Helgarpósturinn - 06.02.1995, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Qupperneq 12
12 MORGUNPÓSTURINN ERLENT MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 Glæpur gegn mannkyninu Tuttugu búsund látnir? Liðsmenn Dúdajevs Tsjetsjníuforseta berjast enn í suðurhluta Gmzní. Fréttir berast afskelfílegu mannfalli og segja heimildamenn að altt að tuttugu þúsund manns hafí látið Irfíð í stríðinu. Rússar halda áfram að hella sprengjum yfír Gmzní. Rússneskir hermenn hafa náð að fanga nokkra af liðsmönnum Dúdajevs. Bamungur byssumaður Fimm ára drengur í Maryland- fylki í Bandaríkjunum var tekinn í gæslu lögreglu eftir að hann mætti með byssu í skólann. Byssan var hiaðinn. Kennari stóð harnið að verki þar sem það var að sýna félög- um sínum skotvopnið. Hann hafði fundið það í svefnherbergi móður sinnar. Móðirin þarf líklega að greiða sekt fyrir vikið. ■ Er Deng hraustur? D e n g Rong, dóttir Deng Xiaop- ing lýsti því yfir nú um helgina að fað- ir sinn væri við góða heilsu. Hann hefði hins veg- ar dregið sig í hlé og nýir menn tekið við. Hún sagð- ist vona að vangaveltur um heilsu Dengs færu að taka enda. Dóttirin sagði í viðtali fyrr í þessum mánuði að faðir sinn væri heilsutæpur. Nú er hún á ferðalagi í Frakklandi og hefur breytt frásögn sinni og segir að hún hefði varla vikið frá föður sínum ef hann væri dauðvona. ■ Sorgleg veisla Tveir norskir drengir, 16 og 17 ára, biðu bana þegar þeir féllu nið- ur um loftræstiop aðfaranótt sunnudags. Piltarnir vildu komast inn í veislu sem haldin var í húsinu og duttu niður um opið á þakinu í niðamyrkri. Sextán gestir í veisl- unni voru fluttir á spítala og höfðu þeir orðið fýrir áfalli þegar þeir heyrðu þessi tíðindi. ■ Clinton hrósarsér Bill Clinton Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína á laugardag og taldi sig eiga heiður skilinn fýrir að sex mílljón ný störf hefðu verið sköpuð á árunum tveimur sem hann hefur setið í embætti. Clinton og ráðgjöfum hans finnst að hann hafi ekki fengið að njóta þess hversu efnahagur Bandaríkjanna hefur batnað síðustu árin. Clinton sagði í ávarpinu að verðbólga og at- vinnuleysi hefðu ekki verið minni í 25 ár og hagvöxtur ekki meiri í 10 ár. ■ Highsmvth látin Bandaríski rithöfundurinn Patr- icia Highsmith andaðist á sjúkra- húsi í Sviss á laugardag. Highsmith var 74 ára. Hún var þekktust fyrir bækur sínar um Tom Ripley, glæpamann með gott hjarta, og gerði þýski leikstjórinn Wim Wen- ders mynd eftir einni bóka hennar og kallaði Ameríska vininn. í henni lék Dennis Hopper Ripley. Sjálfur Alfred Hitchcock gerði fræga mynd eftir annarri bók hennar og heitir hún Strangers on a Train. ■ Sergei Yushenkov, rússneskur umbótasinni, sagði um helgina að Vesturlönd bæru sína ábyrgð á framferði Rússa í Tsjetsjníu. Hann sagði að þar væru framin skelfileg óhæfuverk og glæpir gegn mann- kyninu. Hins vegar hefðu Vestur- lönd kosið að þegja, að minnsta kosti hefði rödd þeirra varla heyrst. „Hversu miklu fleiri fórn- arlömb þarf til að Vesturlönd skilji að þau bera ábyrgð — ég endur- tek, ábyrgð — á því sem er að ger- ast í Rússlandi?" sagði Yushenkov. Hann bar saman viðbrögð Vest- urlanda nú við afstöðu vestrænna ríkisstjórna til Sovétríkjanna þegar