Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 17 Spurningalistinn hér á eftir er einungis lagður fyrir stjórnendur fyrirtækja þannig að þeir sem ekki fylla þann hóp eru vinsamlegast beðnir að fletta áfram. — Ertu stórgóður stjórnandi eða vonlaus vitleysingur? Geturðu haft hemil á undirmönnum þínum og sjálfum þér þegar stjórnunarvandræðin taka að hrúgast ugp jafnört og rykið í loftræstikerfinu? Stjórnunarpróf Helgarpóstsins aðstoðar þig við að finna svarið... Astarsambönd, kostnaðarreikningar 7 f .. i ■ Aa ál fi _ 1. Þú uppgötvar að tveir starfsmenn þínir hafa stað- ið í ástarsambandi undan- farinn mánuð. Þetta er altal- að meðal starfsfólksins í kaffitímum í fyrirtœkinu. Hvað gerirðu í málinu? (a) Býður öðru þeirra eða báðum uppá drykk í hádeginu og útskýrir að svo framarlega sem þau haldi einkalífi sínu út- af fyrir sig, þá sé þetta svosem í lagi þín vegna. En ef þessi hegðan þeirra komi hinsvegar niðrá vinnu þeirra neyðistu til að grípa til örþrifaráða. (b) Segir þeim báðum í einu að þetta sé afskaplega ófagleg hegðan og að þú munir ekki undir nokkrum kringumstæð- um Iíða slíkt á vinnustaðnum. Ef þau slíti ástarsambandi sínu ekki samstundis þá verði að minnsta kosti annað þeirra rekið frá fyrirtækinu. (c) Leyfir ástarsambandinu að líða hjá og afskrifar það sem stundarfyrirbrigði — einsog flestöll önnur róman- tísk atvik á vinnustöðum. En hefur að vísu auga með vanda- málinu ef vera kynni að það myndi magnast og verða risa- stórt. Færð þá hugmynd að reyna sjálfur við konuna sem stendur í ástarsambcmdinu og hún sér strax að þú ert mun fýsilegri kostur en undirmað- urinn og slær til. Þannig slít- urðu sambandi þeirra sjálf- krafa og færð sjálfur ákveðna viðbótarfullnægju útúr starf- inu. Gott mál. 2. Þú veist það fyrir víst — þarsem einn starfsmanna þinna sagði þér það — að einn undirmanna þinna hat- ar þig útaf lífinu og baktal- ar þig á svívirðilegan hátt við öll hugsanleg tœkifœri. í sannleika sagt er þér ekki ýkja vel við hann persónu- lega og vinna hans er auk- þess langtþví frá framúr- skarandi þótt ekki sé hún beinlínis léleg. Hvað tek- urðu til bragðs? (a) Ákveður að reiðast ekki heiftarlega heldur hefna þín grimmilega. Þú gagnrýnir síð- an störf hans við hvert einasta mögulegt tækifæri og gerir líf hans að samfelldri martröð með illkvittnum athugasemd- um við hitt starfsfólkið um „þennan ómerkilega skíta- karakter". (b) Hlærð góðlátlega að þessu, brosir til viðkomandi starfsmanns hvenær sem er og hrósar honum innilega en þó fullkomlega óverðskuldað fyrir öll hans lélegu störf. Eitt kvöld- ið þegar þú hefur troðið eftir- vinnu uppá þennan nýja „uppáhaldsstarfsmann" þinn ferðu síðan heim til hans og flekar eiginkonu hans. (c) Segir starfsmanninum að þú hafir heyrt af ummælum hans um þig þegar þú heyrir ekki til, ef hann haldi þessum rógburði áfram munirðu láta eigendur fyrirtækisins vita og þá verði hann fyrst kominn í vondu málin. (d) Bókaðu starfsmanninn í viðtalstíma við þig á þeirri for- sendu að þú ætlir að ræða við hann um framvindu og framtíð starfa hans