Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 8
8
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995
-
Bréf til blaðsins
Fjöður sem
verpir fúleggjum
f viðtali við Magnús Guðmunds-
son, sem birtist í Morgunpóstinum
16. febrúar sl. undir fyrirsögninni
„Greenpeace ræðst gegn þorskveið-
um“, fer kvikmyndagerðarmaður-
inn offari sem fyrri daginn. Ég vil
ekki þreyta lesendur Morgunpósts-
ins með því að svara ásökunum
Magnúsar í smáatriðum, enda væri
það að æra óstöðugan.
Sannleikurinn er sá að Green-
peace berjast fyrir verndun fisk-
stofna svo tryggja megi nýtingu
þeirra fyrir núlifandi og komandi
kynslóðir. Markmið samtakanna er
að stjórnun fiskveiða miðist við að
varúðarreglur séu hafðar í fyrir-
rúmi; að ekki verði veitt meira en
öruggt er talið að fiskstofnar þoli;
að afla sé ekki hent fyrir borð; að
takmarka meðafla eins og kostur er
og að ekki sé beitt veiðarfærum sem
valda óverjandi skaða á lífríki sjáv-
ar. Vert er að geta þess að íslend-
ingar hafa um áraraðir kapprætt
um hvort nýta skuli ákveðin veið-
arfæri og þá hvar. Það þarf því ekki
að koma á óvart að umhverfis-
verndarsamtök skuli láta sig þetta
mál skipta.
Alþjóðlega hafa Greenpeace
einkum unnið á vettvangi Ráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna um
fiskveiðar, sem hófst 1993 og er
áætlað að Ijúki í júlí á þessu ári.
Markmið Greenpeace er að gerður
verði bindandi alþjóðlegur sáttmáli
um veiðar á úthöfunum, en í því
tilliti hafa samtökin notið góðs af
afstöðu fslands. Það er kunnara en
frá þurfi að segja að víða um heim
hefur átt sér stað stiórnlaus rán-
yrkja á fiskstofnum. í nánd við fs-
land má nefna þrjú svæði sem
brýnt er að sátt náist um nýtingu á.
Það er Smugan í Barentshafi, síld-
arsmugan milli fslands og Noregs
og Reykjaneshryggur.
Verndun og skynsamleg nýting
fiskstofna er eitt stærsta hagsmuna-
mál íslendinga. Yfirvofandi hrun
fiskstofna víða um heim er gífurleg
ógnun við vistkerfi sjávar, en ekki
síður þá er byggja afkomu sína á
fiskveiðum. Ástandið í fiskibæjum
á ströndum Nýfundnalands er ís-
lendingum vel þekkt. Umhverfis-
verndarsinnar eiga því samleið með
fslendingum í þessu mikilvæga
máli.
Greenpeace telja fískveiðistjórn-
un á íslandi mun ábyrgari en al-
mennt gerist í heiminum. Engu að
síður er víst að hefðu ráðamenn á
íslandi borið gæfu til að fara að
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
væri ástand þorskstofnsins ekki
jafnbágt og raun ber vitni. Enn-
fremur, ef ráðamenn hafa hugrekki
til að fara að vísindalegri ráðgjöf
við ákvörðun heildarafla má ætla
að stofninn nái fýrr kjörstærð.
Þetta er það vandamál sem ræða
þarf. Það vandamál geta engir aðrir
leyst en fslendingar sjálfir. Óháð
umhverfisverndarsamtök gegna því
hlutverki að setja þrýsting á stjórn-
völd og upplýsa almenning um
ástand mála og krefja þau til
ábyrgðar. Þetta gildir ekki síst um
fiskveiðistefnu ESB, sem er í mol-
um og hefur valdið gífurlegu tjóni,
til dæmis í Norðursjó.
íslendingar eiga gríðarleg sókn-
arfæri á fiskmörkuðum erlendis.
Almenningur á Vesturlöndum
mun í auknum mæli sækjast eftir
„grænum“ vörum. Þetta er þegar
tilfellið með föt, mat, pappírsvörur
og marga aðra vöruflokka. Enginn
framleiðandi horfir framhjá mögu-
leikum til að nýta sér þessa til-
hneigingu á markaðnum. Jafnframt
gera menn sér grein fýrir að fölsk
markaðsfærsla mun að lokum hitta
þá sjálfa fyrir. Sá fiskur sem veiðist
við ísiand er nánast ómengaður og
takist fslendingum að ná tökum á
stjórnun fiskveiða til samræmis við
ýtrustu kröfur um umhverfisvernd
má auðveldlega markaðssetja ís-
lenskan fisk sem græna vöru. f
þessu máli geta íslensk fyrirtæki
Arni
Finnsson
skrifar
„Það er harla hœpið
að œtla aðframlag
Magnúsar Guð-
mundssonar komi
umrœðu um umhverf-
ismál að nokkru
gagni, svo náskyld
sem hans starfsemi er
baráttu hœgriöfga-
samtaka gegn öllu því
sem nefnist umhverf-
isvernd. “
haft hag af samvinnu og samstarfi
við umhverfisverndarsamtök.
