Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 9
'FIMMTDD7\'GURw6”<Q;PRIL"T9'9'5 9 hafi Friðrik rætt um erfðaskrá við þetta tækifæri. Erfðaskráin var ekki gerð en Brynja skrifaði undir skilmála líftryggingarinnar hjá Skandia. Eftir sambúðarslitin aft- urkallaði hún líftrygginguna. Brynja segir líkamsárásir Frið- riks hafa verið alvarlegar á meðan á sambúð þeirra stóð yfir, hann hafi kýlt sig auk þess sem hann hafi gert tilraun til kyrkingar. Hún leitaði til slysavarðstofu vegna áverka eftir að hún flúði úr húsinu og átti viðtal við starfsfólk Kvennaathvarfs vegna meints of- beldis Friðriks í hennar garð. Brynja segir Friðrik hafa hótað sér lífláti þegar hún fór frá honum. „Hann hótaði því að séð yrði fyrir mér ef ég gerði eitthvað sem kæmi illa við hann og ég er mjög smeyk af þeim sökum,“ segir hún. AJUDLEGT OG LIKAMLEGT OFBELDl Um mánuði eftir að Brynja flúði úr húsinu flutti önnur ung kona inn til Friðriks en hann hafði ráðið hana til vinnu skömmu áður. Að sögn náins að- standanda hennar keypti hún fyrir hann tölvubúnað, afruglara fyrir gervihnattabúnað og Ford Sierra bifreið með raðgreiðslum á greiðslukorti sínu og strax eftir kaupin á bifreiðinni hafi Friðrik fengið konuna til að afsala bíln- um yfir á Dáleiðsluskólann. Síðar kom í ljós að ákvæði kaupsamn- ings bönnuðu slíkt afsal þar til bíllinn væri að fullu greiddur. Að sögn sama heimildarmanns kvörtuðu nágrannar Friðriks við Klapparberg mikið yfir umferð lögreglu og sjúkrabíla við húsið á meðan stúlkan bjó með honum en hún er nú undir læknishendi eftir að hafa sætt grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi af völdum hans, að sögn þessa aðstand- anda hennar. „Nokkrar tilkynningar varð- andi háreysti bárust lögreglu í marsmánuði og konan fór að minnsta kosti tvisvar í Kvennaat- hvarfið á þeim fjórum mánuðum sem sambúð þeirra stóð yfir. Áverkavottorð liggur fyrir vegna meðferðar Friðriks á stúlkunni.“ í síðastliðnum mánuði leitaði hún sér geðrænnar aðstoðar og dvelur nú á geðsjúkrahúsi. K/ERDUR FYRIR LIFLATSHOTUIU Um mitt síðasta ár réði Friðrik unga konu, Ástu Ragnarsdóttur, til starfa hjá sér og segist hún hafa lánað honum hálfa milljón króna til kaupa á Toyotajeppa og gekkst hún einnig undir að verða pró- kúruhafi á tveimur ávísanareikn- ingum Dáleiðsluskólans. Ásta hafði ávísanaheftin ekki undir höndum utan vinnutíma og grun- ar hana að ávísanir hctfi verið skrif- aðar út úr heftinu án sinnar vit- undar. „Ég veit ekki hvað þetta eru margar ávísanir og ég hef ekki ver- ið krafin um greiðslu á þeim enn- þá en bankinn kemur til með að vilja fá sitt,“ segir hún. „Ég er kom- in á svartan lista hjá bankanum út af þessu en ég verð að viðurkenna að því miður treysti ég Friðriki. Upphæðin á ávísunum, sem ég skrifaði ekki, er þegar orðin á ann- að hundrað þúsunda króna og þá er einungis annað ávísanaheftið talið. Ég veit ekkert hvað hefur verið skrifað út af hinu.“ Eins og áður sagði gekk Toyota- jeppinn upp í sölu á einbýlishúsi Brynju og Friðriks. Þá keypti Frið- rik BMW-bifreið og skráði hann Ástu sem eiganda að honum til tryggingar þeirra 500 þúsunda króna sem hún lánaði honum. Friðrik klessukeyrði BMW-inn, og var hann sviptur ökuleyfi í tólf mánuði vegna ölvunaraksturs 1. febrúar síðastliðinn. Ásta hefur því enga tryggingu fyrir að fá pen- ingana sína aftur, en að auki er hún skrifuð fyrir einum ógreidd- um víxli vegna bílakaupanna. Faðir Ástu, Ragnar Benediktsson, gerði tilraun til að innheimta skuld Friðriks við Ástu og segir hann að daginn eftir samtal þeirra hafi þriðji aðili gengið inn á skrifstofu sína og tilkynnt honum að hann myndi ekki kemba hærurnar ef hann léti ekki Friðrik Pál í friði. „Hann sagði við mig að honum munaði ekkert um að sitja nokkur ár í viðbót inni,“ segir Ragnar. Hann hefur nú kært líflátshótun- ina