Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 12
72
M
FUND-
URINN
Fundurinn sem frá
greinir í greininni hér til
hliðarvar haldinn þann 9.
desember síðastliðinn í
ráðstefnusal National
Oceanic and Atmospheric
Administration, NOAA,
sem erdeild innan banda-
ríska viðskiptaráðuneytis-
ins. Hlutverk NOAA innan
ráðuneytisins er að rann-
saka áhrif stefnu Banda-
ríkjanna í ákveðnum geir-
um umhverfisverndar á
viðskiptahagsmuni þeirra
og veita ráðgjöf í sam-
ræmi við niðurstöður
þeirra rannsókna. Þetta
felur meðal annars í sér
að móta og framfylgja
stefnu Bandaríkjanna í
hvalveiðimálum og það
eru einmitt fulltrúar frá
NOAA sem sitja í Alþjóða
hvalveiðiráðinu fyrir hönd
Bandaríkjanna. Aðaltals-
menn NOAA á þessum
fundi voru þeir James
Bakerog Mike Tilman.
Fundir sem þessir eru
haldnir nokkrum sinnum á
ári og koma þá saman
fulltrúar NOAA og utan-
ríkisráðuneytisins annars
vegar og fulltrúar hinna
ýmsu umhverfisverndar-
samtaka í Bandaríkjunum
hins vegar. Tilgangur
fundanna er að greina
■ umhverfisverndarsinnum
frá öllu því sem bandarísk
stjórnvöld eru að gera í
umhverfisverndarmálum
og reyna þannig að halda
þeim góðum. Að sögn
heimildarmanns blaðsins,
sem er fulltrúi ónefndra
umhverfisverndarsamtaka
í Bandaríkjunum, voru
græningjar mjög ánægðir
eftir fundinn í desember
en risið á þeim öllu lægra
eftir síðasta fund, sem
haldinn var í byrjun mars.
Misvísandi yfirlýsingar háttsetts bandarísks embættismanns um stefnu Bandaríkjamanna í hvalveiðimál-
um íslendinga þykja benda til þess að pólitísk refskák hafi verið í gangi í bandaríska stjórnkerfinu þar sem
Jón Baldvin Hannibalsson var fyrsta peðið sem átti að fórna og ísland það næsta
Áformuðu afslriuti
arf kosni
Bandarísk stjórnvöld vilja að
stefna Þorsteins Pálssonar og Hall-
dórs Ásgrímssonar verði ofaná í
hvalveiðimálum íslendinga og því
losna við Jón Baldvin Hannibalsson
úr ríkisstjórninni, þar sem hann
er einn helsti talsmaður þess að
ísland gangi í hvalveiðiráðið og
hefji ekki hvalveiðar nema með
samþykki þess. Ef stefna Þor-
steins og Halldórs í þessum mál-
um nær hins vegar fram að ganga
þýðir það hugsanlega að íslend-
ingar hefji hvalveiðar á næstu ár-
um án þess að gerast aðilar að Al-
þjóða hvalveiðiráðinu. Þegar það
gerist mun Bandaríkjastjórn sýna
Islendingum fulla hörku og setja á
þá strangt viðskiptabann. Slíkt
viðskiptabann hefði engar alvar-
legar afleiðingar fyrir utanríkis-
viðskipti Bandaríkjanna en kæmi
hins vegar til með að stórauka
vinsældir stjórnarinnar á meðal
umhverfisverndarsinna í Banda-
ríkjunum, auk þess sem það bætti
ímynd hennar í augum umhverfis-
verndarsinna annars staðar í
heiminum. Þetta er mat heimild-
armanns PÓSTSINS á misvísandi
Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra. Opinber
stefna bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins var að ein-
angra hann í íslenskum
stjórnmálum og koma í veg
fyrir að íslendingar færu að
veiða hval að nýju.
Hver er
Trowbridge?
Russell Trowbridge, hinn stororði
embættismaður, var það sem kailað
er „desk officer" í þeirri skrifstofu
viðskiptadeildar bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins sem fer með málefni (s-
lands. Hvert það land, sem Bandarík-
in eiga í viðskiptum við, hefur sitt
eigið „desk" í viðskiptadeiidinni, og
hlutverk þeirra sem við þau sitja er
að tryggja að hagsmunum Bandaríkj-
anna sé sem best borgið í viðskiptun-
um við hvert land fyrir sig. I þessu
starfi felst því ekki síst að kanna áhrif
viðskipta við viðkomandi lönd á inn-
anríkismál í Bandaríkjunum og vega
og meta kosti þess og galla að halda
uppi viðskiptum við þau með það í
huga. Það er þvl engan veginn hægt
að afgreiða misvísandi yfirlýsingar
Trowbridge um að stefnt væri að því
að koma óorði á Jón Baldvin annars
vegar og að beita ætti íslensk stjórn-
völd þrýstingi og hafa þannig áhrif á
kosningarnar hins vegar sem ómark-
tækt raus. ■
ummælum Russell Trowbridge,
háttsetts embættismanns í
bandaríska utanríkisráðuneytinu,
sem hann lét frá sér fara á sameig-
inlegum fundi fulltrúa bandaríska
viðskipta- og utanríkisráðuneytis-
ins með fulltrúum bandarískra
umhverfisverndarsamtaka í des-
ember síðastliðnum.
