Helgarpósturinn - 06.02.1995, Page 15

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Page 15
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN 15 Títni Eggerts er kominn - löngu kominn Það er eitthvað við Suðurlands- kjördæmi sem er skemmtilegra en önnur kjördæmi bjóða upp á. Óli Þ. Guðbjartsson var til dæmis úr þessu kjördæmi og það hefur eng- inn gegnt ráðherraembætti með persónulegri stíl — ekki einu sinni Guðmundur Árni. Jón Helgason er Suðurlandskjördæmi og líka Árni Johnsen. Og svo Eggert Haukdal. Eggert Haukdal er sérstakur maður. Hann er svo sérstakur að kunningi minn bjó sér til kenningu um sérstæði hans. Hann sagði sem svo að ef tvítugur maður hefði fyrir þrjú þúsund árum eignast sinn fyrsta son og síðan aðra sex á fimm- tán ára tímabili og allir synir hans hefðu gert það sama og síðan allir niðjar þeirra þá hefði elsti sonur elsta sonar getið af sér 150 kynslóðir í dag á meðan ættstofn yngsta sonar yngsta sonar hefði aðeins getið af sér 85 kynslóðir. Þeir afkomendur yngsta sonar yngsta sonar sem væru uppi í dag væru því í raun álíka langt frá forföður sínum þrjú þúsund ára gömlum og elsti sonur elsta sonar var árið 700 eftir Krist. Þá má því segja að yngsti sonur yngsta sonar í dag sé í raun samtíð- armaður Atla Húnakonungs eða annarra kappa frá miðöldum. Og þessi kunningi minn vildi nefna Eggert Haukdal sem dæmi um svona mann, án þess að vita nokk- uð um ættir hans. Og þegar maður veltir því fyrir sér er þetta ekki svo fjarri lagi. Egg- ert er sá maður núlifandi sem hefur staðið í langdregnustu nágrenna- erjum. í áratugi eldaði hann grátt silfur við prestinn í sveitinni og skiptust þeir meira að segja á hross- hræjum orðum sínum til áherslu. Og Eggert er líka mikill deilumaður við aðra en prestinn. Hann deilir hart við andstæðinga sína en þó sýnu harðast við þá sem fylgja hon- um í liði. Það er einhver glæsilegur miðaldabragur á því. Um árið 700 snerust stjórnmál fyrst og fremst um völd og auð. Menn komu sér upp lénum og reyndu að hafa af þeim gott lifi- brauð. Þeir voru ekki að velta fyrir sér hvert þjóðfélagið væri að fara eða hvort þróunin væri heillavæn- leg fyrir almenning allan. Þeim var í raun meinilla við alla þróun og tókst reyndar að halda aftur af henni í þúsund ár eða svo. Einhvern veginn svona stjórn- málamaður er Eggert Haukdal. „ Um árið yoo snerust stjórnmál fyrst ogfremst um völd og auð. Menn komu sér upp lénum og reyndu að hafa afþeim gott lifibrauð. Þeir voru ekki að veltafyrir sér hvertþjóðfélagið vœri aðfara eða hvortþró- unin vœri heillavœnleg fyrir almenning allan. Þeim var í raun meinilla við alla þróun og tókst reyndar að halda aftur afhenni í þúsund ár eða svo. Einhvern veginn svona stjórnmálamaður er Eggert Haukdal." og sér fram í næstu kosningum. næst yngsta sonar og þeim er nú- Textarannsóknarmenn hafa ekki getað fundið neina framtíð í hans pólitík. Hún snýst að stærstum hluta um að halda vegsemd hans heimahéraðs óbreyttri. Hann veit sem er að ef breytingar fá að grass- era þá leiðir það einungis til þess að sveitunum ímignar og borgirnar blómstra. Og þar sem Eggert á ekk- ert lén í borg er hann á móti þeim. Nú hefur Eggert sagt skilið við sinn Sjálfstæðisflokk og ætlar einn Hann ætlar að kalla sig Suðurlands- listann. Nær væri að hann kallaði sig Suðurlandsskjálffann og yrði þar með forspár um áhrif sín á næstu kosningar. Menn sem eru samtíðarmenn Atla Húnakonungs fá nefnilega ekki dafnað ef þeir hefðu ekki samtíðarmenn sína sér til fulltingis. Yngsti sonur