Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 3 350 króna stöðumælasekt varð að 50 þúsund króna skuld Missti bflinn vegna stöðu- mælasektar Lögmönnum í sjálfsvald sett hve háa innheimtuþóknun þeirreikna sér. Ragnar Aðalsteinsson formaður stjórnar Lögmannafélagsins. Stjórnin afgreiðir á miðvikudaginn mál manns sem missti bifreið sína vegna stöðumælasektar. Greiðandinn segir innheimtuaðgerðir lögmanns „brot á reglum, sem gilda í mannlegum samskiptum, misbeiting á valdi og tilraun til fjárkúgunar." Lögmannafélag íslands fjallar nú um mál manns sem lenti í því að missa bílinn sinn eftir að 350 króna stöðumælasekt varð að 50 þúsund króna skuld sem hart var gengið eftir í innheimtu. Það var í október 1993 sem maður- inn fékk stöðumælasekt á Akureyri upp á 350 krónur. Vegna trassaskapar viðkomandi og flutninga láðist að greiða skuldina og í maí 1994 sendir lögmaður „beiðni um nauðungar- sölu“ á bifreið hans vegna skuldar að upphæð 11.436 krónur auk vaxta og áfallandi kostnaðar. Vegna flutninga dróst uppboðsbeiðnin en var síðan tilkynnt nú í desembermánuði. Maðurinn ætlaði að greiða þessar tæpu 12 þúsund krónur til þess að komast hjá uppboði en var þá til- kynnt símleiðis að hann þurfi að greiða 21.471 krónur til að forða upp- Soði. Það sætti hann sig ekki við og benti lögmanninum á að ef Bifreiða- sjóður Akureyrar teldi sig eiga frekari kröfu þá ætti að senda bréf ásamt nýrri sundurliðaðri kröfu. Hann greiddi kröfuna upp á tæpar 12 þús- und krónur og fulltrúi sýslumanns frestaði uppboðinu. Lögmannsstofan sendi hins vegar upphaflegu beiðnina um nauðungar- sölu aftur þar sem handskrifað var að eftirstöðvar væru rúmar 10 þúsund krónur, að viðbættum kostnaði við vörslusviptingu. 40 mínútum síðar kom enn símbréf þar sem sagt er að ofan á 10 þúsund krónurnar bætist kostnaður við vörslusviptingu. Nokkrum dögum síðar var bifreið mannsins tekin af lögreglu og flutt til sýslumanns og í kjölfarið fékk hann upplýsingar um að krafan væri nú 35.765 krðónur auk vaxta og frekari kostnaðar við uppboð. „Þannig hafði stöðumælasekt vax- ið úr 350 krónur í árslok 1993 í 47.201 krónur hinn 19 desember 1994, á rétt rúmu ári og hún er enn að vaxa. Þetta nemur um 13.500 prósenta hækkun.“ Hann segist geta sjálfum sér um kennt fyrir að hleypa málinu svo langt að til uppboðs komi en hins vegar séu allir sammála um að fram- koma lögmannsins „sé hastarleg, svo ekki sé meira sagt, og að aðgerðir þeirra til að hækka kostnað minn vegna málsins, eftir að ég hef greitt upphaflega kröfu þeirra, séu ekki eðlilegar, jafnvel forkastanlegar," eins og hann orðar það í bréfi til Lög- mannafélagsins. „Ekki treysti ég mér til að dæma um þetta út frá lögum en siðgæðisvitund mín og réttlætis- kennd segir mér að hér sé á ferðinni brot á reglum, sem gilda í mannleg- um samskiptum, misbeiting á valdi og tilraun til fjárkúgunar.“ Marteinn Másson, framkvæmda- stjóri Lögmannafélagsins, sagði að ekki væri rétt að fjalla um málið að svo stöddu en sagði að það yrði væntanlega tekið til lokaafgreiðslu hjá stjórninni á mið- vikudaginn. Lögmenn ákveða sjálfir þóknun sína Eins og MORGUN- PÓSTURINN hefur ítrek- að greint frá er inn- heimtukostnaður lög- manna mjög hár hér á landi og allt að fjórfalt hærri en til dæmis i Noregi. I febrúar á síð- asta ári felldi Sam- keppnisráð þann úr- skurð að Lögmannafé- laginu væri óheimilt að gefa út gjaldskrá til við- miðunar fyrir félaga sína. Því geta lögmenn sjálfír ákveðið hversu háa þóknun þeir reikna sér fyrir að sjá um inn- heimtu fjárkrafna. Skuldarar hafa hins veg- ar ekkert um það að segja hverjum er falið að innheimta skuld þeirra og verða því að greiða uppsett verð. „Við höfum gert allt sem við gátum,“ segir Ragnar Aðalsteins- son, formaður Lög- mannafélags Islands. „Við reyndum að halda í þann þátt gjaldskrár- innar sem að þessu lýtur þannig að menn hefðu einhverja viðmiðun." Sigríður Arnardótt- ir, lögfræðingur Neyt- endasamtakanna, hefur gagnrýnt mjög að „inn- heimtumönnum er í sjálfsvald sett hversu háa innheimtuþóknun þeir reikna sér“ og vilja samtökin að settar verði reglur um innheimtu- þóknanir. Runólfur Ágústs- son, fulltrúi sýslu- mannsins, gagnrýnir þetta kerfi harkalega í nýlegri blaðagrein. Hann segir að lögmenn virðist í „auknum mæli nota gjaldtöku af skuld- urum til að fjármagna aðra starfsemi sína.“ Sem dæmi nefnir hann að þóknun þeirra fyrir að mæta í fjárnámsfýrir- töku hjá sýslumanni hafi verið 2.828 en nú séu hins vegar fjölmörg dæmi um 15 þúsund króna reikning fyrir slíkt 6-8 mínútna „mót“ og allt upp í 40 þúsund krónur. -pj ManrvQöldi í miðbænum Mikill mannfjöldi var í miðbæn- um aðfaranótt sunnudags. Lögregl- an telur að um 2.500 manns hafi ver- ið samankomnir í miðbænum þegar mest var á milli 3.30 og 4.30 eftir að skemmtistaðir höfðu lokað. Sá fjöldi er í hærri kantinum en svipað og var um síðustu helgi. Mun minna er að gera eftir föstudagskvöldin og nú um helgina voru á milli 1000 og 1500 manns eftir að stöðum lokaði. Þrátt fyrir mik- inn fjölda aðfaranótt sunnudagsins þurfti lögreglan ekki að hafa mikil afskipti af fólki og einungis tveir voru teknir fyrir ölvuna- rakstur sem telst mjög lítið.B SAFIR STOP ÞURFTIRÐU AÐ LÁTA STAÐAR NUMIÐ í BÍLA- HUGLEIÐINGUM VEGNA VERÐSINS? Frá 588.000,- kr. 148.000,-kr. út og 14.799,- kr. í 36 mánuði. Frá 677.000,- kr. 169.250,- kr. út og 17.281,- kr. í 36 mánuði. SAMARA 677 Frá 624.000,- kr. 156.000,- kr. út og 15.720,- kr. í 36 mánuði. SPORT 624 Frá 949.000,- kr. 237.250,- kr. út og 24.101,-kr. í 36 mánuði. 949. Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. IMjla' ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.