til RLR að og að sögn Ragnars var honum sagt að hann hefði fulla ástæðu til að taka hótunina alvarlega þegar hann lagði fram kæruna. -LAE Friðrik Páll Ágústsson RPH C.Ht. hefur setið í fangelsi vegna fjársvika. Sálfræðingafélagið og Landlæknisembættið telja hann fúskara og tvær konur ásaka hann um fjársvik og ofbeldi. Seinasta sambýliskona hans er nú í meðhöndlun hjá geðlæknum Starfsaðferðír og þekking Friö riks Páls Ágústssonar, sem titlar sig „dáleiðslumeðferðaraðila“, hafa verið mjög umdeildar allt frá því hann hóf starfsemi sína árið 1989. Friðrik hefur verið öt- ull við að auglýsa námskeið gegn alls konar kvillum sem hann full- yrðir sig geta læknað með dá- leiðslu. í PÓSTINUM síðastliðinn fimmtu- dag gagnrýndi Matthías Halldórs- son aðstoðarlandlæknir Friðrik Pál og starfsaðferðir hans harð- lega og lét að því liggja að þær gætu reynst geðheilsu fólks hættulegar. í blaðinu í dag tekur Sálfræðingafélag íslands í sama streng en í kjölfar fréttarinnar síðastliðinn fimmtudag ályktaði félagið gegn starfsemi hans og er þetta ekki í fyrsta sinn sem Sál- fræðingafélagið ályktar gegn honum. Þá á fyrrum sambýliskona Frið- riks í málaferlum við hann og á dögunum var tekið fyrir útburð- armál fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur sem hún höfðaði gegn hon- um. í viðtali við blaðið sakar hún Friðrik um að hafa beitt sig líkam- legu ofbeldi og hafa haft í lífláts- hótunum en einnig liggur kæra frá öðrum aðila hjá RLR á hendur Friðriki vegna líflátshótana. Frið- rik hefur setið í fangelsi vegna umboðssvika auk minni afbrota og ítrekað fengið á sig dóma vegna fjársvika. Þá var hann ný- lega sviptur ökurétttindum í eitt ár vegna ölvunaraksturs. SÉRFRÆÐIIUGAR FORDÆMA FUSKIÐ í ályktun Sálfræðingafélags ís- lands segir meðal annars að lengi hafi verið uppi miklar efasemdir innan félagsins sem utan um fag- legar forsendur Friðriks Páls Ág- ústssonar til að taka fólk í dá- leiðslu. „Við teljum að fólk sem býðst til að aðstoða aðra við að leysa úr vandamálum sínum þurfi að hafa að baki viðurkennt háskólapróf í sálfræði eða heilbrigðisfræðum," segir Hugo Þórisson, formaður Sálfræðingafélags íslands. „Slík háskólamenntun felur í sér ákveðna ögun og siða- reglur eru hluti af því námi sem fagfólki ber skylda til að tileinka sér og fara eftir. Af þessu leiðir að í háskóla- menntun felst ákveðin vernd fyrir þá skjólstæð- inga sem leita til meðferð- araðila af einhverju tagi.“ Friðrik er hins vegar ekki meðlimur í neinu íslensku fagfélagi og getur því hald- ið uppi starfsemi sinni gagnrýnislaust og án nokk- urs eftirlits. „Því er fólk, sem leitar til slíks aðila, án nokkurrar verndar og það getur verið áhættusamt," segir Hugo. GERVmTLAR OG LYFJAGJAFIR Matthías Halldórsson, aðstoðar- landlæknir, sagði í PÓSTINUM í síð- ustu viku að Landlæknisembætt- inu hefðu borist allmargar kvart- anir frá fólki sem hefði leitað með- ferðar hjá Friðriki og það teldi hann hafa valdið sér alvarlegum skaða með dáleiðslumeðferðum sínum. Friðrik flaggar titlum á borð við „Certified hypnotherapist“ eða löggiltur dáleiðslumeðferðaraðili, og segist útskrifaður frá skóla í Cincinnati í Bandaríkjunum sem „registered professional hypnot- herapist". Matthías dregur gildi þessara titla í efa og segir að í Bandaríkjunum sé hægt að kaupa prófskírteini án þess að nokkur raunveruleg menntun liggi þar að baki. Þá sagði Matthías að Land- læknisembættinu hefði borist til eyrna að Friðrik hefði gefið fólki lyf. Hann hefði ekki minnstu kunn- áttu til þess og fari offari í með- ferðum sínum. í FAIUGELSJ VEGIUA FJARSVIKA Friðrik Páll Ágústsson er fædd- ur 30. nóvember árið 1969 og þrátt fyrir að hann sé aðeins 25 ára að aldri á hann að baki ýmiss konar fyrirtækjarekstur, gjaldþrot og refsidóma vegna fjársvika. Streix á unglingsárunum stóð