Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 12
12 FlMIVmJDAGUR 30. NÓVEMBER1995 Svavar Gestsson glímir enn við gamla kommastimpilinn, en Karl Th. Birgisson komst að því að hann horfir nú meðal annars til Bandaríkjanna um umbætur á stjórnkerfinu. Hann sér fram á pólitískar forsetakosningar og mikla gerjun í stjórnmálum á næstu mánuðum. „Þetta verða pólitískustu forsetakosningar sem Mynd: Jim Smart „ Við búum ekki við þingbundna stjórn, heldur stjórnbundið þing. “ Svavar Gestsson hefur nú lokið við að skrifa greina- flokk í Alþýðublaðið, um jafnaðarstefnu, en ekki síður um stjórnmálasögu á vinstri vængnum síðustu áratugi. í leiðara blaðsins í gær fær hann hins vegar hefðbundið „gúmor- en“ úr frasabankanum um sov- étkomma og uppgjör við fortíð- ina. Þess vegna liggur beint við að spyrja: Af hverju heldurðu að þér gangi svona illa að losna við gamla kommastimpilinn? „Ég hef aldrei reynt það sér- staklega og í raun tekið þessu ósköp létt. Ég skil það vel að pólitískir andstæðingar mínir reyni að sverta mig eins og þeir geta. Það er þeirra hlutverk og pólitíkin væri orðin litlaus á ís- landi ef Alþýðublaðið og íhald- ið væru búin að taka mig í sátt að öllu leyti. Alþýðublaðið bauð mér að skrifa þessar greinar, sem ég var þakklátur fyrir, af því að ég hef gaman af að taka þátt í pól- itískri umræðu. Það var hins vegar alveg ljóst að það var ekki mjög vinsælt í Alþýðu- flokknum að ég væri að skrifa mikið í blaðið og þess vegna kannske nauðsynlegt fyrir rit- stjórann að láta koma fram að hann væri ennþá ritstjóri blaðs- ins, en ekki ég. Það er bara hans böl og vandi, en kemur mér ekkert á óvart. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Ég er miklu heldur stolt- ur af þeirri sögu sem þarna er reynt að gera lítið úr. Aðalatrið- ið er að menn takist á við þann vanda sem við er að glíma á ís- landi hér og nú. í bók minni, Sjónarrönd, dreg ég upp til- tekna framtíðarsýn jafnaðar- stefnunnar og segi hvað unnt er að gera. Menn hafa ekki fengizt til að ræða nægilega um inni- hald þeirrar jafnaðarstefnu. Það er merkilegt að það var brugðizt við bókinni að sumu leyti einmitt með svona fortíð- artilvísunum, sem eru í mesta lagi tilefni stílæfinga." Uppgjör er ekki uppgjöf Það hlýtur að vera meira en það. Þessi bók er líka tilraun til uppgjörs við fortíðina. „Já, hún er tilraun til upj> gjörs, en hún er ekki uppgjöf. Á því er munur. Hún er uppgjör að því leytinu að ég tók um það ákvörðun þegar ég skrifaði bók- ina að segja: Markaðskerfi í efnahagsmálum er það sem við verðum að búa við í meginat- riðum, á allri jörðinni. Sú til- raun sem gerð var til að mið- stýra hagkerfinu bar auðvitað við höfum upplifað“ dauðann í sér. Að því leytinu er þetta uppgjör.