Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 10
10 JÓHANNA SlGURÐ- ardóttir verður varla kennd við hjátrú fyrst hún ákvað að hafa kosn- ingaskrifstofu Þjóðvaka í Hafnar- stræti 7 sem gárung- arnir kalla Álaga- stræti 7. Ástæðan er sú að nær allir sem komið hafa nálægt því húsi hafa byrjað vel en endað í ógöng- um. Þar var Fjárfest- ingarfélagið til húsa og síðar Skandía sem bæði fóru vel af stað þar til húsið náði tök- um á þeim og flugið fataðist. Heimdallur var með kosninga- skrifstofu í þessu sama húsnæði fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar síðasta vor en á endanum tókst Sjálfstæðisflokknum að tapa borginni. Ari Edwald virtist ekki læra af mistökum stuttbuxnadrengj- anna og háði próf- kjörsbaráttu sína í Álagastræti 7 og ekki er annað hægt að segja en hann hafi tapað þeirri baráttu. Þjóðvaki hóf göngu sína með fjórðungs kjörfylgi á bakinu en stuttu eftir að kosn- ingaskrifstofan opn- aði var fylgið komið niður í 10-12 pró- sent. Svo er bara að sjá hvort álög húss- ins fleyta þeim enn neðar... ; FIIvlIvlToDaG0 R öttSPRIITl 9a5 1 ■ . n, f ' ' __ fMmm*** n Skodanakönnun Skáís fyrir Péstinn liakEð Reykjavík dreiffbýfinu Afhroð krata á Reykjanesi. Kvennalistinn tajpar miklu í Reykjavík Við úrvinnslu skoðanakönnun- issag:.AFHROÐ KRATA Á um Sjálfstæðisf ar Skáís fyrir póstinn var fylgi flokkanna greint sérstaklega í Reykjavík, á Reykjanesi og sam- anlagt í öðrum kjördæmum. Þær niðurstöður eru birtar hér fyrir neðan. Úrtakið var 1.500 manns og náðist í 1.135 þeirra. Sveit KVEIUI\IALISTII\IN , TAPAR I REYKJAVIK Þjóðvaki nær sínum stærsta kosningasigri í Reykjavík og fengi 10,4 prósenta atkvæða, ef marka má könnun Skáís. Framsóknarflokkurinn bætir við sig 0,6 prósentum og fengi 10,7 prósent. Alþýðubandalagið stendur nánast í stað með 13,4 prósent, bætti við sig 0,1 pró- senti. Kvennalistinn byði hins vegar afhroð og fengi 7,7 prósent atkvæða, tapaði 4,4 prósentum. Alþýðuflokkurinn tapaði einnig miklu, fengi 11,6 prósent og missti þar með 3,2 prósent af kosningafylgi sínu fyrir fjórum árum. Fylgið við Sjálfstæðisflokk- inn mældist 43,6 prósent í borg- inni, 2,7 prósentum minna en í síðustu kosningum. Náttúrulagaflokkurinn og Kristilegt framboð skipta með sér 2,7 prósentum sem er heldur meira fylgi en úti á landi. REYKIANESI Alþýðuflokkurinn tapar heil- um 8,0 prósentum í Reykjanesi, fengi 15,3 prósent. Þjóðvaki hirðir megnið af þessu fylgi en stðuningurinn við flokkinn í kjördæminu mældist 9,3 pró- sent. Kvennalistinn tapar einnig, fengi 5,6 prósent í stað 7,0 pró- senta í síðustu kosningum. Áðr- ir flokkar bæta lítillega við sig, innan við 1,0 prósent hver. Framsóknarflokkurinn fengi 14.4 prósent sem er aukning um 0,5 prósent, Sjálfstæðisflokkur- inn 41,7 prósent, bætir við sig 0,9 prósentum, og Alþýðu- bandalagið 12,0 prósent í stað 11.5 prósenta 1991. Kristilegir og Náttúrulagaflokkurinn skipta 1,9 prósenti á milli sín. FRAMSOKN ISVBTIUW Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að kjósendur á landsbyggðinni muni fylkja sér Sjálfstæðisflokkinn, fyrst og fremst á kostnað Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalags- ins, sem hafði mest fylgi flokk- anna í síðustu kosningum, ef Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi eru undanskilin. Sjálf- stæðisflokkurinn fengi 33,2 pró- sent sem er sveifla upp á við um 4,6 prósent. Framsóknarflokkur- inn mældist í 30,4 prósentum, tapar 1,6 prósentum. Alþýðu- bandalagið tapar 3,3 prósent- um, fengi 14,3 og Alþýðuflokkur- inn 2,8 prósentum, fengi 8,2 pró- sent og Kvennalistinn tapar nær helmingi kosningafylgisins 1991, fengi 2,9 prósent í stað 5,1 prósents. Þjóðvaki hefur nokkru minna fylgi í dreifbýlinu en þétt- býiinu en 8,2 prósent svarenda sögðust ætla að að greiða flokknum atkvæði sitt á laugar- daginn. Suðurlandslistinn fengi 1,1 prósent atkvæða þegar miðað er við landsbyggðarkjördæmin í heild og sérframboð Péturs H. Bjarnasonar 1,4 prósent. Stuðn- Önnur Kosningar % 10 20 30 40 50 Reykjanes ingur við Kristilega og Náttúru- lagaflokkinn var hverfandi, 0,4 prósent samtals. Þjóövaki tekur langmest fylgi frá krötum og Kvennalista Ríkisstjórnin héldi velli. Vinstri stjórn útilokuð.