Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 6
6 eð -felldasta frétt vikunnar KOSNINGA- ÁFÖLL FJÁRMÁLA- RÁÐHERRANS Friðrik Sophusson virðist vera í því þessa dagana að fara á taugum. Hann fór kostulega á taugum í kenn- aradeilunni og endaði á því að gefa kennurum 20 pró- senta kauphækkun til þess að þeir væru ekki í verkfalli þegar kosið væri til alþing- is. Það var sérdeilis ógeð- fellt. Ógeðfelldasta frétt vik- unnar er aldrei þessu vant úr Morgunblaðinu en fjallar einnig um kosninga- áföll fjármálaráðherrans. Blaðamaður Moggans fór á blaðamannafund þar sem Friðrik var að státa sig af því að hafa gefið sjúkra- húsum Reykjavíkur 50 millj- ónir króna ofan á 200 millj- ón króna framlag ríkis- stjórnarinnar í sérstök verk- efni. Blaðamaðurinn er annað hvort snillingur eða algjör byrjandi nema hvort tveggja sé. Friðrik á það til að skýra málin „off the rec- ord" en blaðamaðurinn fær að hafa, eða hefur að minnsta kosti, allt eftir ráð- herranum. Friðrik segirað það hafi verið mjög mikil- vægt að láta þá fá þessa peninga, „einmitt núna vegna kosninganna." Síðan segir ráðherrann, sem á að gæta ríkissjóðs, að pening- unum sé dælt inn í spítal- ana til þess að starfsmenn- irnir séu ánægðir á kjördag. „Það er gert í því skyni að þeir sem bera ábyrgð á rekstrinum treysti sér full- komlega og séu ánægðir með starfsskilyrðin." Þegar svona ógeðfelldar fjáraust- ursfréttir verða daglegt brauð er ekki hægt að vera annað en ánægður með að aðeins skuli kosið á fjög- urra ára fresti. ■ Kennarar í Austurbæjarskóla neita aö skrifa undir stuöningsyfirlýsingu viö Alfreð Eyjólfsson Enginn vfll AHreð aiftur Alfreð neitar aðild að listanum. „Ég kannast ekkert við þetta bréf og veit ekki hvaða rugl er þarna í gangi,“ segir Alfreð Eyj- ólfsson, skólastjóri í Austurbæj- arskólanum, sem verið hefur í leyfi frá störfum. Á mánudaginn var lagt fram bréf á skrifstofu skólans sem kennarar voru beðnir um að skrifa undir. Bréfið var stílað á menntamálaráðherra og var þar skorað á Alfreð að koma aftur til starfa. Mikil ólga er meðal kenn- ara vegna þessa máls. Þeir sem pósturinn ræddi við voru þess fullvissir að bréfið væri frá Al- freð sjálfum komið. Einnig full- yrða þeir að Alfreð hyggist koma aftur til starfa eftir páska sem sé þvert á vilja kennaranna og reyndar foreldranna einnig. Þeir foreldrar sem rætt var við stað- festu það. Hvað sem því líður hafði enginn ritað nafn sitt undir stuðningsyfirlýsinguna í gær og fullyrt að enginn myndi nokkru sinni gera það. „Ég kem af fjöllum og ég veit ekki hvað er á seyði núna. Eg get ekki svarað þessu. Ég er hérna heima í veikindum og get ekki svarað fyrir hvað er að gerast einhvers staðar út í bæ,“ sagði Alfreð um þessa óánægju. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið en sagði að hann hefði enga formlega yfirlýs- ingu gefið um að hann hygðist koma aftur til starfa eftir páska. Alfreð Eyjólfsson. Kennarar við Austurbæjarskóla vilja ekki fá hann aftur Upphaf þessa til starfa. máls má rekja til desembermánaðar á síðasta ári. Þá sagði Alfreð Áslaugu Sveins- dóttur, einni starfskonu skóla- dagheimilisins, fyrirvaralaust upp störfum eftir að hún neitaði að hylma yfir meint vinnusvik forstöðukonu skóladagheimilis- ins. Forstöðukonan Guðjónía Bjarnadóttir er jafnframt eigin- kona skólastjórans Alfreðs Eyj- ólfssonar, sem aftur er æðsti yf- irmaður dagheimilisins. Sem slíkur var það í hans verkahring að samþykkja allar starfsskýslur og hafa því meint svik verið gerð með hans vitund. Skráð var full vinna á skýrslur þótt hún ynni aðeins 3 af 5 vinnudögum að meðaltali. Öðrum starfsmönnum var gert að vinna samkvæmt sama fyrirkomulagi. Guðjónía kom til starfa við skólann árið 1986. í kjölfar rannsóknar máls- ins fór Alfreð í veikindafrí. -pj Sjóvá-Almennar gefa starfsmönnum sínum 10 milljónir Hver starfsmaður fær 100 þúsund krónur „Við vorum að ljúka uppgjöri fyrir síðastliðið ár og það var ágæt afkoma af félaginu. Við höf- um verið að lækka iðgjöld til við- skiptavina. Við höfum gert mikl- ar kröfur til okkar starfsfólks og það hefur verið mikið álag á því og þetta er greiðsla í viðurkenn- ingarskyni fyrir góð og vel unnin störf,“ segir Einar Sveinsson, for- stjóri Sjóvá-Almennra. Stjórn tryggingafélagsins ákvað einhliða á fundi sínum að allir starfsmenn fyrirtækisins fengju 100 þúsund króna ein- greiðslu frá félaginu. Um er að ræða rétt liðlega 100 starfsmenn og kostnaðurinn er því ríflega 10 milljónir króna. Starfsmenn þurfa þó að greiða skatta