hjá fyrirtækinu. í miðju viðtali skaltu koma hon- um á óvart og ýja að því að ef til vill sé heppilegast að hann og hassreykingar taki að leita sér að nýrri at- vinnu. Lýkur síðan spjalli ykkar og horfir á eftir honum ganga niðurbrotinn út. 3. Þú hefur verið önnum kafinn undanfarnar vikur við að taka viðtöl við umsœkj- endur um stöðu sem losnar í fyrirtœkinu um nœstu ára- mót. Eftir mikla leit hefurðu fundið nákvœmlega réttu manneskjuna í starfið, en þegar þú ferð að kanna með- mœlin kemstu óvcent að því að viðkomandi var rekinn frá ákveðnu fyrirtœki fimm árum fyrr sökum þess að hún varð uppvís að því að reykja hass í fyrirtœkisferð til Akureyrar. Hvað aðhefstu í málinu? (a) Reiðist gríðarlega þarsem þú varst ekki látinn vita fyrir- fram og hringir síðan í frænda þinn í tollinum sem setur við- komandi á svartan lista þannig að framvegis verði alltaf gerð ít- arleg dópleit á henni við komur til landsins. Að sjálfsögðu ræð- urðu ekki þennan aumingjans hasshaus í vinnu. (b) Hugleiðir þetta ekki einu sinni og bandar því frá þér sem glappaskoti í æsku. Viðkom- andi var einnig fullkomlega hreinskilin að öðru leyti í viðtal- inu, þetta er eini bletturinn á annars flekklausum ferli og þú ræður hana á staðnum. (c) Því miður treystirðu þér ekki til að ráða viðkomandi í vinnu vegna þess að hættan á að hún verði gripin á nýjan leik er of mikil. (d) Gerir viðkomandi fullkom- lega ljóst að hverskonar vímu- efnaneysla verði að fara fram í frítíma hennar og það megi eng- an veginn bitna á vinnunni. Síð- an spyrðu léttur í bragði hvort það sé nokkur leið fyrir hana að redda smágrasi fyrir þig ef útí það færi, svona uppá áramóta- teitið að gera. Hlærð brjálæðis- lega við fátið sem kemur á hana og ræður hana svo. 4. Einhver hefur verið að fitla við kostnaðarreikning- ana sína með því að bœta við nokkrum upphceðum sem þú veist að voru þar ekki fyrir skemmstu; þará meðal eru leigubílareikningar og inn- kaup á tímaritum. Samtals nemur upphceðin rúmlega tvö þúsund krónum. Hver eru viðbrögð þín? (a) Tryllist gjörsamlega og segir viðkomandi að það sé brottrekstrarsök að leggja fram falska kostnaðarreikninga. Læt- ur hana þó vera í bili, en sérð að þér í eftirmiðdegið og rekur hana formálalaust. (b) Hlærð að öllusaman, ferð til viðkomandi og sýnir henni grínaktuglega hvernig þú hefur falsað kostnaðarreikninga þína um langt árabil — og komist upp með það á snilldarlegan hátt. Kennir henni aðferðina og saman farið þið á Hótel Sögu um kvöldmatarleytið og endið uppá herbergi á eftir. Allt á kostnað fyrirtækisins. (c) Kallar hana inná skrifstof- una þína, tilkynnir um grun- semdir þínar á hávaðalausan hátt og biður hana lengstra orða að reyna þetta ekki aftur heldur gera nýja kostnaðar- reikninga og gera það sannleik- anum samkvæmt í þetta skipt- ið. (d) Skrifar undir kostnaðar- reikningana hvað sem líður öll- um fölsunum, því þetta eru jú ekki þínir peningar heldur pen- ingar eigenda fyrirtækisins og þeir hafa örugglega efni á þessu. Aukþess er þessi litla upphæð ekkert til að gera veð- ur útaf. Nákvæmlega