Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 6
6 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 Kratar héldu fjölmennt aukaflokksþing á Hótel Loftleiðum í gær og fyrradag. Þar var samþykkt kosningastefnuskrá flokksins í ellefu liðum, en aðaláhersla var þó lögð á Evrópumálin og jöfnun lífskjara ísland í Evrópu- sambandið og10 milfjarðar til launþega Um fjögur hundruð Alþýðu- flokksmenn voru samankomnir til að hlusta á Jón Baldvin Hanni- balsson flytja stefnuræðu sína fyrir komandi kosningar á aukaflokks- þinginu á Hótel Loftleiðum á laug- ardaginn. Það voru hins vegar að- eins rúmlega tvö hundruð sem skil- uðu sér til atkvæðagreiðslu um kosningastefnuskrá flokksins í gær. Var það mál þeirra sem mættu, að heilsubrestur í kjölfar árshátíðar flokksins, sem haldin var kvöldið áður, væri líklegasta skýringin á þessari miklu fækkun í þingliðinu. Jón Baldvin kippti sér þó ekki upp við þessa miklu fækkun og var býsna ánægður með þingið. „Það er ekki hægt annað en að vera mjög ánægður með þing sem einkennist af þvílíkri samstöðu sem þeirri, sem hér hefur ríkt,“ sagði hann þegar þingi hafði verið slitið í gær. „Við höfum samþykkt hér kosninga- stefnuskrá því sem næst í einu hljóði og við afgreiddum einróma sögulega ályktun um ísland í Evr- ópu framtíðarinnar." Jón Baldvin lýsti því yfir í lokaræðu sinni, að þessa þings yrði minnst í Islands- sögunni vegna ályktunarinnar um Evrópumálin. Kosningastefnuskráin byggir á ellefu meginpunktum, en tveir málaflokkar standa þó upp úr og eru í raun það sem allt snýst um í kosningabaráttu kratanna. Þar er fýrst að nefna Evrópumálin, en á aukaþinginu var einróma sam- þykkt að Alþýðuflolckurinn skyldi beita sér fyrir aðildarumsókn ís- lendinga að Evrópusambandinu. Hinn megináherslupunktur krata í komandi kosningabaráttu varðar bætt lífskjör landsmanna, en í stefnuræðu sinni kvað Jón Baldvin bættan efnahag þjóðarbúsins og aukinn hagvöxt eiga að nýtast til að bæta og jafna lífskjör almennings í landinu. Einfarar í Evrópumálum Eftir miklar og heitar umræður um Evrópumálin síðastliðið sumar og haust var eins og allt dytti í dúnalogn eftir að Norðmenn höfn- uðu aðild að Evrópusambandinu. Flestir flokkar tóku Evrópumálin út af dagskrá í framhaldi af niðurstöð- unni í Noregi og telja ekki tímabært að huga að aðild enn sem komið er. Alþýðuflokkurinn ætlar samt sem áður að gera umsókn íslands að Heldur hafði fækkað á flokksþinginu á öðrum degi þess, en menn röktu þá fækkun gjarna til heilsubrests í röðum þingliða í kjölfar árshá- tíðar flokksins kvöldið áður. Evrópusambandinu að kosninga- máli. Aðspurður hvort Alþýðu- flokkurinn væri ekki eins og hróp- andinn í eyðimörkinni í þessum málum, þar sem aðrir flokkar virð- ast hafa ákveðið að EES- samning- urinn dugi okkur fyllilega, sagði Jón Baldvin EES- samninginn vissulega vera „afspyrnugóðan samning“. „En það hljómar ank- annalega í okkar eyrum þegar þeir sem fóru hamförum gegn EES- samningnum á sínum tíma segja EES-samninginn vera ágætan og duga okkur fullkomlega. Þetta hljómar óneitanlega undarlega úr munni þeirra manna sem fúllyrtu að þetta væri nánast landsölusamn- ingur þegar við vorum að knýja hann fram.“ Á þinginu var lögð rík áhersla á muninn á umsókn og inn- göngu í Evrópusambandið. Jón Baldvin kvað kominn tíma til að útrýma þeim hræðsluáróðri sem einkennt hefur umræðu annarra flokka og sagði engan komast und- an því að taka skýra afstöðu í Evr- ópumálunum. „Þjóðin á kröfu á því að stjórnmálaflokkar móti stefnu, að þeir hafi einhverja fram- tíðarsýn og geri hreint fýrir sínum dyrum fyrir kosningar, en taki ekki ákvarðanir eftir kosningar um eitt- hvað allt annað en það sem þeir hafa sagt fyrir kosningar. Sú staða getur komið upp á næsta kjörtíma- hili, fyrirvaralítið, að næsti áfangi í stækkun Evrópusambandsins væri á dagskrá, og þá væri öll heima- vinnan í skötulíki, málið órætt og menn óundirbúnir að taka afstöðu. Það eru vinnubrögð sem má kenna við kæruleysi.