Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 I ^æknn^p)löt uir 27 Jólabók lastarans Islenskar tilvitnanir Fleyg orö og frægar setningar á islensku Hannes Hótmsteinn Gissurarson Almenna bókafélagið 1995 ★★ Spakmæli er fyndni eins og viska allra,“ segir John Russell lávarður. Þessi fleygu orð tíni ég að sjálfsögðu upp úr nýju bókinni íslenskar til- vitnanir sem Hannes Hólm- steinn Gissurarson hefur tek- Bækur - Þorhallur Eyþórsson ið saman. Bókin er sannkölluð gullnáma fyrir þá sem þurfa að tjá sig í rituðu máli eða töluðu, við hvaða tækifæri sem er. Þetta er draumabók ritdómar- ans jafnt sem tækifærisræðu- mannsins. Undirtitillinn gefur vísbendingu um það hvert innihaldið er — eða ætti að vera: „Fleyg orð og frægar setningar á íslensku.“ Hvað eru fleyg orð? Hugtak- ið var þekkt í fornöld: „Epea pteroenta," sögðu Grikkir. Þjóðverjar tala um „gefliigelte Worte" og jafnvel Danir um „bevingede ord“. Svarið er ein- falt: Ég þekki fleyg orð þegar ég heyri þau sögð eða sé þau á prenti. Hugtakið er hvorki loð- ið né teygjanlegt, samkvæmt mínum kokkabókum. Fleyg orð fela í sér almenn sannindi — klára hugsun sem er mótuð í einni eða tveimur setningum, varla meira. „Þeim var eg verst er eg unni mest,“ eru fleyg orð. „Cogito, ergo sum,“ sömuleiðis: „Ég hugsa, þess vegna er ég til.“ Andlátsorð Heinrichs Heines eru fleyg: „Guð mun fyrirgefa mér, það er hans starf.“ Fleyg orð eru ekki allt sem hefur einhvern tíma verið sagt, heldur það sem hefur verið sagt vel — „og óspart í það vitnað", eins og Hannes segir í formála. Seinheppinn karl og ýmsum leiður á að hafa misst út úr sér: „í mér bærist fól.“ Þessi orð eru naumast fleyg á sama hátt og þau sem voru tilgreind að ofan, jafnvel þótt þetta sé setning sem felur í sér — að því er virðist — heila hugsun. Það er hins vegar hægt að fall- ast á að þetta sé „fræg setn- ing“ og eigi þar af leiðandi heima í tilvitnanasafni þessu. Sama gildir um ummæii Nix- ons: „I am not a crook.“ Með áþekku móti hefur setn- ing Hrafns Gunnlaugssonar, „Madame var ekkja að at- vinnu“, líka öðlast hér þegn- rétt — hún varð klassískt gull- korn um daginn. Fleyg eru aft- ur á móti orð sama manns: „Þeir sem segja að íslendingar séu leiðinlegir með víni hafa ekki kynnst þeim allsgáðum.“ Hins vegar fæ ég ekki séð að „rýtingur í bakið“ eða „fjöl- skyldurnar fjórtán“, sem hér er haft eftir Jóni Baldvin Hannibalssyni, eigi brýnt er- indi í safnið. Þótt þetta séu al- þekkt hugtök er hvorki um að ræða fleyg orð í ofangreindum skilningi né frægar setningar — þetta eru ekki setningar, heldur setningarliðir. Auk þess er ofrausn að eigna Jóni Baldvin hugmyndina um „rýt- ing í bakið“ (sbr. hið fræga Do/cðs/oss-hugtak á þýsku). Meðan ég man: Jóhann Húss er ekki höfundur upp- hrópunarinnar O sancta simpl- icitas! „Ó heilaga einfeldni!" Hún kemur fyrst fyrir hjá Róm- verjanum Seneca. Ég hef ennfremur efasemdir um að bókatitlar teljist al- mennt til fleygra orða. Napóle- on litli eftir Victor Hugo og Veröld ný. og góð eftir Aldous Huxley eru að sönnu heims- þekkt ritverk. En af hverju vantar þá Das KapitaP. Ég bara spyr. Það liggur í augum uppi að þetta alkunna erindi eftir Steingrím Thorsteinsson á hér heima: Lastaranum líkarei neitt, lætur hann ganga róginn. Finni’hann laufblað fölnað eitt, þá fordœmir hann skóginn. Á hinn bóginn er dálítið und- arlegt, að ekki sé meira sagt, að einnig eru hafðir með heilu ljóðabálkarnir, sem ættu sér fremur samastað í öðru safni — sem héti „Uppáhaldsljóð Hannesar" eða eitthvað því- umlíkt. Þótt kvæðið Ég vildi ég vœri lax eftir Goethe sé snilld- arlega ort, og dável þýtt af Þorsteini Gylfasyni, þá er því ofaukið hér. Sama á við um