Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 8
8 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 Sala stendur nú yfir á auglýsingum í veglegt kynningarrit vegna heimsmeistarakeppninnar í handbolta á næsta ári. Sala auglýsinganna hefur gengið treglega vegna þess að á sama tíma hafa Markaðsmenn hf. verið að safna mun ódýrari auglýsingum fyrir blað á vegum Handknattleikssambandsins. að stefnir í mikil átök á aðal- fundi Stangvciðifélags Reykjavíkur, sem haldinn verður á sunnudaginn. Enn og aftur er verið að berjast um stjórnarsæti, sem eru afar eftirsótt vegna ókeypis veiðileyfa sem hanga á þeirri spýtu. Nú á að sæta lagi vegna þess að einn stjórnarmanna, Þórólfur Halldórsson, fyrrum fasteignasali, er nú orðinn sýslu- maður á Patreksfirði og þykir sum- um sem það hafi komið mjög niður á stjórnarstörfum hans. Hann ku ekki hafa getað sótt fundi nema endrum og eins, en mun þó ætla að halda áfram í stjórninni. Ýmsir mektarmenn í félaginu leita hins vegar logandi ljósi að manni, sem líklegur þykir til að geta fellt Þórólf í stjórnarkjörinu. Annars þykir ým- islcgt benda til þess að það fari að sneiðast um kosti þess að sitja í stjórninni því margir almennir fé- lagsmenn eru búnir að fá sig full- sadda af því hversu djarftækir ýmsir stjórnarmenn eru í því að verða sér úti um ókeypis veiðileyfi... bíýjasta stjarnan í leikliúsbransan- um er tvímælalaust Hilmir Snær Guðnason og er talað um hann sem hinn nýja Baltasar Kormák og hinn nýja Ingvar Sigurdsson í senn. Frami hans innan leikhússins er með mestu ólíkindum, hann fór nánast beint á samning hjá Þjóðleikhúsinu eftir út- skrift í vor og fer með titilhlutverkið í Fávitanum, jólaleikriti Þjóðleikhúss- ins. í allt sumar hefur hann verið að trylla ungar stúlkur sem Berger í Hárinu. Reyndir menn hafa áhyggjur af þessum mjög svo skjóta frama Hilmis og vona að hann brenni ekki upp í ljósadýrðinni. Hilmir er vissu- lega frábært efni en svo eru menn á borð við Magnús Ólafsson sem sanna það að sígandi lukka er oft best í þessum efnum sem öðrum... Bortja skaðabætur til að eigið blað komi ekki út Fjárhagslegt tjón HSI mikið. Hrannar Arnarsson hjá Markaðsmönnum segir málið vera tilkomið vegna innanhússerja hjá handknattleikshreyfingunni. Nú er ljóst að ekkert verður af útgáfu HSÍ-blaðsins á þessu ári þrátt fyrir að allri vinnslu og söfnun auglýsinga í blaðið sé lokið. Ástæð- an er sú að auglýsingarnar tóku of mikið frá auglýsingasölu í kynning- arrit HM’95-nefndarinnar sem koma á út í janúar. Þrautalendingin verður líklega sú að HSÍ greiði fyr- irtækinu Markaðsmönnum, sem sá um öflun auglýsinga, skaðabætur fýrir að hætta við útgáfu á eigin blaði. Málið er allt hið undarlegasta og ber aðilum innan handknattleiks- hreyfíngarinnar ekki saman um hver beri ábyrgðina á því hvernig komið er. Málið hefur valdið mikl- um titringi og segir einn nefndar- manna að málið hefði valdið ótrú- legum fjárhagsskaða fyrir hand- knattleikshreyfmguna. Sérstaklega þykir málið flókið þar sem HSí hegðar sér greinilega mjög sjálf- stætt í þessu máli og telur sitt blað ekki þurfa að tengjast blaði útgefnu af HM ‘95-nefndinni, þrátt fyrir að sú nefnd starfi í nánu samstarfi við sambandið vegna væntanlegrar heimsmeistarakeppni. Komu að sviðinni jörð Þrátt fyrir að ákveðið hefði verið að gefa HSÍ-blaðið út og undirbún- ingur við það stæði yfir virðist aðil- um í HM-nefndinni ekki hafa verið kunnugt um málið. Allavega var ekki gert ráð fyrir því þegar ákveðið Ólafur B. Schram formaður HSÍ. „Fólk gerir engan greinarmun á HM-nefndinni annars vegar og HSÍ hins vegar og þess vegna gekk þetta svona illa.