“ Það fór ekki á mill mála að þessum skeytum var ekki síður beint til samstarfsflokks krata í ríkisstjórn en annarra flokka. Tíu milljarða svigrúm til kjarabóta I stefnuræðu sinni sagði Jón Baldvin að svigrúm væri til að bæta tíu milljörðum í launaumslög landsmanna án þess að blása lífi í glæður verðbólgubálsins. „Ef þessu fjármagni á að veita til þess að Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins í ræðustól á aukaflokksþingi í gær. Flokkssystkini hans samþykktu einróma að gera helsta baráttumál hans, umsókn íslands um aðild að Evrópusambandinu, að sínu. hækka laun á allan launastigann, þá næmi það ekki nema svona 3 1/2 prósenti, og vegna tengsla launa og lánskjara, þá mundi kaupmáttar- aukningin sem eftir stendur vera um það bil eitt prósent. Skynsam- legasta lausnin er því föst krónu- tala.“ Jón Baldvin sagði að sú stað- reynd að íslendingar byggju ekki lengur við óðaverðbólgu þýddi að nú væri virkileg von til þess að sam- staða næðist um krónutöluhækk- anir, þrátt fýrir slíkt hafi sjaldan tekist áður, en benti á að þetta væri vonlaust ef ekki næðist samstaða um þetta innan launþegasamtak- anna. „Auk þess bendum við á íjöl- mörg mál, sem ríkisvaldið getur beitt sér fyrir til þess að auka kaup- mátt án verðbólgu með því að lækka framfærslukostnað. Hann getum við lækkað fyrst og fremst á tveimur sviðum. Við erum með eitt hæsta matvælaverð í heimi, sem er bein afleiðing af því einokunarkerfi sem við höfum búið við. Og við er- um með hátt verð á opinberri þjón- ustu þar sem ríkir annað hvort ein- okun eða fákeppni. Verð í einok- unarkerfum er alltaf hátt og hlutur neytenda alltaf fyrir borð borinn. Þess vegna viljum við samkeppni.“ Jón Baldvin segir framkvæmd GATT- samningsins einnig fela í sér bætt lífskjör fyrir þjóðina, ef vel er að henni staðið. „En þar eru reyndar uppi ólík sjónarmið, milli annars vegar landbúnaðarráðherra og hins vegar til dæmis viðskipta- og utanríkisráðherra um það, hvernig eigi að útfæra þetta. Ég hef kallað tillögu landbúnaðarráðherra ofurtolla og tel að þar sé gengið allt of langt og í berhögg við tilgang samningsins, því ef tollarnir yrðu samkvæmt hans tillögum, þá mundu íslenskir neytendur upplifa GATT-samninginn sem viðskipta- hindrun. Það yrði enginn innflutn- ingur, engin samkeppni.“ Bætifláki ÁTVR stenst ekki nútímasamfélag Vilhjálmur Egilsson al- þingismaður og fi amkvæmd j stjóri Verslunar- ráðs Islands skrifar kjallar- grein um ÁTVR í DV síðasta fimmtudag og er ekki par hrifinn af batteríinu. Vilhjálmur finnur ÁTVR flest til foráttu og segir það meðal annars dæmigert fyrir fornaldarhugsun- arhátt fyrirtækisins hve lengi það var að uppgötva að sjálfsaf- greiðslukerfi er mun hentugra fyr- irkomulag en að starfsmenn „handlangi" vöruna yfir risavaxin afgreiðsluborð. Vilhjálmur týnir til ýmis önnur dæmi um framfarir ÁTVR en gefur fyrirtækinu samt dapra einkunn. „Það má að sjálfsögðu líta á það sem framför að hækka í einkunn úr 0,5 í þrjá. Mikil framför vissu- lega en falleinkunn engu að síður. E.t.v. kemst ÁTVR í 3,5 með því að taka kreditkort. ÁTVR stenst ekki nútímasamfélag..." Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR. „Það er svo vfðs fjarri að ÁTVR standist ekki nútímasamfélag að ég ræði það ekki við Vilhjálm Eg- ilsson. Það er svo langt utan raun- veruleikans að það mætti allt eins finna einhverja fjarstæðu í þjóð- félaginu og spyrja menn álits á því. Þctta með kreditkortin hef ég margoft skýrt. Það er bannað í áfengislögunum að lána þær vör- ur sem við seljum. Að taka við greiðslum með kreditkorti er í raun og veru ekkert annað en lán eins og margsinnis hefur kornið fram. Það breyta ekki aðrir lög- unum en alþingismenn og einn af þeim er Vilhjálmur Egilsson. Hann ætti að hafa haft möguleika tii að gera eitthvað í þessum mál- um þar sem hann hefur setið all mörg úr á þingi.