Þórsmerkurljóð eftir Sigurð Þórarinsson, Bjössa litla á Bergi eftir Jón Magnússon og ótal margt efni annað í bundnu máli. Sígildir höfundar nor- rænir, grískir, rómverskir og aðrir eru ekki undanskildir. í bókinni koma líka fyrir fjöl- margar langar tilvitnanir í lausu máli, raunar allt að því heilir kaflar, sem vandséð er að eigi þar erindi. Hér hefði komið sér vel fyrir ritstjórann að hafa í huga orð Goethes: „Takmörkunin er aðal meistar- _ _ _ u ans. Tilvitnanir í útlenda menn eru fyrirferðarmiklar — raunar virðast þær fleiri en þær ís- lensku. Þetta kynni einhverj- um að þykja undarlegt ein- kenni á riti sem nefnist Islensk- íslenskur metall á ameríska vísu en eftir skildi berin. Eftirfarandi athugasemdir eru í þessum anda. Þegar til- færð eru ummæli útlendinga er miðað við heimatilbúna þumalputtareglu Hannesar: „Þar sem hin útlenda tunga deilir stafrófi með íslensku, eins og enska gerir og latína,“ segir hann í formála, „er til- vitnunin jafnframt birt á frum- tungunni, ella ekki.“ Þetta skýrir sjg sjálft í tilvitnunum úr hebresku, grísku, kínversku, rússnesku o.fl. Hins vegar er mér hulin ráðgáta hvers vegna ekki er þá vitnað í Vaclav Klaus, Adam Asnyk og San- dör Petöfi á móðurmáli hvers og eins þeirra. Tékkneska, pólska og ungverska eru ekki ritaðar með neinu framand- legu myndletri, heldur fremur hversdagslegu latínuletri. Talsvert er um villur í staf- setningu erlendra orða og jafn- vel nafna; t.a.m. á Túrganév að vera Túrgenév. Það er enn- fremur misskilningur að hend- ing ein ráði því hvar á að rita tvöfalt ess (ss) og hvar „es- zett“ (6) í þýsku, eins og t.d. mætti virðast af kvæðinu Ecce homo eftir Nietzsche, þar sem textinn er reyndar líka brjálað- ur að öðru leyti. Tilvitnanir í rómverska höf- unda eru sumar býsna langar, og bera fagurt vitni um lær- dóm ritstjórans. Tíðindum sætir nýr lesháttur sem kemur fram í Eneasarkviðu Virgils (6, 86) þar sem Hannes les „hodd- ira bella“ í stað horrida bella „hræðileg stríð“ eins og venja er, og varpar þar með óvæntu ljósi á stað í kviðunni þar sem enginn vissi til áður að textinn væri úr lagi færður. Eftirþessa fílólógísku lexíu er við hæfi að vitna í Áraa Magn- ússon: „Svo gengur það til í heiminum að sumir hjálpa err- oribus á gáng, og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus. Hafa svo hverir tveggja nokkuð að iðja.“ Errores eru villur, og það er mannlegt að skjátlast, segir spakmælið, errare humanum est. Hugtakalykill í samantekt Sverris Jakobssonar er ugg- laust hið þarfasta þing. Nafna- skrá vantar en það kemur ekki mjög að sök. Nöfn eru hvim- leið, eins og sagt var til forna. Schumpeter o.s.frv. Ófá spak- mælin hafa borist ofan af Pélerin-tindi, en annað hefði að skaðlausu mátt verða þar eftir. Fjarvera ýmissa orðhepp- inna — eða óheppinna — manna er nokkuð áberandi í þessu riti. Af íslendingum sem mér finnst vanta nefni ég að- eins Jóhannes Birkiland og Ólaf Þ. Harðarson, en af út- iendingum Dan Quayle. Um hinn síðastnefnda kvað reynd- ar vera gefið út sérstakt frétta- blað vestanhafs þar sem smælki hans eru tíunduð reglulega, þannig að það gerir minnst til með hann. Þá þykist ég vita að hér sé aðeins fleytt- ur rjóminn ofan af fleygum orðum sem höfð eru eftir Kjar- val og Steini Steinarr. Tilvitn- anir í Benedikt Gröndal og Bertrand Russell virðast líka furðu rýrar, miðað við þau ókjör af hnyttinyrðum sem þessum mönnum hraut af vör- um. „Konan er negri heimsins,“ sagði Yoko Ono eins og frægt varð. Hver skyldi vera staða konunnar í tilvitnanasafni Hannesar? „Það er ekki til neitt Samfélag. Það eru til einstakir karlar og einstakar konur, og það eru til fjölskyldur," er álit Möggu Thatcher, barónessu