Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 2
. Póstunnn Útgefandi: Miðill hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Aðstoðarritstjóri: Styrmir Guðlaugsson Framkvæmdastjóri: Kristinn Albertsson Markaðsstjóri: Guðmundur Örn Jóhannsson Auglýsingastjóri: Örn Isleifsson Dreifingarstjóri: Sveinbjöm Kristjánsson Setning og umbrot: Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Leiðari HELGAR- PÓSTURINN Fimmtudagsútgáfa blaðs- ins kemur nú I fyrsta sinn út undir nafninu HELG- ARPÓSTURINN. Það er von þeirra, sem að blaðinu standa, að breytingarnar sem gerðar hafa verið samhliða, falli lesendum vel I geð og ekki síður sú ákvörðun að lækka verð blaðsins úr 280 kr. í 190 kr. Með þessu skrefi er bú- ið að aðgreina mánudags- og fimmtudagsútgáfuna þannig að lesendur fá tvö ólík blöð, hratt og fjörugt fréttablað á mánudöqum og ítarlegt helgarblað á fimmtudögum. LITLAUS KOSNINGA- BARÁTTA Það þarf ekki að fara um bað mörgum orðum; þessi kosningabarátta er sú lit- lausasta og minnst áhuga- vekjandi I manna minnum. Forystumenn flokkanna hafa keppst um að hafa ekki skoðun á nokkru máli og stefnufestan er ekki meiri en svo að þeir velja sér andstæðinga eftir skoðanakönnun dagsins. Stjórnmálaleiðtogar þjóð- arinnar hafa gert sig seka um móðgun við kjósendur. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að kosn- ingaþátttaka verði I lág- marki. STYRMIR GUÐLAUGSSON Pósturínn Vesturgötu 2, Reykjavik sími 552-2211 fax 552-2311 Bein numer: Ritstjórn: 552-4666 simbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888 símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 HelgarPósturinn kostar 199 kr. MánudagsPósturinn kostar 99 kr. Askrift er 999 kr. á mánuði ef greitt er með greiðslukorti en 1.100 kr. annars. leid/nidurleid A UPPLEIÐ Jón Baldvin Hannibalsson Jóharina klauf flokk- inn fyrir hálfu ári en nú er Jón Baldvin að ná sama fylgi og kratarnir hafa venjulega I skoðanakönnunum rétt fyrir kosningar. Eggert Haukdal Þótt ekkert bendi til þes að héraðshöfðinginn á Bergþórshvoli komist á þing eru allar líkur á að honum takist ætlunarverk- ið - að fella þriðja sjálfstæðismanninn. Á IUIÐURLEIÐ Halldór Blöndal Guðfaðir landbúnaðar- ins hefur dreift hundruð- um milljóna af almannafé á báðar hendur og útilok- að þannig að tíu prósent kjósenda Sjálfstæðis- flokksins striki hann út eins og síðast. Davíð Oddsson Einn flokkur — einn leiðtogi. En því miður eng- in skoðun. Fari flokkurinn illa út úr kosningunum er það Davíð að kenna. FIIvlIvlT0DaGuR 6. aPRIITa 995 Ágúst Einarsson Óánægja með fámenn- isklíku Þjóðvaka hefur ver- ið langháværust I Reykja- nesi með tilheyrandi fólks- flótta. Ert þú ekki á einhverjum af þessum listum í kosningunum? \ Jújú, ég held ég sé kominn í heiöurssætið á svarta listanum. Ólafur Ragnar Grímsson Maður sem setur tehettu á hausinn á sér og boðar 20 milljarða stjórn- arsáttmála sem greiða á með hagvexti Asíuþjóða hlýtur að vera á leið út úr pólitík, enda hrynur fylgið. Sú saga gengur nú fjöllunum hærra í veitingabransanum að Valur Magnússon sé að fara að opna nýjan Planet Holly- wood- veitingastað sem kvik- myndatröllin Arnold Schwarze- NEGGER, SYLVEST- ER STALLONE Og Bruce Willis hafa gert fræga. Þess- ir staðir eru víða um heim og stór- stjörnurnar eru vanar að mæta við opnun og vera tíðir gestir. Þeir eru nokkuð í anda Hard Rock-staðanna nema þeir byggja á hlutum tengdum draumaborginni. Valur rak veit- ingahúsið Café Reykjavík við mikl- ar vinsældir en seldi það á dögun- um til Þórarins Ragnarssonar í Staldrinu Gunnars HjaltalIn end- urskoðanda og Þórðar Sigurðs- SONAR matreiðslumanns sem áður var með Svörtu pönnuna. Greint hefur verið frá