yngsta sonar getur nefnilega reitt sig á að einhvers staðar er næst yngsti sonur tíminn allt eins og ógeðfelldur og þeim yngsta. Eggert mun því sópa að sér atkvæðum fólks sem stendur styrkum öðrum fæti aftur fyrir landnám. Það mun koma í ljós að Eggert er maður tímans — ef til vill ekki þessa tíma en örugglega liðins tíma. Og tími Eggerts er kominn - - löngu komjnn. ÁS Menn Eggert Haukdal, þingmaður Suðurlands og sérframbjóðandi Fiölmiðlar Hvað eru rithöfundar að vilja upp á dekk? Síðastliðinn föstudag var kynnt hérna niðri á Kaffi Reykjavík stofn- un málfrelsissjóðs, sem mér skilst að sé ætlað að styrkja þá sem hafa orðið fýrir barðinu á úreltum ákvæðum hegningarlaga um meið- yrði. Eða öllu heldur túlkun ís- lenskra dómara á þessum ákvæð- um. Nýfallnir dómar í þessum mál- um hafa flestir gert mann orðlaus- an. Hver dómurinn á fætur öðrum er byggður á óskum dómaranna sjálfra um hvernig fjölmiðla þeir myndu helst kjósa en taka ekkert mið af því hvernig fjölmiðlaum- hverfið er í dag eða hefur verið undanfarna áratugi. Ummæli eru dæmd ómerk og höfundar þeirra dæmdir í háar fjársektir, ekki vegna þess að þau séu röng heldur dregur dómarinn í efa að nauðsynlegt hafi verið að orða þau með þessum hætti eða skrifa með svo stórum stöfum. Dómarar hafa eytt löngu máli í að lýsa vanþóknun sinni á að myndir séu birtar af þeim sem koma við sögu í fréttum og þá sér- staklega ef myndirnar birtast á út- síðum. Dómarnir eru þrungnir af orðum á borð við „ótilhlýðilegt" og öðrum slíkum sem miklu fremur lýsir smekksemi eða -leysi dómar- ans en hvort það sem var kært hafi verið efnislega rétt eður ei. Ég verð oft var hversu gaman fólki finnst að tala um fjölmiðla og hafa skoðanir á þeim. Það er sjálf- sagt sökum þess að fjölmiðlar eru ágengir og þeim er nánast dembt í andlitið á fólki. Sömu sögu má segja um arkitektúr, sjónvarpsleik- rit og aðrar sýnilegar listgreinar. Og stjórnmál. Ég er mikill fylgismaður brjóstvitsins enda geymi ég það litla „Á meðan við þurfum að lifa við misvitra dóma þá ber að fagna stofnun' málfrelsissjóðsins. En þegar ég sá fundaboðið gat ég hins vegar ekki annað enflissað þegar ég sá hversu margir félagar í Rithöfundasambandinu voru þar á meðal. Mér hefur nefnilega lengifundistþað merki um litla tilfinningu þeirrar stéttarfyrir mál- og tjáningafrelsi hversu margir félagar þess hafa notfœrt sér þetta sérkennilega ástand í dómstólunum og höfðað meiðyrðamál. “ vit sem ég hef í brjóstinu. En lestur dóma í meiðyrðamálum hefur fengið mig til að efast um hvort lö- glærðir dómarar ættu einir að dæma í málum sem snerta blöð og aðra fjölmiðla. Hvort þeir hefðu ekki gott af því að hafa einhverja innanbúðarmenn sér til ráðgjafar á sama hátt og þeir fá sér verkfræðing til aðstoðar ef þeir eiga að úrskúrða um burðargetu. Slíkur ráðgjafi í fjölmiðlamálum gæti hindrað dómarann í að eyða öllu púðri sínu í útlit blaðanna — stærð mynda og leturs — og gefið honum kost á að fjalla um aðalatriðið, það er hvort kærð ummæli séu í meginatriðum rétt, sett fram samkvæmt bestu vit- und og án ásetnings um að særa ákveðna persónu. Dómararnir gætu þá kveðið upp dóma sem auka lagaskilning okkar í stað þess að gera sig að fíflum með því að setja saman ritgerðir um útlit blaða eins og þau voru á síðustu öld. Á meðan við þurfum að lifa við misvitra dóma þá ber að fagna stofnun málfrelsissjóðsins. En þeg- ar ég sá fundarboðið gat ég hins vegar ekki annað en flissað þegar ég sá hversu margir félagar í Rithöf- undasambandinu voru þar á með- al. Mér