Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 25
FIM m T u DAG U R6Ta P RI 995
TVEINUR ¥HlWM
I kvöld, fimmtudags-
kvöld, og annað kvöld
mun finnska hljómsveitin
Radiopuhelimet halda tón-
leika á Tveimur vinum.
Það er Dr. Gunni sem flytur
hljómsveitina inn en hann
heyrði í henni fyrst árið
1987 og hefur dreymt um
Jað deila þeirri upplifun
sinni með íslenskum rokk-
: áhugamönnum síðan.
Radiopuhelimet spilar
dúndrandi rokk og er
' hljómsveitin með þeim
virtustu í Finnlandi og hef-
ur haldið tónleika víða um
heim. Radiopuhelimet á
fimm breiðskífur að baki
og von er á þeirri sjöttu
með vorinu. Að sögn
hljómsveitarmeðlima er
tónlist þeirra mjög óhefluð
og grimm og á hún sér lít-
inn en tryggan hóp aðdá-
enda í heimalandinu. Að-
:spurðir segja þeir text-
anna vera á finnsku og það
komi ekki annað til greina
en að syngja á móðurmál-
inu.
„Við vorum að spila í
Þýskalandi og það kom
ekki að sök þótt áhorfend-
ur skildu ekki textana því
tilfinningin í þeim helst í
takt við músikina," segir
söngvari Radiopuhelimet.
„Það er sándið og áhrifin í
söngnum sem er aðalatrið-
ið.“
Þrátt fyrir að tónlist
Radiopuhelimet sé gróf á
yfirborðinu gætir einnig
mikillar kímni og nettra til-
rauna í flutningi sveitar-
innar og má því segja að
hún höfði jafnt til pönkara,
þungarokkara, frídjass-
geggjara og nýbylgjupopp-
ara. I kvöld munu Kolrassa
krókríðandi, Olympía og
Curver hita upp fyrir Radi-
opuhelimet en annað
kvöld verða það hljóm-
sveitirnar Unun, Texas
Jesús og Saktmóðigur sem
spila á undan Finnunum.
25
A
Crawford
„Hún er mitt mega-beib
og það stefnir allt í að ég fái hana
þvíhún er hætt með kallinum."
Naomi
Campell
„í fyrsta lagi
nafnið ómót-
stæðilegt og svo er hún með mjög fallegan húðlit.
Varirnar eru lika rosalega kyssilegar."
Demi Moore
„Hún er þöndergella með
seiðandi rödd og falleg augu,
þrátt fyriraðhúnsé
rangeygð."
r óLóa
Fimmboga
verkakona
,Hún klikkar'
aldrei og er alltaf'
tilítuskið."
Bertha María Waagfjörð
Hún er heldur betur getnaðarleg.'
10 konur m
nnglangar
Finnur Jóhannes-
son, villidýrið í
Valsvörninni
er villtasti
leikmaðurinn í úrvals-
deildinni. Þetta eru þær
Radiopuhelimet seqja Finnland ekki minna depri- tín Irnnnr com hann
sívt en fram kemur í finnskum kvikmyndum en T,U KOnUr Sem nann
depressívan sé ekki eins exótísk og þar er látið. |angar mest að spfa hjá-
„Ég hugsa að það væri gaman að eiga smástund með”
henni. Svo er hún með tattó eins og ég.‘
Iveitinqahús
Carpe Piem við Rauðarárstíg
Vantar herslumuninn
HEILDARMAT ☆☆
Ágætur matur og að mörgu
leyti spennandi matseðill, vin-
gjarnleg en fákunnandi þjónusta.
Sanngjarnt verðlag en sparnað-
urinn kemur óneitanlega niður á
gæðunum. Vantar svolítið upp á
að umhverfið sé notalegt. Þar
sem aðeins vantar herslumuninn
upp á gæðin mætti kannski
hækka verðið örlítið til að bæta
þar úr. Þá væri þess virði að
mæta aftur.
MATSEÐILLIIUni ☆☆☆
Kvöldverðarseðillinn er
spennandi blanda í kalifornísk-
um stíl sem einkennist af því að
áhrifin berast víða að. Fínar hug-
myndir sem ná þó ekki alltaf alla
leið af seðlinum á matardisk
gestsins.