^J Ríkisstjórnin Skáís kannaði fylgi flokkanna fyrir póstinn dagana 31. mars til 4. apríl. Hringt var í 1.500 símanúm- er einstaklinga á öllu landinu, samkvæmt tölvuskrá Land- símans, sem valin voru af handa- hófi. Alls náðist í 1.135 einstak- linga eða 75,6 prósent úrtaksins. Svarendur voru allir átján ára eða eldri. Þeir skiptust þannig eftir kyni að karlar voru 468 (41 pró- sent) og konur 667 (59 prósent). Aldursdreifingin var þannig að 18-29 ára voru 24 prósent, 30-49 ára 40 prósent og 50 ára og eldri 36prósent. Óákveðnir voru 16,6 prósent svarenda, 6,0 prósent þeirra sögðust ætla að skila auðu eða mæta ekki á kjörstað og 4,8 pró- sent neituðu að svara. Þeir sem tóku afstöðu voru því 824 eða 72,6 prósent þeirra sem náðist í. Fylgi & þin KVENNALISTINN og ALÞYÐUFLOKKURINN TAPA MIKLU Alþýðuflokkurinn fengi 11,4 prósenta atkvæða, samkvæmt könnun Skáís, sem er 4,1 prósent minna fylgi en í kosningunum 1991. Sjálfstæðisflokkurinn, myndi hins vegar bæta við sig fylgi, fengi 39,6 prósent sem er einu prósentustigi hærra en í síð- ustu kosningum. Mjög naumur meirihluti þjóðarinnar styður því ríkisstjórnarflokkanna, eða 51 prósent þeirra sem gáfu upp af- stöðu sína. Þjóðvaki tekur fylgi frá öllum stjórnarandstöðuflokkunum, auk Alþýðuflokksins, og fengi 9,3 pró- senta fylgi. Kvennalistinn myndi tapa mestu, færi úr 8,3 prósent- um í 5,5 prósent. ur myndu sitja á Alþingi fyrir Kvennalistann í stað fimm áður. Þjóðvaki vinnur því sex þing- menn af gömlu flokkunum, mest á kostnað krata og Kvennalista. Að ofan sést hvernig þingsæti ski, tala þingmanna hvers flokks, en innst gefut tkkanna miðað við niðurstööu skoðanakönnunarinnar. Innan svigans er raunveruleg llta stuðninginn, sem að baki llggur ( könnuninni. Allaballar og framsókn halda sínu kjörfylgi að mestu. 18,3 pró- sent þeirra, sem tóku þátt í könn- uninni, sögðust ætla að kjósa flokkinn, sem er 0,6 prósentum minna í kosningunum. Alþýðu- bandalagið tapar heldur meira, eða 1,1 prósenti, og fengi 13,3 prósenta atkvæða. Fylgi við Náttúrulagaflokkinn og Kristilegt framboð mælist vart en samanlagt lýstu 1,7 prósenta þátttakenda stuðningi við þessi framboð. Sérframboð Péturs H. Bjarnasonar á Vestfjörðum mæld- ist með 0,5 prósenta fylgi á lands- vísu og Suðurlandslisti Eggerts Haukdals 0,4 prósent. ALLABALLAROG IHALD HALDA SINU Samkvæmt hefðbundnum út- reikningum á skiptingu þing- manna við gerð skoðanakannana yrði niðurstaðan sú að allir nú- verandi þingflokkar töpuðu mönnum nema Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðubandalagið sem stæðu í stað. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur 26 manna þingliði á að skipa og það yrði því óbreytt. Al- þýðuflokkurinn tapaði þremur mönnum og fengi sjö. Ef sú yrði niðurstaðan héldi ríkisstjórnin meirihluta sínum með 51,0 pró- senta kjörfylgi og 33 þingmenn af 63. Framsóknarflokkurinn yrði eftir sem áður stærstur stjórnar- andstöðuflokkanna með tólf manna þingflokk, tapaði einum. Alþýðubandalagið héldi sínum níu mönnum en aðeins þrjár kon- VINSTRI STJORN EKKI I KORTUNUM Meirihluti ríkisstjórnarinnar heldur velli samkvæmt þessum niðurstöðum. Aðrir möguleikar á myndun tveggja flokka stjórnar fælust annars vegar í því að Sjálf- stæðisflokkurinn gengi I eina sæng með Framsóknarflokknum og þá væri meirihlutinn á þingi 38 gegn 25, og hins vegar Alþýðu- bandalaginu sem gæfi átta sæta meirihluta, 35 gegn 28. Aðrir möguleikar eru út úr myndinni. Þriggja flokka vinstri stjórn er ekki inni í myndinni samkvæmt könnuninni, slíka stjórn væri ekki hægt að mynda nema með full- tingi fjögurra hið minnsta. Ef gert er ráð fyrir að Alþýðuflokkurinn stæði utan við slíkt stjórnar- mynstur gætu Framsóknarflokk- urinn, Alþýðubandalagið, Þjóð- vaki og Kvennalistinn ekki mynd- að vinsti stjórn, þar sem þing- menn þessara fjögurra flokka væru aðeins 30 talsins. Annars staðar á síðunni er reynt að rýna í skiptingu þing- manna með því að fara nákvæm- lega ofan í saumana á skiptingu atkvæða eftir kjördæmum og samræma þá niðurstöðu við kosningalög. Þá blasir dálítið ann- að landslag við og ríkisstjórnin missir meirihluta sinn en þær vangaveltur byggja ekki á nógu stóru úrtaki í hverju kjördæmi fyr- ir sig til þess að vera fyllilega marktækar. -sg « •I m +

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.