Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 28
28 24/NÓVEMBER - 1/DESEMBER1994 BUBBLEflJES BÖSTAST Á TOPPNUM S V ÞV Titill Flytjandi 04 01 BUST BUBBLEFLIES 09 02 GIRL, YOU’LL BEAWOM... URGE OVERKILL 01 03 BANG AND BLAME R.E.M. 06 04 MAÐUR ÁN TUNGUMÁLS BUBBI MORTHENS 05 05 MYIRON LUNG RADIOHEAD 03 06 ZOMBIE THE CRANBERRIES 02 07 SECRET MADONNA — 08 YELLOW LEADBETTER PEARLJAM 14 09 SWEETJANE COWBOY JUNKIES 07 10 WITH THE LID OFF LUCAS — 11 LÖG UNGA FÓLKSINS UNUN 08 12 ABOUT A GIRL (Unplugged) NIRVANA 17 13 FEELING SO REAL MOBY 20 14 HIGHER ANDHIGHER JETBLACKJOE — 15 THE WILD ONES SUEDE 10 16 FAR BEHIND CANDLEBOX — 17 SLEIKTU MIG UPP SSSÓL — 18 AÐEINS FYRIR ÞIG TWEETY 12 19 FADE IN TO YOU MAZZY STAR 11 20 THE STRANGEST PARTY INXS kraumandi undir... MURDEfí WAS THE CASE SNOOP DOGGY DOGG ÞÚ DEYRÐIDAG KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI TOMORROW SPOON WORKAHOLIC BONG Loksins, loksins! íslenskt topplag! Bubbleflies fara með lagið Bust úr 4. sœti á toppinn. Hástökkvari síðustu vikufer nú upp um 7 sœti í númer 2 en tvö ný lög koma beint inn -á topp 10. Pearl Jam er há- stökkvari vikunnar og á einnig hœsta nýja lagið, Yellow Leadbetter. Þeirfara beint í 8. sœtið. Unun kemur líka sterk inn með Lög unga fólksins, beint í 11. Fimm ný lög koma inn á listann þessa vikuna og eru íslensku lögin í meirihluta. 6 lözgstefna upp á við, 8 lögfalla á listanum ogi lagstendur í stað. X-Domino's listinn er valinn vikulega af hlustendum og dagskrár- gerðarmönnum X-ins. Listinn er frumfluttur á fimmtudögum kl. 16:00-18:00 og endurleikinn á laugardögum kl. 14:00-16:00. Það er Einar Örn Benediktsson sem sér um’ann! MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 Topp Margret Thatcher erfagurlega tennt með velskapaðan hringlaga munn. Dollý það er afar vel hönnuð uppblásin dúkka sem ég kynntist fyrir norða Sverri Stormsker Koi Bryndís Schram sem er óvenjulega ungleg miðað við að hafa verið gift Jóni Baldvini í öll þessi ár. Óskar skilyrði að hún yrði í kynþokka- fullutn undir- klœðnaði og með svipuna við hendina. Linda Pé að sjálfsögðu. Örugglega kraftur í stelpu sem getur tekið lögguna svona föst- um tökum. Baldur Bragason tók mynd af Frakkanum Manuel Vincent Colsy og ræddi við hann í leiðinni um menningarbraginn í Reykjavík. Feitur kokkur með vindil virkar Manuel Vincent Colsy er Frakki sem hefur búið í Reykjavík síðan 1989. Hann hefur mestmegnis unnið sem þjónn og starfar nú á Café París. Manuel er hávaxinn, í kringum hundrað og níutíu senti- metrana, dökkhærður og grann- vaxinn. Hann talar frekar hratt og notar hendurnar ákaft. Islenskuna talar hann ágætlega þó að franskar áherslur og framburður sé áber- andi. Manuel er nýorðinn þrítugur og hefur búið í Reykjavík síðan 1989. Hann fluttist hingað með ís- lenskri sambýliskonu sinni eftir að þau höfðu búið saman í París í nokkur ár. Þau slitu samskiptum stuttu eftir að þau komu til íslands en Manuel fór ekki strax til baka. Hann kynntist stúlku að nafni Stefanía og hún er ein orsökin fyr- ir því að við getum fengið Café au lait borið á borð til okkar með rétt- um framburði. Manuel er lærður teiknari og vinnur „frí-lans“ sem slíkur. Manúel segir að það hafi verið erfitt á íslandi í fyrstu. „Eina vinnan sem ég gat fengið var vinna í frystihúsi, smíðar, upp- vask og þess háttar. Maður er búinn að gera ýmislegt. Þetta verður betra þegar maður getur farið að vinna hjá sjálfum sér og getur gert meira fyrir sjálfan sig.