Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 6
6 m HMIVmJDAGUR 30. NÓVEMBER1995 Breskur piltur hefur verið í farbanni hér á landi í tvo mánuði eftir að íslensk kona kærði hann fyrir nauðgun. Þráttfyrir flýtimeðferð yfirvalda þarf enn að bíða langa hríð eftir niðurstöðum úr DNA- prófum. Stefán Hrafn Hagalín skoðaði málið. Tvítugur Breti hafður í farbanni í tvo mánuði vegna naudgunarmáls Sviðsett mynd. Mynd: Jim Smart ■ . „Með í för frá fyrstu knœpunni var fertug íslensk kona sem gerði sér dœlt við skipverja en leist sýnu best á Bretann unga. Pau tvö enduðu síðan um borð f togara og þar hœttir sögum þeirra afatburðarás kvöldsins að bera saman, því daginn eftirkœrði konan piltinn fyrir nauðgun, en hann segir afturámóti að efeitthvert samrœði hafi áttsérstað þá hafiþað verið með hennar vilja.“ ^kissaksóknari rekur nú mál ■ fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ■ urá hendur rúmlega tvítug- um sjómanni frá Bretlandi sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga íslenskri konu. Piltur- inn kom hér í höfn á breskum togara í byrjun október og brá sér með öðrum skipverjum á ærlegt fyllerí með viðkomu á nokkrum öldurhúsum. Með í för frá fyrstu knæpunni var fer- tug íslensk kona sem gerði sér dælt við skipverja en leist sýnu best á Bretann unga. Þau tvö enduðu síðan um borð í togara og þar hættir sögum þeirra af atburðarás kvöldsins að bera saman, því daginn eftir kærði konan piltinn fyrir nauðgun, en hann segir afturámóti að ef eitthvert samræði hafi átt sér stað þá hafi það verið með hennar vilja. Konan segist að- eins hafa komið með Bretan- um um borð til að kaupa fisk, en hann rekur ekki minni til að slíkt hafi staðið til; konan hafi allt kvöldið haft í frammi kyn- ferðislega tilburði í sinn garð og annarra skipverja. Pilturinn var daginn eftir handtökuna úrskurðaður í gæsluvarðhald, en Hæstiréttur sneri þeirri ákvörðun og skipaði hann í far- bann sem hefur staðið síðan: í tvo mánuði. Eiginkona Bretans stendur með honum Vert er að geta þess að pilt- urinn er kvæntur úti í Bret- landi og á ungt barn með eigin- konu sinni og mun hún standa með manni sínum í málinu. Hæstiréttur taldi hinsvegar ekki nægileg rök fyrir hendi svo leyfa mætti pilti að snúa til síns heima og bíða þar eftir dómsmeðferð. Og þá gilti einu þótt bent væri á að pilturinn byggi að traustum rótum í bresku samfélagi og engin ástæða væri til að ætla að hann myndi reyna að forðast dómsmeðferð Islenskra yfir- valda. Kunnugir segja að sú megin- regla virðist giida í úrskurðum Hæstaréttar af þessu tagi, að stór hætta sé á að útlendingar, sem leyft er að yfirgefa ísland og bíða í heimalandi sínu eftir dómsmeðferð hér, leggi á flótta við fyrsta tækifæri. DNA-próf tefia medferð sakamála úr nömlu Nú eru liðnir tæplega tveir mánuðir frá því kæran var lögð fram og enn hefur ekki fengist niðurstaða í málinu í Héraðsdómi. Ástæðan er ekki sú að yfirvöld dragi lappirnar vegna þess að eftir flýtimeð- ferð er nú einungis beðið eftir niðurstöðum úr DNA-prófum frá Noregi. Áætlað er að málið verði endanlega tekið til dómsmeðferðar eftir tæpan hálfan mánuð. Hér á eftir verða málsatvik rakin samkvæmt því sem Helg- arpósturinn kemst næst og það skal tekið skýrt fram að frá- sögnin er að mestu leyti byggð á frásögn breska piltsins og heimildarmanna blaðsins sem þekkja til sögu hans. Ástæða þótti til að rekja jafnframt málsatvik útfrá sjónarhóli ís- lensku konunnar, en þráttfyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í hana og hjá embætti ríkissak- sóknara neituðu menn að tjá sig um málið á þessu stigi. Kvnni takast með „Sig- ríði“ og „George“ Degi var tekið að halla laug- ardaginn 7. október síðastlið- inn þegar drjúgur hluti skip- verja breska togarans Arctic Corsair gekk niður landgang- inn við Reykjavíkurhöfn. Ein- sog gjarnan er með ferðamenn á erlendri