Helgarpósturinn - 13.02.1995, Síða 19

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Síða 19
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FÓLK 19 Andrúmsloftið í leiktækjasalnum í Hafnarstrœti er það að ýmist eru nem- endur áhyggjufullir eða frelsinu fegnir. Nemendur Öskjuhlíð- arskóla verst uti Þeir sem verða að öllum líkind- um verst úti í kennaraverkfallinu eru nemendur Öskjuhlíðarskóla og foreldrar þeirra. En í kennaraverk- fallinu 1984 lagðist starfsemi skól- ans af. I Öskjuhlíðarskóla eru nú 108 nemendur víðs vegar að úr nærliggjandi sveitarfélögum. „Innst inni trúum við og vonum að það verði ekki af þessu,“ sagði Einar Hólm, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, þegar blaðið ræddi við hann í vik- unni enda korni verkfallið harðar niður á þessum skóla en öðrum skólum. „Það gefur auga leið að margir foreldrar barna úr Öskju- hlíðarskóla þurfa að hverfa frá vinnu til þess að sinna börnunum sínum. Skammtímaþjónustustofn- „Það gefur auga leið að margir foreldrar harna úr Öskju- hlíðarskóla þurfa að hverfafrá vinnu til þess að sinna börn- unum sínum,“ segir Einar Hólm, skóla- stjóri Öskjuhlíða- skóla. anir og annað þvíumlíkt geta ef- laust ekki bætt við sig. Þau veita líka aðallega þjónustu urn kvöld og helgar. Fyrir utan kennarana vinna við skólann stuðningshópar, iðju- þjálfarar og svo framvegis. Þetta fólk gæti í sjálfú sér sinnt sínum störfum á meðan á verkfaliinu stæði, en þá yrði að haga skóla- akstrinum eftir því. Þar sem þetta er ekki hverfisskóli er borin von að vera að keyra þau í kannski tveggja tíma þjónustu." Að sögn Einars fengju nokkur börn nokkra þjónustu, eða þau yngstu sem eru á skóladagheimili í Reykjavík. Hins vegar legðist af sú lengda þjónusta sem krakkar í ní- unda og tíunda bekk hafa af því kennarar á launum frá ríkinu sjá um að sinna þeim. GK Maður er manns gaman“ Líkt og flestir fullorðnir vonar Einar Már Guðmundsson rithöf- undur og fimm barna faðir að af kennaraverkfallinu verði ekki. „Ef til þess kemur verður það sjálfsagt erfitt fyrir marga foreldra, en þá er bara að halda sig við hið forn- kveðna að maður er manns gam- an,“ segir Einar sem á fjögur börn á skólaaldri, þar af þrjú í grunnskóla og eitt í menntaskóla. „Þetta verð- ur mun erfiðara fyrir foreldra sem hafa fastan vinnutíma en til dæmis mig því minn vinnutími byggir á því sem ég geri úr honum. Eg á ekki á hættu að missa vinnuna enda stéttarfélög ekkert að hnýsast í mín mál. Á hinn bóginn setur þetta margt úr skorðum, ég tala nú ekki um fyrir krakka í menntaskól- um þar sem verkfallið getur breytt miklu um framvindu náms. Ég man nú samt sjálfur að maður léit það ekkert neikvæðum augum EinarMár Guðmundsson rithöfundur ásamtyngsta syni sínum Guð- mundi, sem er á leikskólaaldri. Einar á að aukijjögur börn sem öll eru á skólaaldri. „...síendurtekin kennaraverkföll ekkigott veganesti íþessum tæknivædda heimi, þar sem nemendur þurfa á öllum sínum gáfum og andlegum kröftum að halda til þess að spjara sig. “ þegar verkföll urðu í þjóðfélaginu sem höfðu það í för með sér að loka þurfti skólunum, en það kom til af því að ekki var búið að þrífa þá í nokkra daga. Ekki man ég eftir því að það hafi skapað neitt vand- ræðaástand og ég hef ekki orðið var við að krakkarnir hafi stórar áhyggjur af þessu. Þar sem kennaraverkföll eru far- in að gerast æ ofan í æ hljóta stjórnvöld að þurfa að íhuga upp- eldisþátt þessa