hefur nefnilega lengi fund- ist það merki um litla tilfinningu þeirrar stéttar fyrir mál- og tján- ingafrelsi hversu margir félagar þess hafa notfært sér þetta sér- kennilega ástand í dómstólunum og höfðað meiðyrðamál. Af þeim um fimmtán mönnum sem hafa stofnað til slíkra mála á undan- förnu árum telst mér svo til að íjór- ir séu eða hafi verið félagar í Rithöf- undasambandinu. Hrafn Gunn- laugsson stefndi Helgarblaðinu fyr- ir fáum árum. Ulfar Þormóðsson og Þórarinn Eldjárn stefndu Press- unni og nú nýverið stefni Vigdís Grímsdóttir Morgunpóstinum. Það getur verið að ég sé illa inn- rættur, en mér finnst að til fæstra af þessum málum sé stofnað til af knýjandi ástæðum. Og í raun hefði þetta orðsins fólk getað rétt hlut sinn með starfstæki sínu, pennan- um. Þegar ég renndi yfir lista stofnfé- laga gat ég því ekki varist hugsun- inni um hvort Rithöfundasam- bandið þurfi ekki að virkja umræðu um mál- og tjáningafrelsi innan sinna vébanda áður en það fer að breiða þá umræðu út fyrir sínar raðir. En það hefur margt annað dúkk-' að upp að undanförnu fyrir utan stofnun málfrelsissjóðs sem tengist fjölmiðlunum og notkun þeirra á málfrelsinu. (Og hér verður ekki rætt um breytingar á stjórnarskrár- ákvæðum.) Tvenns konar umræða urn þetta hefur verið í gangi sam- tímis. Annars vegar sprottin af fréttum af snjóflóðinu í Súðavík og hins vegar af ummælum Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra. Sú síðari snýst um meinta spillingu fjölmiðlamanna og endaði í Ieiðara Morgunblaðsins með þeim orðum að kominn væri tími til að ein- hverjir stjórnendur fjölmiðla segðu af sér í kjölfar mistaka sinna og/eða spillingar. Þetta er ekki eins nýstár- leg krafa og ætla mætti — ritstjóri Helgarpóstsins sagði af sér á sínum tíma, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Hins vegar væri gaman að fá að heyra nánar hvað leiðarahöf- undur Moggans meinar. Á ritstjóri að segja af sér þegar hann er dæmd- ur fýrir að blað hans setur haka- krossinn á þýskan ríkisborgara? Á ritstjóri að segja af sér ef almennt viðhorf er á þá leið að blað hans hafi notfært sér dómgreindarleysi manns á sorgarstundu og birt við hann viðtal á forsíðu? Á ritstjóri að segja af sér þegar hann veitir fyrir- tæki sem auglýsir mikið hjá honum meiri kynningu en íýrirtæki í sömu starfsemi en auglýsir minna? Það væri gaman að fá að vita meira. Gunnar Smári Egilsson Hver áÆíSÍfeð skilið að fá íslensku lllugi Jökulsson rithöfundur „- Þetta er svo við- kvæmt fólk allt sam- Ég vil þvíekki gera upp á milli þeirra.“ Kolbrún Bergþórsdóttir bókagagnrýn- andi „Annað hvort Fríða eða Thor, en ég held að Vigdís fái verðlaunin og ég er ekki ósátt við það. “ Svala Arnardótt- ir þula „Mér finnst Vigdís vera vel að þeim komin afþvi að hún rúmar svo margt sem höfund- ur, með fantasíuna, agann og stílinn. “ Eysteinn Þorvaldsson, prófess- or við KHÍ „Það er afdráttarlaust af minni hálfu. Ég tel að Thor eigi að fá þetta. Hans bók er mesta listaverkið afþessum skáldsögum Bragi Kristjóns- son fornbókasali „Ég hefenga skoð- un á því. /Etli það verði ekki þorska- og ufsalýsi eftir Thor sem fær þetta eins og venjulega. “ öirö ersátítosö3 í hópnum sem áSSS/sKHið að fá þauíí Kolbrún Berg- þórsdóttir „Hvorki Árni Bergmann né Einar Kárason eru með verðlaunabæk- ur.“ Eysteinn Þorvaldsson „Nei, það vil ég ekki segja. / fyrra fannst mér aft- ur á móti einkennilegt að hvorki Engl- ar alheimsins né Ástir fiskanna voru tilnefndar. “

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.