MATURinini ☆☆
Kokkarnir fara varfærnum
höndum um hráefnið þannig að
það nýtur sín vel. Meðlætið er
hins vegar staðlað og lítt spenn-
andi og það er eins og vanti að
fylgja hugmyndunum eftir. Steikt
hrísgrjón fylgdu flestum réttum,
greinilega til að halda verðinu
niðri.
FORRÉTTIRIUIR ☆
Trjónukrabbasúpa með skel-
fiski (590 kr.) var vel úti látin og
fiskmetið ekki ofeldað. En sa-
franbragðið var of yfirgnæfandi
til að þetta væri reglulega vel
heppnaður réttur. Fasanterrine
„Bigarade“ (650 kr.) reyndist
mög gott en kannski í grófara
lagi. Hvítlauksristaðir sniglar á
kartöflugrind (580 kr.) voru ekki
nógu afgerandi, miklu meiri hvít-
laukur hefði ekki sakað, og kart-
öfluflögurnar áttu heima ein-
hvers staðar allt annars staðar.
Af öðrum réttum má nefna
Snöggsteiktan hörpuskelfisk
með valhnetum og appelsínu-
sósu (580 kr.) og Grískt salat
með risarækjum (750 kr.).
AÐALRÉTTIRIUIR ☆☆
Steiktur saltfiskur með græn-
meti og sólberjavinaigrette
(1.050 kr.) var góður matur. Fisk-
urinn hárfínt eldaður og sæt-
beiskt vinaigrettið harmoneraði
skemmtilega við salt roðið.
Skötuselur „Teriyaki" á krydd-
grjónum (1.150 kr.) var of daufur
réttur til að vera jafn spennandi
og hann hljómar. Bakaður hnet-
ukarfi með sýrðum rjóma var
sami marki brenndur, tilburðirn-
ir of hversdagslegir, en elda-
mennskan á fiskinum eftir bók-
inni. Kryddlegið lambafilletspjót
„Mongólía" var stórfínt, kjötið
safaríkt og kryddblandan hæfði
vel. Á seðlinum var einnig að
finna Grillaða kjúklingabringu
með sterku „Nam priki“ (1.750
kr.), Reykt kjúklinga „Stir Fry“
með núðlukörfu (1.680 kr.) og
Nautasteik á rauðvínssósu og
kartöflugólfi ( 2.300 kr.). Þess ut-
an er boðið upp á salöt, steikar-
samlokur og pasta á verði í
kringum þúsundkallinn og fjóra
deserta.
VÍIUSEÐILLIIUIU ^r^rW
Það besta við staðinn, enda
tólf síðna lesning. Best er að
Carpe Diem er í eigu
sömu verta og reka
steikhúsiö Argentínu.
Þeir kappkosta aö halda
verðinu niöri, en því
miðursvo mikiö aö þaö
kemur niöur á annars
ferskum og skemmti-
lecjumhiuym^ndum.
panta strax besta fordrykkinn,
ískalt Tio Pepe, þurrt sérrí frá
Jerez de la Frontera, og lesa vel í
gegnum seðilinn þar sem er að
finna vín frá öllu heimshornum.
Enginn ætti að vera í vandræð-
um með að velja sér vín, nema ef
vera kynni vegna úrvalsins. Þau
klassísku eru á sínum stað á við-
ráðanlegu verði en freistingarn-
ar eru frísvæðisvínin og gæðavín
í glasatali.
vfiuini ☆☆☆
Beronia Reserva 1985 frá
Rioja-héraði á Spáni (2.680 kr.)
eru góð kaup. En til þess að það
nái sínu rétta bragði og ilmi
hefði nauðsynlega þurft að um-
hella því. Það var ekki fyrr en
undir lok máltíðarinnar að gæði
þess komu raunverulega í ljós.
Franska Muscadet-vínið Chat-
eau de Cleray stóðst prófið eins
og alltaf, enda þarf það ekki
sömu nærgætni. Koníaksúrvalið
var of hefðbundið, þar vantaði
eitthvað til að láta koma sér á
óvart undir lok máltíðarinnar.
