Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 28
28
MORGUNPÓSTURINN SPORT
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995
Finnst þér að
notast eigi við
myndbandsupptökur
við úrskuroi
mmmmS&MáMte&m
„Mér finnst ekki
hægt aö notast
viö myndbands-
upptökur nema
allir ieikir séu
teknirupp. Þaö erforsendan þannig
að allir sitji viö sama borð. Ég er
ekkert frá því að þaö geti gerst meö
tíð og tíma.
Hvaö varðar umrætt atvik þá verður
aö segjast alveg eins og er að mér
hefði fundist eðlilegt að dómararnir
leiðréttu sín mistök. Það var ekkert
óeðlilegt við þau í hita leiksins en
svona eftir á hefðu þeir átt að draga
þetta til baka.“
Viggó
Sigurðsson,
þjalfari
Amar
Biömsson,
íþróttafrétta-
maður
„Ég verð eiginlega
að svara þessu
játandi. Það hefur
verið tilhneiging til
að gera það ekki en nú eru margar
þjóðir farnar að nota þetta og t.d. í
ensku knattspyrnunni, þar sem
menn eru ní íhaldssamari en gengur
og gerist, var leikmaður, sem datt á
annan og var rekinn út af fyrir það,
sýknaður af dómaranum eftir á þeg-
ar sjónvarpsupptökur höfðu verið
skoðaðar. Hann viðurkenndi ein-
faldlega mistök sín og þar með var
það leiðrétt.
Sjálfur er ég ekki búinn að sjá atvik-
ið með Patrek og Revíne en þetta er
kannski klassískt dæmi um það
hvernig myndbandsupptaka getur
komið að gagni. Þess vegna verð
ég að svara þessu játandi.
Hins vegar eru myndirnar stundum
villandi og segja ekki sannleikann. (
þessu verður að notast við augljós-
ar sannanir en passa að ekki sé
dæmt eftir myndum heldur aðeins
notast við þær í neyð.“
Rögnvald
Erlingsson,
dómari
„Nei, það finnst
mér ekki. Mín rök
eru þau að það
myndi færa okkur
aftur um nokkur
ár. Fyrir nokkrum árum var þetta
reynt í Svíþjóð og ástandið varð
þannig að nánast hver einasti leikur
var kærður. Þetta var orðið þannig
að við lá að leikirnir færu ekki fram
vegna kærumála á milli félaganna.
Dómarinn fær ekkert að skoða aftur
það sem hann gerir og menn hafa
hingað til lifað við það að dómar
hans eru endanlegir hvort sem um
mistök er að ræða eða ekki. Þetta
verður bara að standa, enda er það
einfaldast fyrir alla þegar upp er
staðið."
Á dögunum dæmdi aganefnd HSÍ KA-mann-
inn Patrek Jóhannesson í eins leiks bann fyr-
ir brottvísun sem hann hlaut í leik gegn ÍH
nokkrum dögum áður. Seinna kom í Ijós að
brottvísunin var ekki réttmæt og segja menn
tíma til kominn að endurskoða úrskurði aga-
nefndarinnar.
Handknattleikur: landsliðið
Alsírmenn
koma hinaað
í aefingabuðir
Handknattleikssamband Alsír
hefur beðið Handknattleikssam-
band Islands að útvega landsliði Al-
sír aðstöðu fyrir æfmgabúðir frá 1.
apríl næstkomandi. Ekki hefur enn
borist staðfesting á því hversu lengi
Iiðið mun dveljast hér á landi en
Ólafur B. Schram, formaður HSÍ,
átti allt eins von á því að um tveggja
vikna dvöl yrði að ræða.
Liðið mun dveljast í Hafnarfirði
á meðan á dvöl stendur og verða
íþróttahúsin við Kaplakrika og
Strandgötu opin Alsírmönnunum.
Ekki hefur enn verið rætt um hugs-
anlega landsleiki liðsins við okkar
menn en fastlega er búist við að af
einhverjum landsleikjum verði.
Þá hefur skrifstofu HSÍ einnig
borist beiðni frá HM-liði Túnis
þess efnis að leyft verði að koma
með 25 manna hóp á heimsmeist-
arakeppnina í vor. Um er að ræða
sálfræðing, nuddara og aðra að-
stoðarmenn auk leikmannahóps-
ins. Er greinilegt að stefnt er að því
að vel fari um Túnismennina á
meðan á keppni stendur.
-Bih
Konráð Olavsson og félagar í íslenska landsliðinu í handknattleik leika
að öllum líkindum gegn Alsírmönnum í byrjun apríl.