“ En það hafa þú og skoðana- bræður þínir ekki verið tilbúnir að viðurkenna fyrren á allra síð- ustu árum. ,Jú, jú. í jafnaðarmannahreyf- ingu heimsins fyrir og um miðja öldina voru flestir þeirrar skoð- unar að það ætti að vera félags- leg stýring og eign á fram- leiðslutækjum. Það þarf ekki annað en að lesa bók Gylfa Þ. Gíslasonar, Um jafnaðarstefn- una, sem gefin var út í lok stríðsins — þar eru þessar hug- myndir allar raktar. Þegar Al- þýðuflokkurinn heyr kosninga- baráttu löngu eftir stríð talar hann um bæjarútgerðir, opin- ber fyrirtæki o.s.frv. Framsókn- arflokkurinn talaði um þetta líka. Rökin fyrir þessu voru full- komlega gild á þeim tíma, þótt þau séu það ekki núna. Veru- leikinn hefur þróazt með þess- um hætti. Við ákváðum á landsfundi Al- þýðubandalagsins 1983, í minni formannstíð, að stefna að blönduðu hagkerfi, sem er í raun bara ofstækislaus nálgun á málinu. Póstur og sími er ann- aðhvort einkaeign eða opinber, eftir því hvernig hann þjónar bezt hlutverki sínu. Kerfið sem slíkt — fyrirkomulagið — getur ekki verið markmiðið, heldur manneskjan sem það á að þjóna. Það er aðalatriði. Það hefur kannske verið galli á mál- flutningi okkar síðustu áratugi að rísa upp til varnar kerfinu, heilbrigðiskerfinu eða félags- lega kerfinu, en hafa gleymt að nálgast þetta frá manninum sem það á að þjóna. Ég finn að það er mikill áhugi á umræðu um alvörupólitík. Svona frasabuna eins og stend- ur út úr leiðara Alþýðublaðs- ins, sem mér finnst eðlileg, breytir engu.“ Finnst þér hún eðlileg? „Þetta er það sem ég er van- ur. Ég skrifaði fjórar langar greinar í blaðið þar sem ég stríddi þeim dálítið mikið og mætti þeim á eigin grundvelli. Ég sagði: hér er tiltekin saga, sem getur litið svona út, alveg eins og hún lítur hinsegin út frá ykkar bæjardyrum. Svo bauð ég upp á tiltekna pólitíska nálg- un í síðustu greininni, sagði t.d. að eina leiðin til að koma á sam- starfi vinstri manna á íslandi væri að Alþýðubandalag og Al- þýðuflokkur gerðu það. Það „Hver á að skrifa mat- seðilinn fyrir sameining- arpartíið? Er það einhver einn maður uppi á Vest- urgötu eða œtlum við að búa til matinn saman?“ getur enginn annar gert það. Þjóðvaki leysir ekki þetta mál fyrir Alþýðuflokkinn. Ég spurði í greininni og endurtek hér: er Alþýðuflokkurinn tilbúinn að fara með okkur í allsherjar- björgunarleiðangur fyrir mann- eskjuna í velferðarkerfinu? Vill hann taka á þeim vanda að samræma öflugt velferðarkerfi og jafnvægi á ríkissjóði? Erum við tilbúin að fara saman í þetta verk eða erum við dæmd til að gera það alltaf með íhaldinu, eins og þeir gerðu á síðasta kjörtímabili?“ Enginn ágreiningur sem máli skiptir En þá heyri ég þá segja: þetta er gott svo langt sem það nœr, en við verðum að vera sammála um það sem við erum að takast á við. Og þá kemur upptalning- in: landbúnaðarmál, sjávarúteg- ur, ESB, kjördœmamál, ný nálg- un gagnvart velferðarkerfinu o.s.frv. „Við erum með nýjar leiðir. Hvaða leiðir notuðu þeir í síð- ustu ríkisstjórn? Það eru gaml- ar íhaldsleiðir að leggja skatt á sjúklinga. Við erum ekki til í það. En það dugar ekki að segja „gamlar leiðir og nýjar leiðir", það verður að spyrja hvernig þær snerta manninn inni í kerf- inu. Við erum tilbúnir að skoða hvaða leiðir sem er með velferð hans sem markmið. En málin sem þú nefndir, að undanskildum Evrópumálum, eru merkimiðar Jóns Baldvins til þess að skapa ágreining. Um hvað er deilt í landbúnaði? Við þurfum landbúnaðarvörur og fólk til að framleiða þær, sem býr við svipuð kjör og aðrir í landinu. Þessar vörur þurfa að vera á svipuðu verði og gerist annars staðar. Allt þetta þarf að gerast í sátt við félagslega kerf- ið í landinu og umhverfið. Um þetta þarf ekki að vera nokkur deila." Það vantar inn í þetta að hve miklu leyti þetta á að vera frjáls atvinnugrein sem keppir inn- byrðis og út á við um framleiðslu á varningi til sölu, öfugt við kvótamiðstýringarkerfið sem nú ríkir. „Um það er engin deila.