Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 23
23 Eftir framúrskarandi aösókn á söngleikinn Hárið í fyrra hefur ílugfélagið Loftur ákveðið að hefja sig til flugs á ný. í vikunni tryggðu þeir sér sýningarrétttinn á söngleiknum Rocky Horror Picture Show sem frumsýndur verður í leikstjórn Baltasars Kormáks síðla sumars Flugfélagið Loftur, sem er eins og fyrr skipað þeim Halli Helga- syni, Baltasar Kormáki og Ingvari Þórðarsyni hyggst frumsýna söng- leikinn Rocky Horror Picture Show í júlí eða ágúst í sumar. í samtalaði við póstinn sagði Hallur allt annað óljóst við söngleikinn en nýtekna ákvörðun um að sýna hann. Til að mynda sé ekki búið að ákveða í hvaða húsakynnum söngleikurinn verður settur upp, en sem fyrr standi Gamla bíó þeim til boða. Vegna hárra leigu- gjalda þar í fyrra er verið að skoða málið í víðara samhengi. í aðalhlutverkið, hlutverk Frank N’Further sem Tim Curry lék svo eftirminnilega í sam- nefndri mynd sem sló meðal ann- ars í gegn hér á landi, eru alls sex leikarar í sigtinu sem geta í senn sungið og leikið. Samkvæmt ör- uggum heimildum blaðsins kem- ur Egill Ólafsson hvað sterkast til greina í aðalhlutverkið. Hallur sagði það hins vegar úr lausu lofti gripið. „Við munum halda lokaðar prufur fyrir aðalhlutverkið en opnar fyrir öll önnur hlutverk í söngleiknum," sagði Hallur um tilhögunina, en mun færri Ieikar- ar koma við sögu í Rokcy Horror Picture Show en Hárinu. Fyrir nokkrum árum reið Versl- unarskólinn á vaðið og flutti nokkur lög úr söngleiknum með Felix Bergsson í aðalhlutverki, skömmu síðar tók Menntaskól- inn við Hamrahlíð upp þráðinn og bætti um betur og flutti söng- leikinn í fullri lengd, en það var fyrst þá sem Páli Oskari Hjálmtýs- syni var veitt athygli sem per- former. Þetta þýðir jafnframt að þegar er búið að þýða stykkið, en Veturliði Guðnason gerði það fyrir MH-inga á sínum tíma. Þar sem sú þýðing þykir ansi bitastæð má gera ráð fyrir því að Loftbelgirnir nýti sér hana. Hátt í tveir áratugir eru síðan söngleikurinn var saminn af Richard O'Brian sem sjálfur fór með hlutverk Riff Raff í kvik- myndinni og var hún hugsuð sem skrumskæling á hryllings- myndum. Þess er skemmst að minnast að myndin sló í gegn hér á landi sem víða annars staðar. Þeim sem á annað borð líkaði myndin státa sig margir hverjir af því að hafa farið á hana tíu sinnum, ef ekki oftar. í Bandaríkj- unum og Evrópu flokkast hún undir cult-myndir sem þýðir að hún er enn sýnd þar reglulega vikulega í einstökum bíóhúsum. Upphaflega var samt Rocky Horror saminn fyrir svið og frá því söngleikurinn var fyrst settur upp í London hafa mörg leikhús orðið til eftirbreytni. Um það leyti sem söngleikurinn var sett- ur upp á vegum leiklistarklúbbs MH var hann settur upp í París þar sem hann gekk í nærri tvö ár. Munurinn á þeirri sýningu og öðrum var sú að sýningarnar gerðust æ meira sexí. Sögum fór af því að undir lokin hafi staðið yfir keppni á milli áhorfenda sem mættu uppáklæddir eins og leik- ararnir og leikaranna um athygl- ina. Svo má geta þess að frá því í vetur hafa staðið yfir sýningar á söngleiknum sem sprottnar eru upp úr rótgrónu leikhúsi í Köln í Þýskalandi og er það nú sýnt við mikla aðsókn og stemmn- ingu á stórum skemmtistað þar í borg. -GK Þorgrímur Pétursson. „í Bandaríkj- unum er