Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 14
ESTER
„ Velgengnin
hefur ekki
skaðað okkur.
Það sárasta
við hana er
öfundin."
KARL
„Fyrstog
fremst byggist
þetta á því að
vera allt í öllu,
að vera sendi-
sveinninn og
kannski for-
stjórinn líka.
Að vera allt í
öllu og
spara."
ESTER
„Kaiiiáað
vera í okurlán-
unum, hann á
að vera svindl-
ari, hann á að
hafa setið inni
fyrir dópsölu
og ég líka. Við
erum sögð
eyðsluseggir
og skemmt-
anasjúk."
Karl J. Steingrímsson og Ester Ólafsdóttir í Pelsinum eru með umtöluðustu hjónum
bæjarins. Brunabótamat fasteigna í þeirra eigu nema 640 milljónum króna og lifnaðarháttur
þeirra og veislur hafa vakið mikla athygli. Hrein eign þeirra er nálægt 400 milljónum króna
Kynntust á samkomu Hvítasunnusafnaðarins.
Hjónin Karl Steingrímsson og
Ester Ólafsdóttir í Pelsinum eru
sterkefnuð. Þau ólust upp við
kröpp kjör en hafa byggt upp
peningalegt stórveldi. Pelsinn er
afar arðbært fyrirtæki og þau
hafa hagnast á kaupum og sölu á
íbúðum sem þau hafa gert upp.
TEKJULÁGIR
STOREIGIUAMEIUIU
Undanfarin ár hafa fjölmiðlar
birt upplýsingar úr skattskrám
þjðóðþekktra Islendinga og hefur
vakið athygli hve margt stór-
eignafólk borgar lága tekjuskatta.
Hjónin Karl og Ester eiga eignir
upp á hundruð milljóna króna
sem reyndar flestar eru skráðar á
fyrirtæki þeirra, Kirkjuhvol. Engu
að síður hafa tekjur þeirra verið
efni í umfjöllun blaða. Þegar
skattskráin var opnuð árið 1993
kom í ljós að meðalmánaðartekj-
ur Karls Steingrímssonar voru
193 þúsund krónur og í haust
kom í ljós að þær höfðu enn
lækkað. Þá var Karl með meðal-
mánaðartekjur upp á 160 þúsund
krónur og Ester var þá með 84
þúsund krónur á mánuði.
Pressan sáluga spurði Karl að
því haustið 1993 hvort ekki væri
erfitt að láta enda ná saman á
ekki hærri tekjum.
„Ég held utan um þetta ó þess-
um tekjum. Það hefur ekki verið
erfitt að ná endum saman hingað
til, við skiptum þessu bara mjög
vel upp. Við náum endum sam-
an, “ svaraði Karl.
GLÆSIVEJSLUR í
LAUGARASIUUM
Þótt Karl vilji ekki kannast við
neina veislugíeði þeirra hjóna
eru þau umtöluð fyrir glæsilegar
og íburðarmiklar veislur. Við-
mælendur blaðsins báru þeim
allir góða sögu og sögðu þau
vera höfðingja heim að sækja í
alla staði. Sem gestgjafar fengu
þau hæstu einkunn. Sem dæmi
má nefna að árlega bjóða þau
leigjendum sínum í jólaboð og
láta þeir vel af þeim velgjörðum.
Þau hafa lagt mikið í heimili sitt í
Laugarásnum og er það sagt með
glæsilegustu húsum bæjarins.
í jólablaði Gestgjafans á hátindi
uppatímans 1986 voru þau gest-
gjafar blaðsins. Þar segir að þau
hafi sérlega gaman af því að
bjóða gestum í mat, enda bjóði
starfið upp á það og þau séu í
stórum matarklúbbi. Þessi veisla
var hin glæsilegasta eins og þeim
hjónum er von og vísa. Boðið var
upp á laxahrogn á lummukökum,
kryddjurtakrapís, nautalundir
með ostapiparsósu og rjóma-
kartöflum og kaffi og koníak.
Þessu var skolað niður með Paul
Masson freyðivíni, frosnu Ála-
borgarákavíti, Santa Christina
Classico 1984, Hennessy XO og
Tia María. Rúsínan í pylsuendan-
um var pakki við disk hverrar
konu sem opnaður var að aflok-
inni máltíð.