“ Heldurðu að Steingrímur J. Sigfússon sé sammála þér í því? „Steingrímur hefur lagt meira á sig en nokkur annar til að breyta landbúnaðarkerfinu. Hann á síðasta búvörusamning. Hvað þýðir hann? Til dæmis þriggja milljarða sparnað fyrir ríkið á hverju ári. Hvaða maður annar hefur náð slíkum árangri? Það er engin deila um að við erum að feta okkur inn í að landbúnaður þurfi að takast á við samkeppni og ekki síður að hann geti hagnýtt sér kosti samkeppninnar. Landbúnaður- inn á mikla möguleika ef hann fær að starfa í friði án þess að vera í höftum endalaust. Þarna er verið að búa til deilu til þess að hafa deilu. Það sama gildir um fiskveiðistjórnun og veiðileyfagjald. Það eru raunar tvö aðskilin mál, en um þau er enginn raunverulegur ágrein- ingur sem máli skiptir. Um þetta mál þarf hins vegar að ræða rækilega og ég vona að ég geti gert grein fyrir því hér í blaðinu síðar. Þriðja málið er kjördæma- mál, sem er líka tilbúin deila. Eru jafnaðarmenn alls staðar með sama kerfi í kosningum? Er sama kerfi í Danmörku og á Bretlandi? Staðreyndin er sú að menn laga kosningakerfi hver að sínum aðstæðum. Þessi þrjú mál þurfa ekki að vera hindrun í vegi samstarfs íslenskra vinstri manna." Af hverju ættu menn að vera að búa til deilur? „Vegna þess að menn hafa staðið í því undanfarna áratugi að búa til deiluefni til að verja flokkana sína. Flokkarnir hafa verið valdavé ákveðinna aðila og þetta er gert fyrst og fremst til að verja Alþýðuflokkinn, sem hefur verið í tilvistarkreppu um áratuga skeið. Evrópumálin eru hins vegar djúpstæð ágreiningsmál og þar siglir Alþýðuflokkurinn einn á báti. Þær deilur snerta bæði staðreyndir og tilfinningar og rista mjög djúpt, til dæmis í mínum flokki. En varðandi sameiningu verður líka að spyrja: hver á að skrifa matseðilinn fyrir partíið? Er það einhver einn maður uppi á Vesturgötu eða ætlum við að búa til matinn saman? Eða ætlum við að láta fólkið um það sjálft?" Verður ekki grasrótin að gera þetta og þið halda ykkur fjarri, þessir gömlu hundar, illa brenndir afátökum? „Nei, ég er ósammála því. Ég bendi á að við tókum mikinn þátt í samstarfinu sem stofnað var til í höfuðborginni." Það kom til vegna þrýstings frá grasrótinni. „Stjórnmálamenn gera auð- vitað aldrei neitt án þess að það sé hreyfing í kringum þá. Forystumennirnir eiga að hjálpa til. Ef þeir gera það ekki, þá verða þeir viðskila við hreyf- inguna. En við eigum að virða það fyrir okkur á þessu kjör- tímabili, hvort það séu málefna- legir snertifletir milli Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, sem flokkarnir gætu farið með saman út í næstu kosningar. Þeir gætu nefnt fjögur, fimm eða tíu mál sem þeir vildu berj- ast fyrir og hrinda í fram- kvæmd. Þetta er affarasælast í stöðunni, vegna þess að það eru ekki miklar líkur á að menn séu reiðubúnir að leggja flokk- ana skyndilega niður, eins og Margrét Frímannsdóttir hefur bent á. Það er praktískt að byrja málefnamegin. Á því eru engin vandkvæði, fyrir utan Evrópumálin.