Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 16
FIMMTUD7rGLJFr6~A'PRIL~Y9'951 16 JÓHANNI „Éger ómenntaöur kvik- myndagerðarmaður og málari en ég tel mig ekki vera neinn listamann þannig. Ég held að kokkar á veitingahúsum séu meiri listamenn heldur en kvik- myndagerðarmenn og myndlistar- menn." HRAFN: „Það mundi kitla upplif- unina meira að finna skítalykt og pizzulykt í bland í stað þess að sjá mynd af manni borða pizzu á kló- settinu. Sterkasta skynfærið er lyktar- skynið. Alla ævina ertu að leita aftur að geirvörtu móður þinnar, sem er sú lykt sem stýrði þér í upphafi." Jóhann: „Ég verð ástfanginn af einhverri konu nokkurn veginn á hverjum degi. En það borgar sig ekki að hafa of mikið samneyti við þær því þá getur maður ekki orðið ástfang- inn upp á nýtt á hverjum degi." „...einu sinni keypti Júlli af mér atkvæð- ið mitt á fylleríi fyrir tvö glös á barnum. Síðan kom Jakob Magnússon og bauð 8 glös í atkvæðið mitt fyrir annan flokk, en ég var bara búinn að selja Júlla það fyrir tvö." „Hver dáð sem maðurinn drýgir er drauamir um meira dooo" ÓLÉTTA SKRIFTAN MYIUDIIVI OG ADRAR MYIUDIR Hrafn: Eitt sem mér finnst at- hyglisvert við þessa mynd eru viðbrögð stráksins þegar stelp- urnar fimm eru allar orðnar óléttar. Hann fer á sjóinn. Þetta er alveg séríslenskt attitúd sem þú býrð til þarna, þú stillir þessu svona upp: Þegar menn eru búnir að gera konur óléttar fara þeir bara á sjóinn til að eiga fyrir meðlaginu... Jóhann: Jájá. Ekki gera þeir kvik- myndir fyrir meðlaginu. Hrafn: En hvernig fannst þér myndin? Jóhann: Mér finnst hún mjög góð, ég er ánægður með hana. Hrafn: Ertu sáttur við tæknihlið- ina? Jóhann: Nei, ekki fyllilega, en mér finnst gallarnir gera hana skemmtilega hráa. Hrafn: Hvaða íslensku myndir finnst þér vondar? Jóhann: Til dæmis Löggulíf eftir Þráin Bertelsson. Og svo Hvíti víkingurinn, en það vegur kannski upp á móti að mér finnst Hrafninn flýgur ein besta myndin sem gerð hefur verið. AÐ FÁ ÚR HONUM Jóhann: Alltaf þegar maður hefur lokið einu verki, þá er ástríðan slokknuð - Hrafn: Þá er maður búinn að fá það? Jóhann: Já. Hrafn: Þetta lýsir alveg fólkinu í þinni mynd, það gerir það ekki til þess að njóta þess heldur til þess að fá úr honum. Þetta eru einhvers konar neytendur, sem njóta samt aldrei þess sem þeir neyta. Það er einmitt þetta at- titúd sem er intressant við myndina, það er græðgisleg neysla í gangi sem gefur enga gleði, enga fullnægingu, ekkert annað en að fylla magann eða fá úr honum og punktur basta. Var það tilgangurinn? Jóhann: Það var aðalatriðið og ég var ekki að lýsa þessum ka- rakter heldur því sem hann gerði og hvernig hann bregst við aðstæðum. Ég sagði ekkert frá konunum, bara frá því hvernig hann brást við og hvað hann gerði, annað skipti ekki máli. LISTIIU OG LYKTIIU Jóhann: Ég er ómenntaður kvik- myndagerðarmaður og málari en ég tel mig ekki vera neinn listamann þannig. Ég held að kokkar á veitingahúsum séu meiri listamenn heldur en kvik- myndagerðarmenn og myndlist- armenn. Hrafn: Þeir eru að fást við lífrænt efni á stundu sannleikans. Það er kannski þess vegna