máls. Það liggur ljóst fyrir að það hlýtur að þurfa að taka á kennslu- og menntamálum í þjóðfélaginu. Það er sama frá hvaða hlið er horft; verkföll sem þessi hljóta að ala á agaleysi. Sem gamall stjórnleysingi er ég auðvitað veikur fyrir agaleysi, en síendur- tekin kennaraverkföll eru ekki gott veganesti í þessum tæknivædda heimi þar sem nemendur þurfa á öllum sínum gáfum og andlegum kröftum að halda til þess að spjara sig. Mín skoðun er sú að vanda eigi til kennarastéttarinnar og borga þeim góð laun. Ég man ekki betur en þegar ég var lítill að kennara- starfið hafi þótt hið fínasta starf sem mikil virðing var borin fyrir. Og ég held að kennarastarfið skipti enn miklu máli —það sé lykilat- riði.“ -GK Bréf til blaðsins Umstefnu á hendur Pressunni Ég fékk að kíkja í Morgun- póstinn hérna úti í Kjötborg og sá að Gunnar Smári Egilsson er að hneykslast á því að ég skyldi hafa leyft mér að stefna Pressunni í fyrra fremur en að rnunda stílvopnið og bera af mér upplognar sakir. Þetta var vegna myndar af mér á forsíðu og uppsláttar um mál sem ég átti ekki aðild að sumarið '93. Siða- nefnd ykkar blaðamanna sjálfra var búin að úrskurða þessa umfjöllun sem „mjög alvarlegt brot“ og ég ætlaði reyndar að láta mér það nægja, en þegar úrskurðurinn var birtur í Pressunni misnotaði rit- stjórinn, Karl Th. Birgisson, að- stöðu sína og hnýtti í skætingi aftan við. Því fór ég í mál. Einhverjum bjöllum klingdi þetta nafn, Gunnar Smári, svo ég rölti heim og fór að gramsa í tölv- unni minni. Og viti menn, í dagbók minni 14. janúar 1994 fann ég svo- hljóðandi færslu: „Smáuppgjör síðustu daga: Þing- fest mál mitt gegn blaðamanni, rit- stjóra og eiganda Pressunnar þann ellefta. — Daginn eftir hringdi Gunnar Smári, fyrrum ritstjóri Pressunnar sem Friðrik Friðriksson rak. Var að kanna hvort ég vildi yrkja í nýtt vikublað hans, Eintak, en ég hafði verið að hugsa málið og ákvað að eiga ekki við þetta. GSm. nefndi Pressumálið og kvaðst vilja benda mér á ef ég ætlaði að reka rríál þetta af einhverri alvöru, að Pressan sé nú gefin út af nýju hluta- félagi frá áramótum, Pressunni h/f. Vildi hann meina að ætla mætti að FF hyggðist láta Blað h/f fara í gjaldþrot til að losa sig við skuldir sem hann hefði yfirtekið þar, allt frá dögurn Alþýðuflokksins þar á bæ. Svo kynni að fara að þó ég ynni málið yrði þar að engum að ganga og ég sæti uppi með sárt ennið og eigin málskostnað. Geta má þess að þetta er athæfi sem Pressan hefur verið iðin við að fordæma.“ Engan hneykslunartón í minn garð virðist ég hafa numið í rödd Gunnars Smára í þessu samtali, ekki svo skýran að minnsta kosti að hann kæmist í dagbók. En auðvitað er alltaf erfitt að dæma um slíkt í síma þegar rnaður sér ekki framan í nrenn. En hvernig fór svo málið? Jú, skömmu síðar leitaði lögmaður Pressumanna sátta og í framhaldi af því var um það samið að Pressan birti afsökunarbeiðni og greiddi mér 200.000 krónur gegn því að ég léti rnálið niður falla. Peningarnir dugðu mér nokkurn veginn fyrir útlögðum lögmannskostnaði. Jú, jú, nú man ég enn betur hver hann er þessi Gunnar Smári. Hann er sérstakur áhugamaður um rit- höfunda. Og það er hann sem nefndur er í ágætri aldýrri odd- hendu sem Guðmundur Andri Thorsson orti og kenndi mér þegar við vorum að samfagna Einari Má að kvöldi 31. janúar sl: Einar Kára keikur stár, krýndur lárvið Einar Már. Allt þeim gár svo gott í ár, Gunnar Smári feliir tár. Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavík, 6. febrúar 1995 Þórarinn Eldjárn Um sérstakan áhuga á rithöfundum Daginn eftir að Einar Már fékk bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs las ég það í DV að í raun hefði það blað fengið verðlaunin. Þetta var í þriðja sinn sem sá sem hreppir bókmenntaverðlaun DV fær sams konar verðlaun frá Norðurlanda- ráði. Þetta fannst mér skemmtileg uppgötvun hjá DV. Það er vandséð hvernig hægt er að samfagna hon- um innilegar — blaðið hafði svo ríka samkennd með rithöfúndinum að því fannst sem það sjálft hefði fengið verðlaunin. Nokkrum dögum síðar las ég pistil Guðmundar Andra Thorsson- ar í Alþýðublaðinu þar sem hann var að kenna lesendum oddhend- una og hann kenndi Þórarni fyrr. I pistlinum mátti lesa enn nýja hlið á þessum verðlaunum. Andra fannst viðurkenning Einars Más í raun vera skömm í minn hatt og studdi það með einhvers konar tilvísunum í eitthvað sem ég hafði skrifað, sagt eða hugsað. En vísan er góð. Eða það hefur Andri alla vega eftir Þórarni í pistl- inum sínum og það segir Þórarinn líka í bréfinu til Morgunpóstsins. Ég deili ekki við þessa dómara. Áhugi þessara tveggja á mér, og þá sérstaklega meintum áhuga mínum á rithöfundum, á sér þá forsögu að ég tók saman opinbera styrki til rit- höfunda og birti hana í Morgun- póstinum, rithöfundum sjálfum til glöggvunar en þó einkum skatt- greiðendum. Þrátt fyrir að rithöf- undar séu ráðnir af skáldagyðjunni þá þiggja þeir launin sín hjá skatt- greiðendum og mér hefur alltaf fúndist þarft og rétt að bianda þessu tvennu ekki saman. Þessi samantekt fór hins vegar fyrir brjóstið á mörg- um rithöfundinum, enda eru skatt- greiðendur ófinni atvinnurekendur en skáldagyðjan og óþarfi að minna menn of sterklega á hvaðan þeir hafa vasapeningana. Einn rithöfundur sagði mér af því að hann hefði verið hvattur til af kollegum sínum um þessar rnundir að svara Morgun- póstinum engu og láta sem það blað væri ekki til í von um að það kenndi ritstjóranum að hætta að birta laun rithöfunda úr ríkissjóði. Það fannst mér skrítin viðbrögð — og þessurn ákveðna rithöfundi reyndar einnig. En það var ekki þessi einkenni- lega tilraun til tjáningarkúgunar sem var tilefnið af pistlinum sem Þórarinn er hér að svara. I pistlin- um var sagt frá þeirri staðreynd að núverandi og fyrrverandi félagar í Rithöfundasambandinu eiga met í meiðyrðastefnum. Fjórir félagar í sambandinu hafa höfðað meiðyrða- mál. Næstir koma sjálfstæðir at- vdnnurekendur með tvær stefnur. Kostuleg staðreynd og fyllilega þess virði að vekja athygli á — og verð- ugt umhugsunarefni fyrir rithöf- undana sjálfa. Varðandi símtalið sem Þórarinn vitnar til verð ég að bregða fyrir mér svartækni Svavars Gestssonar sem nýlega var sakaður um njósnir fyrir Stasi. Ég man ekki hvað ég gerði 12. janúar 1994 eða hvað ég sagði við Þórarin Eldjárn þann dag eða aðra daga þann vetur. Ég man hins vegar að ég átti afmæli 11. janúar eins og ég hef átt einu sinni á ári síðan 1961. Hins vegar kannast ég við að hafa gagnrýnt í ræðu og riti þegar eig- endur fyrirtækja grípa til þess ráðs að „skipta um nafn og skilja skuld- irnar eftir“, eins og það hét á rit- stjóratíma mínum á Pressunni. Og ef ég hef minnst á þessa skoðun mína í samtali við Þórarin þá skil ég ekki í hverju glæpur minn er fólg- inn. Með þökk fyrir bréfið Gunnar Smári Egilsson

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.