ÞiÓIUUSTAIU ☆
Þjónarnir voru vingjarnlegir
en auðsjáanlega ekki lærðir í fag-
inu. Þekking þeirra á vínum var
takmörkuð og svo undarlegt sem
það virðist kunnu þeir ekki að
kveikja í rándýrum Davidoff-
vindlum, sem er nokkur kúnst og
á ekkert skylt við snobb. Sá
fyrsti var sviðinn til óbóta og
þurfti að henda þannig að gest-
irnir voru vinsamlegast beðnir
um að kveikja í þeim sjálfir með
þeim orðum að þeir þyrftu ekki
að greiða fyrir þá. Dýrkeypt van-
kunnátta það.
UMHVERFIÐ ☆
Nýi glerskálinn gerir mikið fyr-
ir staðinn sem annars myndi
minna á lítið mötuneyti. Vegleg-
ur vínrekkinn er helsta stássið
en eins og segja má um margt
annað á Carpe Diem eru hlutirnir
hálfgerðir til að halda verðlaginu
niðri; ekki er gengið alla leið. Það
er virðingarvert í sjálfu sér en
kostar það að andrúmsloft and-
dyrisins er dálítið ríkjandi, enda
gengið inn í gegnum lobbýið á
Hótel Lind.
VERÐIÐ ☆☆☆
Sanngjarnt fyrir þau gæði sem
boðið er upp á.
-SG
West Side Story
Þjóðleikhúsið, föstudags-,
laugardags- og sunnudags-
dagskvöld. Uppselt. Ein-
hver þekktasti söngleikur
allra tíma. Skiptar skoöanir
um árangurinn eftir allt
sem á undan var gengið.
FávitinnTÍViíWV
Þjóðleikhúsið, fimmtudags-
og föstudagskvöld. Sýning-
um fer fækkandi.
Snædro™ingintWWWV
Þjóðleikhúsið.sunnu-
dag kl. 14. Byggtá ævin-
týri H.C. Andersen. Upp-
lögö leikhúsreynsla fyrir
yngstu kynslóöina þó aö
þau allra yngstu gætu orö-
iö svolítið hrædd við púö-
urskotin.
Taktu lagið, Lóa!
☆☆☆☆
Þjóðleikhúsið, fimmtudags-,
föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld. Uppselt út
mánuðinn. Leikrit sem vek-
ur til umhugsunar. Svo er
hann líka þarna hann
Hilmar, enn einn ungur
leikari sem kann vel til
verka og hefur hjartað á
réttum stað.
Lofthræddi örninn
hann Örvar
Þjóðleikhúsið, laugardagur
kl. 15.00. Verðlaunaleikrit
úr smiðju Stelle Arreman
og Peter Engkvist.
Dóttirinn, bóndinn og
slaghörpuleikarinn
Listaklúbburinn í Leikhús-
kjallaranum, sunnudag
kl.16.30. Einþáttungur eftir
Ingibjörgu Hjartardóttur
Hugleiksdrottningu sem
greinilega er að færa sig
upp á skaptið.
Dökku fiðrildin
Borgarleikhúsið, föstudags-
kvöld. Spennandi verkefni
þar sem Finninn Leena
Lander heldur um ieik-
stjórnartaumana.
FramtíðardraugarM'^
Borgarleikhúsið,
föstudagskvöld. Allra síð-
asta sýning. Nýtt leikrit eft-
ir Þór Tulinius. Allt prýði-
lega leikið og leikstjórinn
kann vel til verka. En verk-
ið mætti stytta.
Leynimelur 13
Borgarleikhúsið, laugar-
dagskvöld. Aukasýningar á
leikriti Haralds Á. Sigurðs-
sonar, Emils Thoroddsens
og Indriða Waage.
Djölfaeyjan
Leikfélag
Akureyrar, föstudags-, og
laugardagskvöld. Forvitni-
legt að sjá hvernig vonar-
prinsessunni Bergljótu
Arnalds reiðir af.
Sápa tvö Hlaðvarpinn,
fimmtudags-, föstudags- og
laugardagskvöld. Ekki svo
galið að taka sjónvarps-
form og henda því á leik-
svið.
Fáfnismenn
Hugleikur í Tjarnarbíói.
Frumsýning á föstudags-
kvöld. Önnur sýning á
sunnudagskvöld. ■
: : ;