Helgarpósturinn - 30.11.1995, Síða 4

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER1995 ■I Yfirheyrsla • Árni Johnsen alþingismaöur „Maður rœðst nú ekki á lítilmagnann “ Hvað gerðist? „Ég svona gantaðist við Öss- ur og ætlaði að klappa á öxl- ina á honum en höfuðið á honum er stórt og ég lenti á eyranu. Þetta var nú allt í góðu gert.“ Svo er talað um að þú hafir danglað í rassinn á honum með iöppinni? „Þetta er nú allt sniðið til og fært í stílinn. Það er þröngt í þinghúsinu og ég er gamall spretthlaupari — á ellefu í hundraðinu. Þegar ég rakst á þá félaga í stiganum, Jón Baldvin og Össur, þá var það tilviljun að fóturinn rakst í Össur. Ef ég hefði rekist í Jón Baldvin hefði þetta ekki verið neitt tiltökumál því hann er ekki eins lágur til hnésins og Össur — og ekki eins mikill aftur um sig og hann.“ En þeim hefur tekist að gera talsvert mál úr þessu? „Jájá, vitni og árás og... ég get ekkert sagt við því. Það verður hver að gráta eins og honum lætur best.“ En einhver aðragandi mun hafa verið að þessu? „Þetta spannst í framhaldi af því að það var umræða urn slysamál á Vestfjörðum. Ég hef alltaf gaman af því þegar menn eru að gantast með mig. Sjálfur hef ég gaman af að gantast með menn. En það má segja að j)að hafi ver- ið ósmekklegt að Össur fór að gantast í þessari siysaum- ræðu. Það var þó enginn óhugur í garð Össurar af minni hálfu. Menn klappa á öxlina hver á öðrum." Sú saga hefur flogið fyrir að þú hyggist kæra Alþýðu- blaðið fyrir ómakleg skrif í þinn garð? „Neineinei. Aldrei. Ég hef bara ekki lesið Alþýðublaðið í nokkur ár þannig að ég veit ekki fyrir hvað ég ætti að kæra þá. Maður ræðst nú ekki á lítilmagnann. Það stendur ekki til. Ég hafði á orði í öllum Jæss- um sögusögnum að ég hefði nú ekki verið að rugiast á fót- boltadegi. Hins vegar að þeg- ar ég rakst á Össur minnti það mig á gömlu dagana þeg- ar maður var að leika sér með rússabelgi. Það eru stór- ar svartar blöðrur og þegar maður settí fótinn í þær fóru þær mjög hægt. Þær bifuðust en hrukku ekki. Þetta var álíka áreksjur. Og einn vinur minn hringdi í mig og sagði að nú væri búið að hafa sam- band við stoðtækjafyrirtækið Össur og panta nýja rist á mig. Það er ágætt að fólk skuli hafa gaman af að gant- ast í skammdeginu." Fyrir helgi mun hata slegið i brýnu milli Ánia Johnsen og Össurar Skarphéðinsson- ar á þingi og sagt að Ámi hafi snúið upp á eyra Össurar og sparkað í afturenda hans. Haft er eftir Össuri að nú viti hann hvemig hamflettum lunda liði. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir var orðin hundleið í starfi þegar hún svona „upp á grín“ ákvað að þýða bók um líf Elvis Presley og gefa hana út sjálf. I kjölfarið fékk hún þá hug- mynd að þýða bók um best geymda leyndarmál bandarísks samfélags; fylgdarsveina. Guðrún Kristjánsdóttir fékk meðal annars að vita að Þórdísi var: Bent á fjóra íslenska fylgdarsveina Þótt bókin fjalli um fylgdarsveina í Bandaríkjunum er vel hægt að heimfæra það sem kemur fram í henni yfir á mörg önnur lönd, þar á meðal Island. Mér var að minnsta kosti bent á fjóra íslenska fylgdarsveina á meðan ég var að vinna bókina," segir Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, prentsmið- ur, útgefandi og þýðandi, sem um síð- ustu jól fékk þá flugu í kollinn að þýða nýútkomna bandaríska bók um rokk- goð