Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 15
ÍFlMMTODyGOR'^ÆPRirTggg 15 inn leigusamningi á reksturinn til 31. janúar 1996. Ólafur þurfti að losa peninga þar sem hann er kominn á kaf í hótelrekstur með kaupum á Holiday Inn og rekstri Hótel Reykjavíkur. Fullyrt er að Karl hafi lýst því yfir að hann hafi kwpt húsið til þess að leigja það Ólafi í eitt ár en síðan myndi Hagkaup taka við rekstrinum. Hagkaupsmenn hafa litið hýru auga til Garðakaupa með það fyrir augum að opna eigin stórmarkað. Hins vegar er sagt að leigan nú sé afkomutengd og nemi vel yfir 2 milljónum króna á mánuði og það sé meira en Hagkaup er tilbúið að borga. Þess vegna hefur Hagkaup rætt við Pharmaco um leigu á þeirra húsnæði sem er steinsnar frá Garðakaupum en einnig við bæj- aryfirvöld um að reisa eigin markað. Flestir eru á því að með þessu sé Hagkaup að knýja verð- ið niður sem Óskar Magnússon segir „allt of hátt“. Þá er ekkert víst að Hagkaup komi yfir höfuð í Garðabæinn. Ef Hagkaup færi í samkeppni yrði Garðakaupshús- ið nánast ónothæft og illseljan- legt og því hefur Hagkaup hálf- gert hreðjatak á Karli. Honum liggur hins vegar ekki mikið á enda hefur hann tryggan leigu- samning í eitt ár og aðrar versl- anir gætu komið inn, til dæmis 10-11 verslanirnar, sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur. Fyrir utan stórmarkaðinn sjálfan er í húsinu stór kjallari og svalir með verslunum, sælgætis- og vídeóhöll, framköllunarþjónustu, heildsölum, sólbaðsstofu og krá. í einhverjum tilfellum hefur Karl reynt að fá leiguna hækkaða. TÓMLEGT I TURWHUSIIUU Turnhúsið svokallaða við Tryggvagötu 8 er önnur fasteign sem ekki hefur gengið of vel. Kirkjuhvoll keypti húsið haustið 1993 og afsal er gefið út þann 29. desember sama ár. Húsið er 780 fermetrar og brunabótamat þess er 60 milljónir en kaupverð mun hafa verið mun lægra. Fyrsta hálfa árið stóð húsið ónotað en Guðmundur L. Þórisson og tveir smiðir, Jón Arnar og Magnús Sigurðsson, innréttuðu þar skemmtistaðinn Turnhúsið. Guðmundur dró sig reyndar út úr dæminu en staðurinn var opn- aður í apríl á síðasta ári. Sam- kvæmt heimildum blaðsins áttu þeir að greiða 175 þúsund krón- ur á mánuði í húsaleigu fyrsta ár- ið en þá átti leigan að hækka um 100 þúsund. Staðurinn gekk eng- an veginn og aðsókn var nánast engin. Fullt vínveitingaleyfi fékkst aldrei og íbúar í nágrenn- inu voru með mótmæli. Á endan- um yfirtók Kalli staðinn sem enn hefur ekki hefur opnað að nýju. Á efri hæðunum var meiningin að standsetja íbúðir og atvinnu- aðstöðu til útleigu en enn hefur ekkert orðið af því. Einnig fékk Karl leyfi bygginganefndar Reykjavíkur til að hækka risið og innrétta þar íbúðir. Eitthvað hef- ur verið unnið við það en enginn hefur flutt inn og er því húsið í raun allt galtómt. Hefur Karl bæði reynt að leigja og selja hús- ið í heilu lagi eða að hluta en ekki tekist. Er há verðlagning einkum nefnd í því sambandi. IIPPBYGGIIMG I MIÐBÆIUUM Að Vesturgötu 6-8 er Naustið og Naustkjallarinn rekinn. Háar leigutekjur voru nefndar en þær fengust ekki staðfestar. En Karl leigir einnig veitingastaðinn Við Tjörnina og mun mánaðarleg leiga nema á þriðja hundrað þús- und á mánuði þótt hærri tölur hafi verið nefndar. Fasteignirnar að Kirkjutorgi