“ Saknar þú Parísar? „Ég sakna ekki Parísar, frekar hluta sem hægt er að gera í París. Ég sakna þess að geta ekki keypt mér gott rauðvín án þess að það kosti tvöþúsund kall flaskan, ég sakna þess að geta ekki boðið vinum mín- um í almennilegan kvöldverð án þess að vera blankur eftir á. Ég er ekki haldinn heimþrá. Ég var líka orðinn þreyttur á París, bjó þar í fimmtán ár, vinnan, taka lestina kvölds og morgna, of mikið af fólki, stress, mikil traffík það er líka svo gott að vera hérna. Maður er ör- uggur úti á götu. Engin vandamál með fólk.“ Hefur þú hugsað þér að vera hér áfratn? „Já, af hverju ekki? Kannski ekki alla tíð en ég verð líka að spá í kon- una mína en mig langar að flytja aftur til Frakklands í nokkur ár eða svo til að vinna í því sem ég hef áhuga á. Að vinna hér sem frí-lans teiknari er mjög erfitt, efnahagur- inn liggur niðri og þetta er alls ekki nægilega stabilt. Ég varð að finna mér fasta vinnu og þess vegna er maður þjónn. Konan mín á barn, það gengur ekki að vinna í bransa þar sem einn mánuðinn er til pen- ingur en þann næsta kemur ekkert inn. „Heyrðu elskan mín, það eru núll krónur í innkomu þennan mánuðinn.“ Hvað finnst þér um kaffthúsa- menninguna hér í Reykjavík? „Þetta er voðalega nýtt. Maður sér að fólk er ekki enn búið að venj- ast þessu. Allavega hagar það sér þannig. Mjög ólíkt París til dæmis. Hér vill fólk fá allt strax og spyr alls kyns spurninga sem maður á ekki að venjast erlendis þar sem kaffi- húsamenningin er rótgróin. Stund- um finnst manni þetta hálf fárán- legt, það kemur fyrir að maður er beðinn um hálfan lítra af espresso. Búmm, ekki vildi ég vera nálægt neinum sem myndi innbyrða það mikið af koffeini. Hann færi beint upp í loft. Þetta er samt allt í lagi, ég er ekki að segja að þetta sé leiðinlegt fólk. Þetta er bara svo nýtt fýrir fólki. Ef við tökum París sem dæmi þá kemur fólk inn, sest niður, horf- ir á mannlífið, allt í rólegheitunum. Hér þarf kaffið að vera komið á borðið áður en fólkið er sest og ef ekki þá er maður ásakaður um að hafa gleymt því. Stundum er maður spurður til dæmis á þennan hátt; „ Ffeyrðu, ertu búinn að gleyma sam- lokunni minni eða hvað?“ og síðan er fólk fúlt þegar maður útskýrir að það þurfi að grilla grillaða samloku og að það taki sinn tíma. Þetta er ekki sett inn í örbylgjuofn, allt til- búið á stundinni með „díng“. Ég er þjónn en ekki galdramaður.“ Eru íslendingar of óþolinmóðir? „Já. Eins og ég segi þá er þessi menning ný og kaffihúsin spretta upp um allt. Kaffitegundir og kaffi- afbrigði sem fólk hefur aldrei heyrt um eru til boða, það er ekki nema von að ekki allir séu búnir að venj- ast þessu. En fólk ætti ekki að þurfa flýta sér alltaf svona mikið. Eg er ekki að setja íslendinga niður á neinn hátt en þetta er nýtt fyrir þeim og sumir þeirra virðast ekki vera búnir að ná tilganginum með þessu öllu saman. Tökum áfengið til dæmis, algjört tabú. Svo miklar reglur, Ríkið, hér má kaupa en ekki hér. Það er of ríkt í fólki að áfengi sé eitthvað heilagt ef það á að njóta þess þá verður það að vera al- mennilega og á laugardögum. í Frakklandi drekkum við oftar og rólegar. Þegar á heildina er litið þar að segja. Heima hjá mér setti mamma mín rauðvín á borðið með kvöldmatnum og ég fékk mitt glas strax á meðan ég var lítill. Rauð- vínsflaskan var ekki alltaf kláruð og þess þurfti heldur ekki. Hér má þetta ekki því að þá er eitthvað að hjá svoleiðis fólki. Síðan er það eitt sem mér finnst vera mistök hér og það er það að allir þeir er opna kaffihús í Reykja- vík opna eitthvað annað, þetta er of fínt allt saman. Of „fansý“, of fínt. Mín uppáhalds tegund af kaffihúsi er lítið og ódýrt þar sem fólk sest niður og líður vel. Hægt að standa Drottningin er vöknuð