Líkt og töframaðurinn dregur
kanínur úr hatti sínum flýgur sama
hænan í sífellu úr hatti Magnúsar.
Tilurð hænunnar er fjöður sem í
meðförum Magnúsar verpir fúf-
eggjum. Með jöfnu millibili koma
upp sögur um að nú hyggist Green-
peace berjast gegn fiskveiðum.
Greenpeace-samtökin hafa jafn-
harðan borið þessa sögu til baka, en
allt hefur komið fyrir ekki.
Sértrúarsamtök spá heimsendi
með nýjum ártöfum þegar heimur-
inn ekki ferst á tilsettum tíma.
Magnús baktryggir sig í lok viðtals-
ins með því að segja: „Ég á ekki von
á því að það verði neinar sérstakar
aðgerðir gegn íslandi á næstunni."
Kaupa Skagfirðingar tannlausa og
halta hesta af svona mönnum?
Fyrir Magnús Guðmundsson,-
prívat og persónulega, verpir fyrr-
nefnd hæna gulleggjum. Hann hef-
ur um árabil haft atvinnu af því að
rægja og rakka niður umhverfis-
verndarsamtök. Til þess er hann
kostaður af hagsmunasamtökum í
kjarnorkuiðnaði, en einnig öfga-
samtökum yst á hægri væng banda-
rískra stjórnmála. Það er harla
hæpið að ætla að framlag Magnús-
ar Guðmundssonar komi umræðu
um umhverfismál að nokkru gagni,
svo náskyld sem hans starfsemi er
baráttu hægriöfgasamtaka gegn
öllu því sen nefnist umhverfis-
vernd.
Greenpeace undirstrika nauðsyn
þess að hagsmunaaðilar, eins og
Fiskifélag íslands, beiti sér af krafti
fyrir verndun hafsins gegn meng-
un. Hvort heldur er um að ræða
þrávirk eiturefni sem berast lanveg
að ellegar geislavirk efni frá
THORP í Sellafield. Framundan
eru tveir mikilvægir fundir á ís-
landi. Annars vegar þing Norður-
landaráðs 27.2-1.3. og hins vegar
6.3.-10.3. undirbúningsfundur fýrir
Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
um mengun frá landstöðvum sem
haldinn verður í Washington í nóv-
ember. Við vonum að framlag
Fiskifélagsins til þeirrar umræðu
verði með málefnalegri hætti en
Magnús Gumundsson býður upp á.
F.h. Greenpeace,
Árni Finnsson
Fyrsta skrefiö til að kapalvæða ísland stigið.
son með nýja sjónvarpsstöð í burðarliðnum í
Bíókóngurinn
samstarfi við f
Reykjavfk kapalvs
Póstur og sími ætlar að vera búinn að kapalvæða tíu þúsund heimili á
Reykjavíkursvæðinu fyrir 1. október og fimm hundruð á Akureyri.
Póstur og sími stefnir að því að
stíga fýrsta skrefið til að kapalvæða
ísland í haust, en í vikunni auglýsti
Póst- og símamálastofnun eftir til-
boði í ljósleiðara og svokallaða kó-
axstrengi, sem samsvarar því að tíu
þúsund notenda kerfi á Reykjavík-
ursvæðinu og fimm hundruð not-
enda kerfi á Akureyri verði tilbúið
1. október. Takist vel til segir Jón
Þóroddur Jónsson, verkfræðing-
ur hjá Pósti og síma, að farið verði á
fullum hraða í að kapalvæða allt
landið, en það eigi ekki að taka
langan tíma ef nægilegt fjármagn sé
fýrir hendi. Með ljósleiðarakerfinu,
sem byggist á svokölluðu stafrænu,
gegnsæju, bandbreiðu notenda-
kerfi, verður settur upp endabún-
aður heima hjá hverjum notanda.
