Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 35
F1MMTUDAGUR 30.NÓVEMBER 1995 35 BÍÓBORGIN Dangerous Minds ** Michelle Pfeiffer reynir að bjarga unglingum í stórborgarslömmi með því að kenna þeim ljóð. Ósköp vel meint. Showgirls 0 Ljót, löng og leiðinleg mynd um andstyggilegt fólk. Nóg er af hold- inu — en hvað með það? Brýrnar í Madisonsýslu *** Clint hefði kannski mátt skjóta smá, en gerir þetta samt fjarska vel. BÍÓHÖLLIN Benjaniín dúfa **** Hugljúf mynd sem rambar stund- um á barmi tilfinningaseminnar en dettur þó aldrei fram cif. Netið ** Sandra Bullock er sæt og tæknin voða ný, en það kviknar aldrei í púðrinu. Ógnir íundirdjúpunum *** Smart mynd en hljóðið er smart- ast. Gefið því eyra. HÁSKÓLABÍÓ Jade * Óspennandi tryllir sem dregst skelfilega á langinn og lofar miklu meiru en hann getur staðið við. Fyrir regnið ***** Gagnmerk og átakanleg mynd sem lýsir því hvernig kynþáttahat- ur eyðileggur gcimalgróið samfé- lag á Balkanskaga. Glórulaus **** Alicia Silverstone er æðisleg smápía og stelpurnar eru sætar, klárar og Ídikkaðar. Ferlega sniðug mynd. Aðlifa ***** Epísk og stórbrotin mynd þar sem er rakið líf falleraðrar landeig- endafjölskyldu á tíma Maós for- manns. Fyrir bíófólk en þó ekki síður áhugamenn um sagnfræði. Apollo 13 **** Tæknin er stórkostleg en það er maðurinn sem er mesta undrið. Vatnaveröld ** Kevin Costner er með tálkn og sundfit, kannski háir það honum svolítið. LAUGARÁSBÍÓ Hættuleg tegund ** Einhvers staðar á milli Aliens og Invasion of the Body Snatchers — og cmsi slepjulegt. Einkalíf** Þráinn er eins og fullorðinn maður sem villist óboðinn inn í partí hjá unglingum — en reynir að þrauka. REGNBOGINN Kids * Sérdeilis óskemmtileg mynd um unglingalýð í stórborg. Mikið af hálfberum smástrákum, en mynd- in hefur vcirla cinnan tilgang en að hneyksla. Un coeur en hiver *** Listræn frönsk mynd sem gætir þess máski fullmikið að vera hrein í stílnum, en launar manni samt þolinmæðina. Að yflrlögðu ráði *** Nöturleg mynd um dómsmorð og niðurlægingu. Kevin Bacon er átakanlegur að sjá. Braveheart *** Mitt í blóðinu og forinni nær Mel Gibson að kveikja í þessu líf. Það leynir sér ekki hvað hann er vel heppnaður tappi. SAGABÍÓ Dangerous Minds ** Michelle Pfeiffer reynir að bjarga unglingum I stórborgarslömmi með því að kenna þeim ljóð. Ósköp vel meint. Hundalíf *** Hundarnir eru ósköp sætir en kvenvargurinn svakalegt flagð. STJÖRNUBÍÓ Benjamín dúfa **** Strákarnir fjórir leika af innlifun og sannfæringarkrafti — sem ein- kennir raunar myndina alla. Tár úr steini **** Fín mynd og á allt annan hátt en þær íslensku bíómyndir sem rísa undir nafni, alvörumeiri, vand- aðri, stærri I sniðum. ■i Nú er genginn í garð sá árstími þegar fólk gefur allri hollustu langt nef. Kræsileg jólahlaðborð veitingahúsanna og mikil ásókn í þau er til vitnis um það. Guðrún Kristjánsdóttir kannaði það frumlegasta á borðum veitingahúsanna. Rauðvínssoðin nauta- tunga, reyktur áll, reyk- soðinn lundi, andalifrar- mús, grísatær, saltað uxa- brjóst og marhænuhrogn eru meðal þeirra sælkerarétta sem finna má á hlaðborðum veit- ingahúsanna, sem verða æ meira framandi. Þótt mörgum ofbjóði jólatil- stand nútímans verða þessir frumlegu jólaréttir að teljast framför frá hangikjötinu og laufabrauðinu sem veitinga- húsið Naustið hefur boðið upp á í mörg ár. Á móti verður að segjast Naustinu til hróss að það er eina veitingahúsið sem hefur verið fastheldið á ís- lenskar jólahefðir, — sem er orðið næsta frumlegt í öllu haf- aríinu. Þó er hiaðborð Nausts- ins ekki alveg ósnortið af er- lendum áhrifum, því meðal þeirra fimmtíu rétta sem þar er að finna er matur á borð við reykt nautakjöt og gæsaleggi. Næst á eftir Naustinu að þrautseigju og vinsældum til margra ára er hið danska jóla: hlaðborð Hótels Óðinsvéa. í ein sextán ár hafa lifrarkæfa, grísasteik og ákavítissnafs skipað þar stærstan sess. Rétt- irnir á borðum Óðinsvéa eru mun færri en á Naustinu, eða tuttugu og átta talsins. Frum- legustu réttirnir þar á borðum eru grísatær, sem þykja algert lostæti, og sykursaltað grísa- læri; ekki lærið sem slíkt held- ur meðferðin á því. Útibú frá jólahlaðborði hót- elsins verður í fyrsta sinn