Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR Mæðusöngvasveit Reykjavíkur mæddir á Fógetanum. Radiopuhelmet finnsk rokkgrúppa með Olympíu og Curver á Tveimur vinum. Sigurður Dagbjartsson og Kristján tveir saman á Kaffi Reykjavík. Sprakk er gömul hljómsveit í nýjum búningi sem skemmtir á Gauki á Stöng. KK kominn aftur í gang eftir nokkurt hlé. Hann setur sig í stellingar á Blúsbarnum. FÖSTUDAGUR Kóvarnir á Kaffi Reykjavík. Jón Ingólfsson trúba- dúr úr Keflavík á Fót- getanum. Halli Reynis á Feita dvergnum. Bubbi Mortens, Bogomil Font og Aggi Slæ hita upp fyrir kosningasjónvarpið hjá RÚV á Hótel Sögu fyrir þá öldnu sem ekki var hleypt inn á Tunglið. Norskt djasstríó ásamt íslenskum djasslista- mönnum á Jazzbarn- Radiopuhlemet hinir finnsku ásamt stórsveit- inni Unun, Sagtmóðígi og Kölrössu Krókríð- andi á Tveimur vinum. Össur flakkaði alla kosniriganóttina fyrirfjórum árum „IÉG HIORFÐIÁ ÞETTA ALLT SAMAN OG HLÓ VIÐ FÓT Hljómsveit Jóns Ólafs- sonar í Leikhúskjallar- anum. Karma skemmtir fyrir þá Alþýðuflokksmenn sem vilja byrja kosning- ar snemma á Ömmu Lú. Grensásveginn, var mér sagt að ég væri alveg öruggur inni og haft var við mig viðtal á Bylgjunni af því tilefni. Eg trúði því ekki alveg vegna þess að ég hafði aðrar tölur og mælti stillilega að það væri ekki öll nótt úti enn fyrir aðra að fella mig. Svo kom það í ljós að þetta var rugl og della og tekið við mig viðtal þar sem ég var skyndi- lega kolfallinn. Ég svaraði því til að pólitík væri ekki spretthlaup heldur langhlaup og ég hefði enn möguleika á að sitja á þingi næstu fjögur árin. Síðan fór ég að heimili Stefáns Friðfinnssonar við Laug- arásveginn. Þá fór æ oftar að birt- ast rauður depill í þriðja sætinu í Reykjavík og ég fór að verða ör- uggari með mig. Um fimmleytið var sagt á Stöð 2 að þetta væri orðið klárt. Það stóðst eftir það.“ Hefur Ásta Ragnheiður fyrirgefið þétf „Ásta Ragnheiður segir jafnan að ég hafi þingsætið í geymslu fyr- ir hana. Henni bæri það. Það má vel vera að hún hafi það núna eft- ir að hún fór í einhvern annan flokk sem ég man ekki hvað heit- ir.“ Hvar œtlar þú að verja nœstu kosninganótt? „Nú er ég ráðsettur ráðherra og orðinn allnokkrum kílóum léttari en í síðustu kosningum, enda bú- inn að eiga. Ég ætla að vera heima með konu minni og dóttur, ekki á neinu randi úti í vornóttinni. Ég er líka sannfærður um að enginn mannlegur máttur geti komið í veg fyrir að ég verði inni. Nú stendur slagurinn um að ná Ástu B. Þorsteindóttur inn, en það er allt önnur Ásta.“ Jim SmarlPortrett Haft er fyrir satt að Össur Skarp- héöinsson, umhverfisráðherra, hafi ekki bara verið á stöðugu flakki kosninganóttina fyrir fjór- um árum heldur hafi hann verið inni og úti sem þingmaður alls fjórtán sinnum eða þar til klukkan sló fimm í húsi Stefáns Friðfinns- sonar. „Þetta var svo langt gengið í eitt skiptið að búið var að taka viðtal við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, sem hafði ýtt mér út, en hún var þá í öðru sæti á lista Framsóknar- flokksins í Reykjavík," segir Öss- ur. „Viðtalið var tekið á svölunum heima hjá henni þar sem hún lýsti yfir miklum fögnuði og þakklæti í garð Reykvíkinga fyrir að hafa treyst sér fyrir því að setjast á Al- þingi, en skömmu síðar var hún úti. Einnig var tekið viðtal við Stef- aníu Traustadóttur, sem var í öðru sæti hjá Alþýðubandalaginu á Norðurlandi eystra, þar sem hún mælti hrærði röddu þakkarorð til íslenskra kjósenda. Ég horfði á þetta allt saman og hló við fót.“ Össur var að vonum á ferli alla þá nótt því auk þess að vera barn- laus gerði kosningaeirðarleysi vart við sig. „Einhverju sinni þessa nótt, þegar við vorum stadd- ir á kosn- i n g a - v ö k u v i ð Kosnin Kosningavökur stjórnmála- flokkanna hafa þegar verið njörvaðar niður, þar af eru sjálfstæðismenn ákveðnir í að verja laugardagskvöldstund- inni á Hótel íslandi, sem kem- ur þó ekki í veg fyrir það að Björgvin Halldórsson ætli að halda uppteknum hætti með sjóvið sitt. Það fer því sjálf- sagt eftir gangi mála hvort minningin um sjóv Björgvins í hugum íhaldsins verði þung- skýjuð eða sveipuð ljóma. Miðpunktur Kvennalista- kvenna í Reykjavík verður Sólon íslandus. Ýmsar leyni- legar uppákomur munu eiga sér stað um kvöldið. Leyndin hvílir einnig yfir meðlimum Þjóðvaka sem ætla að leggja undir sig Tvo vini og annan í fríi. Og