hann fyrir námskeiðum í kung fu baráttutækni og hann hefur um árabil lagt stund á austurlenska bardagalist. Hann setti á stofn eig- ið fyrirtæki, Ameríska bíla og hjól, þegar hann var 17 ára og var í samkrulli með manni að nafni Charles Krull í Phoenix í Arizona- fylki í Bandaríkjunum. Friðrik aug- lýsti í dagblöðunum á þessum tíma að hann gæti útvegað bíla á hagstæðu verði frá Bandaríkjun- um og að minnsta kosti 15 einstaklingar töpuðu umtalsverð- um fjárhæðum í við- skiptum sínum við hann. í byrjun apríl árið 1988 tóku að berast kærur til RLR vegna svika Friðriks í bíla- viðskiptunum. Hann viðurkenndi að hafa ekki staðið við skuld- bindingar sínar við viðskiptavini sína heldur nýtt þær rúmar fimm milljónir króna, á nú- virði, sem þeir höfðu greitt honum á tímabilinu frá október 1987 til mars 1988 til rekstur fyrirtækis síns. Ríkissaksóknari höfðaði mál gegn Friðriki og fyrirtæki hans var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 1988. Friðrik var dæmdur til eins árs fangelsisvistar, þar af 9 mán- aða skilorðsbundinna til þriggja ára, fyrir fjárdrátt auk sölu á far- síma sem var ekki í hans eign og útgáfu á fimm innistæðulausum ávísunum. Að auki var honum gert að greiða þeim 15 einstaklingum sem kærðu hann þrjár milljónir króna að þávirði ásamt vöxtum. Á árunum 1990 til 1993 var Frið- rik einnig dæmdur í fjársektir af Héraðsdómi Reykjavíkur í ýmsum einkamálum vegna fjársvika. BARÐI SAM- BYLISKOIUU Síðastliðinn fimmtudag var komist að samkomulagi í Héraðs- dómi Reykjavíkur í útburðarmáli Brynju Daníelsdóttur gegn Friðriki Páli Ágústssyni, að hann skyldi rýma húseign Brynju að Klappar- bergi 7, Reykjavík, í gær en þar höfðu þau verið í sambúð árið 1994. Brynja og Friðrik höfðu ver- ið saman í nokkra mánuði þegar þau hófu sambúðina en Brynja segist hafa flúið úr húsinu við illan leik í október 1994, tæpum mán- uði eftir að þau fengu húsið af- hent. Að hennar sögn hóf Friðrik að leggja á hana hendur um leið og þau fluttu saman. Þegar Brynja yfirgaf Friðrik lagði hann undir sig hús þeirra og kom þar fyrir sjálfseignarstofnun- inni Dáleiðsluskólanum, sem hann hefur rekið í húsnæðinu allt þangað til í gær, er honum bar að yf- irgefa húsnæðið. Brynja segir Friðrik hafa beðið sig um að kaupa líftryggingu skömmu áður en hún flutti frá honum og var hún líftryggð fyrir átta milljónir króna. Að henn- ar sögn skyldi upphæðin vegna dauða hennar renna óskipt til hans og Hugo Þórisson, for- maður Sálfræðinga- félagsins. Félagið hefur oftar en einu sinni samþykkt harkalega ályktanir gegn Friðriki og hans starfsemi. Mattías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Hann telur að geð- heilsa þeirra sem leita til Friðriks í dá- leiðslu geti verið í hættu. NEITAR ÖLLUM ÁSÖK- UNUM pósturinn bar ásakanir Brynju Daníelsdóttur, Ástu Ragnarsdóttur, Ragnars Benediktsson- ar og náins aðstandanda seinustu sambýliskonu Friðriks Páls Ágússts- sonar undir hann. Hann sagði þærallar uppspuna frá rótum og spunnar út frá illum hvötum viðmæl- enda blaðsins í sinn garð. Varðandi ályktun Sálfræð- ingafélagsins sagði hann félagið handbendi Land- læknisembættisins og sjálfur óskaði hann helst að starf sitt yrði löggilt á Islandi. Um nám sitt í dá- leiðslu sagðist Friðrik um þessar mundirvinna að doktorsgráðu í því við há- skóla í Kaliforníu. Að lok- um sagðist Friðrik hafa undir höndum segul- bandsupptökur með sím- tölum við þá aðila sem bera á hann sumar ávirð- inganna í greininni þar sem þeir hótuðu sér lífláti. Einnig kvaðst Friðrik vera með gögn um fjölskyldu seinustu sambýliskonu sinnar, sem gætu auð- veldlega svipt hana mann- orði sínu, en hann sé yfir það hafinn að fara með slíkt í blöðin. PÓSTURINN hefur ekki séð þau gögn sem Friðrik segist hafa undir höndum. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.