„Karl Steingrímsson varð fer-
tugur þennan dag,“ er fyrsta
setningin í bók Ásgeirs Hannesar
Eiríkssonar um stofnun Borgara-
flokksins. „Frú Ester veitti bæði
vel og höfðinglega og var margt
um manninn. Félagar Kalla úr JC-
hreyfingunni settu svip sinn á
hófið og afmælisbarnið var tekið
í tölu Senatora með dynjandi
lófataki." Ásgeir segir að þarna
hafi Borgaraflokkurinn orðið til í
hans huga því þennan sama dag
hafði Þorsteinn Pálsson krafist af-
sagnar Alberts Guðmundssonar í
kjölfar skattamála hans. í afmæl-
isveislunni voru gefin loforð um
fjárveitingar í kosningasjóð Al-
berts en gestgjafarnir „báru fram
heilan grís með epli í kjaftinum.“
KYNIUTUST Á HVÍTA-
SUNNUSAMKOMU
Karl J. Steingrímsson er fædd-
ur 1947 og er því nýorðinn 48 ára
gamall en Ester er fjórum árum
yngri. Bæði eru þau af alþýðu-
fólki og skólagangan var ekki
löng. Reyndar tók Karl vetrar-
langt námskeið fyrir gagnfræð-
inga í hagnýtum verslunar- og
skrifstofufræðum í Verslunar-
skólanum.
Þau hófu sambúð þegar Ester
var 15 ára en Kalli 19 ára en þau
kynntust á samkomu hjá Hvíta-
sunnusöfnuðinum. Fyrstu sjö ár-
in í sambúð bjuggu þau hjá for-
eldrum Esterar í 25 fermetra íbúð
með 190 sentímetra lofthæð.
„Okkur leið afar vel þarna í
þrengslunum, vorum svo nálægt
hvort öðru,“ sagði Ester um
þessi upphafsár þeirra í viðtali
við Jónas Jónsson í Mannlífi. Þegar
elsta barn þeirra, Aron Pétur var
orðinn fjögurra ára keyptu þau
sína fyrstu íbúð. Samhliða seldu
þau bílinn sinn og voru bíllaus í
mörg ár á eftir. Yngri börn þeirra
eru þau Styrmir Bjartur og Hrafn-
tinna Viktoría. Þau unnu myrkr-
anna á milli eins og ætíð en þau
skúruðu, auk þess sem hún vann
á tannlæknastofu og hann hjá
ísal í Straumsvík. Þegar þau
höfðu gert húsið upp og ætluðu
að flytja inn, hættu þau við og
ákváðu að selja það. í kjölfarið
hófst sú starfsemi sem hefur ver-
ið umsvifamest hjá þeim ætíð
síðan, að gera upp og selja fast-
eignir. Margir tugir íbúða hafa
þannig farið um þeirra hendur.
Flestar þeirra hafa verið gerðar
upp frá grunni og seldar með
ágætum hagnaði.
Upphafið af flaggskipinu Pels-
inum má hins vegar rekja til ferð-
ar þeirra hjóna til London. Þá var
Ester 19 ára og gat ekki valið á
milli tveggja kanínupelsa. Úr
varð að hún keypti þá báða en
seldi svo þegar heim kom með
góðum hagnaði. í kjölfarið opn-
uðu þau Pelsabúð á Njálsgötunni
en lengst af hefur hún verið rekin
við Kirkjutorg.
REFUR í VIÐSKIPTUM
Kalli þykir mikill refur í við-
skiptum og nýtni er þeim báðum
í blóð borin, níska segja sumir.
Sem dæmi um það má nefna að
fyrir hálfum öðrum áratug voru
þau áskrifendur af Mogganum
eins og gengur og gerist. Þá kost-
aði áskriftin 80 krónur en Kalli
gerðist svokallaður aukaáskrif-
andi hjá blaðburðardrengnum og
borgaði fyrir það 70 krónur. Þeg-
ar áskriftin hækkaði í 90 krónur
vildi drengurinn fá 80 krónur fyr-
ir aukaáskriftina en Kalli tók það
ekki í mál. Hvorugur gaf sig en
rúmum mánuði síðar gerðist Karl
aftur áskrifandi að Morgunblað-
inu með formlegum hætti.
„Kalli á að vera í okurlánunum,
hann á að vera svindlari, hann á
að hafa setið inni fyrir dópsölu
og ég líka. Við erum sögð eyðslu-
seggir og skemmtanasjúk,“ segir
Ester í áðurnefndu viðtali og
furðar sig á þessum kjaftagangi,
heima hjá henni hafi aldrei verið
talað illa um nokkurn mann. „Vel-
gengnin hefur ekki skaðað okkur.
Það sárasta við hana er öfundin.
Svo er líka kalt uppi þar sem við
erum. En við tökum bara utan
um hvort annað. Þá verður okkur
hlýtt.“
Eitt sinn þótti Karli nóg komið
af orðrómi um meint okurlán og
skrifaði grein í Morgunblaðið sem
hann nefndi „Dæmið ekki“. Þar
vitnaði hann óspart í biblíuna og
gekk undir nafninu séra Karl í
kaffiklúbbnum á Hótel Borg lengi
á eftir.
