Helgarpósturinn - 20.02.1995, Qupperneq 30

Helgarpósturinn - 20.02.1995, Qupperneq 30
30 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 16 liða úrslit ensku bikarkeppninnar fóru fram um helgina Enski boltinn Úrslit í bikarkeppninni UHámir slógu út Leicester Á hugaveröur valkostur fyrir konur á öllum aldri til að koma sér í toppform og öðlast aukinn lífskraft. fingar sem sameina mýkt, einbeitingu og öndun. B ætir svefn, meltingu og alla almenna líðan. Leikfimi íþróttamiðstöðinni Seltjarnarnesi Uppl. í síma 23913 KLIPPTU ÚT MIÐANN OG HANN GILDIR SEM 200 KR. AFSLÁTTUR Leikið var í ensku bikarkeppninni um helgina og voru alls átta leikir á dagskrá í bikarnum, en í úrvalsdeild fóru fram tveir leikir. Everton stal sen- unni með því að valta yfir Norwich, 5:0; Tottenham og Southampton gerðu jafntefli og verða því að eigast við á ný; fyrstudeildarlið Úlfanna sló út Leicest- er; og Liverpool náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Wimbledon. Þá unnu meistarar Manchester United öruggan sigur á Leeds. í úrvalsdeild fóru fram tveir leikir. Coventry vann öruggan sigur á West Ham og gat hinn nýi framkvæmda- stjóri liðsins, Ron Atkinson, vart rythmic leikfimi 6 vikna á aðein hugsað sér betri byrjun. Pet- er Ndlovu og Mike Marsh skoruðu mörk Norwich, hvor í sínum hálfleiknum. Þá vann Aston Villa góðan útisigur gegn Sheffield Wed- nesday í sjónvarpsleiknum. Dean Saunders skoraði bæði mörk Villa og var það seinna einkar glæsilegt. Leik- menn Wednesday voru með eindæmum lánlausir upp við mark Villa og var hreint fyrirmunað að koma tuðr- unni í netið. Leikmenn Everton lögðu til hliðar áhyggjur vegna slæmrar stöðu liðsins í deild- inni á laugardag er liðið tók á móti Norwich í bikar- keppninni. Þeir fóru hreint á kostum og skoruðu án þess að andstæðingarnir næðu að svara fyrir sig, og var þetta stærsti sigur liðsins í langan tíma. Sænski landsliðsmað- urinn Anders Limpar hóf markasúpuna strax á 7. mín- útu og eftir það fékk ekkert stöðvað liðið. Ekki bætti svo úr skák fyrir Norwich að varnarmaðurinn Jon Newsome var rekinn af leikvelli í síðari hálfleik vegna tveggja gulra spjalda. Tottenham varð að sætta sig við jafntefli heima gegn Southampton. Jiirgen Klinsmann kom Tottenham yfir á 21. mínútu með marki eftir góðan undirbúning Teddys Sheringham. Að- -x§ eins mínútu síðar felldi Justin Ed- enburgh Jeff Kenna innan víta- teigs og úr vítaspyrnunni skoraði Matthew Le Tissier. lan Walker, í marki Tottenham, var með hend- ur á boltanum en inn fór hann engu að síður. Liðin eigast við að nýju 1. mars næstkomandi á heima- velli Southampton, The Dell. Fyrstudeildarlið Millwall, sem sló út úrvalsdeildarliðin Arsenal og Chelsea, varð að sætta sig við tap gegn QPR á Loftus Road. Á síðustu mínútu leiksins var dæmd víta- spyrna á Millwall eftir að leikmaður liðsins hafði handleikið knöttinn innan teigs. Úr spyrnunni skoraði síðan Wilson og kom þar með liði sínu áfram í keppninni. Leikmenn Millwall voru óheppnir að skora ekki og áttu til að mynda skot í tré- virkið átta mínútum fyrir leikslok. írski sóknarmaðurinn David Kelly, sem skoraði mark írlands gegn Englandi í landsleiknum fræga á dögunum, gerði eina mark leiksins er Wolverhampton sló út úrvalsdeildarlið Leicester. Markið þótti allglæsilegt. Fyrstudeildarlið Watford setti félagsmet er liðið hélt hreinu í níunda leiknum í röð. Það var líka það eina merkilega við tíð- indalítinn og markalausan leik gegn Crystal Palace. Liðin mætast á ný 1. mars og þá verður á brattan að sækja fyrir Watford því í þetta sinn verður leikið á heimavelli Palace. Newcastle komst í átta liða úrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn í ní- tján ár er liðið sigraði Manchester City örugglega á heimavelli sínum, St. James’s Park, í gærdag. Keith Gillespie hélt upp á 20. af- mælisdaginn með tveimur mörkum. Gillespie, sem ný- verið kom frá Manchester United í gegnum kaup United á Andy Cole frá Newcastle, skoraði fyrra markið eftir hræðileg mistök markvarðar