ekkert. hátt og skýrt fyrir framan alla: Djöfull lyktarðu illa mannand- skoti! Þrífurðu þig bara einu sinni á ári núorðið? Ég get bara ekki liðið það að hafa svona ófögnuð í vinnu hjá jafnvirðu- legu fyrirtæki. Síðan slærðu hann utanundir á ruddalegan hátt (eftir að hafa vafið vasaklút utanum höndina) og rekur á staðnum. Segir svo að skilnaði: Drullastu héðan út, mykjuhaug- urinn þinn. þínum á við alvarlegt hrein- lœtisvandamál að stríða. Við- komandi lyktar af líkams- vessum sem allir nálœgt finna og þarað auki er hann gjarnan illa rakaður, and- fúll, með frunsur og vot augu. Aðrir starfsmenn fyrirtœkis- ins hlceja einnig að honum þegar hann sér ekki til og þykjast láta líða yfir sig af ógeði. Hvað í ósköpunum ger- irðu í málinu? (a) Segir viðkomandi í ein- rúmi að því miður þurfi hann að hreinsa aðeins til hjá sjálfum sér og bendir honum kurteis- lega á vandamálið. Sennilega verður hann ákaflega móðgað- ur og aumur við athugasemd- irnar, en þetta er það eina rétta í stöðunni og hann á að sjá það. (b) Segir ekki múkk. Þér kem- ur þetta einfaldlega ekki hætis- hót við og það væri mjög vand- ræðalegt fyrir alla sem til þekkja ef þú færir að gera stór- mál úr svona einkavandræðum. Hlærð í staðinn vandræðalega þegar minnst er á málið og bendir á að kannski hafi við- komandi ofnæmi fyrir sápu. (c) Króar einn vina viðkom- andi starfsmanns af útí horni, útskýrir vandræði þín og biður hann að gera eitthvað í málinu áðuren allt fari í óefni. Prísar þig síðan sælan fyrir að hafa sloppið svona vel og hlærð í laumi að væntanlegum óförum vinar viðkomandi starfsmanns. (d) Gengur beint upp að við- komandi í mötuneytinu og segir við fyrirtœkið og það bókstaf- lega úðast á þig kynþokkinn þegar hún er í návist þinni. Greinilegt er á fyrstu dögun- um að viðkomandi vildi fátt fremur en að hoppa uppí ból með þér — „vinna frameftir“ — hvencer sem þú gcefir merki ogdýrkarþigá skamm- arlausan hátt. Konan er greind, mjög skemmtileg, vel- menntuð og virðist einkar Stigagjöf Teldu saman stigin og berðu þau síðan saman við töfluna hér að neðan til að sjá hvort þú ert fæddur stórgóður stjórnandi eða vonlaus vitleysingur sem ætti að einbeita sér að öðrum sviðum. (1.) a 5; b 3; c 1; d 0 (2.) a 2; b 0; c 2; d 4 (3.) a 0; b 3; c 3; d 5 (4.) a 3; b 0; c 5; d 0 (5.) a 5; b 1; c 2; d 0 (6.) a 5; b 2; c 0; d 0 (7.) aO; b 3; c 5; d 3 (8.) a 1; b 0; c 3; d 5 35-40 stig Þú gerir gott betur en að leysa öll þau vandamál sem upp kunna að koma á vinnustað þínum því þú gjörsamlega ræðst með offorsi á þau og tæklar samstundis. Verð- launin eru vitaskuld vinnustaður sem gengur einsog svissneskt úr- verk og starfsfólk þitt virðir þig sjálfsagt takmarkalaust fyrir hrein- skilni þína, strangan aga og yfir- mannslegt fas. En hafðu í huga að starfsfólkið er jafnframt dauð- hrætt við þig og óttast enga mann- eskju meira. Þú getur svosem ailt- af litið á björtu hliðina: Fólk hneig- heppileg til ástarsambands. Hvaða ráða grípurðu til? (a) Verst öllum „viðreynslu- sóknum" viðkomandi af miklu listfengi og reynir að fara ekki hjá