Bæði sími, sjónvarp og önnur fjar-
skipti munu færast yfir á þetta nýja
notendakerfi í framtíðinni. Segir
Jón Þóroddur nýja kerfið meðal
annars þýða það að myndlyklar,
eins og við þekkjum þá í dag, verði
óþarfir í framtíðinni. Endabúnað-
urinn, eða set-top-boxin eins og
þau heita á ensku, verði eðli máls-
ins samkvæmt í eigu Pósts og síma
og þjóni sama tilgangi og mynd-
lyklarnir gera fyrir Stöð 2 í dag.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum MORGUNPÓSTSINS mun
þetta skref Pósts og síma hafa kynt
undir gamla drauma nokkurra að-
ila um að setja á stofn nýja sjón-
varpsstöð áður en langt um líður,
en kjarninn í þessum sjónvarps-
hópi eru þeir Arni Samúelsson,
eigandi Sambíóanna, Saga-Film,
Pétur Steingrímsson hjá Japis og
Vilhjálmur Steinþórsson hjá
Texta hf„ sem jafnframt er rétthafi
sjónvarpsleyfisins. Auk þess munu
margir aðrir aðilar hafa sýnt þessari
nýju sjónvarpsstöðvarhugmynd
áhuga eftir að það fréttist að Póstur
og sími ætlaði að vinda sér í þessar
tilraunaaðgerðir. Að sögn eins úr
hópnum stendur hugmyndin og
fellur með því hvað Póstur og sími
gerir, enda greikki fullkomið ljós-
leiðarakerfi talsvert leiðina að nýrri
sjónvarpsstöð. Sagði þessi aðili af-
dráttarlaust að þótt málið væri á
frumstigi væri hópnum full „al-
vara“ og með „alvöru“ sjónvarps-
stöð í huga. Ekki vildi hann útiloka
að tilraunaútsendingar hæfust á
þessu ári, en framhaldið byggðist
nú á því hversu hratt og hvenær
búið yrði að kapalvæða Reykjavík.
Hann hélt því fram að tiltölulega
auðvelt væri að kapalvæða tíu þús-
und íbúðir, því byrjað yrði á blokk-
um og nýjum hverfum þar sem
eitthvað er fyrir af tiltækum bún-
aði. Að sama skapi taldi hann meiri
kostnað felast í því að kapalvæða
eldri íbúðarhverfin.
Aðspurður sagði Jón Þóroddur
Alþýðubandalagið og óháðir lögðu fram stefnuskrá sína í tíu liðum á
stefnuþingi í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Rar var meðal annars að finna
áætlanir sem stuðla eiga að stórauknum hagvexti á næsta kjörtíma-
bili, ef Aþýðubandalagið fær einhverju ráðið
Leitað í smiðju Austurlanda
Tævan, Singapúr og Malasía eru fyrirmyndir alþýðubandalagsmanna í efnahagsmálum
Ólafur Ragnar Grímsson, Bryndís Hlöðversdóttir og Ögmundur Jónasson á blaðamannafundi að loknu
stefnuþingi Alþýðubandalagsins og óháðra í Rúgbrauðsgerðinni í gær.
Stefnuskrárþingi Alþýðubanda-
lagsins og óháðra fyrir komandi AI-
þingiskosningar lauk í Rúgbrauðs-
gerðinni í gær. í lok þingsins var
lögð fram tíu punkta stefnuskrá, þar
sem megináhersla er lögð á atvinnu,
mennta- og velferðarmál. „Við er-
um afar ánægð það að á stefnuþing-
inu var sett fram skýr vinstrilína
sem greinir okkur með afgerandi
hætti frá því hálfkáki sem víða hefur
tíðkast í hinum svokölluðu félags-
hyggjuflokkum,“ sagði Ólafur
Ragnar Grímsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, í samtali við
MORGUNPÓSTINN. „Það hefur oft
verið kvartað undan því að línur séu
býsna óskýrar í kosningum á íslandi
og við teljum okkur hafa skýrt þær
verulega með stefnuyfirlýsingu okk-
ar. Miðað við þá ólgu, sem hefur
ríkt á vinstri vængnum að undan-
förnu, þar sem Framsókn hefur ver-
ið að færast inn á miðjuna, Þjóðvaki
að tætast í sundur og Kvennalistinn
er kominn í útrýmingarhættu, þá
teljum við það mikilvægt að við
myndum nokkurs konar kjölfestu
og þar með raunverulegan valkost
við íhaldið."
Með því sem kallað er „Útflutn-
ingsleiðin“ stefnir Alþýðubandalag-
ið að því að útrýma atvinnuleysi á
komandi kjörtímabili og skapa
2.000 ný störf á fýrstu tólf mánuð-
um þess. Þessi leið „felur í sér
hundruð nýrra hugmynda um
breytingar á efnahagslífi og atvinnu-
þróun“ segir í stefnuyfirlýsingunni.
Ein af þessum hundruðum hug-
mynda, að sögn Ólafs Ragnars, er að
nýta þau viðskiptasambönd sem
gamalgróin innflutningsfýrirtæki
hafa erlendis til að skapa aukin út-
flutningstækifæri. „Annað dæmi
um þetta er til dæmis það, að fyrir-
tæki, sem veitir fjármagn til starfs-
menntunar fyrir starfsmenn sína og
þróunarstarf og annað, fái skatta-
ívilnanir sem virka hvetjandi í þessu
samhengi. Aukinn útflutningur á að
hafa algjöran forgang, enda er hann
frumforsenda þess að við náum upp
þeim hagvexti hér á Iandi sem nauð-
synlegur er til að við getum áfram
talist samkeppnishæf við önnur
lönd. Og þá er ég að tala um hag-
vöxt upp á 4-5 prósent að lágmarki,"
sagði Ólafur.