City, Andy Dibble, en hann hugðist hreinsa frá marki sínu en gaf þess í stað beint á Gille- spie. Þjóðverjinn Uwe Rösler jafn- aði skömmu síðar en John Beres- ford kom Newcastle aftur yfir. Gillespie kórónaði síðan frábæra frammistöðu sína með sínu öðru marki í seinni hálfleik. Meistarar Manchester United unnu öruggan sigur á Leeds á Old Trafford í Manchester. Það var fyrst og fremst slæm byrjun Leeds sem varð liðinu að falli. Á fýrstu fjórum mínútum leiksins skoruðu þeir Steve Bruce og Brian McClair sitt markið hvor, bæði eftir eitraða hornspyrnu frá Ryan Giggs. Ghana-maðurinn Anthony Yeboah minnkaði mun- inn snemma í seinni hálfleik, en gamla brýnið Mark Hughesp gull- tryggði sigur United átján mínút- um fýrir leikslok. Lið Leeds olli nokkrum vonbrigðum í leiknum og hefði sigur United getað orðið miklu stærri. Liverpool fékk á sig mark strax á 2. mínútu gegn Wim- bledon en Robbie Fowler tókst að jafna í fyrri hálfleik. Wimbledon, sem lék án fyrirliðans Vinnys Jo- nes en hann var ákærður fýrir að hafa bitið í nef fréttamanns í vik- unni, var síðan óheppið að stela ekki sigrinum undir lokin er Efan Ekoku skaut í slá. I átta liða úrslitum bikarkeppn- innar eigast síðan við: LiverpoolAA/imbledon - Tottenham/Southampton Everton - Newcastle Watford/Crystal Palace - Wolverhampton Manchester United - QPR Áætlað er að leikirnir fari fram helgina 11., 12. og 13. mars.B Úkralnuleikmaöurinn i liði Manchester United, Andrei Kanchélskis, og David Wetherall hjá Leeds eigast hér við í leik liðanna i ensku bikarkeppninni i gær. Kanchelskis og félagar höfðu betur og mæta QPR á Old Trafford í átta liða úrslitum keppninnar. Everton - Norwich 5:0 Limpar 7., Parkinson 24., Rideout 56., Ferguson 63., Stuart 88. QPR - Millwall 1:0 | Wilson 90. (vsp.) Tottenham - Southampton 1:1 Klinsmann 21. - Le Tissier 22. (vsp.) . Watford - Crystal Palace 0:0 I Wolverhampton - Leicester 1:0 Kelly 34. Newcastle - Man. City 3:1 Gillespie 18., 64., Beresford 34. - Rösier29. Liverpool - Wimbledon 1:1 j Fowler 33. - Clarke 2. " Man. Utd. - Leeds 3:1 Bruce 1., McClair4., Hughes 72. - Yeboah 53. Úrslit í úrvalsdeild Coventry - West Ham 2:0 Ndlovu 25., Marsh 67. Sheff. Wed. - Aston Villa 1:2 Bright 71. - Saunders 26., 44. Staðan í úrvalsdeild Blackburn 28 61:25 62 Man.Utd. 28 51:21 60 Newcastle 28 47:30 51 Liverpool 27 46:22 48 Nott. Forest 28 41:31 46 Tottenham 27 45:38 43 Leeds 26 34:28 39 Sheff. Wed. 29 38:38 39 Aston Villa 29 41:38 37 Wimbledon 27 32:47 36 Norwich 27 27:31 35 Arsenal 28 31:32 34 Coventry 29 29:45 34 Chelsea 27 35:38 33 Man. City 27 35:44 32 Southampton 27 39:44 31 QPR 26 39:45 31 Everton 28 29:38 31 Crystal Pal. 28 21:28 30 West Ham 28 26:37 29 Ipswich 27 29:55 20 Leicester 27 25:46 19 Markahæstir 28 - Alan Shearer (Blackburn) 24 - Robbie Fowler (Liverpool) 23 - Ashley Ward (Norwich, þar af 17 fyrir Crewe) 22 - Matthew Le Tissier (Southampton) 20 - Chris Sutton (Blackburn), lan Wright (Arsenal), Júrgen Klinsmann (Tottenham) 17- Andy Cole (Man. Utd, þar af 15 fyrir Newcastle) Úrslit í 1. deild Bolton - Barnsley 2:1 Bristol - Oldham 2:2 Burnley - Grimsby 0:2 Luton - Swindon 3:0 Middlesbro - Charlton 1:0 Southend - Sheff. Utd. 1:3 Sunderland - Portsmouth 2:2 Tranmere - Reading 1:0 WBA - Notts County 3:2 Staðan í 1. deild Bolton 31 52:33 54 Tranmere 31 49:35 53 Mlddlesbro 29 42:26 52 Wolves 29 52:39 50 Reading 31 35:28 50 Sheff. Utd. 31 51:35 49 Grimsby 31 49:40 47 Watford 30 35:28 47 Luton 30 41:40 43 Barnsley 29 37:38 42 Millwall 28 36:32 40 Charlton 30 43:46 39 Oldham 30 41:40 39 Derby 29 35:31 39 WBA 31 28:38 37 Southend 31 32:57 36 Stoke 28 29:34 36 Port Vale 28 34:36 35 Portsmouth 30 32:43 34 Bristol 32 30:43 34 Sunderland 30 30:31 33 Swindon 29 36:49 32 Burnley 28 28:42 27 Notts County 32 35:48 26 REYKJAVIK - KOPAVOGUR - SIMI 554-4444 REYKJAVÍK - VESTtJRBÆR - SÍMI 562-9292 IIAI NARI .IÖRDUR - GARDABÆR - SÍMI 565-2525 engutn vornum vit). - ■ .. . , 4 i4 4

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.