Helgarpósturinn - 09.03.1995, Qupperneq 30

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Qupperneq 30
30 MORGUNPÓSTURINN LÍFIÐ EFTIR VINNU FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 M ■ ▲ A Á BBb r\ 1 ■ w V! | Dansið og skemmtið > ykkur í Naustkjallaranum i S. 552 3030 og 551 7760 I______________________________________I Af hverju er ekkert svona í Reykjavík? Mennirnir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Enn eina staðfestinguna á þessu fékk útsendari MORGUN- PÓSTSINS á dögunum þegar hann var á ferð um stórborgina London í Eng- landi. í einum símaklefa þar í borg (þið vitið, þessum rauðu) fann hann nefnilega hvorki fleiri né færri en 40 dreifimiða 402 2082 Y0U tWDKED WíNCHU fyrir persónulega þjón- ustu I boði fyrir forvitna ferðalanga. Þú þarft ekki annað en að hringja í númerið og þá geturðu annað hvort sþjallað við viðkomandi þjónustuaðila eða þá mælt þér við hann mót. Þessir aðilar eru oftar en ekki ungar stúlkur í at- Ég elska... rjálaða snjókomu og skafrenning indinn minn ijóbrettið mitt Ég hata... irvitið fólk ‘igubílstjóra irotrash danstónlist * # # 22 ára Stóri bróðir í sambandi vera góður kærustuna Aggi rekur verslunina Stóra bróður sem opnaði ný- lega við Laugaveginn. Hann segir reksturinn ganga „furðu vel“ en hann selur „urban“ götu- fatnað íyrir unga drengi og hjóla- brettaföt. Aggi er nýkomin frá Pól- landi en hann fór þangað á fölskum for- sendum. „Ég var dulbúinn sem fréttamaður frá Islandi og þóttist vera að skrifa um heimsmeistarakeppnina á snjóbrettum í Póllandi,“ segir Aggi. „Kunningi minn sem heitir Goldy bauð mér út og við fengum frítt fæði og húsnæði út á dulargervið. Þetta var alveg ágætis mót en hálf fáránlegt að halda það í Pól- landi því þetta er svo staðnað og vanþróað allt þar. Mótið var haldið í Zakkópane í grennd við Krakau en þar er helsta skíða- svæði Pólverja. Megin ástæðan fyrir ferðinni var náttúrlega að fara að bretta sjálfur. Ég er algjört brettafrík en er lítið á hjólabrettum lengur og einbeiti mér að snjóbrettunum. Hjólabrettakúlturinn fer stækkandi og ég hugsa að ég fari að taka fram hjólabrettið aftur.“ Er þetta ekki ógurlegt brölt að vera á hjólabretti? „Jú, þetta eru rosalega tæknileg trix sem allir eru að reyna að gera. Mað- ur stendur á brettinu og lætur það fara frá jörðinni og snúast einn hring, allt í loftinu, og lendir svo á því. Þegar að trixið tekst þá er þetta þess virði en það má segja að það gangi þvert á öll eðlisfræðilögmál. Eldra fólk Idórar sér í hausnum þegar það sér brettakrakkana gera kúnstir sínar.“ Aggi segist hafa verið mikið á djamminu en nenni varla að fara út lengur. „Ég hef verið að hugsa um að draga úr djamminu og fara meira út að borða. Maður hefur farið mest á þessa hefðbundnu ítölsku staði og mig langar að prófa eitthvað nýtt eins og Við Tjörnina eða Sushi-bar- inn á Borginni. Skemmtanalífið er orðið svo staðnað hérna og það er eins og fólk kunni ekki orðið að skemmta sér ánþess að ég fari nokkuð út í það nánar. Ég fór mikið í Rósenberg og ég reyni að fara ef það kemur eitthvað skemmtilegt upp á eins og erlendir plötu- snúðar. Ég hef sjálfur gaman af að plötusnúðast heima hjá mér og hlusta mest á Jungle, hip-hop og trip-hop eða þetta svokallaða avant gard hip-hop. Mig langar að fara að dunda meira heima hjá mér, mála eitthvað og stunda meiri útiveru. Ég er spenntari fýrir að komast á fjöll á laugardagsmorgni en að liggja uppi í rúmi þunnur.“ mmmmmmmmmmmmmmmmmm m i 31m ðS «48» ts gv i é 6»b gísiœ s „Hœ strákar. Við erutn tvœr eld- hressar á lausu 20 og 22 ára og óskum eftir að kynnast karl- mönnum á aldrinum 24 til 30 ára. Áhugamál okkar eru djamm og tjútt. Efþið hafið áhuga ýtiðþá á 1, munið 100 prósent trúnaður. “

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.