sem mér finnst ég upplifa mín stóru augnablik þegar ég er að kokka, hvort sem ég kokka saman mynd eða mat. Ég hef ógurlega gaman af því og líka af því að fylgjast með góðum kokki í ak- sjón. Jóhann: Hérna áður fyrr þegar ég var að mála, þá var ég náttúr- lega oft á tíðum svangur og þá fór ég á eitthvert veitingahús og inní eldhús og fékk mér eitthvað að borða. Hrafn: Hvernig komstu inn í eld- hús? Jóhann: Ég þekkti marga kokka. Ég fylgdist með þeim og þeir lögðu mjög mikið uppúr þessu, líka að hafa lit á diskunum, þeir unnu mikið með liti og þetta voru einfaldlega listamenn. Hrafn: Það er eitt sem matar- gerðarlistin hefur umfram kvik- myndirnar og það er lyktin. Hún er svo mikill forleikur í góðri matargerðarlist. Lyktin kemur upp á meðan verið er að búa til matinn og þetta er svona eins og gott ástarævintýri, með þessum eilífa aðdraganda. Það er svo skrýtið með bíómyndirnar að þó að þú kvikmyndir öskuhauga þá virka þeir fallegir í allri sinni lita- dýrð, því það vantar lyktina. Jóhann: Fólk getur samt ímynd- að sér mikið ef það sér eitthvað í kvikmynd. Ég tók til dæmis eft- ir viðbrögðum þegar hann var að borða pizzu á klósettinu. Þá fussuðu margir og sveiuðu. Hrafn: Er þetta sótt í eigin reynslu? Gerirðu mikið af því að borða pizzu á klósettinu? Jóhann: Nei- Hrafn: Ertu orðinn svo siðfágað- ur að þú vilt ekki viðurkenna að þetta er sótt í eigin reynslu? Jóhann: Ég held ég hafi nú ein- hvern tímann borðað á klósett- inu en það hafi aldrei verið pizza. Én það sem ég er að segja er að ef þú sérð mynd af mat á tjaldinu eða í málverki þá kitlar það bragðlaukana. Hrafn: Ekki mig. Það mundi kitla upplifunina meira að finna skíta- lykt og pizzulykt í bland í stað þess að sjá mynd af manni borða pizzu á klósettinu. Sterk- asta slómfærið er lyktarskynið. Alla ævina ertu að leita aftur að geirvörtu móður þinnar, sem er sú lykt sem stýrði þér í upphafi. Þú ert að leita að hundrað geir- vörtum á hundrað konum en þú finnur hana aldrei aftur. Þess vegna er maðurinn svona eirðar- laus í eðli sínu, hann er alltaf að leita að þessari geirvörtu sem hann saug þegar hann fæddist. Þetta er hið blinda auga kvik- myndarinnar, að hún skuli vera lyktarlaus. ÁSTIIU OG RAFMAGIUIÐ Hrafn: Ég hugsa að ég gæti gert heila kvikmynd vegna konu, ef ég væri ástfanginn af henni. Að- eins þess vegna. Jóhann: Já, en þú verður að at- huga það að lífið er bara raf- magn og ást er bara að greiða gamlar skuldir, rafmagnsreikn- inga. Hrafn: En þegar rafmagnið er bú- ið úr geyminum? Jóhann: Rafmagnið er alltaf til staðar, þú ferðast bara um í líkömum. Ef þú trúir á líf, þá trú- ir þú á rafmagnið - Hrafn: Ég trúi bara á dauðann. Hann er það eina sem ég get trú- að á, allt annað er fiction. Dauð- inn er það eina sem þú getur verið algjörlega viss um að bíð- ur þín eftir að þú fæðist. Jóhann: En ég mundi semsagt ekki gera kvikmynd til þess að greiða einhverja rafmagnsreikn- inga. Hrafn: Til hvers ertu þá að gera þær? Jóhann: Það varð ein í tökuliðinu ólétt á meðan við vorum að taka upp, ein skriftan - Hrafn: Eftir þig? Jóhann: Nei, það held ég ekki. Hrafn: En þú ert ekki viss? Jóhann: Nei. Hrafn: Þannig að yrkisefninu hef- ur slegið út í vinnuna? Jóhann: Já, það tóku þetta marg- ir svolítið alvarlega. Fyrir nokkrum árum hitti Jóhann Sigmarsson Hrafn Gunnlaugsson á Sólon og trúði honum fyrir því að hann vantaði mann til að leikstýra kvikmynd sem hann hefði skrifað hand- rit að. Hrafn sagði honum að hætta að leita og fara að gera helvítis myndina og hann mundi kaupa sýningarréttinn fyrir Sjón- varpið af honum. Jóhann tók hann á orðinu og mætti með handritið upp á Sjónvarp nokkrum dög- um síðar. Hrafn ákvað að Jóhann hefði þá ástríðu sem þyrfti til að klára dæmið og stóð við sinn hluta. Síðasta föstudag frumsýndi Jóhann svo mynd sína, Eina stóra fjölskyldu, og á mánu- daginn settust þeir félag- ar niður á Kaffi Reykjavík og sötruðu bjór og ræddu um lífið og tilveruna. Hrafn: Hefur komið í ljós eftir hvern hún er ólétt? Jóhann: Nei - eða ég veit það ekki. Hrafn: En þú liggur undir grun? Jóhann: Ja, Júlli segir það en ég held að það hafi bara verið Júlli. KOMUR, KVFIM- REMBA OG AST Hrafn: Hvað finnst þér um kon- ur? Jóhann: Ég hef bara akkúrat enga reynslu af konum. Hrafn: En af drengjum? Jóhann: Ekki heldur. Konur eru bara eins og menn. Sumir líta þannig á að karlar séu konum eitthvað æðri en ég tek konum bara eins og hverjum öðrum ein- staklingi og það er alveg sama hvers kyns sá einstaklingur er. Hrafn: Hvað er það sem hrífur þig við konur? Jóhann: Af sumum konum verður maður auðvitað ástfanginn - Hrafn: Af hverju? Jóhann: Maður er bara að borga gamla rafmagnsreikninga - Hrafn: Það er einhver flótti í þessu svari, þú ert ekkert að borga gamla reikninga þegar þú verður hrifinn af konu. Jóhann: Nei, en maður verður hrifinn af einhverjum á hverjum einasta degi. Maður hefur alltaf ástina, í hvaða formi sem hún birtist og hvort sem hún beinist að konu eða karli eða kvikmynd eða hundi eða hverju. Og ég verð ástfanginn af einhverri konu nokkurn veginn á hverjum degi. En það borgar sig ekki að hafa of mikið samneyti við þær því þá getur maður ekki orðið ástfanginn upp á nýtt á hverjum degi. Hrafn: Þú heldur að nándin og snertingin eyðileggi þetta allt? Jóhann: Já, það getur gert það. Hrafn: Þá hættir andann að gruna eitthvað meira, þegar allt er afhjúpað? Jóhann: Já, og þá lendir maður líka í þeirri hættu að þessi sama kona fari eitthvað annað — og þá verður maður vonsvikinn. Maður verður að halda elskunni alltaf heitri. En hvað segir þú um konur og ástina? Hrafn: Konur eru það eina sem fær jörðina til að snúast. Ég gef dætrum mínum yfirleitt hluta- bréf í Hlaðvarpanum í afmælis- og jólagjafir, vegna þess að ég trúi því að heimurinn verði betri ef konur fá að ráða meiru. Vand- inn er bara sá að þær konur sem hafa hópast á Kvennalistann eru yfirleitt þessar leiðinlegu og geð- vondu úr bekknum, eins og mað- ur man eftir þeim úr skóla. Jóhann: Það eru svona kven- rembukellingar. Hrafn: Einmitt. Jóhann: Það er til tvenns konar fólk, karlrembur og kvenrembur. Hrafn: Móðurtilfinningin er sú pólitíska tilfinning sem vantar í tilveruna. Það væri allt í lagi með heiminn ef honum