Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 39
39 » CutUII? FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 i a i i « fl 4 4 í i fl fl 1. Hver samdi hið vinsæla lag sem sungið er við Maístjörnu Halldórs Laxness? 2. Þekkt íslenskt skáld hét í rauninni Aðalsteinn Krist- mundsson, en hvert var skáldanafn hans? 3. Þessi harðjaxl var yfirmað- ur herafla Bandaríkjanna í stríðinu við Japani. Hann var stundum nefndur „bandarísk- ur Sesar“ og sagði af sér eftir deilur við Truman forseta. Hann hét? 4. Hvaða stjórnmálamaður gegndi emþætti menntamála- ráðherra á íslandi samfleytt frá 1958-1971? 5. í hvaða guðspjalli er sú frá- sögn af fæðingu Jesú sem oft- ast er nefnd jólaguðspjallið? 6. Hvað heitir þessi fagra kona sem síðar giftist kvikmynda- framleiðandanum Carlo Ponti? 7. Portúgalskur landkönnuður hefur fengið heiðurinn af fyrstu hnattsiglingunni, þótt hann kæmist raunar ekki alla leið og væri drepinn á Filipps- eyjum. Hann hét? 8. Hvað nefnist vestasti angi íslands? 9. Þrír frægir fótboltamenn, Pele, Michel Platini og Marad- ona, léku allir í skyrtu með sama númeri. Hvaða? 10. Hvaða ár kom Jóhannes Páll páfi til íslands? 11. Þeldökkur píanóleikari spilaði mikið með Bítlunum síðustu árin sem sú ágæta hljómsveit starfaði og var hann jafnvel kallaður fimmti bítillinn. Hann heitir? 12. í brugghúsi í Dublin er framleiddur dökkur bjór sem þykir afar höfugur. Hann heit- ir? •ssauuinf) ‘jq uotsajj knia 'S '6861 'II 01 JauinN 01 •jeSuB;gjefa '8 uei|aSet\i pueuipjaj 7, uajoa eiqdos '9 •iliejdsgnSjesejpYi uoseisio -cj ij[Áo f7 •jnmJV3BW sejSnoQ 'g •jjeuiatg uuiatg z uossjiaSsv uof 1 n»eS||0)ie!AJÓAS Vín vikunnar flmurinn var lokkandi Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmargir íslendingar eru komnir með varanlegt ofnæmi fyrir jólagrautnum. Og það er heldur ekki að ástæðulausu að bæði lögreglan og leigubifreiðar- stjórar hafa tekið gleði sína í jólaamstrinu á ný. Þetta má hvort tveggja rekja til sama meinsins, nefnilega þess þegar íslendingar umturnuðu aldagömlum menningarsið nágrannaþjóðanna og gerðust óðir jólaglöggsdrykkjumenn fyrir um áratug. Um miðbik þessa tímabils mátti víða sjá glögg merki óhóflegrar glöggs- drykkju; lögreglan lýsti miklum áhyggjum af drukknum ökumönn- um í jólaumferðinni, leigubifreiðarstjórar höfðu ekki undan að hreinsa upp rauðleita ælu sem festist varanlega í aftursætinu og þeir, sem innbyrtu hvað mest af glögginu, gátu vart horfst í augu við jólagrautinn með rúsínunum og kanilstöngunum á aðfangadag — og geta ekki enn. Þeir sem þekkja hvað best til segja að þótt jólaglögg fáist víða á veitingahúsum og enn séu haldin jólaglöggsboð hafi glöggið í sinni sterkustu mynd sungið sinn svanasöng. Fyrir glöggsdrykkjunni er nú komið Iíkt og saumaklúbbum, því svipað og konur taka ekki lengur upp þráðinn í klúbbunum hefur jólaglöggið fengið að víkja fyrir bjór- og snafsa- drykkju. Þess í stað gegnir glöggið nú hlutverki ilmkertis; örlítið af því er hitað í potti til að fylla húsin jólaangan. Það segir kannski tm ♦ 4 // ; meira en m ö r g orð að e n g - i n n segir lengur „glögg í g e s t s augað" í staðinn fyr- ir „glöggt er gests augað“. Kæti einkennir hina notalegu Kósý, sem ólíkt flestum sveitum hóf ferilinn í stofunni heima við tedrykkju — ekki í bílskúrnum. hljómsveitinni viljum gjarnan standa utan við alla pólitík.