og Templarasundi keyptu þau hjónin af Sigríði Valdi- marsdóttur, dóttur Valdimars Þórð- arsonar í Silla og Valda, árið 1985. Þá var húsið í algjörri niðurn- íðslu en Karl og Ester hafa gert mikið fyrir húsin. Auk veitinga- hússins eru þar íbúðir, Pelsinn sem þau eru kennd við og eignar- haldsfélagið Kirkjuhvoll, Þróun- arfélag Reykjavíkur, Alþýðu- bandalagið, Skyndimyndir, hár- greiðslustofan Monroe og Gler- augnahúsið. Fyrir ofan veitingastaðinn Við Tjörnina hafa þau innréttað eink- ar glæsilega stúdíóíbúð sem hef- ur verið notuð til útleigu og fyrir fundarhöld og matarveislur. Hall- dór Gíslason arkitekt hannaði íbúðina með þeim hjónum en myndir úr íbúðinni sem birtust í Húsi og híbýlum fyrir nokkrum misserum vöktu mikla athygli. Síðasta sumar eignaðist ís- landsbanki hins vegar húsið að Öldugötu 16 sem þau hjónin áttu lengi. Þess ber einnig að geta að fleiri fasteignir geta verið í eigu þeirra hjóna sem PÓSTINUM er ekki kunnugt um. PÁLMIJÓNASSON Karl J. Steingríms- son og Ester Ól- afsdóttir í Pelsin- um ásamt matar- gestum bragða á Hennessy XO og konfekti eftir að hafa sporðrennt laxahrognum á lummukökum, kryddjurtakrapís og nautalundum með ostapipar- sósu og rjóma- kartöflum. Karl J. Steingríms- son undirbýr Paul Royalfordrykk. Karl J. Stein- grímsson segir auössöfnunina byggjast á þrot- lausri vinnu Reynum ad halda pening- unwn í veltu fyrirtækisins Kjaftagangur að við séum veisluglöð Hver er galdurinn á bak við eignasöfnun ykkar hjóna? „Þetta er bara vinna og ekkert annað en þrotlaus vinna. Málið er bara að sinna hlutunum og eiga sér takmark í lífinu. Það þarf bæði þor og áræðni þegar allt er lagt undir.“ Brunabótamat á þeim fast- eignum sem ég hef fundið skráðará þig og Kirkjuhvol nema 640 milljónum króna en veðkröfur á þessar eignir nema einungis 210 milljónum króna. Brunabótamat er oft of hátt skráð en þetta gefur til kynna hreina eign á um eða yf- ir 400 milljónir króna? „Já, ef þú skoðar brunabóta- matið sem hreint verðgildi, en það þarf ekki að vera markaðs- verð eignanna. Þetta á sér aldar- fjórðungs sögu. Við byrjuðum 1972 og gerðum upp íbúðir og seldum. Þetta hefur þróast í það sem þetta er í dag og sem betur fer er ekki hægt að segja að þetta hafi þróast í neikvæða átt. En fyrst og fremst byggist þetta á því að vera allt í öllu, að vera sendisveinninn og kannski for- stjórinn líka. Að vera allt í öllu og spara. Hugsa vel um hlutina og taka ekki út allt það sem maður er að byggja upp. Sýna biðlund." Þið hafið mest unnið við þetta sjálf? „Já, við höfum unnið í þessu alveg sjálf og það er ennþá þann- ig. Við höfum gaman af þessu. En við höfum haft iðnaðarmenn í stærri verkum.“ Tvœr nýlegar fjárfestingar hafa kannski ekki gengið full- komlega upp, Garðakaup og Turnhúsið sem að mestu hefur staðið autt? „Það er ástæða fyrir því. Turn- húsið fór sinn veg af því að þeir aðilar sem tóku það á leigu fengu ekki fullan opnunartíma. Það voru vandræði með vínveitinga- leyfið. Þeir voru komnir með bráðabirgðaleyfi til klukkan tvö en það er verið að berjast í kerf- inu fyrir fullu Ieyfi. Á efri hæðun- um eru framkvæmdir í gangi til að gera þar íbúðir." En fjárfestingin hefur nœr engu skilað í á annað ár? „Það er engin launung að það er