JÓm BALDVIIU FYRIR
Á fundinum, sem heimildar-
maður PÓSTSINS sat sem forsvars-
maður ónefndra umhverfisvernd-
arsamtaka, lýsti Trowbridge því
yfir að bandarísk stjórnvöld vildu
sjá veg Jóns Baldvins Hannibalsson-
ar sem minnstan í komandi kosn-
ingum og kæmu jafnvel til með að
grípa til einhverra aðgerða til að
draga enn meira úr fylgi hans til
að tryggja að hann ætti ekki aðild
að næstu ríkisstjórn. Trowbridge,
sem til skamms tíma fór með mál-
efni íslands í viðskiptadeild utan-
ríkisráðuneytisins, tjáði fundar-
gestum jafnframt að staða Jóns
Baldvins og flokks hans væri mjög
slæm og líklega væri hann óvin-
sælasti stjórnmálamaður á fs-
landi.
PVERT Á OPIIUBERU
STEFIUUIUA
Þessi ummæli um Jón Baldvin
ganga þvert á aðrar ekki síður at-
hyglisverðar yfirlýsingar Trow-
bridge á þessum sama fundi, þar
sem hann tjáði umhverfisverndar-
sinnum að bandarísk stjórnvöld
væru staðráðin í að koma í veg
fyrir að íslendingar byrjuðu hval-
veiðar að nýju. Sagði hann að þeg-
ar hefði verið haft samband við
frammámenn í íslenskum stjórn-
málum og sjávarútvegi og þeim
gerð grein fyrir afleiðingum af
slíkum veiðum.
„Við sendum þeim stöðug skila-
boð um það að við viljum ekki að
þeir hefji hvalveiðar," tilkynnti
hann fulltrúum Greenpeace og
annarra samtaka sem sátu fund-
inn, að sögn bandarísks blaða-
manns, sem einnig var viðstaddur
á fundinum.
VIPSKIPTABAIUIUI
HOTAÐ
Báðir heimildarmenn blaðsins
sem fundinn sátu, staðfestu að
Trowbridge hefði sagt fulltrúum
umhverfisverndarsinna að fram-
ámönnum í íslenskum sjávarút-
vegi hefði verið gefið skýrt til
kynna að slíkar veiðar kæmu til
með að hafa viðskiptabann í för
með sér. Grænfriðungar lýstu þá
einnig yfir að þeir myndu hefja
mikla herferð á hendur íslending-
um ef af hvalveiðum þeirra yrði á
næstu árum. Blaðamaðurinn sem
um er getið segist nánast hafa
dottið af stólnum þegar hann
heyrði fulltrúa forseta Bandaríkj-
anna leggja á ráðin með fulltrúum
Greenpeace um viðskiptastríð á
hendur samherja í Atlantshafs-
bandalaginu.
PORSTEINN
I EINANGRUN
Með því að beita slíkum hótun-
um hygðust þeir, það er að segja
bandarísk stjórnvöld, einangra þá
aðila innan íslensku ríkisstjórnar-
innar, sem væru fylgjandi annarri
stefnu, en þar er væntanlega fyrst
og fremst átt við Þorstein Pálsson
sjávarútvegsráðherra. Þá væru
uppi áætlanir um að auka enn
þrýstinginn og hafa þannig bein
afskipti af væntanlegum kosning-
um hér á landi með það í huga að
auka veg þeirra, sem vildu að ís-
land gerðist aðili að Alþjóða hval-
veiðiráðinu á ný og eru mótfallnir
endurupptöku hvalveiða án sam-
ráðs við Alþjóðaráðið, en þar fer
Jón Baldvin einmitt framarlega í
flokki. Það er því greinileg mót-
sögn í yfirlýsingum Trowbridge
um að losna þyrfti við Jón Baldvin
annars vegar og opinbera stefnu
Bandaríkjamanna í hvalveiðimál-
um hins vegar.