Á barnum með Andrési Látið Andrés Magnússon leiða ykkur um iðandi kös baranna Hótel Borg PÓSTHÚSTRÆTI 11 ★ ★★★★ Á sínum tíma gladdi það mjög mitt litla hjarta þegar Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, bjargaði Hótel Borg undan klóm Alþingis, þó svo að ég hafi reyndar haft afskaplega miklar efasemdir um hlutverk borgarinnar í veitingarekstri. Þess vegna gladdi það mig enn meira þegar ofurhuginn Tómas „Tommi“ Tómasson festi kaup á þessari drottningu íslenskra hótela með það fyrir augum að hefja Borgina til vegs og virðingar á ný eftir áratugalanga niðurlægingu og skemmdarverk þeirra, sem hana ráku. Það verður að segjast eins og er að þetta hefúr Tomma tekist af stakri prýði og smekkvísi að auki, sem er því miður ekki alltaf gefin þegar íslendingar færast mikið í fang. Þó svo að ég sem drykkju- maður Morgunpóstsins eigi reyndar einungis að halda mig við áfengið, get ég ekki stillt mig um að geta þeirra kræsinga, sem eru á boðstólum þar, enda er barinn í raun einungis fram- lenging á veitingasalnum. í stuttu máli er Hótel Borg orðin að Paradís sælker- ans. Til þess að bæta um betur er þjón- ustan eins góð og frekast verður á kosið og verðið er hreint út sagt hlægilegt. Það er helst að vínið kosti skildinginn, en það er heldur ekki skrýtið þegar haft er í huga að það eru Höskuldur og kompaní í Ríkinu, sem þar ráða mestu um, en vínlistinn er í senn höfúgur og göfugur. Nóg um það. Hér skal fjallað um áfengisneyslu. Barinn er í fremri salnum og þrátt fýrir stærðina lætur hann lítið yfir sér. Vínúrvalið er mjög mikið og gott og verðlagningin bara eins og gengur og gerist á öðrum bör- um. Þjónustan er vitaskuld í takt við alla aðra þjónustu á Borginni. Þó bar- inn sé prýðilega til þess fallinn að standa við hann og súpa eins og karl- mennum sæmir kjósa flestir að sitja í hægindastólum eða við borð, enda eru flestir gestirnir að bíða eftir borði í mat- salnum. Það er hins vegar engin krafa að menn hyggist setjast að snæðingi til þess að þeir fái að njóta veiganna á barnum. Það er líka hægt að fara hinn gullna meðalveg og setjast við sushi- barinn og raða í sig hráu fiskmeti. Sus- hi-barinn hefúr líka þann kost að mað- ur þarf ekki að panta sæti fyrirffam. Stemmningin er alla jafna næstum há- tíðleg, megnið af gestunum er komið til þess að gera sér sannarlega glaðan dag. Flestir eru flnir í tauinu, en þó hver á sinn hátt. Það eru engar kröfúr gerðar um klæðaburð, en þó svo að þarna komi inn leðurklæddir foringjar og silkivafðar gyðjur dettur bara engum í hug að koma í úlpu. Það er allt leyfilegt svo framarlega sem það er stíll yfir því. Það er líka athyglisvert að fylgjast með þeirri ágætu blöndu af fólki sem sækir staðinn. Gestirnir eru á öllum aldri og ekki verður maður var við kynslóðabil- ið alræmda. Ég hugsa þó að yngra fólk- ið sé í meirihluta, en miðað við lýsingar ömmu minnar heitinnar sýnist mér að stemmningin sé engu minni en þegar hún brá þar undir sig betri fætinum á fjórða áratugnum. Og óneitanlega er reynt að gera út á svolítið gamaldags stemmningu. Skammt frá bamum er lítill pallur og þar leikur lítil hljómsveit gömul og góð lög undir forystu harm- onikkuleikarans Guðmundar Steingrímssonar Hermanns- sonar en hann er í senn fingrafimari og ófalskari en Seðlabankastjórinn. Menn sækja ekki í barinn á Hótel Borg til þess að hella í sig og ræða stöðuna í ameríska boltanum, en hann er kjörinn til þess að dreypa á Dry Martini og spjalla um dásemdir lífsins, hvort held- ur er við kunningja, besta vin eða ástina einu og sönnu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.