grundu hélt hópur- inn til næsta tiltæka öldurhúss og í þessu tilviki varð Skipper- inn við Tryggvagötu fyrir val- inu. Eftir nokkra dvöl þar gekk hópurinn aftur niður að Arctic Corsair og fór um borð þarsem haldinn var kveðjufundur fyrir tvo áhafnarmeðlimi sem voru að yfirgefa skipið og fljúga heim til Bretlands. Um kvöldmatarleytið er haldið á nýjan leik á Skipper- inn og bresku sjómennirnir taka til óspilltra málanna við að skemmta sér og flestir helltu þeir áfengum drykkjum allhressilega í sig. Fljótlega fór fertug kona, sem eftirleiðis verður kölluð „Sigríður“, að gera sér dælt við þessa hressu sjómenn frá Bretlandi (nánar tiltekið frá Hull) og þará meðal rúmlega tvítugan pilt sem við skulum nefna „George“. Samkvæmt frásögn skip- verja var Sigríður nokkuð við skál og ansi aðgangshörð í daðri sínu; hvatti þá meðal annars til að snerta sig á óvið- urkvæmilegum stöðum. Geoige fer einn út, én Sigríður eltir Frá Skippernum fara skip- verjar Arctic Corsair ásamt hinni nýju íslensku vinkonu sinni, Sigríði, á öldurhús við Hlemmtorg sem nefnist Keis- arinn og státar af svipuðum kúnnahóp og Skipperinn. Þar sitja þeir að sumbli i kjallaran- um um stund, en fá brátt leið á staðnum og drífa sig uppá veitingahúsið Tvo vini við Laugaveg þarsem karaoke- maskína ein er þeim til dægra- styttingar allnokkra hríð. Þegar líða tekur á nóttina tvístrast hópurinn og flestir skipverjar ganga áleiðis til skips síns. George og Sigríður verða hinsvegar eftir — enda sýndist býsna kært orðið milli þeirra. Þegar hér er komið sögu er George orðinn dauða- drukkinn af slarkinu og ekki ósvipuðum sögum fer af ástandi Sigríðar. Frá Tveimur vinum röltir parið á nokkrar knæpur og veitingastaði; sem- sagt dæmigert séríslenskt pöbbarölt sem endar á skyndi- bitastað sem starfræktur er við Austurstræti. George er tekinn að þreytast mjög af slarkinu þegar þarna er komið sögu og deyr þannig áfengisdauða framá borð á veitingastaðnum við Austur- stræti, en rankar síðar við sér og fer einn út. Sigríður hleypur á eftir. Fara um borð í íslenskan togara Úr miðbænum fara skötu- hjúin loks niður að höfn, þar- sem Arctic Corsair lá við land- festar, en fara einhverra hluta ekki um borð í þann togara heldur annan sem íslenskur er og lá skammt frá við höfnina. Þau velja sér lítinn klefa undir olíur, vélbúnað og annað slíkt fyrir frekari samskipti og sam- kvæmt því sem blaðið kemst næst átti samræði sér stað þarna í klefanum. George og Sigríði ber fráleitt saman um hvernig þau mál hafi gengið fyrir sig. Fljótlega eftir að þeim lýkur fer George nefnilega um borð í sitt eigið skip til að standa vakt sem átti að hefjast þá um morguninn: sunnudag- inn 8. október. Sigríður verður afturámóti áfram um borð í ís- lenska togaranum og dvelur þar í sex eða sjö klukkutíma. Þess má geta að vaktmaður sem kom að Sigríði í skipinu segir hana hafa verið rólega, ekkert hafi séð á henni og ekk- ert bent til þess að skömmu áður hafi hún lent í einhverju misjöfnu. Sigríður leitar svo á náðir lögregluyfirvalda þarna um morguninn og kærir George fyrir harkalega og grófa nauðg- unarárás. George er fljótlega leitaður uppi og handtekinn af lögreglumönnum um klukkan hálftólf og yfirheyrður þá um daginn og kvöldið. Morguninn eftir er hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi, en þann úrskurð kærði lög- maður George til Hæstaréttar sem sneri honum og setti pilt- inn í staðinn í farbann. Tældi George Sigríði með fiskkaupum? Við meðferð málsins hefur komið fram að George á mjög erfitt með að rifja upp atburði sem urðu síðari hluta aðfara- nætur sunnudagsins og ber fyrir sig minnisleysi vegna áfengisneyslu. Mikið áfengis- magn mældist S blóði hans daginn eftir að hin meinta nauðgun átti sér stað og því ekki ólíklegt að óminnishegr- inn hafi tekið sinn toll. George þrætir samt ekki fyr- ir að hafa átt kynmök við