þér eða roðna í hamagang- inum. Ræðir við starfsmanninn svo lítið ber á ef ekkert annað dugar. Vitaskuld væri það frá- bært meðan á því stæði, en fátt er jú heimskulegra en að standa í ástarsambandi við einn starfs- manna sinna. (b) Á laun skipuleggurðu ástafund ykkar en lætur við- komandi sverja við Biblíuna að segja ekki nokkurri lifandi sálu frá sambandinu. (c) Brjálast af frygð, mætir hverju daðri starfsmannsins af fullri hörku og svarar í sömu mynt. Eftir nokkurra mánaða samband sérðu að engin fram- tíð er í hjónabandi þínu, krakk- arnir hvort sem er farnir að heiman og þú hefur ekkert betra að gera við líf þitt en að skilja og taka saman við starfs- manninn. (d) Býður viðkomandi starfs- manni á barinn eftir að vinnu lýkur og eftir að þið hafið búsað ykkur dauðadrukkin hefurðu æsileg kynmök við hana á skrif- stofunni. Morguninn eftir get- urðu alltaf sagt að þetta hafi verið mistök og beðið starfs- manninn afsökunar. Sorrý, beib, ég og þú... við eigum enga framtíð saman. Enga. Get lost. Eða deitað hana um ókomna ei- lífð. 7. Þú uppgötvar á mánu- dagsmorgni að um helgina var haldið tryllt starfs- mannapartí sem allir eru í óðaönn að tala um. Eftir því sem líður á morguninn kemstu að því að þú varst eina manneskjan í fyrirtœk- inu sem ekki var boðin og misstir þarmeð af fjöri árs- ins. Hvað gerirðu? (a) Borgar eftirminnilega fyrir þig með því að veita fimm til tíu leiðinlegustu og óvinsælustu starfsmönnum fyrirtækisins ríf- lega launahækkun umfram aðra — og gullúr og sólarlandaferð á næstu árshátíð fyrir framúr- skarandi störf í þágu lands og þjóðar. Pínir svo aðra starfs- menn til að hrópa ferfalt húrra fyrir „langsamlega bestu starfs- mönnum fyrirtækisins". (b) Ferð í mikið uppnám og ákveður að vera vinalegri við starfsfólkið framvegis. Kannski veita þeim jólabónus í þokka- bót. Tekur gjörvallt líf þitt til endurskoðunar. (c) Þetta angrar þig ekki hið minnsta þarsem þér hefði aldr- ei dottið í hug að fara og blanda ir sig á götu þegar það sér þig og ræflarnir pestera þig ekki á barn- um. 20-34 stig Þessi stigagjöf er senniiega besta stigagjöfin fyrir þig sem stjórnanda og hvaða manneskja sem er myndi gefa hægri höndina til að vinna hjá þér. Þú rekur fyrir- tækið með þá gullvægu reglu í öndvegi að almenn og heilbrigð skynsemi — ásamt góðum skammti af víðsýni og réttlæti — er besta ráðið til að fá fólk til að vinna störf sín afbragðsvel. Þú hik- ar aldrei við að taka glímur við erf- ið viðfangsefni og veist að mann- eskjuleg stjórnun er það eina sem dugir. Undirmenn þínir vita hver ræður, en þeir vita líka að þú ert ávallt tilbúinn að hlusta á nýjar hugmyndir og taka tiliit til skoð- ana annarra. 10-19 stig Þú værir sjálfsagt ágætur knatt- spyrnuþjálfari að því leytinu til, að þú hefur ákveðna náttúrulega hæfileika til að vinna með fólki (hæfileika sem að vísu allir aðrir fengu í vöggugjöO og ert nægilega einbeittur stjórnandi til að gera geði við þessa lágkúrulegu und- irmenn. Skítt með aumingjana. (d) Ert illa særður, en skilur að staða þín innan fyrirtækisins er slík að starfsfólkið lítur á þig sem „einn af hinum“. Gleymir síðan „óvart“ að senda veislu- haldaranum jólakort og hækka við hann launin um næstu mán- aðamót einsog skilningur ríkti um. Bara svona rétt til að láta viðkomandi vita af því hvað hann kemst uppmeð í framtíð- inni. Skilur svo atvikið eftir graf- ið í fortíð. 