sitt og fjölmargra annarra, Elvis Presley, sem hefði orðið sextugur í ár. Bók þessi vakti mikla athygli í Banda- ríkjunum þegar hún kom út um jólin í fyrra, enda skrifuð af nánum vini kóngs- ins til nærri tuttugu ára, Joe Esposito. Nokkru síðar datt Þórdís ofan á erlenda tímaritsgrein, útdrátt úr nýútkominni bók sem heitir Fylgdarsveinar (Gigolos) og hefur að geyma veröld sem hefur verið hulin almenningi. Vegna ódrep- andi áhuga síns á bókunum og þreytu yfir að þurfa sífellt að vera að segja vin- konum sínum frá efni bókanna ákvað Þórdís að þýða bækurnar, hanna útlitið á þeim og síðast en ekki síst stofna eig- ið bókaforlag, Spássíuna, sem tekur í fyrsta sinn þátt í jólabókaslagnum í ár. Þórdís segir Fylgdarsveina mjög vel unna bók sem bæði sé byggð á mikilli rannsóknarvinnu og viðtölum tveggja bandarískra blaðakvenna við fylgdar- sveina. „Það sem kom mér mest á óvart í bók Þórdísar Lilju kemur með- al annars fram að „þær konur, sem þurfa að skipa fyrír allan daginn, þrá að verða þrælar á kvöldin". við þessa bók er hve rosalega almenn þessi þjónusta er orðin og að það eru ekki bara ein- mana, ríkar og ófríðar konur sem nýta sér hana heldur þvert á móti glæsipíur sem vita hvað þær vilja — og vilja ekki. Meðal þess sem þær vilja ekki er að flækja sig í einhver sambönd. Þetta eru konur sem hafa tileinkað sér ríða- búið-bless-viðhorf karlmannanna og eru farnar að haga sér alveg ná- kvæmlega eftir eigin höfði. En ólíkt smánarstimplinum sem er á hórum er töfraljómi yfir fylgdarsveinastarfinu." í bókinni eru allt frá virtustu lögfræð- ingum niður í kaupmanninn á horninu spurðir um viðhorf sitt til fylgdar- sveinastarfsins og segir Þórdís þá alla líta á það sem draumastarf. „Það finnst líka þeim íslensku karlmönnum sem ég hef talað við. Það kemur heldur ekki á óvart að draumur sérhvers karlmanns er að fá borgað fyrir að sofa hjá tvisvar til þrisvar í viku. í Ameríku getur verið allt upp í íbúðir og bíla í boði.“ Þórdís segir þó þá fylgdarsveina sem rætt var við í bókinni flesta tætta ein- staklinga. „Bókin greinir frá sögu fylgdarsveinaþjónustunnar í Bandríkj- unum, allt frá því þegar konur gátu fyrst leigt sér dansfélaga á Maxim’s, en það sem kom mér líka á óvart er við- horf fylgdarsveinanna til ungra kvenna, en þeir vilja ekki sjá konur undir 35, þær séu upp til hópa lélegir elskhugar; alltof uppteknar af sjálfum sér og ekki til í hvað sem er. Eftir 35 ára aldurinn fara konurnar hins vegar batnandi en verða ekki góðir elskhugar fyrr en um fimmtugt." Einnig kemur fram í bókinni hverjir séu helstu viðskiptavinir stærstu fylgd- arsveinaþjónustu Bandaríkjanna. Sam- kvæmt upplýsingum lögfræðings þjón- ustunnar eru það hvorki meira né minna en starfskonur utanríkisráðu- neytisins, alríkislögreglunnar og dóms- málaráðuneytisins. „Það kemur skýrt fram í viðtölum við fylgdarsveinana að þær konur, sem þurfa að skipa fyrir all- an daginn, þrá að verða þrælar á kvöld- in. Annars tel þessa bók og reyndar einnig bókina um Elvis Presley - - sem skrifuð er af mikilli umhyggju fyrir hon- um þótt ekkert sé dregið undan — afar holla lesningu.