því í póstinum að Valur keypti húsnæðið í haust af Guðvarði GIslasyni, áður á Gauki á Stöng, fyrir um 60 milljónir en breytingar kostuðu 15-20 milljón- ir. Þremenningarnir keyptu hins vegar húsnæðið á 140-150 milljón- ir þannig að Valur hefur fengið nærri 70 milljónir upp úr krafsinu auk rekstrahagnaðarins. Nú er fullyrt að Valur sé að fara að opna veitingastað að Laugavegi 40a þar sem apótekið Iðunn var til húsa. Valur sagði í viðtali við blaðið að í sölusamningnum væru engin ákvæði um að hann mætti ekki koma nálægt veitingarekstri. „En ég má ekki opna annan Kaffi Reykjavík. Ég opna ekki kaffihús aftur enda væri það ekki sann- gjarnt gagnvart þessum mönn- um.“ Þóra Camilla Óskarsdóttir er enn þinglýstur eigandi cif fasteign- inni allri á Laugaveginum. Að brunabótarmati er eignin skráð á 50 milljónir króna og þar af apó- tekið á 9,5 milljónir... Megas fimmtugur á föstudaginn Megas sagði að á sínu heimili væri haldið upp á hvern einasta dag. frekar upp áföstu- daginn Magnús Þór Jónsson, öðru nafni Megas, tónlistarmaðurinn sem er hvað kunnastur fyrir að ganga lengra en allir hinir í textagerð, verður fimm- tugur á morgun, föstudag. Þegar blaða- maður póstsins sló á þráðinn til hans sagði hann í fyrstu að þetta með afmælið væri tómt rugl...“ertu viss um að þú sért að hringja í rétt númer?“ ...Alveg handviss. Ertu að reyna að segja mér að menn fari í felur þegar þeir nálgast fimmtugt...? „Sá sem þú ætlar að tala við er ekki á staðn um.“ Nú, nú, mér lék nefnilega bara forvitni á að vita hvort þú hefðir í hyggju að halda upp á fimmtugsafmælið með svipuðum hætti og fertugsafmælið, þegar þú stóðst fyrir Passíutón- leikum í íslensku óperunni? „Hér á þessu heimili er haldið upp á hvern einasta dag. Enginn dagur öðrum meira vægi. Einhvern veginn hefur fólk haft það á tilfinn- ingunni og látið mig vera.“ Verður föstudagurinn semsé eins og allir aðrir dagar í lífi þínu? „Það er nú föstudagurinn langi eftir rúma viku, hann er lengri, því er ég að hugsa um að halda frekar upp á hann.“ -gk rrÉg er að hugsa um aðhakla Kiörkassi í síðustu viku var spurt: Hver á að leiða vinstri stjórn? Halldór, Jóhanna, Kristín eða Ólafur Ragnar? I Halldór 9.7% Jóhanna 81,2% | Kristín 4,5% | Ólafur Ragnar 4,5% Lesendum Póstsins gefst kostur á því að koma á framfæri skoðunum sínum á málefnum líðandi stundar í kjörkassa Póstsins í síma 99 IS16 Símtalið kostar 39,90 krónur mín- útan, en spurninguna er að finna á baksíðu blaðsins. Svo mælir Svarthöfdi Flotiö sofandi að kosningum Fari flokkarnir í landinu ekki að vakna fyrir kjördag getur svo far- ið að þeir missi af kosningunum sem eiga samkvæmt ákvörðun að fara fram á laugardaginn. Líklega hefur aldrei í mannaminnum ver- ið haldin daufari kosningabarátta í landinu en að þessu sinni. Pólit- íkin er orðin svo alvörulaus, að áhyggjumenn út af hugarfari ís- lendinga geta komið á framboði til Alþingis og tala í fjölmiðlum í fullri alvöru um að hægt sé að bjarga hinum margvíslegu þjóð- arskandölum með hugleiðslu einni saman. Þessi boðskapur hlýtur að vera gleðiefni fyrir fjár- plógsmenn, dópsala og sýru- hausa og þá sem berja konuna sína. Þeir þurfa ekki annað en setjast á þúfu úti í náttúrunni eftir ódæðisverkin og stunda hug- leiðslu svo sem í klukkutíma. Litlu betri eru framboð ýmissa sérhópa eins og Kvennalista og Þjóðvaka, þar sem leysa á öll mál með eins konar snakki við eld- húsvaskinn. Kristín Ástgeirsdótt- ir leiðir Kvennalistann í Reykja- vík, höfuðvígi hreyfingarinnar, en málflutningur hennar er svo þunnur og svo almennt eldhús- tal, að Elín Hirst, kvenvargur af fyrstu gráðu á Stöð 2, sem hefur jafnvel stjórn á Gerta, varð að taka af henni orðið í bullþætti