Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 28
,<-***%
ICELAND
1995
OPINBER
Eftir vinnu ætlum við Arnór B. Björnsson að gera okkur ferð
til Þingvalla þvi við erum búnir að taka hótelið á leigu yfir
páskana. Til stendur að kanna aðstæður og athuga hvort
það þurfi að taka til hendinni fyrir páskahelgina.
Helgarprógrammið hefst á tónleikum með Sinfóniuhljóm-
sveit Islands í Háskólabiói, þar sem meðal annars verður
spilaður píanókonsert eftir Edvard Grieg og Sinfónía nr.10
eftir Dimitri Shostakovitsj sem eru bæði mjög falleg stykki.
Á tónleikana fer ég með félögum mínum í tónlistarklúbbi
sem hefur það að markmiði, fyrir utan ferðir á tónleika, að
hittast einu sinni í mánuði og ræða tónlist, ýmist einstök
tónverk eða hljóðfæri. Allir í hópnum eru amatörar þannig
að það kemur ekki að sök þótt við leitum svara við barna-
legum spurningum. Á eftir förum við ef til vill á Sólon Is-
landus og tölum um tónleika kvöldsins.
Seinnipartur föstudagsins fer í það að hjálpa Jóa á Kaffi-
barnum að flytja. Ætli við eyðum ekki svo um það bil
klukkutíma í það að leita að Freknu, hundinum hans Jóa, en
jafnvel þótt það sé búið að hafa uppi á honum síðan siðast,
týnist hann örugglega aftur í flutningunum.
Þegar við höfum fundið hundinn bregðum við okkur í mat á
Borgina eða Ítalíu. Það fer allt eftir því hvernig mat mann
langar i. Eins og venjulega hefst kvöldið á Kaffibarnum en
úr því Unun og finnsku brjálæðingarnir eru að spila á
Tveimur vinum kikir maður auðvitað þangað, en endar síð-
ar um kvöldið aftur á Kaffibarnum. En nóttin er ung og ef
gott partí býðst er aldrei að vita hvar maður endar.
/■ Þetta kvöld ætlum við, einmitt nokkrir félagar úr tónlistar-
klúbbnum og fleiri, að halda fagra veislu fyrir vin okkar
sem er endurskoðandi í Noregi þar sem hann er búinn að
vera í hálfgerðri útlegð. Þar sem við erum ansi hræddir um
að hann sé búinn að gleyma því hvernig á að gera sér glað-
an dag ætlum við að rifja það upp með honum. Við hefjum
leikinn á því að fara í sund og sauna, annað hvort í Vestur-
bæjarlaugina eða Árbæjarlaugina, síðan liggur leiðin i
heimahús þar sem við eldum í sameiningu djúsí pastarétt.
Endurskoðandinn á hins vegar ekki að mæta fyrr en matur-
inn er tilbúinn.
Eftir vinnu verð ég að jafna mig heima eftir tískusýningu frá
kvöldinu áður. Eins og flestir vita geta slikar samkomur dregist
á langinn.
Ég ætla að byrja daginn — hvenær svo sem hann hefst — á
því að sjá Ijósmyndasýningu Flanagans um sadómasókisma
á Mokka, sem er i það minnsta mjög athyglisverð af af-
spurn, allavega er steitmentið hans fremur forvitnilegt.
Kvöldið er frátekið þvi við hjónin erum að gera upp gamalt
’hús. Ég sé sjálfa mig fyrir mér með uppbrettar ermar að mála
allt kvöldið.
Svo hefst sjálft Ijfið. Ætli maður hefji ekki ferðina á Sólon
Islandus, fari síðan í Ingólfscafé og endi á Skuggabarnum..
Laugardagurinn hefst snemma hjá mér því ég þarf að fara að
vinna frá tíu til tvö í verslun minni. Ég mæli eindregið með að
konur geri sér ferð i verslunina mína og kaupi kosningaeyrna-
lokka, því vel að merkja; þeir fást í öllum flokkslitum.
^ D en kvöldið verður sjálfsagt pent því kosninganóttin er
framundan.
Nudd hjá Sollu er allra meina bót. Ef ég kemst til hennar er
deginum borgið. Siðan býst ég við að renna í mat og Bloo-
dy Mary á Hard Rock áður en kosningabrjálæðið hefst. Þar
sem ég er ekki með íslenskan ríkisborgararétt slepp ég við
að kjósa nema ég geri eitthvað i málunum fyrir helgi.
Ef veður leyfir þá eru ég og nokkrir vinir mínir búnir að lofa
okkur því að fá náttúrukikk. Ef það verður brakandi sól og
gott veður göngum við á Esjuna, ef ekki, stefnir allt f það
að ég reyni að koma reglu á heimilisbókhaldið. Ég er nýbú-
inn að eignast möppu og gatara og ætla allavega að hefj-
ast handa við að raða öllu saman.
Eftir vinnu bregð ég mér að kjósa í Austubæjarskólanum,
.sínnFT.is g Laiir.aRnFr.i
Kvöldið endar að sjálfsögðu í kosningatjútti á Kaffibarnum.