“ Fjölmiðlar Draumurinn um mótvœgið „Eitt dregurþó úr. Hér er þegar til blað sem gefur sig út fyrir að uera félagshyggjublað, en ernáttúrlega illa dulbúið málgagn Framsóknarflokksins. “ Eins og fram kemur í frétt hér í blað- inu ætla stjórnarandstöðuflokkarn- ir fjórir að taka sig saman um útgáfu blaðs á morgun, föstudag. Það verður sambræðingur fjögurra blaða, Alþýðu- blaðsins, Vikublaðsins, Þjóðvakablaðs- ins og Pilsaþyts Kvennalistans. Sameiginleg útgáfa flokkanna á bara að vera þetta eina blað og er kynnt sem voða spontant hugmynd, allir yfir sig glaðir og allt frekar sætt. Undirald- an í því, sem sagt er um málið, bendir hins vegar til þess að draumurinn um vinstra dagblað — sem mótvægi við Moggann og DV — sé fráleitt úr sög- unni. Þessi draumur hefur verið lengi á floti. Fyrir nokkrum árum var reynt að Iáta hann rætast í blaði sem fékk vinnu- heitið Nýmæli, en fæddist aldrei. Nokkru seinna varð til hlutafélagið Mótvægi, þar sem framsóknarmenn með Steingrím Hermannsson í broddi fylkingar tældu bláeygt félagshyggju- fólk út í vonlausan rekstur á Tímanum. í haust settist fólk svo aftur niður til skrafs, en niðurstaðan varð engin. Draumar geta lifað lengi, séu þeir nógu sjarmerandi. Og þessi hugmynd er nokkuð sjarmerandi. Ekki hugmynd- in um að gefa út „vinstra blað“ (sem er ógnvekjandi hugtak), heldur hugmynd- in um að gefa út almennilegt dagblað, sem er efnismeira en DV og líflegra (les: skemmtilegra og betur skrifað) en Morgunblaðið og hefur tiltölulega af- dráttarlausa frjálslynda afstöðu til til- verunnar. Hvorugt ætti að vera sér- staklega erfitt. Ég held að sé þetta á annað borð hægt, sem er svosum ekkert víst, pen- inganna vegna, þá sé það núna. Tvennt kemur til. Aðstandendur litlu blaðanna eru saman í stjórnarandstöðu, eru að krunka sig saman á öðrum vígstöðvum og eru hundleiðir á að vera einir úti í horni þar sem enginn tekur eftir þeim. Þeir virðast líka skilja — ræð ég af sam- tölum við þá — að eina lífsvon svona fjölmiðils sé að flokkarnir skipti sér sem minnst af honum. En flokkarnir eru nauðsynlegir þátttakendur í byrj- un, af því að án þeirra verða litlu blöð- in ekki lögð niður og án þeirra verður ekki skotið trúverðugum stoðum undir nýtt blað. Hvort tveggja er lykilatriði. Hitt er, að ég held að það sé markað- ur fyrir vel skrifað og efnismikið dag- blað og auk þess nóg af fólki til að búa það til. Út um allan bæ hírast fantagóð- ir blaðamenn sem kysu ekkert frekar en að vinna á alvörublaði við mann- sæmandi aðstæður. Svoleiðis blað hef- ur líklega ekki verið til síðan DB var og hét. Eitt dregur þó úr. Hér er þegar til blað sem gefur sig út fyrir að vera fé- lagshyggjublað, en er náttúrlega illa dulbúið málgagn Framsóknarflokksins. Það heitir Tíminn, sem DV-menn gefa út án þess að nokkur viti hvers vegna. Auðvitað skiptir Tíminn ekki miklu máli í íslenzku blaðaflórunni, ekki frek- ar en flest hin litlu blöðin, en með því að pissa reglulega utan í félagshyggj- una þjónar hann þó því hlutverki að þvælast fyrir þegar kemur að bissniss- hliðinni á blaðaútgáfu á þessum væng þjóðfélagsins. Það verður fróðlegt að sjá kokteilinn sem flokksblöðin framleiða á morgun. Ég á raunar ekki von á miklu, enda ekki þannig til blaðsins stofnað. En annað þykir mér nokkuð víst. Uppistaðan að þokkalegu blaði er þarna. Eitthvað af kraftinum er þarna. Þá vantar bara peningana. Og að pólitíkusarnir haldi sig fjarri. Annað eins hafa menn nú lát- ið sig dreyma um. Karl Th. Birgisson Mynd: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.