Frá A til Ö með Ragnheiði Stephensen,
leikmanni Stjörnunnar í handbolta
Aö vera eða vera ekki: íþróttamaður Patrekur
Bisness: Leikmannakaup KVll /nWntrlr\r>u tr
Disclosure: Innilokunarkennd / / lyf l\JClf
Erla Rafnsdóttir: Ákveðin *■' >C
tram: Lið sem leiðinlegt er að tapa fyrir
Garðabær: Bær sem gott er að búa í
Heitt: Sturturnar í Laugardalshöllinni
Innilegt: Samband karls og konu
Jesús: Stærsta spurningarmerki sögunnar
Karlmenn: Erfiðir að eiga við
Lúxus: Spila handbolta með Stjörnunni
Myndarlegur: Patrekur Jóhannesson þegar hann er með hár
fylef: Herdís Sigurbergsdóttir
Olöglegt: Það sem allir gera einhverntímann
Patrekur Jóhannesson: Góðurá meðan hann hugsar
Reykjavík: Ráðhúsið
Samúel Örn: Góður fréttamaður
Töff: frötin í Evu og Gaiierí
Undarlegt: Víti í lok venjulegs leiktíma
Vísindi: Skemmtileg
Yndislegt: Að vinna íram 16:15
Þú: Ég?
Ævintýri: Barnabækur Astridar Lindgren
Omurlegt: Að vera alltaf í öðru sæti í bikarnum
Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu
Schmeichel hótar
að leika ekki með
Danski landsliðsmarkvörðurinn
Peter Schmeichel lét hafa eftir
sér á dögunum að svo gæti farið að
hann léki ekki með landsliðinu í
Evrópukeppni landsliða á Eng-
landi á næsta ári. Hann segir að
takist skipuleggjendum mótsins
ekki að tryggja öryggi hans leiki
hann ekki með. „Ég elska íþróttina
en er ekki tilbúinn að deyja fyrir
hana sökum einhverra brjálæð-
inga,“ sagði Schmeichel í viðtali
við enskt dagblað í gær, en hann
varð Evrópumeistari með Dönum
þegar þeir unnu keppnina í Sví-
þjóð fyrir þremur árum.H
Inter Milan
Já en...
Moratti
tekurvið
stjóminni
ítalski olíubaróninn Massimo
Moratti hefur keypt ítaiska stórlið-
ið Inter Milan, en faðir hans var við
stjórnvölinn hjá liðinu á gullaldar-
árum þess. Yfírlýsing svohljóðandi
var gefm út af Moratti og núver-
andi eiganda liðsins, Ernesto
Pellegrino, á laugardag. Pellegrino
keypti liðið 1984 en ákvað svo að
selja það nú og kemur það fáum á
óvart þar sem gengi liðsins hefur
ekki verið sem best síðustu árin.
Vilja menn sjá breytingar þar á bæ
og gera Inter að því stórveldi sem
það var hér áður fyrr. Þrátt fyrir að
iiðið hafi unnið sinn 13. deildar-
meistaratitil 1989 og unnið Evrópu-
keppni félagsliða í fyrra hefur það
ávallt staðið í skugganum af hinu
Milan-liðinu, AC Milan. Salan á að
vera þáttur í að snúa þeirri þróun
við.H
Er Milton Bell rétti
leikmaðurinn. Axel
„Ég held að svo sé nema leikur-
inn gegn Tindastóli hafi bara verið
„one day wonder“. Fyrsti erlendi
leikmaðurinn hjá okkur í vetur,
Donavan Cassanave, var mjög
skemmtilegur strákur og duglegur.
Hann var bara ekki nógu góður að
setja boltann ofan í körfuna. Næst-
ur var Antoine Jones, sterkur
leikmaður sem hefði hentað okkur
mjög vel. Umboðsmaðurinn hans
eyðilagði allt með því að setja upp
hærra verð fyrir hann en upphaf-
lega var samið urn. Sá þriðji var
Mark Hadden og það eina sem ég
hef um hann að segja er að ef
Haukarnir vilja hann þá eiga þeir
hann skilið.
9
V
Ekkert lið f úr-
valsdeildinni (
körfubolta hefur
átt í jafnmiklu
útlendingahall-
æri og KR en
þrír útlendingar
hafa komið og
farið. Það er því
I ekki skrýtið þótt
Axel Nikulásson, þjálfari úrvals-
deildarliðs KR, sé að verða gráhærður.
NU loksins virðast KR-ingar hafa fund-
ið sér draumaleikmanninn en sá heitir
Milton Bell, 24 ára gamall miðherji. f
fyrsta leiknum hér á landi skoraði
hann 33 stig og tók 22 fráköst. Sjald-
séðar tölur sem ættu að segja mikið
um getu hans.