LEYNILEG ÁÆTLUN
Að mati heimildarmanns blaðs-
ins er aðeins ein hugsanleg skýr-
ing á þessari mótsögn, það er að
segja að bandarísk stjórnvöld vilji
raunverulega að stefna þeirra
Þorsteins og Halldórs verði ofaná
svo Bandaríkjastjórn geti sýnt
umhverfisverndarsinnum á áber-
andi og afgerandi hátt að þeir
fylgi harðri stefnu í umhverfis-
verndarmálum og þannig keypt
sér bæði frið fyrir græningjum um
einhvern tíma og jafnvel stuðning
þeirra í næstu kosningum.
TROWBRIDGE \
SKAMMARKROKINN
Hvort sem þessi kenning á við
rök að styðjast eður ei, þá stend-
ur eftir sem áður fast að háttsett-
Halidór Ásgrímsson, for-
maður Framsóknarflokks-
ins. Einn heisti talsmaður
þess að íslendingar taki upp
hvalveiðar að nýju án þess
að ganga aftur í Alþjóða
hvalveiðiráðið og því rétti
maðurinn í sjávarútvegsráð-
herrastólinn, að mati
bandarísks embættismanns.
ur embættismaður í bandaríska
stjórnkerfinu var með stóryrtar
yfirlýsingar um íslenska utanríkis-
ráðherrann auk þess sem hann
staðhæfði að bandarísk stjórn-
völd hygðust beita íslensk stjórn-
völd beinum og óbeinum þrýst-
ingi og hafa afskipti af lýðræðis-
legum kosningum hér á landi.
Þessi yfirlýsingagleði Trowbridge
hefur nú komið honum í koll og á
síðasta fundi ráðuneytanna
tveggja með umhverfisverndar-
sinnum sagði hann ekkert utan
hvað hann greindi frá því að hann
færi ekki lengur með málefni ís-
lands á viðskiptaskrifstofu ráðu-
neytisins. Mun hann á næstunni
hefja störf fjarri heimaslóðum
sem „sérfræðingur í sjávarútvegs-
málum“ við bandaríska sendiráð-
ið í Osló. Þykir ljóst að þarna sé
um allt annað en skref upp á við
að ræða í starfsferli Trowbridge
og að þessi breyting á högum
hans standi í beinu sambandi við
lausmælgi hans á fundinum í des-
ember. Þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir tókst ekki að hafa upp á
Trowbridge, en hann leggur
stund á norskunám á vegum ráðu-
neytisins þessa dagana.
-ÆÖJ
lón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Bandarískur embættismaður hélt því fram að
hann væri óvinsæiasti stjórnmálamaður á íslandi og að bandaríska utanríkisráðuneytið
ætlaði að stuðla að því að hans vegur yrði sem minnstur í komandi kosningum.
Jón Baldvin Hannibalsson
,JDularfullt"
pósturinn bar ummæli Trow-
bridge undir Jón Baldvin í gær
og staðfesti hann að hann hefði
heyrt af þessu áður.
„Ég hef heyrt af þessu og það
hefur verið reynt að fá þetta
staðfest, en gengið illa,“ sagði
Jón. „Ég hef reyndar ekki mátt
vera að því að sinna þessu og
ekki tekið þetta mjög alvarlega
út af fyrir sig. En það hefur samt
sem áður verið reynt að fá þetta
staðfest með formlegum hætti
en ekki tekist.“
Jón sagði það athyglisvert að
Trowbridge hafi verið sendur til
Noregs í ljósi þess að ummæli
hans væru meira í ætt við það
sem hann ætti að venjast frá
norskum stjórnmálamönnum.
„Það sem ég tek meira eftir og
er meira opinbert, það er afstaða
norskra stjórnvalda til kosning-
anna á íslandi. Þar hefur það
komið fram oftar en einu sinni í
fjölmiðlum hjá nafngreindum
forystumönnum í norskum sjáv-
arútvegi að þeir telji það norsk-
um þjóðarhagsmunum mjög til
framdráttar ef þessi Hannibals-
son væri útlægur ger úr íslensk-
um stjórnmálum. En mér finnst
þetta að sjálfsögðu dularfullt.
Lógíkin t þessu er náttúrlega
sú að þetta sé grænfriðungum
velþóknanlegt og þess vegna
gott í innanríkispólitík í Banda-
ríkjunum,“ sagði Jón. „Það hefur
verið staðfest af nærstöddum
blaðamanni að maðurinn lét sér
þessi orð um munn fara, en
bandaríska utanríkisráðuneytið
ber það til baka.“
Jón segir það vissulega alvar-
legan hlut ef fulltrúar erlendra
stjórnvalda séu með áætlanir
um að hafa áhrif á úrslit kosn-
inga í lýðræðisrfki, hins vegar
hafi hann ekki séð þess nein
merki ennþá að slíkt hafi verið
reynt. ■