“ var að gefa út dýrt og vandað kynn- ingarrit fyrir væntanlega heims- meistarakeppni í janúar á næsta ári. HM-nefndin ákvað sjálf að standa að undirbúningi og efnisvinnslu fyrir það blað og voru þeir Pétur Ormslev og Geir Sveinsson, landsliðsfyrirliði, ráðnir til að safna auglýsingum í blaðið. Vegna um- fangs, gæða og langs líftíma ritsins var ákveðið að selja heilsíðuna á 250.000 krónur sem er með því hæsta sem gerist en á sér þó for- dæmi til dæmis í kynningarritinu „ísland - sækjum það heint“ sem gefið var út í sumar og dreift var á sams konar hátt. Þegar auglýsingasölumennirnir fóru að hringja út og taka púlsinn á markaðnum kom svo í ljós að fýrir lá sviðin jörð, flestir, sem á annað borð höfðu áhuga á að auglýsa, höfðu þegar keypt auglýsingu í HSÍ-blaðið og gerðu engan grein- armun á blöðunum, sögðust bara hafa keypt auglýsingu í handbolta- blað. Verðið á þeim auglýsingum var enda mun lægra, éða sem nam 75.000 kr. á heilsíðuna. Árangurinn varð því lítill og upp kom ágrein- ingur um hver bæri sökina á því hvernig komið væri. Hefðu ekki þurft að skarast Hrannar Arnarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Markaðsmanna, segir að hann hafi aldrei unnið neitt fyrir HM’95-nefndina og sé því ekkert að taka neitt frá henni. Hins vegar hafi hann unnið fyrir HSl og um þau störf hafi verið fullt sam- komulag. „Við vorum tilbúnir með allar auglýsingar í blaðið og ætlum því ekki að blanda okkur í þeirra [þ.e. HSÍ] innanhússerjur.“ Hrannar segir að þrautalending- in verði líklega sú að HSI blási sitt eigið blað af og greiði fyrirtækinu útlagðan kostnað og vinnu. „Hins vegar held ég að málin hefðu ekki þurft að fara svona. Þetta voru tvö ólík blöð og í raun þurftu þau ekk- ertað rekast á. Það var því ekki HSl- blaðinu að kenna að erfiðlega geng- ur að safna auglýsingum í HM’95- blaðið.“ Gekk ekki að gefa út tvö blöð Ólafur B. Schram vill ekki kannast við að hætt hafi verið við útgáfu HSI-blaðsins vegna útgáfu kynningarritsins. „Við komumst einfaldlega að því, eftir fyrra blaðið, að útgáfan stóð vart undir kostnað- inum. Innheimtur gengu illa og sá ávinningur sem við bjuggumst við skilaði sér ekki.“ Og er nú búið að blása blaðið af? „Já, það er útlit fyrir það. Við höfum ákveðið að vera ekki að safna auglýsingum í tvö blöð á sama tíma. Fólk gerir engan grein- armun á HM-nefndinni annars vegar og HSl hins vegar og þess vegna gekk þetta svona illa. Við höfum því ákveðið að fresta allri blaðaútgáfu, annarri en á kynning- arritinu, fram yfir keppnina." Og það þýðir líklega töluvert tap fyrir HSl? „Við metum það þannig að betra sé að hætta við HSÍ-blaðið en kynningarritið. Við eigum eftir að leysa þetta við Markaðsmenn en ég sé fyrir mér að við greiðum þeim fýrir þá vinnu sem þeir hafa innt af hendi.