ég var ekki dóm- bær á það sem ég staðfesti í skýrsl- um hjá rannsóknaraðilum í Síðu- múlafangelsi með undirskriftum eða fyrir dómi sakadóms er málið var þar til umfjöllunar árið 1977. Vafalaust hafði einangrunardvölin mikið að segja og spilaði stóran þátt í játningum sakborninga. Á meðan á þessu stóð var fjarvistarsönnun minni stungið undir stól. Eru vinnubrögð af þessu tagi virkilega réttlætanleg? Ég geri kröfu um að vera sýknað- ur af fyrrnefndum málum og verði bætt upp sú niðurlæging sem ég hef þurft að þoIa.“ Dómsmálaráðuneytið hefur úr- skurðað að Hallvarður Einvarðs- son, ríkissaksóknari, sé vanhæfur til að fjalla um ósk Sævars, eins og MORGUNPÓSTURINN greindi frá í byrjun október. Ástæðan er sú að Hallvarður var einn af stjórnend- um rannsóknarinnar á sínum tíma. í stað hans verður því skipaður sér- stakur saksóknari til að fjalla um málið og gera tillögu til Hæstarétt- ar, eins og lög gera ráð fyrir. Það verður svo endanlega í höndum réttarins að ákveða hvort málið verður tekið fyrir á nýjan leik. -SG

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.