Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 10
eet*.... aun RMMTUDAGUR 30. NOVEMBER1995 10 Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson Ritstjóri: Karl Th. Birgisson Ritstjómarfulltrúar: Guðrún Kristjánsdóttir Stefán Hrafn Hagalín Setning og umbrot: Helgarpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. DNA-búnað til íslands Fyrr í mánuðinum voru tveir georgískir sjómenn sýknaðir af kærum fyrir nauðgun um borð í skipi þeirra og hafði þeim þá verið haldið í gæzlu- varðhaldi í hálfan fjórða mánuð. Málsmeðferðin öll var þvílíkt réttarhneyksli að líklegt má telja að valdið hefði miklum usla, ef ekki hefðu átt í hlut út- lendingar sem eiga sér enga málsvara. Rannsókn máls Georgíumannanna tafðist að hluta til vegna misvísandi framburðar kvennanna, sem kærðu, en líka vegna tafsamra DNA-rann- sókna sem nauðsynlegar eru í málum sem þessu. í Helgarpóstinum í dag er sögð keimlík saga, af máli tvítugs Breta sem verið hefur í farbanni hér á landi í tvo mánuði vegna meintrar nauðgunar um borð í skipi í Reykjavíkurhöfn. í þetta sinn er ekki seinagangi yfirvalda um raunir mannsins að kenna; reyndar bendir flest til að þau hafi afgreitt málið fljótt og vel. Aftur eru það hins vegar DNA- próf sem tefja málsmeðferð svo mjög, að líta má á sem gróft mannréttindabrot. Bretanum er raunar ekki haldið í gæzluvarð- haldi, en hann má sætta sig við að dúsa vikum saman í ókunnu landi, fjarri fjölskyldu og vinum. Eins og fram kemur í blaðinu eru málavextir raun- ar allir slíkir, að líklegt má telja að maðurinn verði sýknaður þegar upp er staðið. Það er þó ekki meg- inatriði máls — enda hver maður saklaus þar til sekt hans er sönnuð — heldur það að sakborning- ar skuli sæta slíkri ótuktarmeðferð sem rekja má til sinnuleysis og kæruleysis stjórnvalda. Það er nefnilega stjórnvöldum að kenna að hér á landi er ekki til búnaður til DNA-rannsókna. Það er vitanlega aðeins ein birtingarmyndin á óviðun- andi aðstöðu hérlendis til hvers kyns rannsóknar- starfa, sem er bein afleiðing þeirrar skoðunar valdhafa fyrri ára að menntun og rannsóknir séu ekki fjárfestingar virði — þeim hefur yfirleitt litizt betur á að eyða skattfé í fiskeldisstöðvar og fjár- hús. Hér er hins vegar um að ræða mannréttindi og lýðréttindi. Ef réttarkerfið álítur á annað borð nauðsynlegt að nota DNA-próf við rannsóknir á málum sem þessum — sem er rétt mat — ber því skylda til að sjá til þess, að sú ákvörðun Ieiði ekki til óviðunandi tafa og mannréttindabrota á borð við þau sem við verðum nú vitni að. Eflaust koma þessi nauðsynlegu DNA-tæki ein- hvern tíma til landsins, en varla fyrr en íslending- ar eru farnir að upplifa á sjálfum sér meðferðina sem útlendingar verða nú fyrir hérlendis í hverju málinu á fætur öðru. Helgarpósturlnn Vesturgötu 2 101 Reykjavfk Sími: 552-2211 Bréfasfml: 552-2311 Netfang: hp@centrum.is Bein númen Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideiid: 552-4777, auglýsingadeild: 552-2211, símboði: 84-63332, símbréf: 552-2241, dreifing: 5524999. Áskrift kostar kr. 800 á mánuði ef greitt er með greiðslukorti, en kr. 900 annars. Efasemdir um Evrópusambandið Það hefur ekki komið nógu skýrt fram í umræðum hér- lendis um Evrópusambandið, hvers vegna rökrétt er og