“ Það lætur vel í eyrum að út- gáfutónleikar Kósý verða haldnir í Vinabæ — gamla Tónabíói — í kvöld. „Ef maður á aðeins að fá að monta sig vil ég benda á að við erum afar ánægðir með að fá að spila í sama hljóðkerfi og Jam- es Bond gerði um langt skeið á íslandi." Og hvað svo? „Við ætlum að spila hér og þar um bæinn og svo verðum við á stórum en notalegum tónleikum ásamt Páli Óskari í Borgarleik- húsinu 19. desember. En ég á ekki von á að við spilum mikið á pöbbunum, við erum ekki mikið fyrir fylleríssamkomur. Þótt við látum ekki hófdrykkju fara í taug- arnar á okkur finnst okkur óþægilegt að spila fyrir fullt fólk,“ segir Úlfur, sem er greini- lega ekki mikið fyrir að láta raska ró sinni. gk Oþarfi að leggja heila stjómmála- stefnu á herðar okkar Frá því á hátíðartónleikunum í MR og nokkru síðar á tónleik- unum í Kaffileikhúsinu fer um flesta vellíðunartilfinning heyri þeir minnst á unglingasveitina Kósý, líkt og öll unglingavanda- mál heims hverfi eins og dögg fyrir sólu. í dag, fimmtudag, sendir bandið frá sér sína fyrstu geislaplötu, notalega eða hvað? „Þótt diskurinn beri heitið „Kósý jól“ er að finna á honum allt frá klassík upp í alveg sjóðandi heita suðræna slagara,“ upplýsir Úlfur Eldjám sem ásamt þeim Ragnari Kjartanssyni, Markúsi Þór Andréssyni og Magnúsi Ragnarssyni myndar flokkinn. Úlfur heldur áfram: „Lögin eru bæði þekkt og minna þekkt; slag- arar sem við höfum verið að spila og svo auðvitað nokkur jólanúmer. Annars var hugsunin að baki gerð disksins sú að þetta yrði ekki eingöngu jóladiskur heldur gæti fólk hlustað á hann á öðrum tímum ársins einnig.“ Eitt laganna á plötunni heitir „Rokkum rykið af jólunum" og var samið með húsmæður lands- ins í huga. „Við vorum reyndar einnig að hugsa um mæður okk- ur við jólahreingerninguna, — að þær gætu stillt í botn og gleymt sér við húsverkin fyrir Káta bandið Kósý skipað þeim Úlfi, Magn- úsi, Ragnari og Markúsi Þór heldur í kvöld út- gáfutónleika á veitingastað við hæfi, Vinabæ. jól. Nú og svo erum við líka með leynigest á plötunni; Heiðu í Un- un, sem syngur á móti okkur eitt lag Ómars Ragnarssonar, lagið „Jólasvein" sem okkur fannst við hæfi að breyta í „Jólastelpu" undir þessum kringumstæðum.“ Er eitthvað hœft í því sem Jón Baldvin Hannibalsson hélt fram, að nú væru afsprengi stöð- ugleikans; Framsóknar og Ihalds, sem hann kallar kósý-kynslóð- ina, að vaxa úr grasi — væntan- lega sem arftaki X-kynslóðarinn- ar? „Já, að einhverju leyti, því uppruna hljómsveitarinnar má rekja til notalegrar tedrykkju inni í stofu, en þótt við viljum halda okkur sem mest í stofunni, slappa af og hafa það kósý finnst mér það óþarft af Jóni Baldvini að klína þessum stimpli á heila kynslóð. Mér finnst það ekki rétt af honum að leggja á herðar okk- ar heila stjórnmálastefnu. Við í sjónvarp HP mæiir með: Slmpson (Stöð 3 fim. 19.30) Ef Stöð 3 er búin að bísa Simp- son frá RÚV fyrir fullt og fast horfir til stórra vandræða fyrir Hinrik og hans menn við Laugaveg 176. Almannarómur (Stöð 2 fim. 21.50) Næstsíðasti þáttur í þessari geð- þ e k k u þáttaröð. Stefán Jón H a fst e i n stýrir kapp- ræðum í beinni út- sendingu af stakri snilld. Áhorfendum heima í stofu gefst kostur á að hringja í þáttinn og vera með og á móti. Synd og skömm að þátturinn skuli ekki hafa meiri áhrif á þjóðmálin en raun ber vitni. Heilbrigð og hrekklaus viðhorf í beinni. Er hægt að hafa það betra? Engill í sama húsi (RUVfös. 