8. Þú hefur alla tíð gert mik- ið úrþví við starfsmenn fyrir- tcekisins að mceta til vinnu á réttum tíma og haldið sér- staka fundi um málið. Eftir sérstaklega slcema viku til- kynnir þú á föstudegi að ncesti starfsmaður sem komi of seint til vinnu muni sceta harðri meðferð og jafnvel verða rekinn efillt er í efni. A mánudagsmorgni skríðurðu á fcetur undir hádegi eftir að hafa sofið hrikalega yfir þig vegna helgarþreytunnar. Jceja, Ijúflingur, hvað mynd- irðu gera í þessu tilfelli? (a) Hringir umsvifalaust í einkaritarann og biður hann að tilkynna öllum með grafar- röddu í hádeginu að því miður komist þú ekki til vinnu fyrren í fyrsta lagi á miðvikudag vegna heiftarlegrar salmónellu- matareitrunar sem þú fékkst af því að borða sviðahausa. (b) Kemur til vinnu um miðj- an dag og tilkynnir glaðhlakka- lega að loksins hafi yngsti strák- urinn þinn fengið á baukinn þegar hann hlaut gat á hausinn eftir að hafa klifrað í trjám. Og þú hafir verið allan daginn með honum á spítalanum. Skammar síðan miskunnarlaust þá tvo starfsmenn sem þú sérð á mæt- ingartölvunni að hafa mætt fimm mínútum of seint um morguninn. (c) Mætir á svæðið ánþess að hika og horfir djarfmannlega framaní starfsfólkið. Sá fyrsti sem tjáir sig um málið fær al- deilis fyrir ferðina og missir af mánaðaruppbótinni. Þú ert nú einu sinni yfirmaðurinn og þarft fráleitt að lúta sömu reglum og undirmenn þínir. Þú ERT yfir- maðurinn. Ekki þeir. (d) Hringir á undan þér og til- kynnir örlitla seinkun þarsem þú hafir sofið yfir þig. Kemur svo til vinnu, gnístir tönnum, brosir skelfilega útí annað og tekur út sömu háðsútreið og aðrir hefðu fengið frá þér. Það verður jú einu sinni full sann- girni að ríkja. -.ta. þér grein fyrir annmörkum þínum. Með mikilli vinnu og stanslausri yfirlegu og pælingum gætirðu þannig ef til vill orðið ágætur stjórnandi með tímanum. En lykil- orðin hér eru „ef til vill“, því þú fékkst það lágt skor á stigagjöfinni að ólíklegt er að þú verðir nokkru sinni starfinu vaxinn — nema þá að þú njótir takmarkalauss skiln- ings eigendanna vegna skyldleika við þá. 0-9 stíg Þú ert algjörlega vonlaus stjórn- andi. Manneskja með svona hörmulega lága stigagjöf gerði best í þvi að vera einyrki til ævi- loka og aldrei nokkurntímann taka á sig ábyrgð. Þetta er nokkuð sem þú verður að horfast í augu við og hætta að láta þig dreyma um að vinna við stjórnunarstörf. Að þú skulir hafa tekið þetta próf er hrein móðgun við þá sem hafa metnað til að verða góðir stjórn- endur. Kannski væri heppilegast fyrir þig að fara beinustu leið á at- vinnuleysisbætur og finna ein- hvern til að sjá um alla daglega hluti. En kannski ertu bara brand- arakall og meinar ekkert með þessu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.