enginn sérstakur gróði af Tryggvagötunni en þarna á sér stað ákveðin uppbygging sem á kannski eftir að skila sér. Þarna verður veitingastaður áfram og meiningin er að þróa þetta sam- spil áfram með íbúðum og veit- ingastað." Er lausn í sjónmáli? „Já. Ég hefði getað verið búinn að leigja þetta fyrir löngu en ástæðan er sú að ég hefði helst viljað selja þetta með öllu þarna niðri. Það eru ýmsir búnir að gefa sig fram og hafa viljað leigja en ég er var um mig og vil fá trausta aðila ef það er inni í myndinni." Eru kaupendur í sjónmáli? Ekki kannski alveg í sjónmáli en ég fer af stað með þetta hús í kynningu þegar ég er búinn að klára ákveðnar lágmarksbreyt- ingar uppi sem gætu tengst þessu heildarkonsepti. Þetta fer væntanlega allt í sölu í maí.“ Hvað með Garðakaup og þessa togstreitu við Hagkaup? „Ég vil nú ekkert vera að svara Óskari Magnússyni í Morgunpóst- inum. Þetta gengur ágætlega í dag hjá þessum ágætu feðgum sem ég kaupi af og í raun hafa þeir gert kraftaverk þarna. Það er gott að þú spyrð um þetta því, verslunin gengur ljómandi vel og þetta er fyrirmyndarrekstur hjá þeim feðgum. Það er reyndar al- veg inni í myndinni að þeir verði þarna áfram.“ Er ekki ólíklegt að Ólafur haldi áfram í þessum rekstri þegar hann er kominn á kafí hótelbransann ? „Jújú, en Óli er nú einn af þeim mönnum sem þurfa að hafa mik- ið að gera. Það hefur verið gott að kynnast honum og við höfum rætt um að það geti komið til greina að hann hefði áhuga á að vera áfram. Þannig að það er allt opið.“ En var ekki fjárfestingin hugsuð öðrum þrœði með Hag- kaup sem framtíðarleigjanda? „Fjárfestingin er náttúrlega skoðuð í ljósi ákveðinna for- senda sem maður gefur sér. Þær forsendur voru fyrir hendi með þeim feðgum og þeim leigusamn- ingi sem er við þá. Ég er mjög sáttur við þá feðga og hef ekkert á móti Hagkaupsmönnum eða öðrum. Það eru aðrir valkostir líka.“ Nú hefur verið skrifað um tekjur ykkar hjóna sem ekki hafa verið mjög háar hin síð- ari ár. Hver er skýringin á þessari miklu auðssöfnun annars vegar og tiltölulega lágum tekjum hins vegar? „Þetta er náttúrlega fyrirtæki í rekstri og við reynum að halda peningunum inni í veltunni og taka sem minnst út úr fyrirtækja- stofninum.“ Þá er ég kannski meira að vísa til lífernis ykkar og umtal- aðar veislur sem hafa verið á milli tannanna á fólki? „Það er algjör misskilningur. Þetta er kjaftagangur, eins og þú segir, og við skulum leyfa því að vera þannig. Við erum ekkert í veislustandi. Við erum alltaf vinnandi og höfum engan tíma í þetta. En við eigum ansi fjöl- breytilegan og skemmtilegan vina- og kunningjahóp." Þannig að það er engin taumlaus veislugleði? „Nei, nei, biddu fyrir þér. Það er lítill tími í svoleiðis. Ég er bara bjartur einstaklingur og horfi björtum augum á framtíðina. Ég á yndislega fjölskyldu og allt hef- ur gengið okkur í haginn og við þökkum bara guði fyrir.“ ■ Karl J. Steingrímsson og Ester Ólafsdóttir í Pelsinum hafa í aldarfjórðung gert upp og selt eða leigt fasteignir. Nú er svo komið að brunabótamat eigna þeirra er komið í 640 milljónir króna en veðkröfur á þessum sömu eignum aðeins 210 milljónir króna. Hrein eign er því nálægt 400 milljónir króna.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.