þótt það kunni að hljóma heldur þver- sagnarkennt hefur Alþýðubanda- lagið ákveðið að halda upp á kosningatap, varnar-, eða stór- sigur á Hard rock café, en þar geta menn hámað í sig hamborg- ara að vild, það er að segja ef þeir vilja borga fyrir bitann. Framsóknarfólk í Reykjavík íhug- ar alvarlega bóhemlíf í Leikhús- STEFÁN GrÍMSSON, öðru nafni Stíf Grím, fjöllista- maður um myndina af sjálfum sér: Þetta er greinilega mjög atorkusamur maður og þyrfti helst að hafa meira en 24 tíma í sólarhringnum til að komast yfir allt það sem hann þarf og vill gera. Heilabúið er sístarfandi eins og sjá má af alvarlegum augunum sem skoða heiminn af miklum áhuga. Hann er glysgjarn og ■■■■ hugmyndaríkur og líklega skapandi, gott ef hann hef- ur ekki framleitt eitthvað af þessu glingri sjálfur sem hann hefur á fingrum sér. Hann er líka öðruvísi en aðr- ir og er bara nákvæmlega það sem hann vill vera sjálf- ur. Mér sýnist eins og hann geti alveg lagst í leti líka, svona öðru hvoru, þegar heilabúið er komið í þrot. Grafalvarlegir kosningastjórar flokkanna breytast í sam- kvæmisljón á kosninganótt — jafnvel þó að úrslitin reynist ekki hagstæð. Hér fer Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, mikinn á dansgólfinu á Hótel Sögu á kosningavöku flokksins síðastliðið vor. Kjartan gerði sér þá lítið fyrir og dró Sigrúnu Stefánsdóttur, fréttamann, í sveifluna með sér þegar hún vildi hafa við hann viðtal. kjallaranum undir tónum hljómsveitar Jóns Ólafssonar. Kratar gera sér hins vegar stórar hugmyndir því Amma Lú, eitthvert stærsta skemmtihús bæjarins, verð- ur lagt undir jíeirra kosn- ingavöku. Á öllum þessum veitingastöðum verða fieiri en einn risakjár þar sem menn geta fylgst með fram- gangi mála á báðum sjón- varpsstöðvunum (og nóg af ídýfum og snakki í ýmsum myndum). En þótt flokksstimpill verði á öllum ofantöldum veitingahúsum taka vertar þeirra fram að húsin standi öll- um opin og að aðgangur sé ókeypis. Jafnframt liggur það ljóst fyrir að svo lengi sem veit- ingahús búa yfir viðtækjum er leyfilegt að hafa húsin opin þar til síðustu tölur liggja fyrir. Hins vegar er óleyfilegt að selja vín- veitingar eftir klukkan þrjú. En ef kosninganóttin dregst á langinn, jafnvel framundir morgun, létu nokkrir að því liggja að inni á gafli hjá þeim yrðu nú æðstu menn þjóðarinnar sem ættu að geta gripið til fyrirgreiðslunnar, svona eina nótt á fjögurra ára fresti, enda að sögn, eftirlitið einnig afar upptekið af pólitík. Þá má benda á að hverfiskrár eins og Garðakráin í Garðabæ og Rauða ljónið á Seltjarnarnesi (sterkustu vígi Sjálfstæðisflokks- ins) hafa verið pantaðar af sjálf- stæðismönnum, en eigendur þeirra vildu koma því á framfæri að allir, jafnvel Þjóðvakamenn og -konur væru velkomnir. Þeir sem eru svona rétt volgir en geta verið án kosninganna stund og stund er bent á flestar krár bæjarins. Kaffibarinn er einn þeirra sem verða með lítið tæki á efri hæðinni, að minnsta kosti undir því yfirskyni að geta haft op- ið lengur. Það sama verður að segja um Gauk á Stöng og Kaffi Reykjavík, þótt aðstandendur þess síðarnefnda væru ekki full- vissir um hvort það breytti nokkru um opnunartímann hjá sér. Stór skjár verður hins vegar á Feita dvergnum við Gullinbrú þótt Haraldur Reynisson trúbadúr reyni hvað hann getur til þess að halda athyglinni frá kosningunum. / augum flestra er kosn- inganóttin þungamiðja helg- arinnar framundan; á öllu landinu verða kosningavökur vina, vandamanna og fjand- vina í heimahúsum. Þeirallra hörðustu geta áttsamveru- stund með flokkssystkinum sínum á skemmtistöðum allra bæja sem kemur þó ekki í veg fyrir það að þeir sem ekkert vilja afkosning- unum vita geti hallað höfði sínu víðar en heima hjá sér. Ingólfscafé segist ætla að verða lausir allra mála, en þess í stað hafa þeir í huga að bjóða til sín fallegustu konum landsins, sem manni finnst nú heldur for- dómafull afstaða, því hver segir að falleg kona hafi ekki áhuga á pólitík? Þá voru aðstandendur Blúsbarsins ákveðnir í að láta kosningarnar lönd og leið, enda mun enginn annar komast að það kvöld nema Rúnar Júlíusson. Fógetinn er á sömu buxum og Blúsbarinn og síðast en ekki síst eru aðstandendur Café Bóhem ákveðnir í því að láta kosning- arnar ekki trufla nektardansinn. Og svo mætti áfram telja. -gk

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.