“ Batteríið veikt fyrir svona hasar Heimildamaður MORGUN- PÓSTSINS innan handknattleiks- hreyfingarinnar segir að þetta sé allt hið undarlegasta mál. Samskiptin á milli HSI og HM-nefndarinnar sé ekki nógu góð og það megi rekja til þess þegar Jón Ásgeirsson var formaður HSl. „Nú hafa orðið breytingar á for- mennsku, skipt hefur verið um framkvæmdastjóra og nýr forntað- ur er kominn í framkvæmdanefnd HM’95. Þetta hefur allt gerst á einu ári og þetta lítur allt furðulega út, sérstaklega fyrir IHF, alþjóðasam- bandið, þar sem breytingar verða ekki á yfírstjórn svo áratugum skipti,“ segir heimildarmaðurinn. Sami maður segir að nokkuð hafi áunnist í að bæta þessi samskipti en þá hafi þetta mál dúkkað upp og sett allt í háaloft aftur. Svo gripið sé til hans eigin orða: „Batteríið er allt of veikt fýrir svona hasar.“ -Bih Magnús Ver og Forbes Cowan í morðbolta, sem er ein keppnisgreinin. Tröllí Höllinni Á sunnudag verður haldið kraftamót í Laugardalshöll sem ber titilinn „Sterkustu menn jarðarinn- ar“ hvorki meira né minna. Dvergakast er ekki meðal keppnis- greina en kynnir verður Valtýr Björn. Sterkasti maður heims, Magnús Ver er að jafna sig eftir meiðsl og tekur því ekki þátt en er þess í stað mótshaldari fýrir hönd Islenskra aflraunamanna. Fulltrúi Islands er Andrés Guðmundsson alías „Neptúnus". Aðrir keppendur eru Mannfred Höber frá Austur- ríki. Hann er með stærstu hand- leggi heims. Næsta má telja tröllið Ted van Derparre frá Hollandi (2,13 metrar á hæð og 160 kíló), Forbes Cowan lrá Skotlandi og llkka Kinnunen frá Finnlandi. -JBG Fíkniefnalögreglan og Hvolsvallarlögreglan uppræta vopnabúr á bænum Núpi Höddi feiti böstaður Hagiabyssur, skammbyssa og riffíll með hljóðdeyfí í hlöðunni. Hörður Gunnar Ingólfsson, betur þekktur undir nafninu Höddi feiti, var „böstaður“ af fíkniefnadeild lögreglunnar og Hvolsvallarlögreglunni á þriðju- daginn. Höddi hefur um eins og hálfs árs skeið búið á bænum Núpi í ná- grenni Hvolsvallar en með honum hafa einnig verið aðrir þekktir smákrimmar. Áður bjó hann í þekktri íbúð á Bræðraborgarstíg. Höddi feiti er á fertugsaldri og á að baki mjög langan feril vegna fíkni- efnamisferlis og skrautlegt saka- vottorð. Síðustu árin hefur minna borið á honum vegna fíkniefna- sölu en talið er að hann hafi ein- beitt sér að bruggi, enda er hagn- aðarvonin síst minni og refsingar þar mun lægri en í fíkniefnavið- skiptum. Þegar lögreglan réðist til inn- göngu á sveitabænum Núpi fundu þeir 20 lítra af Ianda, 100 lítra af gambra í suðu og eimingartæki auk kannabisplöntu, fíkniefna- áhöld og eitthvað af eiturlyíjum í duftformi. Mesta athygli vakti þó vopnasafn kappans sem saman- stóð af tveimur haglabyssum, önnur afsöguð, skammbyssu, riffli með hljóðdeyfi, gaddakylfu, lás- boga og vel á annan tug voldugra hnífa. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vopnasafn er gert upptækt hjá Hödda en hann hefur einkum haft dálæti á hnífum og safnað þeim. Þegar lögreglan réðist til inngöngu á þriðjudaginn var Höddi staddur í höfuðborginni. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.