Sig- ríði, en segir að ef svo hafi ver- ið þá hafi það örugglega verið að hennar vilja, því hún hafi haft kynferðislega tilburði í frammi alla nóttina og virtist hafa verið með honum í þeim einum tilgangi. Framburður vitna rennir stoðum undir þá sögu George. Sigríður segir þetta hinsvegar alrangt, hún hafi alls ekki verið á þeim bux- unum að eiga mök við piltinn og kveður hann hafa nauðgað sér á mjög harkalegan og of- beldisfullan hátt eftir að hafa tælt sig um borð undir því yfir- skini að ætla að selja sér fisk. George kannast hinsvegar ekki við að nokkurt slíkt umtal hafi átt sér stað. Samkvæmt áverkavottorði var Sigríður með áverka sem hugsanlega hefðu getað komið til við nauðgunarárás, en jafn- framt er mögulegt að hún hafi hlotið þá á annan hátt. Enn- fremur segist Sigríður hafa æpt á hjálp meðan nauðgunin stóð yfir, en vaktmaður um borð í togaranum segir nær útilokað annað en hann hefði heyrt það. Vaktmaðurinn seg- ist reyndar hafa verið það vel staðsettur að hann hefði orðið var við ef einhver átök hefðu farið fram einsog Sigríður kveður að hafi verið. Fyrra DNA-prófið staðfestir kynmök Samkvæmt upplýsingum Helgarpóstsins var Rannsókn- arlögregla ríkisins til að gera snögg að afgreiða frá sér málið til embættis Ríkissaksóknara sem lagði fram kæru á hendur George fyrir nauðgun. Svosem háttur er í málum á borð við þetta voru tekin blóðsýni úr honum sunnudaginn 8. október og þau send í DNA- rannsókn til Noregs til að kanna hvort uppbygging DNA í blóðfrumum væri hið sama og í sæði sem fannst í líkama Sig- ríðar. Próf þessi eru talin afar traust, en eru tvítekin til frek- ara öryggis og getur tekið allt frá þremur vikum uppí þrjá mánuði að fá niðurstöður úr þeim. Fyrra prófið er komið til baka frá Noregi og af þeim þótti ljóst að parið hefði átt kynmök. Nú er beðið eftir seinna prófinu og er gert ráð fyrir að niðurstaða verði sú sama, þarsem DNA-próf þykja afar markviss. Hver greiðir dvalar- kostnað ákærða? Erlendir sjómenn sem eru kærðir fyrir nauðgun meðan skip þeirra eru hér í höfn hafa þurft að dúsa marga mánuði á landinu og bíða eftir að yfir- völd og dómstólar fjalli um málið. Og teljast nokkuð varn- arlausir — ef þannig má kom- ast að orði — gagnvart málum sem þessum. I tilfelli George virðast hinsvegar íslensk yfir- völd hafa gert sitt besta til að hraða allri málsmeðferð, en það virðist ekki duga ef bíða þarf í marga mánuði eftir nið- urstöðum DNA-rannsóknar sem fara verður fram á er- lendri grundu — yfirleitt í Bretiandi eða Noregi — vegna þess að til þess gerður búnað- ur er ekki til hér á landi. Hinir ákærðu sitja allan þennan tíma ýmist í gæslu- varðhaldi eða farbanni og má deila um réttmæti þess og til- högun. Eins eru deildar mein- ingar um það hver skuli bera dvalarkostnað erlendra manna sem hér eru úrskurð- aðir í farbann. George býr til dæmis á hóteli hér í Reykjavík og greiðir umboðsmaður út- gerðar hans í Hull kostnaðinn við dvölina, en leitað hefur verið eftir aðstoð til yfirvalda með þann kostnað. Eitt ráðið til að stytta máls- ferð í tilvikum sem þessu — fyrir utan það að yfirvöld við- hafi flýtimeðferð — væri að fá til landsins tæknibúnað og þekkingu svo íslendingar geti sjálfir gert hin margumtöluðu DNA-próf og endurbætt þann- ig einn af gagnrýnisverðari þáttum dómskerfis síns. Víst er að hefði verið mögulegt að framkvæma DNA-próf hér á landi hefðu mál hinna umtöl- uðu Georgíumanna ekki dreg- ist eins úr hömlu og raun bar vitni. Þeir sem Helgarpósturinn ræddið við vegna þessarar greinar voru yfirleitt sammála um að núverandi ástand sé is- lenskum stjórnvöldum til há- „ George og Sigríður urðu eftir — enda sýndist býsna kœrt orðið milli þeirra. Þegar hér er komið sögu er George orðinn dauðadrukkinn afslarkinu og ekki ósvipuðum sögum fer afástandi Sigrfðar. “

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.