Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.11.1995, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Qupperneq 14
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 Forsetafframbjóðandi vikunnar AndriMár Ingólfsson Andri Már er ákjósaniegur kandídat í forsetaembættið. Hann er að vísu einungis 32 ára en sjálfsagt er, þegar ann- ar eins lffskúnstner er annars vegar, að gera undantekningu á þessari vafasömu aldurs- reglu. Það er full ástæða til að taka undir með blaðamanni Moggans sem segir um Andra síðastliðinn föstudag að efa- lítið renni margar meyjarnar hýru auga til hans. Andri Már er piparsveinn en þjóðin hef- ur einmitt mjög góða reynslu af einstæðingum f þessu starfi. Sú mynd sem hann kýs að gefa lesendum af sér er á þessa leið: Hann viil fá orð hafa um kvenhylli sfna, en segist þó vera mikill lífs- kúnstner og fagurkeri að upp- lagi. Andri Már unir sér frekar við lestur en sjónvarpsgláp enda er hann fæddur heims- maður. — Ef þetta eru ekki eiginleikar sem koma sér vel við forsetastörf þá veit ég ekki hvað það ætti að vera. Þá myndi reynsla Andra Más af ferðamálum nýtast vel. All- ar konur manninn dá — Kjós- um Andra Má! HP vill stytta þjóðinnl biðina eftirfor- setaframbjóðendum rneð tillógum um ákjósanleg forsetaef ni. HP FYRIR 15 ÁRUM Saga Bítlanna „Ég er kominn nokkuð langt í sögu fjórmenning- anna og meginefni þáttarins fer í að fjalla um þá eftir að þeir hætta hljómleikahaldi og ferðalögum vítt og breitt um heiminn, en einbeita sér að upptökum og lagasmíð- um,“ sagði Þorgeir Ástvalds- son í samtali við Helgar- póstinn, en á laugardag verð- ur 9. þáttur hans um sögu Bítlanna fluttur í útvarpinu. Þess má einnig geta, að í Fréttaspegli í kvöld verður fjallað sérstaklega um John Lennon og er það Bogi Ág- ústsson fréttamaður, sem sér um það. |«|eir eru til sem segjast engan mun sjá á Kínamönnum inn- “byrðis. Þeir séu allir elns. Þetta er bull. Hver og einn Kín- verji hefur sitt svipmót. Hvert og eltt sandkorn er einstakt. Aö vísu eru tvífarar vikunnar ekki til aö styöja þessar fuliyröing- ar. Jónas Sen, konsertpíanistinn snjalli, kuklarinn og gagn- rýnandinn, é ættir aö rekja til Kína og er lifandi eftirmynd Pu Yi, síöasta keisarans í Kfna (1906- 1967). Þaö eru fyrst og fremst þessi ungæðislegi sviþur og munúöarfullar varlrnar sem undirstrika líkindin, en þegar betur er að gáö er enginn Otlitslegur rnunur á þeim ef gleraugun eru undanskilin. Pu Yi endaðl feril sinn sem garöyrkjumaöur í Peking sem væri svona svipaö og Jónas eyddi ævikvöidinu sem götusópari á Hvammstanga. Þaö má ímynda sér verri örlög. W V ' ^ JÍÍL: ' j ■* mj&M . „ jf . ; h mmm ir JL ,. . » , ÁWt^ i1f b. : S, „-.til Vandamál að finna nógu stóran „Það var eiginlega Kennedy að kenna að hattar hurfu á tímabili. Hann var alltaf ber- höfðaður og hann hélt á pípu- hattinum þegar hann tók við embætti. Fram að þeim tíma voru allir meiriháttar menn með hatta. Svo fer þetta að hverfa," segir Haraldur Blön- dal hæstaréttarlögmaður, en hann bætist hér með í hatta- mannahóp HP. Haraldur segir að Kennedy hafi haft umtals- verð áhrif á tísku. „í þessu til- viki. Eins með háu sokkana í sjónvarpsviðtölum — sokka upp á miðjan legg. Svo sást alltaf á milli buxnanna og lágu sokkanna hjá Nixon. Það er tal- ið að hann hafi tapað á því.“ Það kemur meðal annars fram hjá Haraldi þegar hann rekur höfuðfatasögu sína að hann hafi átt í talsverðum erf- iðleikum með að finna nógu stóran hatt, Haraldur notar númer 62 til 63. „Ég gekk með hatt eins og margir menn gerðu þegar ég var í landsprófi — strákar sem vildu vera sér voru af og til með hatta. Maður gekk auðvit- að með húfu sem unglingur í sveit. Ég var í sveit í Hjarðar- holti í Stafholtstungum, meðal annars með Garðari, húsa- meistara ríkisins. Það var sér- stök húfa sem hann var með og við litlu strákarnir keyptum að sjálfsögðu samskonar húfu.“ Haraldur segir að hann hafi mætt í menntaskóla í gallabux- um og gúmmískóm. „Þessum með hvítu röndunum, betri voru þó tútturnar sem voru unnar úr dekkjum, en þær voru notaðar í sveitinni," segir Haraldur. í öðrum bekk var hann kominn í jakkafötin og í landsprófi kom hatturinn til. Um það bil sem Berlínarmúr- inn féll keypti Haraldur sér Dórí Braga. Sigmundur Ernir. Guðfinnur bílasali. Guðlaugur Tryggvi. Siggi Hall. ástæðuna fyrir því að hann er ekki með fínni hatta þá að þeir séu yfirleitt ekki til í nógu stóru númeri. Sama máli gegni um þverslaufurnar. Haraldur á fleiri hatta og segist til dæmis ekki veiða svo lax að hann sé ekki með barðastóran hatt. „Ég á einn helvíti góðan úr þykku nautsleðri. Það er svona veiði- hattur.