af Kesteven. „Nóg er kveðið, Svartur," mælti Ólöf ríka. Eng- inn gerir svo öllum líki. Ljóst er að bók sem þessi getur hæglega orðið dægradvöl ped- antsins á löngum vetrarkvöld- um. Þetta er jólabók lastarans. Eða svo aftur sé vitnað í Stein- grím Thorsteinsson: Grammatíkus greitt um völl gekk með tínukerin. Hann hirti spörðin, eg held öll, ar tilvitnanir. Ritstjóra virðist hafa orðið þessi annmarki ljós á síðustu stundu því að í for- málanum lætur hann þess get- ið að safnið „ætti ef til vill fremur að heita tilvitnanir á ís- lensku fremur en íslenskar til- vitnanir, svo oft sem hér er einnig vitnað til útlendra manna“. Af íslenskum höfund- um fær Halldór Laxness lík- lega mest pláss: 16 blaðsíður. Slíkt verk hlýtur óhjákvæmi- lega að bera svipmót þess sem tekur saman efnið. Engu að síður er Hannes óþarflega gjarn á að koma einkaskoðun- um sínum að. Raunverulegar íslenskar tilvitnanir — tilvitn- anir í íslendinga — eru oft ann- aðhvort neyðarleg ummæli sem pólitískir andstæðingar, eins og Ólafur Ragnar Gríms- son eða Össur Skarphéðins- son, hafa gloprað út úr sér eða skrítlur um þá sem ekki aðhyll- ast frjálshyggjuna. Hins vegar er ekki í öllum tilvikum hátt flugið á ummælum sem höfð eru eftir pólitískum samherj- um og átrúnaðargoðum, og geta lesendur sjálfir skemmt sér við að ganga úr skugga um það á milli jóla og nýárs. Sams konar mannamunur — vinir og óvinir — er einnig gerður þar sem útlendingar eiga í hlut. Það eina sem haft er eftir aumingja Engels er níð hans um „Norðurlandahug- sjónina11. Á hinn bóginn er vitnað ótæpilega í spámennina Miiton Friedman, son hans David, svo og Hayek, Popper, „Pótt kuœðið Ég vildi ég vœri lax eftir Goethe sé snilldarlega ort, og dável þýtt afPorsteini Gylfasyni, þá erþví ofaukið hér. Sama á við um Þórsmerkurljóð eftirSigurð Pórarinsson. “ Serpentyne Hljómsveitin XIII Útgefandi: Spor hf. ★★ XIII eru á þessari plötu þeir Hallur Ingólfsson, söngur, gítar og trommur, Gísli Már Sigurðsson, gítar, og Jón Ingi Plötur Björn Jörundur Friðbjömsson Þorvaldsson, bassi. Einnig er í XIII Birgir Jónsson trommu- leikari, en kemur ekki við sögu hér. Upptökustjórn og útsetning- ar: Hallur Ingólfsson. Upp- tökumaður: Ingvar Jónsson. Hljóðblöndun: Þorvaldur B. Þorvaldsson, Ingvar og Hall- ur. Lög og textar: Hédlur Ing- ólfsson. Það hefur mikið verið fiktað við gerð metalrokks á íslandi í gegnum tíðina með misjöfnum árangri. Serpentyne hlýtur að teljast til vel heppnaðrar plötu af þeim toga. Lagasmíð Halls fellur vel að bárujárnsum- hverfinu. Fyrir vikið hljóma lögin meira sannfærandi en hjá fyrirrennurum hans hérlendis, sem hafa gjarnan reynt að gera metalrokk úr lélegum rútubíla- úlpupopplögum með hræðileg- um afleiðingum. Útsetningarn- ar eru víða sniðuglega leystar með gítarvegginn vel girtan upp um sig. Þá er vel heppnuð hljóðblöndun góður kostur og gerir plötunni kraftmikil og góð skil. Platan hljómar nokk- uð einsleit í heildina þar sem meiri fjölbreytni í útsetningum hefði getað lyft stöku stað upp úr rokkniðnum, sem þarfnast stilltra stunda til að ná há- marki sínu. Textarnir eru frek- ar þunglamalegar langlokur á ensku, þar sem metalskáldið Hallur fer hamförum í lýsing- um sínum og liggur greinilega mikil vinna þar að baki. Þetta tvennt dregur plötuna nokkuð niður og gerir hana að lang- dregnari hlustun en þörf er á. Þó er hér á ferðinni fyrirtaks metall fyrir járnbenta. Hljómsveitin er mjög þétt og myndar traustan grunn undir ágætan söng Halls, sem reynd- ar fer hamförum á gítar og trommur og spilar því óvenju- stórt hlutverk á þessari plötu. Þorvaldur fær prik fyrir gott mix.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.