í ár í veitingastofunni í Viðey, sem verður að teljast svolítið frum- legt út af fyrir sig. Perlan státar hins vegar af að hafa stærsta jólahlaðborð landsins í fermetrum talið, um 20 fermetra borð. Það kemur bæði til af því að nóg er plássið og svo er þar á borðum hver stórsteikin af annarri. Perlan slóst í hópinn í fyrra, enda við- urkenna veitingamennirnir þar að hreinlega ekkert sé að gera á þeim stöðum sem ekki hafa jólahlaðborð. Þrátt fyrir litla reynslu af svona löguðu stærir Perlan sig af því að félag mat- reiðslumeistara hafi pantað hjá sér borð fyrir þessi jól. Mest er byggt á kjötréttum á borð við hreindýrarétti, lamb, naut, villta fugla og svo fram- vegis og hér er því um einskonar viliibráðarhlað- borð að ræða. Grísasíða er hins vegar eitt það óvenjulegasta af hlað- borðsréttunum þrjátíu sem Perlan hefur upp á að Jólahlaðborð Idu Davidsen á Hótel Borg svignar undan dönskum kræsing- um. Þótt fylltu andahálsamir séu ekki lengur á borðum höfðu yfir fimm þúsund manns pantað í mat áður en jólahlaðborðið var opnað í síðustu viku. bjóða. Hótel Saga hefur verið söm við sig í fimmtán ár en færir nú út kvíarnar og býður að auki upp á jólahlaðborð að skand- inavískum sið í Súlnasal. Þar er að finna sitt lítið af hverju, enda rúmlega fimmtíu réttir á borðum. Mest áhersla í ár er lögð á síldarréttina. Frumleg- Jólahlaðborð Naustsins, eitt það elsta og vinsælasta í bænum, er næstum ósnortið af erfendum áhrifum; íslenskt brennivín, hangikjöt og laufabrauð skipa þar hæstan sess. Það verður ef til vill að teljast frumlegt á þessum tímum. ustu réttirnir eru hins vegar óneitanlega saltað uxabrjóst, rauðvínssoðin nautatunga, kalkúnapæ og súrkál. Skólabrú leggur meira upp úr gæðum en frumleika. Þar er engu að síður að finna einn frumlegasta réttinn í bænum, sem er reyktur áll, en hann er jafnframt dýrasti og vand- fundnasti hlaðborðsrétturinn. Borðið hefur verið nokkurn veginn eins síðan 1991 þegar Skólabrú var opnuð, en mat- reiðslumeistari staðarins, Skúli Hansen, hefur hins veg- ar áralanga reynslu af hlað- borðum. Hvað varðar reykta álinn má geta þess að í fyrsta sinn í ár bjóða Skúli og félagar upp á innlendan ál, reyktan hér á landi. Hlaðborð Hótels Borgar bókstaflega svignar undan kræsingum, enda virðast hug- arflugi hinnar dönsku Idu Dav- idsen engin takmörk sett. Næstum sjötíu réttir að hætti Idu þekja hlaðborðið að þessu sinni, þar af eru danskir síldar- réttir fyrirferðarmestir. Fyrir þessi jól hristi Ida fram nýjan síldarrétt sem fengið hefur heitið Hótels Borgar-síld og er kryddsíld á maríneruðum kart- öflum. Annað frumlegt á borð- um Borgarinnar er rauðvíns- soðin nautatunga og reykt, en hvergi var að finna fylltu anda- hálsana frá í fyrra. Til marks um vinsældir Idu má geta þess að áður en jólahlaðborðið var sett upp í síðustu viku höfðu yfir fimm þúsund gestir pantað í mat. Síðast en ekki síst verður að nefna hlaðborðið á Hótel Loft- leiðum, sem þrjú undanfarin ár hefur verið undir stjórn Guðvarðar Gíslasonar sem gat sér afar gott orð fyrir jóla- hlaðborðið á veitingastaðnum Jónatani Livingstone máv og var fyrstur til að innleiða jóla- rauðvínið. Loftleiðir koma næst Borginni í fjölda rétta, en yfir sextíu rétti er að finna þar á borðum og afar margt frum- legt eins og reyksoðinn lunda, reykta og grafna gæsabringu, andalifrarmús, hreindýraboll- ur og marhænuhrogn, sem eru sérstaklega unnin grásleppu- hrogn og bragðast eins og kav- íar. Þá má nefna ensku koníak- skökurnar sem fóru í vökvun strax í sumar. Allir þessir staðir nema Hót- el Loftleiðir hafa á boðstólum Beaujolais Nouveau-rauðvínið. Guðvarður veðjaði hins vegar á rauðvínið Gammy Nouveau, sem einnig er ný uppskera. Aðrir veitingastaðir sem vit- að er til að bjóði upp á jóla- hlaðborð eru Leikhúskjallar- inn og Carpe Diem. Kaffi Reykjavík, sem hafði hlaðborð í fyrra, ákvað hins vegar að vera ekki með í ár vegna þess að staðurinn einfaldlega hent- ar ekki fyrir slíkt. Þess í stað býður Kaffi Reykjavík upp á lít- inn jólaseðil, líkt og Hótel Holt hefur einnig ákveðið að gera, en þá fyrir mun lægra verð en kostar að sleppa sér lausum á hlaðborðin.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.