þau vildu ekki leyfa gyðingum að flytjast úr landi. Þar hefðu Vestur- lönd tekið skörulega á málum, sagði hann. Hann sagðist þó ekki vilja að Rússar yrðu beittir efna- hagsþvingunum. Yushenkov sagði að meira en 20 þúsund manns hefðu látið lífið í stríðinu í Tsjetsjníu. Meira en 109 þúsund manns hefðu misst heimili sín. Yushenkov er formaður varnar- málanefndar rússneska þingsins og er þekktur fyrir að vera einlæg- ur lýðræðissinni og umbótamað- ur. Hann lét þessi orð falla á ráð- stefnu um öryggismál í Munchen. Þangað hafði átt að bjóða Pavel Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands og einum helsta hvata- manni herferðarinnar í Tsjetsjníu. Starfsbróðir hans í Þýskalandi, Volker Riihe, gerði Gratsjov skilj- anlegt að hann væri ekki velkom- inn og því fór Yushenkov í stað- inn. Rússlandsher héldu áfram að hella sprengjum yfir Grozní, höf- uðborg Tsjetsjníu um helgina og er eldflaugum skotið af stórum pöllum. Segir í Reutersskeyti að jörðin hafi skolfið í margra kíló- metra fjarlægð. I tilkynningu rúss- nesku stjórnarinnar segir að Tsjetsjenar berjist enn af ákafa í Grozní og að þeir séu að reyna að byggja upp nýja varnarlínu í borg- inni eftir að forsetahöllin féll í hendur Rússa. Tsjetsjenar munu enn halda megninu af suðurhluta borgarinnar. Nú eru átta vikur liðnar síðan Rússlandsstjórn sendi her gegn mönnum Dzhokar Dúdajevs, ieiðtoga Tsjetsjena. í yfirlýsingunni sagði einnig að Rússar hefðu drepið 350 tsjets- jenska stríðsmenn á laugardag. Þess ber að geta að tölur af þessu tagi þykja ekki mjög áreiðanlegar. Rússar hafa meðferðis bifreiðar, útbúnar hátölurum, og er útvarp- að úr þeim skilaboðum til Tsjetsj- ena að leggja niður vopn. Tsjetsj- enar virðast ekki taka mikið mark á því, enda þótt þeir séu liðsfærri en Rússar og skorti bæði vopn og vistir. Rússar hafa beitt flugher sínum í stríðinu og hefur fjöldi borgara beðið bana í loffárásum á Grozní og aðrar borgir. Hermt er að Dúdajev sé ennþá í Grozní. Ali Aliyev, sem er for- maður sambands Kákasusríkja, sagði í viðtali við /nfer/ux-frétta- stofuna að hann hefði nýskeð talað við Dúdajev í síma og þá hefði hann verið í borginni. Evrópuþjóðir eru ráðvilltar vegna stríðsins í Tsjetsjníu. Utan- ríkisráðherrar Evrópusambands- þjóða funda í Brussel á mánudag og munu þeir aðallega ræða um stríðið. Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins hefur lagt til að aðildarþjóðir bregðist hart við hernaði Rússa, en Bretland, Frakk- land og Þýskaland hafa tregðast við og vilja ekki styggja Boris Jeltsín forseta. Sú afstaða kann að breytast á fundinum, en þar munu utanríkisráðherrarnir jafnvel ræða hugmyndir um að reyna að koma á fót nýju öryggiskerfi í Evrópu, enda þykja átökin í Bosníu og Tsjetsjníu sýna að núverandi fyrir- komulag dugir ekki. Utanríkisráðherrarnir fá í dag skýrslu frá sendinefnd RÖSE, Ráð- stefnunni um öryggi í Evrópu. Nefndin var í Tsjetsjníu í síðustu viku. I skýrslunni mun standa að aðgerðir Rússa séu úr öllu hófi og hvetur hún til vopnahlés „af mannúðarástæðum“. ■ KapHalismi íVí< Markaðsbúskapur vinnur á hvarvetna i heiminum, í Kína og líka i Víetnam en þar er mikill uppgangstfmi eftir að Bandaríkjamenn afléttu nýverið viðskiptahömlum