Fyrírmyndin
sótt tif Austur-Asíu
Að sögn Ólafs sækir Alþýðu-
bandalagið fýrirmyndina að hinu
„nýja forriti í hagstjórn á íslandi“,
eins og það er kallað í stefnuyfirlýs-
ingunni, fyrst og fremst til Austur-
Asíuríkja á borð við Singapúr, Tæ-
van og Malasíu, en einnig til evr-
ópskra smáríkja á borð við Dan-
mörku og Lúxemborg. Lögð er
áhersla á aukin viðskipti við Asíu-
og Ameríkuríki auk suðurhluta Afr-
íku. „Þetta byggist fýrst og fremst á
því að leysa úr læðingi þá krafta sem
fýrir eru í atvinnulífinu með nýjum
vinnuaðferðum. Nýlega kom út
skýrsla Alþjóðabankans, sem heitir
Efnahagsundrið í Austur-Asíu, þar
sem því er lýst nákvæmlega hvaða
aðferðum var beitt til þess að ná 6-12
prósent hagvexti í þessum löndum.
Þessi skýrsla staðfestir að við erum á
réttri leið í okkar hugmyndum, sem
við höfðum unnið áður en hún kom
út.“
Ef tillögur alþýðubandalags-
manna ná fram að ganga á næsta
kljörtímabili er ætlunin að færa 5-7
milljarða króna innan skattkerfisins
til lág- og miðtekjuhópa strax á
fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar. Þetta á
meðal annars að gera með því að
hækka skattleysismörkin, koma á
fjármagnstekjuskatti og „raunveru-
legum hátekjuskatti". Ölafúr Ragn-
ar vildi ekki segja til um hvar skatt-
leysismörkin kæmu til með að liggja
ef flokkur hans fengi ráðið, en
reiknaði með að hátekjuskattur yrði
lagður á hjón með meira en 350-450
þúsund króna mánaðartekjur.
„Þessi skattur færi síðan stighækk-
andi eftir það. Það er ekki til það
land í okkar hluta heimsins sem
ekki hefur annaðhvort fjármagns-
tekjuskatt eða sérstakan hátekju-
skatt eða hvort tveggja, og það höf-
um við verið að benda á þegar talað
er um að ísland eigi að vera hluti af
hagkerfi heimsins. Við erum eina
landið í Vestur-Evrópu sem er
skattaparadis fyrir fjármagnseigend-
ur og hátekjufólk. Og þessu viljum
við breyta.“
Launahækkanir og
aukið fé til menntunar
í atvinnumálum fer Alþýðu-
bandalagið ffam á 10-15.000 króna
launahækkun til handa þeim lægst
launuðu. „fslensk fyrirtæki búa nú-
orðið við svipað raungengi og
vaxtastig og samkeppnisaðilar
þeirra í nágrannalöndunum," segir
Ólafúr Ragnar. „Þar við bætist að á
síðustu árum hefur verið létt af
þeim 7 milljarða skattabyrði í sam-
anburði við það sem annars staðar
gerist. Það gengur einfaldlega ekki
upp að allir þættir séu sambærilegir
nema launin, og við munum knýja á
um að þar verði breyting á.“
Einn aðaláherslupunktur stefnu-
skrárinnar er að færa framlög til
menntunarmála í sama horf og
tíðkast á hinum Norðurlöndunum,
en í dag eru framlög til menntunar-
mála hér á landi með því lægsta sem
tíðkast innan OECD. Aðspurður
kvað Ólafur Alþýðubandalagið ekki
stefna að aukinni skattlagningu til
að standa straum af þessum breyt-
ingum, né heldur að því að bregða
niðurskurðar- hnífnum á loft ann-
ars staðar í ríkisrekstrinum umfram
það sem þegar er. „Síður en svo, og
reyndar steftium við að því að bæta
almenningi ýmislegt sem núverandi
ríkisstjórn hefur á hann lagt undir
formerkjum sparnaðar og niður-
skurðar. Við ætlum að draga úr og
jafnvel afnema þau gjöld, sem fólk
verður nú að greiða vegna læknis-
þjónustu og skólagöngu. Forsendan
fýrir auknu framlagi til menntunar-
mála er fyrst og ffemst þessi aukni
hagvöxtur, sem við hyggjumst ná
fram með aðgerðum okkar í efna-
hagsmálum.“
-æöj