Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 9
f?3f! .Æ FlMIVmJDAGUR 30. NÓVEMBER1995 9 Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri. Leiddi hátt í þrjátíu manna sveit rannsóknamanna og lögregluþjóna sem gerði leiftursókn inná fimm veitingastaði fyrir skemmstu. Aðgerðirnar eru umdeildar. samir veitingamenn betur uppá bókhald sitt og aðrir veit- ingamenn sjái kannski að sér ef þeir séu á annað borð í skattsvikahugleiðingum. Samkvæmt heimildum blaðsins er ekki rétt, einsog heyrst hefur fleygt, að þeir staðir sem lentu í ieiftursókn skattrannsóknarstjóra standi allir við Laugaveg. Eins er það rangt að þeir teljist allir til skuggalegri hluta íslenskrar veitingahúsaflóru. Þráttfyrir að orðspor einhverra stað- anna sé ófagurt þá er semsagt enginn óhultur. Heimildamaður blaðsins segir að þessi skyndirannsókn skattrannsóknarstjóra hafi komið til vegna gruns um nokkuð stórfelld skattsvik hjá viðkomandi aðilum. Algeng- ustu brotin munu meðal ann- ars vera þessi: tekjur ekki færðar inní sjóðvélar, starfs- menn á duldum launum, áfengi keypt prívat og selt á veitinga- staðnum — framhjá vínbúð — og sérílagi á það við bjórsölu. Vanskil á launatengdum gjöld- um voru ekki tekin inní ákvörð- un um aðgerðirnar, en hins- vegar var einn aðilinn grunað- ur um umtalsverð undanskot frá virðisaukaskatti. í stuttu samtali Helgarpósts- ins við Skúla Eggert Þórðar- son skattrannsóknarstjóra vildi hann ekkert tjá sig annað um málið en það, að hann væri fullkomlega sáttur við aðgerð- irnar og teldi þær velheppnað- ar. - shh Harkan á sjónvarpsmarkaðnum eykst með hverjum degi og gneistar af sögusögnum. Ein gengur til dæmis útá að Stöð 3 hafi lent í erfiðleikum vegna óvandaðs afruglarafyrirtækis. Trúi ekki að samkeppnisaðilarnir standi fyrir þessu - seg/r Úlfar Steindórsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 3, og kveður söguna alfarið úr lausu lofti gripna. Harkan á sjónvarpsmark- aðnum eykst með hverj- um degi og sérstaklega gneistar milli frjálsu stöðv- anna. Sú saga hefur þannig gengið fjöllunum hærra undan- farið, að Stöð 3 hafi lent í ákaf- lega slæmum málum með inn- kaup á afruglurum sínum. Stoðum undir þetta rennir sú staðreynd, að þráttfyrir að ör- bylgjuloftnetin, sem þarf til að ná sendingum stöðvarinnar, séu komin og uppsett víðast hvar, þá bólar lítið á afruglur- unum. Sagan segir jafnframt að Stöð 3 hafi fengið sýnishorn af af- ruglurum að utan og ákveðið svo að panta 20 þúsund stykki af einni sérstakri tegund og sent út bankaábyrgðir í því skyni. Þegar afruglarafyrirtæk- ið ytra var hinsvegar nánar skoðað á að hafa komið í ljós, að það var í meira lagi vafa- samt og reyndar mestmegnis til á pappírunum. Sagan herm- ir að kaupin hafi af þessari ástæðu gengið tilbaka og Stöð 3 neyðst til að huga að öðrum úrlausnum á sínum málum. Og þarna á að vera komin ástæð- an fyrir því að lítið hefur borið á afruglurum stöðvarinnar. Úlfar Steindórsson, sjón- varpsstjóri Stöðvar 3, segir þessa tilteknu sögu úr lausu lofti gripna: „Við vorum að velta fyrir okkur tveimur teg- undum af afruglurum. Eftir að hafa íhugað málið ákváðum við að nota frekar aðra tegund- ina en hina. Og sú ákvörðun snerist alfarið um tækin og þau kjör sem í boði voru, en ekki fyrirtækin sjálf. Fyrirtækið sem við eigum viðskipti við er stað- sett í Tampa í Flórída og það hefur til dæmis ekki nokkur skapaður hlutur komið upp í tengslum við það,“ sagði Ulfar. „Við fáum afruglarana jafnt og þétt að utan í samræmi við eft- irspurn hér heima — og það gerist bara hægt og bítandi. Fyrstu afruglararnir koma til landsins á næstu dögum. Það virðast vera búnar til allskonar sögur þessa dagana og ég skil ekkert í því, vegna þess að áhrifin af slíku geta ekki verið nokkur til lengri tíma litið. Maður veit ekki hvernig svona sögur kvikna, en ég trúi að minnsta kosti ekki að sam- keppnisaðilar okkar standi fyr- ir þessu.“ -shh Úlfar Steindórsson sjónvarpsstjóri: Maður veit ekki hvernig svona sögur kvikna. NYJAR VÖRUR á hverjum deqi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.