Helgarpósturinn - 13.02.1995, Qupperneq 30

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Qupperneq 30
30 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 SKREPPUM SAMAN og minnkum vanda-málið NUPO 1ÉTT Lenear Burns gnæfir hér hátt yfir aðra og treður með tilþrifum en nærstaddir leikmenn halda sig í öruggri fjarlægð. Troöslukeppnin Hardin troðkóngur Troðslukeppnin í ár var mun betri en oft áður. Tilþrifin voru stórbrotin og sýndu keppendur bæði frumleika og kjark. Greinilegt var að flestir þeirra höfðu æft sig og voru með fyrirfram ákveðnar troðslur. Það var reyndar ansi bagalegt að tveir þátttakendur sem áttu að taka þátt voru ekki mættir á svæðið og John Torrey (Tinda- stóll) vildi ekki vera með. Það kom þó ekki að sök þar sem keppendur sýndu mikla takta. 1 úrslit komust Haukamaðurinn Þór Haraldsson, Njarðvíkingurinn Rondey Robin- son, Þórsarinn Sandy Anderson og Raymond Hardin sem spilar með Snæfelli. Þessir kappar sýndu frábærar troðslur í úrslitunum. Fyrirkomulagið var þannig að hver leikmaður mátti reyna þrisvar og töldust bestu tvær troðslurnar til stiga. Fimm málsmetandi menn sátu í dómnefnd og gáfu þeir ein- kunnir á bilinu einn til tíu. Úrslitin réðust eftir aukatroðslur Robinson og Hardin sem voru jafnir að stigum eftir hefðbundna keppni. Það var Hardin sem hirti verðlaunin eftir stórfenglega loka- troðslu. Þriggja-stiga skotkeppnin Hadden kom, sá og sigraði Mark Hadden, sem hefur átt við erfiðar svefntruflanir að stríða, sigraði þriggja-stiga skotkeppni Stjörnuleiksins eftir harða baráttu við Grindvíkinginn, Marel Guð- laugsson. Hadden þessi hefur ver- ið undir miklu álagi að undan- förnu eftir hann skrapp saman um tíu sentimetra! Fyrirkomulag keppninnar var þannig að menn fengu 50 sekúnd- ur til að skjóta 15 boltum á mis- munandi stöðum. Þrír boltar voru á hverjum stað og gaf hver þeirra eitt stig nema sá síðasti sem gaf tvö. Hittni keppenda var almennt mjög slök. Leikmenn fengu ekki nema 8,1 stig af 20 mögulegum. Þeir sem kornust áfram í úrslit voru: Brynj- ar Karl Sigurðsson, ÍA, Marel Guðlaugsson, Grindavík, Halldór Kristmannsson, ÍR, Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík, Krist- inn Friðriksson, Þór Akureyri og Mark Hadden, Haukum, sem sigraði eins og áður sagði. -ÞK-eþa Stjörnuleikur KKÍ Lítið um vamir B-riðill sigraði 199-198í tvíframlengdum leik. Stjörnuleikir eru yfirleitt ekki skemmtilegir en þó má hafa gaman að öllu tilstandinu ef vel er að stað- ið. Troðslu- og skotkeppnir geta oft verið spennandi og leikirnir sjálfir bjóða oft upp á ágætis tilþrif og jafnvel örlitla spennu. Aftur á móti eru gæðin sjaidnast upp á marga fiska og sú varð sannarlega raunin á laugardaginn þegar úrvalslið A-rið- ils og B-riðils mættust í Stjörnuleik KKl. Það varð ljóst strax í byrjun að stigaskorið yrði ekkert venjulegt. Leiktíminn var lengri en í venjuleg- um úrvalsdeildarleik eða fjórum sinnum tólf mínútur eins og tíðkast í NBA. í hálfleik var staðan 83-82 leikmönnum A-riðils í hag, þrátt fyrir að B-riðill hafi leitt mest allan hálfleikinn. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um varnarleikinn enda var hann enginn. Þegar sást til eins leikmanns sýna varnartilburði var hann samstundis tekinn út af. John Torrey (Tindastóli), Lenear Burns(Keflavík), Sandy Anderson (Þór Akureyri) og Ron- day Robinson (Njarðvík) sýndu nokkrar frábærar troðslur í fyrri hálfleiknum og lá við að körfustoð- irnar gæfu sig. Þetta hélt lífinu í áhorfendum í fyrri hálfleik. Hálfleikurinn teygðist mjög á langinn vegna þriggja-stiga keppninnar og troðslukeppninn- ar. Því var ekki furða að leik- mennirnir væru hálfslompaðir þegar leikur hófst á ný í síðari hálfleik. Ekki hjálpaði það að sumir höfðu belgt sig út af popp- korni og sælgæti. Síðari hálfleikur bauð upp á það sama og hinn fyrri; háloftatroðslur, fáránleg mistök, slakan varnarleik og al- mennt kaos. Leikmenn fundu sig misvel í leiknum og áttu útlensku leikmennirnir sérstaklega glaðan dag. Þetta minnti þá á gömlu góðu dagana á borgarleikvöllun- um. Eini íslendingurinn sem lét virkilega að sér kveða var Þórsar- inn Kristinn Friðriksson sem raðaði niður langskotunum eins og honum einum er lagið. Raymond Harding sigraði í troðslukeppninni en var hins veg- ar ekki með í leiknum. Áhorfendur voru flestir orðnir þreyttir á síendurteknum troðslum en undir lok Ieiksins tóku þeir aftur við sér. Ronday Robinson jafnaði, 165-165, tólf sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma. Þá tók við framlenging þar sem Teitur Örlygsson fór á kostum og skoraði meðal annars tvær þriggja stiga körfur. Hann gat þó nagað sig í handarbökin fýrir að tryggja A- riðlinum ekki sigurinn því þegar fjórar sekúndur voru eftir fór hann á vítalínuna og með því að hitta úr báðum vítaskotunum hefði lið hans sigrað með einu stigi. En hann hitti aðeins úr öðru skotinu og þar með var jafnt 183-183. I seinni framlengingunni tókst loks liði B-riðilsins, sem flestir höfðu spáð sigri fyrirfram, að síga fram úr og sigra, 199-198. Þá voru liðnar 210 óspennandi mínútur frá því að leikurinn hófst. John Rhodes, B-riðlinum, var valinn maður leiksins af sérlegri dómnefnd. Mátti halda að hann hafi verið sá eini sem hafði gaman að leiknum, aðrir voru áhugalausir á milli þess sem þeir sáu færi á að troða. Það er þó kannski ekki ein- vörðungu við leikmennina að sak- ast heldur bauð umgjörðin upp á þetta. Dæmi eru til þess að leik- menn hafi ekki vitað að þeir ættu að spila fýrr en þeir lásu það í blöð- unum. Eins og hvað körfuknatt- leikssambandið stóð vel að undir- búningi bikarúrslitaleiksins er furðulegt hversu slælega var staðið að þessum leik. Stjörnuleikurinn ætti að vera einn af hápunktum körfuboltaver- tíðarinnar en til þess þarf mikla hugarfarsbreytingu. Bæði þjálfarar og leikmenn verða að gera sér grein fyrir því að áhorfendur vilja sjá al- vöru baráttu en ekki sætabrauðs- leiki. fi INFORM IIX r® < ^Ér / / - Utbreiddasti gagnagrunnur Islands STRENGUR hf. - í stööugri sókn áUNIX Stórhöfða 15, Reykjavík, sími 587 5000 A-riðill - B-riðill 198:199 Staðan f hálflelk var 83:82. Tvíframlengja þurfti leikinn. Að loknum venju- legum leiktíma var staðan 165:165 og eftir fyrri fram- lengingu 183:183. Stig A-liðs: Kristinn Frið- riksson 51, Rondey Robin- son 33, Sandy Anderson 27, Teitur Örlygsson 23, Pétur Ingvarsson 22, BJ Tompson 19, Jóhannes Kristbjörnsson 9, Brynjar Karl Sigurðsson 6, Sigfús Gizurarson 4 og Jón Arnar Ingvarsson 4. Stig B-liðs: Lenear Burns 35, John Rhodes 30, Guð- jón Skúlason 26, John Torrey 25, Marel Guð- laugsson 23, Jonathan Bow 23, Guðmundur Bragason 18, Falur Harðar- son 8, Jón Örn Guðmunds- son 5, Jón Kr. Gíslason 5 og Ólafur Ormsson 1. Dómarar: Jón Bender og Björgvin Rúnarsson, dæmdu lítið. Maður leiksins var valinn John Rhodes, |R. ■

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.