Ég hugsa að þar verði mikil stemmning og maður kemur til
með að hlaupa á efri hæðina nokkrum sinnum um kvöldið
til þess að kanna stöðu mála. Ef það teygist úr talningunni
er aldrei að vita nema maður endi bara í morgunmat á
Kaffibarnum. Það gæti jafnvel farið svo að maður setti upp
morgunverðarhlaðborðið sjálfur.
Um miðjan daginn held ég upp á barnaafmæli sex ára sonar
1 míns.
Ég elska take-away staði, sérstaklega á annasömum dögum
sem þessum og einnig þar sem lata húsmóðirin er rikjandi í
mínu lífi. Það er engin spurning að ég nýti mér þá þjónustu á
kosningadag, en hvaða staður verður fyrir valinu fer eftir því
hver stemmningin verður.
Um miðjan dag set ég mig í viöhafnarstellingar áður en
lagt verður á kjörstað. Ég er að hugsa um að taka mig mjög
alvarlega sem borgara í lýðræðisríki og mæta í sparifötun-
um og líta á atkvæði mitt sem mikilvægt.
Ég sé fram á hálfónýtan sunnudag. Til bjargar kæmi ef til
vill Bloody Mary þvi hvorki er mikið um íþróttir né sund i
lífi mínu. Ef mér tekst að tjasla mér saman fyrir kvöldið má
vera að ég bregði mér í bíó enda sunnudagurinn eini frí-
dagurinn. Mig langar helst að sjá Shawshank Redemption i
Regnboganum. Ef ég fer ekki í ellefubíó heldur níubíó, end-
ar kvöldið örugglega í kaffibolla á Kaffibarnum.
jttnr.flBnaG smfhui
Allt stefnir í kosningavöku í heimahúsi í hópi vina og
vandamanna með ólíkar stjórnmálaskoðanir. Þar verður rif-
ist, glaðst og grátið undir stórum skjá með tilheyrandi pít-
sum og bjór. Vakan stendur þar til línur skýrast.
rkvöldinu hef ég ákveðið að eyða fyrir framan bæði sjónvörpin
mín enda spennandi kosninganótt framundan. Sú sjónvarps-
stöð sem verður með smartari dagskrá og betri grafík fær að
njóta sín í stærra sjónvarpinu. Þar sem ég er mikill kosningafík-
ill býst ég við að hljóma alla nóttina eins og kolklikkaður karl
að horfa á fótboltaleik.
Þennan dag vonast ég bara til að foreldrar mínir sjái aumur
á mér og bjóði mér í mat og láti mig fá vikuskammtinn af
næringu og bætiefnum.
UMir.flBnar.siiimnr
Félagsskapurinn verður aö minnsta kosti eiginmaðurinn. Hins
vegar eru vinir mínir í öllum flokkum hjartanlega velkomnir i
heimsókn hvenær sem er kvöldsins.
Um kvöldið stefni ég á að gera Einni stórri fjöl-
skyldu Jóhanns Sigmarssonar skil. Svo tilheyrir að
fara á kaffihús á eftir, jafnvel í rólegheitin á
Kaffibarnum, en hann er einmitt fínn á sunnu-
dagskvöldum þegar allir eru búnir að hlaupa af
sér hornin — eða á Sólon íslandus.
inar.sBvnui
Þetta verður annasamur dagur því að ég þarf að fara í tvær
fermingarveislur, i aðra um miðjan dag á Selfossi en hina í
bænum síðdegis.
.siiiHBiiiPflr.SKvaijn
Ef ég kem því við fer ég mjög gjarnan í sjöbíó til þess að losna
við hlé. Efst á óskalistanum nú eru Quiz Show sem sýnd er í
Bíóhöllinni, en þar sem mér sýnist að hún sé bara sýnd klukkan
fimm og níu má vel vera að ég bregði mér á Himneskar verur í
Regnboganum.
Hvemig ríkisstjóm viit þú?
Veðrið I dag:
Norðvestan kaldi og á stöku
stað stinningskaldi og él við
norðaustan ströndina, hæg
norðaustan átt og léttskýjað
sunnanlands en vestanverð
gola og skýjað með köflum
norðaustan til. Frost fer held-
ur harðnandi, einkum í inn-
sveitum og má víða búast við
talsverðu næturfrosti.
Afram Viðreisn
Alþýðuflokkur-Sjálfstæðisflokkur
Vinstri stjórn
Alþýðubandalag-Framsókn
-Kvennalisti-Þjóðvaki
Nýsköpun
Alþýðubandalag-Sjálfstæðisflokkur
Hægri stjórn
Framsókn-Sjálfstæðisflokkur
Veður næstu daga:
Fremur hæg norðan og norð-
vestan átt á Norður- og Aust-
urlandi með smá éljum, en
austan og suðaustan kaldi og
lítilsháttar snjókoma á stöku
stað sunnanlands. Á Vestur-
landi verður norðaustan gola
og skýjað, en að mestu úr-
komulaust. Frost 1 til 4 stig.
V/ ' O o V - ^ w
Bjart HáHskýjað Skýjað Rigning Snjór Kul Kaldi Stormur Hiti Frost
39,90 kr. mínútan