“ JBG þennan fína Bosse- línóhatt í Þýska- landi. Hattinum var stolið en það breytti því ekki að síðan hefur Harald- ur reynt að vera með hatta. „Þessi hattur? Ég ætlaði að fá mér nýjan hatt, var á 5. tröð í New York, fór í ansi fína hattabúð þar sem fullt var af Bosselínó-höttum og Stetson og öllu. En það var enginn hattur nógu stór á mig. Þegar hattar- inn var búinn að taka til alla stóru hattana í búðinni var þessi hattur einn eftir. Hann er kanadískur og ör- ugglega ekkert merkilegt merki. Þetta er sjálfsagt fjósamannahattur, venjulegur meðal- hattur sem kostaði ekki mikið, 10 doll- ara eða svo.“ Haraldur segir Andrés og fæðingar hálfvitamir í SUS Netscape: Heímasiða flndrésar & & tm ö ft &*ck > vr .-' .■ Hoim; trrwQos Opm Prinf. Ftrtd Loc-itfon: }hUp://wvw tc /F oIK /A Whjit Hev/ ? ( Vfut's Cool ? ( Hsrxlþook ( 5»*rch | Not Ptroctory | Nwsgr&jþ-s ( sium'm Andrésár Í-í i u « iotía.íá. fcm i v&kkK szhx f td« Í 4 v w J.w*. A bjfc tHyuiax*. M á íe>*f t >«* íwtyui ftýktkttu tA. í.-.ytdái English E g veit eigmlegó. ekld ðiveg áfhvtfju ég e* me5 heiiTidsíðu é x SemMbgsstrdfl'VÍ aí era svo t , EkdLáíi;,. H«lfa. Toni. Exfði og Móa,. Haav. Kiáís. og i»«gú tleiri. En [>93 kemur nú lika tfl oS ég vinn & i JÍjMWiurofi ío 1k»ÍI:w«íi« ^ 4 'btm Svipmynd af Heimasíðu Andrésar Magnússonar. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Kjarnorku og Sögu-vefsins, er á góðri leið með að verða netg- úrú þjóðarinnar númer eitt, tvö og þrjú (skemmst er að minnast heilsíðuviðtals við piltunginn sem málsvara netsins í tilefni af Akureyrar- málum Heiðars Jónssonar snyrtipinna). Andrés hefur að hætti hússins komið sér upp heimasíðunni http://www. saga. is/Netcafe/Folk/ Andres/ þarsem er að finna stuttan og hnyttinn pistil hans um sjálfan sig (fönn, fönn, fönn!) og fjölmarga safaríka heimasíðutengla vina hans og vandamanna. 1 pistlinum stikl- ar Andrés stórum yfir skraut- lega skemmtilegan starfsferil sinn og tjáir sig að lokum um pólitíkina sem hann hefur nokkuð þreifað á. Dæmi: „Hér áður fyrr sat ég nokkrum sinn- um í stjórn félagsins [Heim- dallar] og fyrir hönd þess í stjórn SUS, sem eru eins konar landssamtök félaga ungra sjálf- stæðismanna. Þar hafa hins vegar fæðingarhálfvitar utan af landi ráðið ferðinni síðastliðin ár svo að ég hef dregið mig í hlé á þeim vettvangi.“ Af þess- um orðum ætti að vera dag- ljóst að heimsókn til Andrésar er svo sannarlega símakostn- aðarins virði... * Fimmtíu ár- um eftir að voðaverk seinni heimsstyrjaldarinnar áttu sér stað eru sagnfræðingar og aðr- ir áhugamenn um Helförina enn að grafa upp nýjar stað- reyndir og deila um málið. Skemmst er að minnast enn eins nasistans sem fannst í Argentínu og var fluttur með hraði til Ítalíu fyrir viku. Gríð- arlegt magn ítarlegra upplýs- inga um Helförina er að finna á heimasíðunni http://www. english.upenn.edu/afilreis/ Holocaust/ holhome. html þarsem safnað hefur verið á einn stað óteljandi tenglum um allt frá heimasíð- um þeirra sem afneita Helför- inni með öllu eða að hluta, til heimasíðna Holocaust-safns- ins og Simon Wiesenthal-stofn- unarinnar... * Ófáir viðskipta- sinnaðir íslendingar hafa upp- lifað það, að iða í skinninu eftir að hafa horft á myndir á borð við Wall Street þarsem brjálað- ir hlutabréfamiðlarar, kaup- hallargúrúar og fjármagns- markaðasnillingar leika listir sínar. Nú er hægt að prófa með því að smella sér inná kaup- hallarhermi sem komið hefur verið fyrir á http://- pawws.secapl.com/G-- phtml/top.html og tapa stjarnfræðilegum fjárhæðum á örskotsstundu. Líktog þið haf- ið væntanlega getið ykkur til fá menn ákveðna sýndarveru- leikafjárhæð í upphafi og eiga síðan að sanna hæfileika sína eða hið gagnstæða. Vafalaust hafa fjölmargir nethausar gam- an af þessu og til að mynda sér maður fyrir sér að Stjórnunar- félag íslands gæti jafnvel tekið sig til og haldið fokdýrt nám- skeið um efnið... * * (Áð lokum eru netáhugamenn hvattir til að hafa samband við Helgarpóstinn gegnum tölvu- póst um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta.)

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.