væri stjórnað af móðurást. Vandinn er sá að þessar kvenrembukerlingar eins og sjást á Kvennalistanum eru uppþurrkaðar eins og skreið til Nígeríu. Það besta úr eðli beggja kynja hefur ekki nýst í pólitík- inni, því það fólk sem þar er er yfirleitt fólk fast í rembu, af hvoru kyninu sem það er. PÓLITÍKIIM Jóhann: Ég horfi ekkert á sjón- varp og ég skil ekkert i pólitík og þótt ég eigi fullt af ungliðum fyrir vini þá veit ég bara ekkert um hana. Þess vegna er mér alveg sama hvað ég kýs, og einu sinni keypti Júlli af mér atkvæðið mitt á fyllerii fyrir tvö glös á barnum. Síðan kom Jakob Magnússon og bauð 8 glös í atkvæðið mitt fyrir annan flokk, en ég var bara bú- inn að selja Júlla það fyrir tvö. Hrafn: Þannig að þú hefur gert þarna mistök í bisness? Jóhann: Já. Hrafn: En þér finnst að fólk eigi að notfæra sér þennan lýðræðis- lega möguleika, að selja atkvæði sín? Jóhann: Nei, ég er ekkert að segja að fólk eigi að selja atkvæðisrétt sinn svona yfirleitt. Ég er bara að segja að ég veit ekki hvernig þetta fólk hugsar. Þótt það séu alltaf einhver kosningaloforð gef- in, þá hef ég bara aldrei séð þau verða að raunveruleika og þess vegna skiptir það engu máli hvað ég kýs. Hrafn: Trúirðu á Þjóðvaka? Jóhann: Nei, ég trúi ekkert frekar á Þjóðvaka en Sjálfstæðisflokk- inn eða Alþýðuflokkinn. Hrafn: Hvað ætlarðu að kjósa núna? Jóhann: Það fer bara eftir því hver býður best. TRÚ OG FYRIRGEFIMIIMG Hrafn: Ertu trúaður, Jonni? Jóhann: Ég er yfirleitt trúaður þegar illa gengur. Ég ólst náttúr- lega upp við það að kristnisögur voru kenndar í skóla og ég lærði þær. Ég hafði mjög gaman af þeim. Hrafn: Það er mikil aksjón í þeim. Jóhann: Já. En ég get svo sem ekki sagt að ég sé trúaður og ég trúi ekki heldur á Satan. Ég er hálfgerður anarkisti og almenni- legur anarkisti trúir náttúrlega ekkert á Satan eða antikrist eins og þeir í Sex Pistols vildu meina. Það er auðvitað gott að hafa trú, og ef þetta er til allt saman, eins og sumir vilja meina, þá vonar maður bara að þetta með fyrir- gefninguna stemmi. DRAUMURIIMIM UM DODOID Jóhann: Til hvers skrifar þú? Hrafn: Til þess að losna við man- íurnar sem æða um í hausnum á mér. Ef ég skrifaði ekki þá yrði ég til enn meiri vandræða en ég er nú þegar. Jóhann: Eftir frumsýninguna á Veggfóðri spurðir þú mig nefni- lega til hvers ég skrifaði, þess vegna spurði ég nú. Hrafn: Hverju svaraðir þú þá? Jóhann: Það stóð á svari þá. Hrafn: En hefurðu hugsað útí það síðan? Jóhann: Nei, í rauninni ekki. En til hvers gerir maður þetta svo- sem? Hrafn: Gerirðu þetta til þess að ganga í augun á stelpunum? Jóhann: Já, ætli ég búist ekki sterklega við því að ég skrifi til þess. Hrafn: Þarna er nú kominn einn stórbrotinn tilgangur í sjálfu sér, öll lífkeðjan farin í gang. Þú skrif- ar semsagt til að ganga í augun á stelpunum í von um meira dodo? Jóhann: Já, það má segja það. Hrafn: Og hefur það virkað? Jóhann: Alveg þrælvirkað. Hrafn: Þú átt við að innst inni hafi skáldið hugsað; „Hver dáð sem maðurinn drýgir er draum- ur um meira dodo“? Jóhann: Akkúrat.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.