“ ■ Veiðileyfagjald rökrétt afleiðing laganna Eitt af stefnumálum Alþýðu- flokksins er að binda sameign þjóð- arinnar á fiskimiðunum í stjórnar- skrána. Þegar eru í gildi lög sem kveða á um hið sama, en þrátt fyrir það fær þjóðin ekkert greitt fyrir af- not útgerðarmanna af fiskimiðun- um, heldur gengur kvótinn kaup- um og sölum á milli einstaklinga. „Með því að binda þetta sameign- arákvæði í stjórnarskrá, er fyrst og fremst verið að taka af öll tvímæli um það, að jafnvel þótt kvótakerfið haldi velli, þá festi það ekki í sessi eða búi til neinn hefðarrétt fyrir hugsanlegum eignarréttarkröfum. Og ef þetta er bundið í stjórnarskrá er einnig tryggt, að íslensk stjórn- völd geta ekki í neinum samning- um við neina aðila, samið þessa eign af þjóðinni. Og hvort sem þetta er aðeins í lögum eins og nú er eða bundið í stjórnarskrá, þá hlýtur það að vera rökrétt afleiðing að þeir sem eiga auðlindina, það er að segja þjóðin, fái greitt fyrir af- notin sem menn hafa af henni. En það er aðeins einn stjórnmálaflokk- ur, nefnilega Alþýðuflokkurinn, sem hefur þá stefnu að greiða eigi veiðileyfagjald. Við mótuðum þá stefnu fyrir mörgum árum en aðrir flokkar hafa hingað til ekki tekið undir þetta.“ -æöj Spamaðaraðgerðimar komnar á ystu nöf segirÁsta B. Þorsteinsdóttir, en hún telurekki unnt að spara meira í heilbrigðiskerfinu en gert hefur verið nú þegar. „Það hefur verið leitað eftir því við mig af mörgum aðilum að taka 3. sætið í Reykjavík og ég hef sagt að ég muni taka það sæti, verði það niðurstaða stjórnar fulltrúaráðs flokksins,“ sagði Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður Þroskahjálpar, í samtali við blaðið á aukaflokksþinginu í gær. Aðspurð hvort einhverjir aðrir væru í umræðunni, sem hugsan- lega gætu tekið 3. sætið sagðist hún ekki vita til þess. Ásta hefur verið félagi í Alþýðuflokknum um tveggja ára skeið en hefur ekki tekið virkan þátt í flokksstarfinu til þessa. „Ég tók hins vegar þá afstöðu að starfa með Alþýðuflokknum eftir að hafa átt mjög gott samstarf við Alþýðuflokksfólk um margra ára skeið í starfi mínu sem formaður Þroskahjálpar. Ég er búin að vera í því starfi í 8 ár og finnst kominn tími til að skipta um vettvang núna og fara að vinna að þeim málum sem mér finnst brýnust. Það eru velferðarmálin og mér finnst ég geta fundið mér farveg innan Al- þýðuflokksins til að vinna að þeim.“ Auk starfa sinna fyrir Þroska- hjálp, hefur Ásta unnið sem hjúkr- unarffæðingur og hjúkrunarfram- kvæmdastjóri Landspítalans um margra ára skeið og þekkir því vel til málefna sjúkrahúsanna. Hún tel- ur ekki hægt að spara meira í heil- brigðiskerfinu en nú er gert. „Mér finnst sparnaðaraðgerðir í heil- brigðisþjónustunni vera komnar á ystu nöf og að það þurfi að finna aðrar leiðir en þennan flata niður- skurð, sem tíðkast hefur hingað til. Eins er kostnaðarhlutdeild sjúk- linga orðin eins mikil og almenn- ingur þolir.“ Ásta kveðst bjartsýn á gott gengi Alþýðuflokksins í komandi kosn- ingum og sér enga ástæðu til að ætla annað en að þriðja sætið dugi Ásta B. Þorsteinsdóttir, formað- ur Þroskahjálpar, er talin örugg með að verma 3. sætið á fram- boðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Hún er bjartsýn á að það sæti dugi til að fleyta henni inn á þing. til að fleyta henni inn á þing. „Það eru mörg mjög brýn mál, sem AI- þýðuflokkurinn hefúr bryddað upp á og á það ekki síst við um Evrópu- málin. Það er alveg makalaust að við höfum ekki rætt þetta málefni af neinni alvöru hér á íslandi. Fólk þarf að fá betri upplýsingar um hvað er í húfi þarna. Það hefur hingað til verið einblínt á efnahags- málin, en lítið verið talað um önn- ur, eins og félags-, menntunar- og menningarmál. En á þeim sviðum tel ég að við getum haft mikinn hag af inngöngu í Evrópusambandið. Ég held að Evrópumálin verði að vera í umræðunni í þessari kosn- ingabaráttu og ég get ekki skilið að við getum afgreitt þau með því að ýta þeim út af borðinu og segja að þau séu ekki á dagskránni," sagði Ásta að lokum. æöj/mynd Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.