FASTEIGNIR FYRIR
650 MILUONIR
Brunabótamat á þeim fasteign-
um sem pósturinn fann í eigu
þeirra hjóna nemur 640 milljón-
um króna. Miðað við umfang
þeirra eru þessar fasteignir furð-
anlega lítið skuldsettar og vel-
flestar að skila góðum leigutekj-
um.
Karl er sjálfur skráður fyrir
tveimur fasteignum. Annars veg-
ar er það hið glæsilega 290 fer-
metra einbýlishús þeirra að
Laugarásvegi 35 sem að auki er
með tvo 30 fermetra bílskúra.
Brunabótamat þeirrar eignar er
reyndar aðeins 20 milljónir en
engar áhvílandi veðskuldir eru á
húsinu. Karl er einnig skráður
fyrir 2 herbergja kjallaraíbúð að
Rauðarárstíg 5. Brunabótamatið
er 2,3 milljónir og engar áhvíl-
andi veðskuldir.
Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll
sem er í eigu þeirra hjóna er
Einbýlishús þeirra hjóna að Laugarásvegi 35 sem hýst hefur
margar glæsilegar veislur.
Pelsinn við Kirkjutorg 4 er
flaggskip þeirra hjóna en
brunabótamat Kirkjutorgs
og Teplarasunds 3 er 200
milljónir króna. Húsin voru í
niðurníðslu þegar þau voru
keypt af Sigríði Valdimars-
dóttur.
Garðakaup við Garðatorg er
metið á 260 milljónir króna.
Hagkaup hefur sýnt húsinu
áhuga en finnst leiguhug-
myndir Karls „allt of háar".
Turnhúsið í Tryggvagötu
hefur að mestu staðið autt í
á annað ár.
Naustið og Naustkjallarinn
á Vesturgötu er í eigu
Kirkjuhvols, eignarhaldsfyr-
irtækis þeirra hjóna.
skráð fyrir öllum öðrum fasteign-
um þeirra. Stærsta eignin er
Garðakaup að Garðatorg 1 í
Garðabæ en þau eru skráð fyrir
93 prósenta hlut í því stórhýsi.
Brunabótamatið er 260 milljónir
króna en veðkröfur nema 50
milljónum samkvæmt veðbókar-
vottorði og er Verslunarlánasjóð-
ur með 33 milljónir af því.
Brunabótamat á Kirkjutorg 4
er 116 milljónir og veðskuldir
nema 50 milljónum, Verslunar-
lánasjóður með 42 milljónir og
Búnaðarbankinn 8 milljónir. Um
er að ræða 830 fermetra verslun-
ar- og skrifstofuhúsnæði. Hand-
an við hornið er Templarasund 3
en brunabótamat þess er 85
milljónir króna. Veðkröfur eru 45
milljónir og er Búnaðarbankinn
skráður fyrir 8 milljónum. Ólafur
Torfason er skráður fyrir 37 millj-
ónum en hann seldi þeim hjón-
um Garðakaup nýverið.
Karl og Ester eiga einnig Turn-
húsið að Tryggvagötu 8 sem er
780 fermetrar en brunabótamat
þess er 60 milljónir. Veðskuldir
nema 28 milljónum, 18 milljónir
eru skráðar á Steinavör hf. en 10
milljónir á handhafa víxla. Að
lokum eru þau eigendur af rúm-
lega 700 fermetra húsnæði
Naustsins og Naustkjallarans
sem að brunabótamati er yfir 90
milljónir króna. Veðkröfur nema
40 milljónum og eru allar skráðar
á íslandsbanka.
STÓRMARKAÐA-
STRIÐ I GARDABÆN-
UM
í ársbyrjun keyptu þau Garða-
kauphúsið í Garðabæ en afsalið
er gefið út þann 10. mars. Bruna-
bótamat þess er 260 milljónir og
kaupverð hefur verið nefnt 230
milljónir. Það fékkst ekki staðfest
en seljandinn, Ólafur Torfason,
er með 37 milljóna króna veð í
Templarasundi 3. Það var Ólafur
sjálfur sem reisti húsið og rak
þar verslunina Garðakaup. Síðar
voru þar meðal annars reknar
verslanirnar Grundarkjör, Kjöt-
miðstöð Hrafns Backmans og
Mikligarður en reksturinn hefur
gengið mjög brösuglega. Ólafur
hefur að undanförnu rekið sjálfur
Garðakaup í húsinu og þótt Karl
eigi nú húsnæðið er Ólafur bund-
\