af þessari fjárhæð. Upphæðin er sú sama á alla starfsmenn og kemur aðeins til greiðslu einu sinni og var það um síðustu mánaðamót. En hefði ekki mátt nota þessar rúmlega 10 milljónir króna til þess að lækka iðgjöld til neyt- enda? „Við erum nú búnir að lækka iðgjöld til þeirra einstaklinga sem tryggja hjá okkur vel á ann- Einar Sveínsson, forstjóri Sjóvá-Almennra. „Þessi greiðsla er í viðurkenning- arskyni fyrir góð og vel unnin störf." að hundrað milljónir. Þannig að við töldum rétt að sýna starfs- fólki líka vissan viðurkenningar- vott fyrir gott og öflugt starf,“ segir Éinar Sveinsson. -pj Almenningur látinn greiða í kosningasjóöi 135 milljónir í kosningasjóði flokkanna Fullyrt hefur verið að flokk- arnir eyði nálægt 150 milljónum króna í kosningabaráttuna fyrir þessar alþingiskosningar. Það þarf í raun ekki að koma á óvart því þingflokkarnir samþykkja árlega að greiða sjálfum sér 135 milljónir króna af almannafé. Sérstakur fjárlagaliður er á fjár- lögum undir heitinu útgáfu- styrkur til flokkanna og var kostnaður almennings vegna þess 98 milljónir króna á síðasta ári. Flokkarnir skipta honum á milli sín eftir atkvæðamagni. Þannig fékk Sjálfstæðisflokkur- inn 37 milljónir króna, Fram- sóknarflokkurinn 19,5 milljónir, Alþýðuflokkur 16,3 milljónir, Al- þýðubandalag 15,4 milljónir og Kvennalistinn tæpar 10 milljónir króna. Þessar 98 milljónir eru notaðar í áróðursskyni fyrir flokkana. Fyrir utan útgáfustyrki fengu flokkarnir úthlutað 36' milljónum króna af almannafé undir liðnum Sérfræðileg að- stoð fyrir jjingflokka. í langflest- um tilfellum fer það til að standa straum af kostnaði við framkvæmdastjóra flokkanna sem yfirleitt eru nokkurs konar kosningastjórar flokkanna. Fyrir nokkru síðan sendi PÓSTURINN erindi til fram- kvæmdastjóra flokkanna þar sem beðið var um sundurliðun á því hvernig þessu fé væri var- ið. Einungis Einar Karl Haralds- son, framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins, og Sigurður Tómas Björgvinsson, framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins, svöruðu erind- inu. Báðir sögðu að sérfræðiað- stoðin færi að mestu í að greiða laun þeirra sjálfra en gátu ekki gefið sundurliðun á því hvernig útgáfustyrkjunum væri varið. Aðrir flokkar svöruðu ekki er- indinu. -pj Lagið Átján rauðar rósir, sem Stefán Hilmarsson gerði frægt að nýju fyrir nokkrum árum, hefur nú verið endurútgefið í nýjum búningi, svokölluðum teknóbúningi, í takt við nýja tíma seint í síð- ustu viku. Stef- án er þó enn að- alsöngvarinn í laginu, en tengdasonur krataforingjans, Björn Jörundur Friðbjörnsson. hefur nú bæst í hópinn. í bakröddum eru ekki minni spámenn úr kratakreð- sum, en það eru þau hjón Ragn- HILDUR GÍSLA- DÓTTIR söng- kona og Jakob Magnússon, menningarfull- trúi í London. Þá kemur Sverrir GuðjÓNSSON kontraten- ór einnig við sögu en ekki er vit- að til þess að hann tengist sér- stökum krataböndum... ú mun frágengið að Gór- illan fari enn í loftið hjá Aðalstöðinni í sumar. Þessi morgunþáttur hefur slegið öll met í vinsældum síðustu tvö sumur og nú verður enn meira lagt í þáttinn en áður. Undanfar- in tvö sumur hafa þeir Jakob Bjarnar Grét- ARSSON Og DAV- ÍÐ ÞÓR JÓNSSON verið tveir við stjórnvölinn. Nú verður hins vegar bætt um bet- ur og þriðji maðurinn fenginn í játtinn. Það er hinn radíusbróð- Ármanm M^crj- llmbjörk til andstæðinganna Það var uppi fótur og fit á flestum kosningaskrifstofum borgarinnar þegar félagar úr Al- þýðubandalaginu tóku upp á þeim leik að senda andstæðing- um sínum, í hápunkti kosninga- baráttunnar, „blómasendingu“. Þeir sem fengnir voru til verks- ins voru félagar úr nýstofnuðu fyrirtæki sem nefna sig Syngj- andi sendla. Um leið og þeir af- hentu blómin, sem reyndust vera Hmbjörk, sungu þeir lágið Þú vilt ganga þinrt veg...ég vil. ganga minn veg... sem Einar nokkur áttavillti úr Hatnarfirði gerði frægt fyrir fjölmörgum ár- um. ■ 2. HÚMORISTINN. „Þið eruð þó ekki að gera grín að mér?" voru fyrstu við- brögð Össurar Skarphéðinssonar sem staddur var á kosningaskrifstofu Al- þýðuflokksins og átti að sjálfsögðu við PÓSTINN. 3. KARLMENNSKAN. Halldóri Ásgrims- syni stökk hins vegar ekki bros á vör heldur tók við plöntunni, hlýddi á sönginn, þakkaði fyrir sig og hvarf á braut. Allt mjög skipulagt. 1. KVENLEIKINN. Kvennalistakonurnar Kristin Einarsdóttir, nafna hennar Ást- geirsdóttir og Þórunn Sveinbjarnadótt- ur brugðust eins og sönnum konum sæmir, hlógu og pískruðu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.