sem settar voru á Vfetnama eftir að strfðinu þar lauk 1975. Myndin er tekin f Hanoi og sýnir að meira að segja þar er vestrænn varningur eftirsóttur. Deng Xiaoping Forsetakosningarnar í Frakklandi Jospin fer fram Franski Sósíalistaflokkurinn ákvað um helgina að Lionel Jo- spin yrði frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í vor. Jospin hlaut 65 prósent atkvæða á fundin- um, en flokksformaðurinn Henri Emmanuelli aðeins 35 prósent. Emmanuelli sagði að hann myndi taka ósigrinum með karlmennsku og berjast af krafti fyrir Jospin. Lionel Jospin þykir ekki mjög spennandi stjórnmálamaður. Hann er 57 ára og er tæpast hægt að segja að hann hafi mikla persónutöfra. Hann var áður mjög hallur undir Franpois Mitterrand forseta en hefur reynt að þróast nokkuð frá honum hin síðari ár. Jospin var menntamálaráðherra frá 1988 til 1992. Flokkur Sósíalista er marg- klofinn og mjög veikur og sagðist Jospin vilja breyta því og helst vinna aðra vinstrimenn til liðs við sig, til dæmis fólk úr flokksbrotum græningja. Menn eru þó mjög efa- semdafullir um að Jospin sé maður til þess. Hann þykir nú tilheyra hinum hófsamari armi Sósíalistaflokksins og er þar í félagi við Michel Ro- card, fýrrverandi forsætisráðherra, og Martine Aubry, dóttur Jacqu- es Delors. Emmanuelli þykir standa fýrír harðari vinstri stefnu. Jospin er vonlaus um að ná kjöri. Svo litlar þykja vonir hans að tíma- ritið L'Expresslíkir honum við einn af dvergunum sjö í ævintýrinu um Mjallhvíti. Þar er dregin upp mynd af honum í líki háttvísa dvergsins. Hins vegar getur framboð hans styrkt stöðu hans innan Sósíalista- Lionel Jospin á enga von. flokksins. Samkvæmt skoðanakönnun sem birtust um helgina hefur Eaouard Balladur örugga forystu í barátt- unni um forsetaembættið. Þar kom fram að Balladur myndi fá 22 pró- sent atkvæða í fyrri umferð kosn- inganna en Jacques Chirac, borgarstjóri í París, 13 prósent. Jo- spin voru aðeins gefin fyrirheit um 5 prósent atkvæða í fýrri umferð- inni. ■ Minningar um nasista Þjóðverjar yfirtaka Amarhreiðrið Yfirvöld í Bæjaralandi hafa tekið yfir stjórn Berchtesgaden í Ober- salzberg á mörkum Þýskalands og Austurríkis. Eins og kunnugt er var þarna orlofshús Adolfs Hitler einræðisherra og var það oft kallað „Arnarhreiðrið1' í daglegu máli. Þýsk yfirvöld leggja mikla áherslu á að hafa fulla stjórn yfir staðnum, enda óttast þau að ella myndu nýnasistar og aðdáendur Hitlers flykkjast á staðinn og gera hann að einhvers konar pílagrima- reit. Bandaríkjaher hefur haft yfirráð í Obersalzberg frá lokum heim- styrjaldarinnar. Þar hefur verið skiðamiðstöð fyrir hermenn á vetrum en golfvöllur á sumrum. Nú hafa Bandaríkjamenn ákveðið að sleppa hendi af staðnum, enda hefur orðið mikil fækkun í herliði þeirra í Þýskalandi. Lagsbræður Ffitlers Martin Bormann, Josef Göbbeis og Hermann Göring áttu allir lúxus- villur á þessum slóðum en þær voru mestanpart eyðilagðar í loft- árás Breta 1945. Þess iná geta að álitið er að Fritz Höger, arkítektinn sem teiknaði Berchtesgaden hafi einnig teiknað Skriðuklaustur, hús Gunnars Gunnarssonar rithöfundar á Adolf Hitler. Fljótsdalshéraði, og eru þessi hús um margt lík. ■

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.