18.00) Fyrsti þáttur jóladaga- talsins, eftir v i n i n a Sveinbjörn I. og Sigga Valgeirs. Þó að þeir séu foringjar í sjónvarpinu þá á það ekki endilega að útiloka þá frá því að skrifa sjónvarpsleikrit. Kjartan Bjargmunds, sá geð- þekki leikari, verður án eía í svaka stuði. Hrafninn flýgur *** (RÚVfös. 22.45) Hrafn telst ekki merkilegur pappír meðal intelligensíunnar um þessar mundir. En hann er við alþýðuskap sem og þessi fína mynd sem er að mestu laus við tilgerð. Það er helst að Flosi ofleiki. HP varar við Lifshættir ríka og fræga fólks- ins (Stöð 3 lau. 16.25) Þetta prógramm er eins úrkynj- að og titillinn bendir til. Benny Hill (Stöð 3 lau. 19.00) Ja, ef Heimir hefði leyft sér að vera með þennan dónakall á dagskrá hjá sér er hætt við að það myndi hvína í tálknunum á Onundi Ásgeirssyni. En þeir geta víst ieyft sér þetta í skjóli einkarekstrarins. Mariah Carey á tónleikum (RÚVsun. 14.45) Þessi söngkona er svosem ósköp sæt en að hún eigi eitt- hvert erindi sem tónlistarmað- ur — það er nú ekki. Sjónvarpsmaður vðamnar Ingvi Hrafn Jónsson Þau leiðu mistök urðu hér í þessum dálki fyrir hálfum mán- uði að varað var við Bingó- lottóþættinum fína. Ingvi Hrafn Jónsson er einn ágæt- asti sjónvarpsmaður sem þetta land hefur alið. Þeir eru ekki margir svo fjölhæfir að þeir geti vippað sér úr vandaðri æsifréttamennsku f kristaltæra afþreyingu. Og það er hrein- lega óborganlegt þegar lífsglað- irlotterísþátttakendur hringja í þáttinn, segjum Jón Jónsson frá Siglufirði, og sá veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar Ingvi Hrafn segir þessum sama Jóni að þegar hann var polli þá hafi hann verið á síld- arplaninu með umsjónarmanni þáttarins. Um aflabrögð togara ýmissa byggðarlaga veit hann betur en heimamenn. Svo hef- ur hann tekið að sér hlutverk jólasveinsins allan ársins hring: Útdeilandi gjöfum og góðgæti á báða bóga. Þá er tón- listarlegri smekkvísi hans við- brugðið. Þeir sem ekki eiga miða geta dúllað sér við að raula hið fyrirtaksgóða stef Magga Kjartans: í bingólottó... á meðan Ingvi les tölurnar. popp Björgvin Halldórsson og sagan endalausa á Hótel íslandi. Aðeins þrjár sýningar eftir á stórskemmtuninni Þó líði ár og öld. Hljóm- sveitin Karma leikur svo fyrir dansi. Kol heldur uppteknum hætti á Gauki á Stöng. Fínt fyrir þennan pening enn að á Sólon fslandus, sem nú fær ærlega samkeppni handan götunnar. Krístín Eysteinsdóttir trúbador, sem nýverið gaf út eftirtektarverðan geisladisk, með einsöng á Blúsbarnum. Blátt áfram tekur tónlistardýfu á Fógetanum. SUNNUDAGUR Deep Jimi and the Zep Creams með útgáfutónleika nýrrar „handgerðrar“ geislaplötu. Á Gauknum í kvöld og aftur á mánudagskvöld. Anna Mjöll aftur komin á kreik. Hún heldur djasstón- leika með alþekktum djasslögum og öðrum sígrænum söngvum á Kaffi Reykjavík. Henni til aðstoðar er meðal annars faðir hennar, Ólafur Gaukur. Bjarni Tryggva er aftur kominn á fullan fítonskraft... áFógetanum í kvöld. SVEITABÖLL Staðurínn, Keflavík Bubbi tekur Hauk frænda ásamt Þorleifi Guðjónssyni á fimmtudagskvöld. Hótel Húsavík Sixties með jólaæði á Húsavík á föstudagskvöld. Víkurskáli, Vík í Mýrdal Bubbi og Haukur frændi (í anda) enn að rúnta um landið. Sjallinn, Akureyrí Þar í bæ gista Sixties aðfaranótt laugardags og skemmta sér vonandi vel. Um kvöldið setja þeir svo upp jólaæði í Sjálfstæðishúsinu. Apple-umboðið hf. Skipholti 21, simi: 511 5111 KRINGLUNNI

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.