Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 29
FlMIVmJDAGUR 30. NÓVEMBER íaSS'™ 29 Fortíðarvandi Svavars Gestssonar*' var fyrir- sögn leiðara Alþýðu- blaðsins i gær (miðviku- daginn 29. nóvember) og sjálft umfjöllunarefnið, 4 Svavar Gestsson, þótti þennan sama dag sýna af sér býsna mikinn pirring í | garð bræðra sinna í hinum jafnaðarmannaflokknum á Alþingi. Þannig lét hann ( ekkert tækifæri ónotað til að borga fyrir skrifin og hnýta í meðlimi þingflokks | Alþýðuflokksins; hvort sem það var á fæti eða í sæti. Kratarnir munu hafa verið hálfvandræðalegir vegna uppákomunnar — vitandi upp á sig skömm- ina — og tóku hnútum Svavars af stakri prúð- mennsku. Það skal hins vegar tekið fram að ein- hverjir sessunautar Svav- ars þóttust sjá kappann glotta við tönn eftir annað hvert skot sitt á kratana... 1 Það sýður á íslenskum kaupmönnum eftir að fréttir tóku að berast um söluaukningu á ferðum I Flugleiða til þeirra borga sem íslendingar hafa mikið sótt heim í svokölluðum 4 verslunarferðum. Sérstak- lega hefur Helgarpósturinn heyrt af megnri óánægju kaupmanna við Laugaveg, sem berjast í gríðarharðri samkeppni við verslunar- ' miðstöðvarnar. Kaup- mönnum þykir það óneit- anlega skjóta skökku við, að á tímum efnahagsþreng- inga og linnulausra ís- lenskt- já-takk-herferða skuli enn vera hvatt til verslunarferða á erlenda grund þar sem gjaldeyri 4 þjóðarbúsins er óspart ausið út. Kaupmenn átta sig þó á því að Flugleiðir eru með þessu aðallega að bregðast við eftirspurn, en þeir eru hinsvegar afar súr- ir yfir viðbrögðum hinnar íslensku þjöðar. „Hvers vegna í ósköpunum ástunda íslendingar þessar verslunarferðir þegar merkjavara kostar svipað eða minna hér en erlendis — nægir þeim ekki að hamstra þetta dót í Rúm- fatalagernum og Hag- kaup?“ spurði svekktur kaupmaður á Laugavegin- um blaðamann Helgarpósts- insí gær... Leiðrétting Handvömm varð við vinnslu greinar um Siv Friðleifsdóttur alþingis- konu sem birtist í Helgar- póstinum i síðustu viku. Þar eru Sigurgeiri Sigurðssyni, bæjarstjóra á Seltjarnar- nesi, eignuð ummæli sem hann á ekkert í, heldur voru þau höfð eftir öðrum viðmælanda blaðsins. Eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á þessum mistök- um. Ritstj. Röng tilvitnun \ nærmynd af Siv Frið- leifsdóttur í síðustu viku urðu þau mistök að í tilvís- un voru höfð eftir Sigur- geiri Sigurðssyni, bæjar- stjóra á Seltjarnarnesi, um- mæli sem hann lét ekki falla um Siv. í meginmálstexta voru þau réttilega höfð eft- ir ónafngreindum þing- manni. Sigurgeir er innilega beðinn velvirðingar á mis- tökunum. Ritstjóri Apple-umboðið hf. Skipholti 21, simi: 511 5111 1 ^úlrtlilrtölnnö '$tn*gnriitttar Danska smurbrauðs-drottningin Ida Davidsen kemur og f jýj; setur upp okkar vinsæla jólahlaðborð fimmtudaginn 23. 5 rétt, nóvember kl. 18.00.Ida mun verða með okkur dagana með sk 23.-26. nóvember. Opið öll kvöld frá kl. 18.00 og í hádeginu Skárre alla daga nema sunnudaga frá kl. 12.00 til 14.00. Slæ ot Verð í hádeginu kr. 1.990. Verð á kvöldin kr. 2.790. °9 Borðapantanir í símum 551 1247 og 551 1440 V

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.