“ Pólitískar forsetakosningar „Næstu mánuðir í pólitík munu snúast fyrst og fremst um forsetakosningarnar. Ég held að þetta verði pólitískustu forsetakosningar sem við höf- um upplifað." Afhverju? „Ég held að það sé áhugi á pólitískum markalínum í tengsl- um við forsetaembættið um- fram það sem hefur verið. Það er undirliggjandi straumur varðandi Evrópumál sem mun birtast þar og viðbrögð Davíðs Oddssonar í þeim málum um síðustu helgi hygg ég staðfesti það. Svo bætist við Alþýðusam- bandsþing næsta vor og lands- fundur Sjálfstæðisflokksins og þetta allt getur skapað skýrar markalínur. Þegar kemur að flokksþingi Alþýðuflokksins haustið 1996 munu innri átökin í flokknum hafa gerjast, þá verður búið að kanna betur samstarfsgrund- völl og þá styttist í sveitar- stjórnarkosningar þar sem R- listinn mun væntanlega bjóða fram undir sömu formerkjum. Þá mun flokksþing Alþýðu- flokksins standa frammi fyrir örlagaríkum spurningum um hvort þeir eru tilbúnir í þessa samvinnu við okkur, sem við lýstum yfir á okkar landsfundi að við vildum." Aðeins um pólitískar forseta- kosningar. Sýnir reynslan ekki að fólk vill ekki pólitíkusa á for- setastól? „Ég á ekki endilega við að stjórnmálamenn verði í fram- boði eða kjörnir. Kosningarnar 1968 voru til dæmis rammpólit- ískar. Kosningarnar 1980 sner- ust líka um pólitík — jafnréttis- mál og menningarpólitík. Það sama mun gerast nú. Það er svo margt að gerjast." Hverjar verða átakalínumar? „Það verða Evrópumál og þar með staða íslands í heiminum, menningarlegar áherzlur og hvaða tilfinningu fólk hefur fyr- ir sjálfstæði þjóðarinnar.“ Að þetta verði eins konar þjóðaratkvœðagreiðsla um þessa hluti, en sá sem verður kjörinn getur kannske ekki gert mjög margt í þeim. „Embættið getur haft meiri völd en það hefur haft.“ Viltu það? „Ég hef ekki mikla skoðun á því, nema hvað mér finnst koma til greina að gera róttæk- ar stjórnkerfisbreytingar á ís- landi. Alþingi er til dæmis veikt og það kemur til greina að kjósa framkvæmdavaldið beinni kosningu en nú er gert.“ Þessi hugmynd var síðast á floti fyrir kosningamar 1983. Þú varst ekki ýkja hrifinn af henni þá? „Jú, jú. Ég hef alltaf verið það. Vandinn hér er sá, eins og Ólaf- ur Þ. Þórðarson sagði fyrstur manna, að við höfum ekki búið við þingbundna stjórn, heldur stjórnbundið þing. Þingið er alltof veikt og hér myndast aldrei skýrar pólitískar marka- línur. Ég dáist að bandaríska stjórnkerfinu, þar sem forset- inn og þingið takast á. Það er stundum erfitt, en það er þó skýrt um hvað er verið að tala. Um hvað snúast pólitískar fréttir hér? Um það hvort Egill Jónsson skilar séráliti í nefnd með öðrum sjálfstæðimönnum. Það er aldrei talað um það, um hvað álitið snýst. Um hvað snú- ast deilurnar í Bandaríkjunum núna? Alvörumálefni í pólitík. Átök um velferðarkerfið, til dæmis. Það þarf skýrari línur hér og að komast að niður- stöðu um það til dæmis, hvers konar jafnaðarstefnu á að fylgja hér. Því hefur Alþýðu- flokkurinn að mínu mati ekki svarað fyllilega ennþá.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.