Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 17
17 ! Þökkum frábærar móttökur og óskum landsmönnum gledilegra páska. Leikhúsinu Frú Emilíu hefur hlotnast sá heiður að vera boðið á norræna leiklistar- hátíð sem þegar er hafin í Árósum í Dan- mörku. Það var upp- færsla Frú Emilíu á Makbeð eftir William Shakespeare sem vakti athygli forráða- manna hátíðarinnar sem er undir yfir- skriftinni Den Nor- diska Scanekunst Festival. Alls ellefu þekktum leik- og danshópum var boð- ið til hátíðarinnar. Þá hefur Frú Emilíu einnig verið boðið með sama leikrit á Shakespeare-hátíð í Póllandi og borist hafa fyrirspurnir frá Svíþjóð og Finnlandi. Með hlutverk herra og frú Makbeðs i sýningunni fara Edda Heiðrún Backhman og Þór Tulinius... Eftir djamm og djús kosn- ingahelgar- innar lítur allt út fyr- ir að borgin verði all- mörgum andlitum fátækari um pásk- ana. Meginþorri X- kynslóðarinnar, alla- vega rjómi hennar, ætlar nefnilega að bregða undir sig betri fætinum og skjótast á Þingvelli um páskana, ekki þó til þess að búa í tjaldi heldur hafa tveir fulltrúar kyn- slóðarinnar, Erik Hirt (ekki Hirst) og Arnór B. Björnsson, tekið Hótel Valhöll á leigu. Alls er rúm fyr- ir 70 manns á Hótel Valhöll og eftir því sem pósturinn kemst næst eru ekki nema „örfá sæti laus“. Saman ætlar X-kyn- slóðin að dvelja á hótelinu í fjórar næt- ur. Verðið er heldur ekki svo slæmt því litlar tíuþúsund krónur þarf að borga fyrir dvölina. Er inni- falið í því morgun- verður (sem flestir búast fastlega við að etinn verði síðla næt- ur eða hreinlega sleppt). Þá er boðið upp á þriggja rétta máltíðir alla dagana fyrir 2.200 krónur skammtinn. Einhver hafði á orði að fjórar nætur væru fullmikið af því góða því búist væri við því að á þriðju nóttu væru allir þegar búnir að fara hringinn. En ekki orð um það meir... í

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.