reynslan sú að smokkar seljast lítið minna á kvennakló- settunum en á karlakló- settunum." i Gestir á kaffihúsum og skemmtistöðum í miðbænum geta nú farið á salernið í inn- kaupaferðir í bland við hefð- bundnari erindi. Víða er búið að setja upp sjálfs- sala, svokailaða Handraða, sem selja allt að fimm vörutegundir til persónulegra nota. í Handröðun- um má finna smokka ýmissa gerða og þragða, jafnvel sjálflýs- andi fyrir þá sem vilja draga end- urskinsmerki yfir höfuð sér, auk andremmueyðis, dömubinda, ilmvatna, tannbursta og gervi- húðflúra. Þorgrknur Pétursson heitir maðurinn á bakvið Hand- raðana en hann segir að lítil reynsla sé komin á sjálfsalana því að þeir fyrstu voru settir upp í febrúar síðastliðnum. „Ég treysti mér ekki á þessu stigi til að meta hver eftirspurnin verður en það hlýtur að velta á því hvernig tekst til að venja fólk við þessa nýbreytni,“ segir Þor- grímur. „í Bandaríkjunum er reynslan sú að smokkar seljast lítið minna á kvennaklósettunum en á karlaklósettunum." Smokkarnir eru einnota en andremmueyðirlnn dugar allt að 100 sinrtum en hver vörutegund kostar 100 krónur. Tíminn mun jeiða í ljós hvort íslerjskir karlar vilji frekar vernda nærstadda eig- in andremmu eða rekkjunauta sína fyrir hættu á kynsjúkdóm- um. ■ Kjörstaðir landsins verða ekki einir um athygli landsmanna á sjálfa kosninganóttina því að breska danssveitin Drumclub mun á leið til landsins til upp- töku á hljómleikaplötu sem gefin verður út í London og ætlun þeirra er að berja húðirnar hér- lendis á sjálfan kjördag. Al- mannarómur segir þá ætla úr öllu á sviði, hvað sem til er í því, og verður þeirri spurningu ósvarað uns stundin rennur upp. PÓSTURINN náði stuttu tali af Lol Hammond, öðrum meðlimi sveitarinnar, rétt fyrir komu þeirra til landsins. „Þær sögusagnir sem hafa borist eyrum okkar gegnum tíðina af íslenskri næturlífs- menningu eru það brjálæðis- lega furðulegar að hljómsveitin gat ekki sleppt því tækifæri, sem það er, að koma hingað og reyna sannleiksgildi þeirra orða sem breskar hljómsveitir hafa látið eftir sér hafa, eftir tónleikaferðir þeirra norður eftir. Við höfum lengi beðið nánari kynna af íslandi, og nú er stundin loks að renna upp,“ sagði Lol Hammond, annar meðlimur Drumclub, aðspurð- ur um ástæður sveitarinnar fyrir komu þeirra til íslands nú um helgina. „Við höfum heyrt óskaplega margt um landið ykkar gegnum tíðina og einhvern veginn virðast skoðanir fólks vera öfgakenndar. Mér hefur virst sem útlendingar eigi í hálfgerðu ástar-haturssam- -bandi við landið ykkar.“ fESKTU SJÁLFIR ISLANDSFERÐAR „Meðlimlr hljómsveitarinnar. Kilfing Joke eru ágætis Vinir okk- ar, Tþeir kómu til lands ykkar á áttunda áratugnum og hafa aflað okkur skemmtilegra heimilda um ísland. En þeir eru ekki þeir einu sem hafa reynslu af ykkur, því að stuttu eftir heimkomu Underworld fórum við sveitirnar saman til tónleikahalds í Japan og þeir báru ykkur afskaplega vel söguna. Og ekki má gleyma vinum okkar í Innesphere, þeir skemmtu sér hræðilega vel og komu brosandi út að eyrum aft- ur heim, eftir hljómleikaferðalag- Lol Hammond, annar meðlima Drumdub. „Við erum afar óhefð- bundnir tónlistarmenn og Reykja vík hljómaði freistandi í eyrum." ið til íslands. Þessir strákar gáfu okkur upplýsingar um ísland og bentu okkur á