eðli- legt, að íslendingar og Bretar ali með sér sterkari efasemdir um samrunaþróunina í Evrópu en Stjórn mál X \t Hannes Hólmsteinn Gissurarson þjóðir meginlandsins. íslending- ar, Bretar og meginlandsþjóð- irnar hafa auðvitað allar hag af frjálsum viðskiptum innan álf- unnar, eins og Adam gamii Smith skrifaði um fyrir tvö hundruð árum. Þess vegna áttu allar þessar þjóðir samleið inn í evrópskt efnahagssvæði, þar sem tolimúrar hrundu og vega- bréfaskoðun varð úreit fyrir- bæri. Þá gátu Spanverjar hagnýtt sér það, að íslendingar draga fisk úr sjó með lægri tilkostnaði en Spánverjar, og íslendingar hagnýtt sér á móti, að Spánverj- ar rækta vín með lægri tilkostn- aði en íslendingar, svo að dæmi sé tekið. Með evrópsku efna- hagssvæði voru Evrópuþjóðirn- ar í raun að endurreisa þá skip- an mála, sem var fyrir Norður- álfuófriðinn mikla 1914-1918 og hafði gefist vel. Hin póiitíska samrunaþróun Þegar kemur að pólitískri samrunaþróun skilur á hinn bóginn leiðir. Fyrir þjóðum meg- inlandsins vakir vitaskuld að koma i veg fyrir blóðuga hildar- leiki eins og heimsstyrjaldirnar tvær. Frakkar og Þjóðverjar og aðrar stórþjóðir álfunnar ákváðu að smíða plóga úr sverð- um sínum, og minni þjóðirnar, sem höfðu orðið fyrir barðinu á stórveldadraumum þeirra, fylgdu þeim fegnar inn í pólitískt bandalag. í þeim skilningi er Evr- ópusambandið gagnkvæm trygging fyrir friðsamlegri lausn mála innan Evrópu. Innan múra „ Við höfum tryggt öryggishagsmuni okkarmeð uarnar- samningnumuiðBandaríkin... ogséðuiðskiptahags- munum okkarborgið með samningnum um európskt efnahagssuœði... Fyrir íslendinga erumsókn um að- ild að Európusambandinu eins og að uilja greiða aftur fyrir tryggingu, sem þeir hafa þegar. Sama trygging, tuöföld greiðsla. “ þess geta þjóðir meginlandsins horft með feginskenndum hrolli á borgarastríðið í Júgóslavíu og upplausnina í Rússaveldi. En ís- lendingar og Bretar þurfa enga múra, því þeir hafa Atlantshafið. Þessar þjóðir byggja eyjar og hafa ekki orðið að sæta reglu- bundnum innrásum Spánverja, Frakka eða Þjóðverja. Þær telja sig því ekki þurfa jafnsterka (og jafndýra) pólitíska tryggingu fyr- ir friðsamlegri lausn mála og þjóðir meginlandsins. Auðvitað hefur nútímatæknin fært þær miklu nær meginlandinu en áð- ur. En sögulegur arfur þeirra og hugsunarháttur er annar en meginlandsþjóðanna. Opinn markaður — ekki lokað ríki Fyrir íslendinga og Breta er Evrópusambandið því aðeins eftirsóknarvert, að það sé opinn markaður fremur en lokað ríki, ríkjasamband fremur en sam- bandsríki. Aðalatriðið er frjáls verslun á milli landa, ekki sam- hæfing á öllum hlutum og á öll- um sviðum. Nokkrir breskir ráðamenn hafa einmitt látið í ljós þá skoðun, að aðild að evr- ópska efnahagssvæðinu hefði hentað Bretum betur en aðild að Evrópusambandinu, þótt líklega verði ekki aftur snúið. Af þessum ástæðum er rökrétt fyrir íslend- inga, eins og viðhorf eru nú á al- þjóðavettvangi, að láta staðar numið við evrópska efnahags- svæðið, en sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu. Við höf- um tryggt öryggishagsmuni okk- ar með varnarsamningnum við Bandaríkin, en hann er öfundar- efni allra smáþjóðanna í Evrópu, og séð viðskiptahagsmunum okkar borgið með samningnum um evrópskt