á Stöð 2, sem tekinn var á Hótel Sögu nýverið, af því frambjóð- andinn kom ekki út úr sér orði af viti. Þeir sem eru þó skástir af fram- bjóðendunum, það er, Davíð, Halldór og Jón Baldvin, eru um það bil að verða málhaltir allir þrír vegna þess hvað kosninga- baráttan er snautleg og langt fyrir neðan getu þeirra. Davíð getur ekki talað um annað en stöðug- leikann á sama tíma og Kvenna- listinn og Þjóðvaki bjóðast til að gera alla ríka, fái þeir að taka fimmtíu milljarða lán, einhvers staðar, nema ekki hjá Den Danske Bank, sem er þekktur fyrir að hafa komið Færeyingum á haus- inn, þegar þeir gátu ekki þorgað. Jóhanna veit að hægt er að gera alla ríka, enda fékk hún að prenta peninga upp í húsakaup handa al- menningi (húsbréf) með svo glæsilegum árangri, að Fram- sóknarflokkurinn varð að halda heilt flokksþing til að semja áætl- un til bjargar heimilunum úr óbotnandi skuldafeni. Halldór Ásgrímsson syndir þessa dagana hratt skriðsund frá þeim leirpytti, sem Steingrímur Hermannsson baðaði sig lengst- um í á meðan hann var að líta nógu vel út fyrir Alþýðubandalag- ið. Þegar honum tókst ekki að koma Framsókn, Páli á Höllustöð- um og Tímanum í Alþýðubanda- lagið, sagði hann merde eins og Napoleon við Waterloo og læsti sig inni í Seðlabankanum. Halldór verður að fara varlega við að gera Framsókn að milliflokki. En hing- að til hefur hann þó aðeins misst eina vinstri kellingu yfir í Þjóð- vaka af því hún þorði ekki að láta Karon ferja sig alveg yfir í Alþýðu- bandalagið. Þar býr hún með manni sínum sem enn hefur ekki tekið af sér heyrnartækin sem hann gekk með í borgarstjórnar- kosningunum. Annars gengur Halldóri vel á skriðsundinu og er sá pólitískur aðili sem verulega bætir við sig í skoðanakönnun- um. Jafnvel Davíð er farinn að hugleiða að gerast utanríkisráð- herra hjá honum að loknum kosningum. Alþýðuflokkurinn hefur alltaf verið lítill flokkur, sem hugsar stórt. Nú hefur formaður hans, Jón Baldvin, helst í hyggju að Jeggja Efnahagsbandalagið undir íslendinga; það er, segja því fyrir verkum um hvað sé efnahagslög- saga og hvar ekki megi veiða kóð- in, eins og Spánverjar eru nú að gera við Nýfundnaland í nafni EB. Jón Baldvin stjórnar flokki, sem hefur klofnað oftar en nokkur flokkur á íslandi — gott ef hann á ekki heimsmet í klofningi. Hann hefur því löngum verið eins og hundur sem hristir af sér óværu. Þessi óværa hefur alltaf lent á ein- um stað, sem nú nefnist Alþýðu- bandalagið. Jón Baldvin er mæls- kastur þeirra þremenninga, en líklega gæfuminnstur í póitík. Annars eiga kosningaúrslitin eftir að sýna hve langt hann kemst á mælskunni einni saman, og þeirri velvild sem Alþýðuflokkurinn nýtur, fyrir að hafa í gegnum tíð- ina gefið öðrum flokkum færi á að stjórna landinu. Risið á Alþýðubandalaginu er ekki mikið fyrir þessar kosningar. Áður fyrr trúðu þeir því sjálfir að þeir réðu verkalýðshreyfingunni. En svo féll Moskva og um líkt leyti stóðu þeir að fjórtán kaup- skerðingum á stjórnartímabili. Eftir þetta eru þeir lítið annað en gjallandi bjalla með kunnan há- vaðasegg í formannsstöðu, sem hélt hann hefði gripið Guð í fótinn með því að semja stjórnarsátt- mála út af væntanlegri vinstri stjórn eða Morgunþlaðsstjórn með Sjálfstæðisflokknum. í stað- inn fyrir að grípa í fót almættisins skaut hann sjálfan sig í fótinn eins og Davíð orðaði það og þar við situr. Engin stefnumál eru uppi nema almennt tal um atvinnu- leysi og loforð um fimmtíu millj- arða handa almenningi — ef vel viðrar. En um Suðurland reikar eini stefnufasti maðurinn á þingi íslendinga, Eggert Haukdal, og á sér hvergi næturstað eftir kosn- ingar. svarthöfði

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.