umboðsmann hér- lendis, en við hringdum einfald- lega í Kidda í Hljómalindinni og báðum leyfis fyrir tónleikahaldi á íslandi. Sem var auðfengið og samningar gengu hratt og auð- veldle^a fyrir sig. Það er afskap- lega lítið jafnvægi í þeim sögu- sögnum sem hafa.borist okkur til eyrna, en eftir öllu að dæma er ég viss um að við munum liggja kylliflatir fyrir þessum brjálæð- ingum þariia hinum megin við hafið. Ég keypti mér ný föt fyrir ferðina en það er aldrei að vita nema við endum öll nakin uppi á sviði. Ég meina það.“ UVE ini REYKJAVIK Fyrirhugaðir tónleikar þeirra munu verða víðs vegar um land- ið og eru fjórir talsins í allt, en meðal annars munu þeir skemmta í unglingaskemmti- staðnum Villta tryllta Villa, á 1929 á Akureyri og danshúsinu Tunglinu, ásamt íslensku sveit- inni Bubbleflies, svo eitthvað sé tínt til sögunnar. En tromp- in verða tvö, því eins og al- kunna er mun Páll Banine hafa yfirgefið hljómsveitina og Svala Björgvins er gengin til liðs við strákana. Verður það frumraun þeirra saman á sviði. En Lol heldur áfram sög- unni. „Við erum auðvitað ekki alveg í lagi, strákarnir í Drumclub. Þeir hlutir sem við fáumst við eru afar óhefð- bundnir og Reykjavík hljómaði einfaldlega fersk og öðruvísi. Auðvitað hafa verið uppi hug- myndir um borgir á borð við Manchester, Amsterdam og Berlín en eftir vandlega íhug- un komumst við að þessari niðurstöðu. ísland skyldi það vera og ég veit að við verðum ekki fyrir vonbrigðum með þá ákvörðun.“ Hljómsveitin hefur starfað frá árinu 1991 og liggja þegar eft- ir þá tvær breiðskífur, Everyt- hing is now og Drums are dan- gerous. Þriðja breiðskífa þeirra og jafnframt fyrsta hljómleikapl- ata þeirra, sem er væntanleg í sumar, mun bera nafnið Live in Reykjavík og er meginástæða komu þeirra nú, eins og fyrr sagði. Og þegar eru íslenskir myndatökumenn og poppspek- úlantar farnir að blðla til þeirra drengja í þeirri von að hægt verði að filma atburðina og að breska tónlistarstöðinJlf7V kjósi að kaupa sýningarétt lítillar heimiidamyndar um komu hljómsveitarinnar til íslands. Og hver veit nema svo fari? ■ Tryggvi Hubnerog Rúnar Júl spila án þess að taka pásu á Blús- barnum. Sól-dögg heldur uppi merki soultónlistarinn- ar á Gauki á Stöng. LAUCARDAGUR Kóvarnir á kosninga- kvöldi á Kaffi Reykja- vík. Jón Ingólfsson verður í sviðsljósinu því ekkert kosningasjónvarp er á Fógetanum. Ríó-saga, það er að segja Helgi Pé, Ágúst Atla og Óli Þórðar skemmta án tillits til kosninganætur. Rúnar Júl og Tryggvi Hubner spila maraþon á Blúsbarnum. Sól-dögg heldur enn og aftur uppi merki hinna mjúku á Gauki á Stöng. Björgvin Halldórsson með sjóvið sitt að kvöldi sjálfstæðismanna á Hótel íslandi. Opus; norskt djasstríó ásamt myndlistarmanni á Horninu. Myndverk- in byggja á myndum af tónlistarmönnunum við flutning listar sinn- ar. Forvitnilegt samspil. Drumdup tekur upp efni sitt á Villta tryllta Villa. SUMMUDAGUR Þórir Baldursson endar helgina á Kaffi Reykjavík. Guðmundur Rúnar fúnar á Fógetanum. Sveitaböll Arnar og Þórir bregða sér til Hafnar í Horna- firði þar sem þeir ætla að halda uppi kosn- ingadansleik í Sindrabæ á laugardaginn en hita upp fyrir hann á föstu- dagskvöld. Kjósendur geta fylgst með gangi mála á 30 tommu skjá.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.