efnahagssvæði. Við þurfum ekki frekari tryggingar. Sama bygginí — tvöföl Oft fylgir ferðatrygging með í kaupum, þegar greitt er fyrir ferðir með greiðslukortum, eins og alkunna er, og þá er óskyn- samlegt að kaupa sérstaka ferðatryggingu, sem veitir engu meiri bótarétt. Fyrir íslendinga er umsókn um aðild að Evrópu- sambandinu eins og að vilja greiða aftur fyrir tryggingu, sem þeir hafa þegar. Sama trygging, tvöföld greiðsla. Höfundur er ríthöfundur og dósent í stjómmálafræði. Palladómur Karlmennskan holdi klœdd Staða karla hefur verið nokk- uð til umræðu að undan- förnu og þær raddir gerast æ há- værari að „mjúki maðurinn“, uppdiktaður af firrtum femínist- um, sé einkar misheppnuð upp- finning. Hverri skoðun er það nauðsyn að eiga holdi klæddan tákngerving. Þeir sem vilja „mjúka manninn" út í hafsauga þurfa ekki annað en að líta til Al- þingis íslendinga — hin hefð- bundna karlmennska á sér nefni- lega dágóðan fulltrúa í Vest- manneyingnum Árna Johnsen. Því gleymir enginn sem sá þegar Arni flaug í gegnum gatið á Dyrhólaey í sumar. Æsispenn- andi atriði sem sameinaði það besta úr góðri James Bond- mynd eða Schwarzenegger- drama. Árni lét ekki þar við sitja heldur fór aftur og aftur inn í gatið. Það þarf enga Júlíu Kristevu eða aðra sérfræðinga á sviði táknfræðinnar til að sjá kynferðislega skírskotun i þess- um djarfa verknaði. Karlmann- legur sprangar Árni um kletta og glufur og heilsar að sjómanna- sið þegar þurfa þykir. Það er engin tilviljun að veiðimanna- samfélagið í Eyjum skuli kjósa að hafa Arna sem sinn fulltrúa á þingi. Reyndar geta allir karl- menn á íslandi verið stoltir af Árna. En það er vandlifað í þessum heimi og þvi hef- ur Árni fengið að kynnast svo um munar. Þeir eru nefnilega margir sem eru fastir í þeirri hug- myndafræði að vit og vöðvar fari ekki saman. Þar fara spjátr- ungarnir í Al- þýðuflokknum fremstir í flokki, dyggilega studd- ir af Kvenna- listakonum. Ekki síst hinn pemp- íulegi Ossur Skarphéðins- son, hvers karl- mennska birtist fyrst og fremst í því að stúdera og tala um kynlíf laxa?! Eins og kunnugt er notaði hann tækifær- ið fyrir skemmstu í ræðustól á Alþingi að brigsla Árna um heimsku. Hvað gera almennileg- ir menn þegar slíkir gasprarar eru að gera sig breiða? Þeir snúa upp á eyrað á þeim og gefa þeim svo gott spark í afturendann. Einfeldni og heimska er ekki endilega það sama. Árni má vera ánægður með að teljast til þeirra sem hafa einfalda en skýra heimsmynd. Það hefur sýnt sig að menn sem gefa sig út fyrir að vera snjallir detta oftast í þá gryfju að týna sér í einhverj- um orðhengilshætti og sniðug- heitum. Slíkir menn eru ekki lík- legir til að gera landi og þjóð gagn. Árni hefur um langt skeið átt undir högg að sækja vegna háðfugla sem upphefja sig á kostnað annarra í stað þess að hafa í raun nokkuð til málanna að leggja. Það einfalda gefst best eins og til dæmis í tónlistinni. „Tomorrow never knows“ með Bítlunum er bara í C-i. Þá er ekki flókinn hljómagangur í „Þykkva- bæjarsöng" Árna — en hann svínvirkar. Það er kominn timi til að áhrifa Árna fari að gæta meira í landsmálunum. Ætli nokkur myndi sýta það þó að til dæmis þrjóturinn Jan Henry fengi einn á lúðurinn?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.