Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 25 Borgin hló? Út er komin bókin íslenskar tilvitnanir, en þar hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson safnað saman fleygum orðum, frægum og snjöilum tiisvörum, en að auki hefur hann valið kunnar tilvitnanir úr heimsbókmenntunum. Egill Helgason fór á hundavaði í gegnum bókina og tíndi saman tilvitnanir sem honum þótti skemmtiiegar. Og þetta segir maður, sem er alinn upp í aftursætinu á ráð- herrabíl. Albert Guömundsson, ráöherra og alþlnglsmaöur, 1923-1994. Um Vllmund, son Gylfa Þ. Gíslasonar, þegar Vllmundur átaldl spllllngu í opln- beru lífl um 1980. Það er góður endir á slæm- um ferii. Magnús Óskarsson borgarlögmaöur. Eftlr aö spurölst út aö Ólína Þorvaröar- dóttlr ætlaöl aö hætta í borgarstjórn. Vissulega er drykkjan flótti frá lífinu, en margur maðurinn hefur nú bjargað sér á flótta! Árnl Pálsson, prófessor í sagnfræöl, 1878-1952. Maðurinn sem fann ekki Am- eríku; Anti-Kólumbus. Árni óheppni. Jónas Jónsson frá Hrlfíu, 1885-1968. Um Árna Jónsson frá Múla, alþlngls- mann íhaldsfíokkslns, sem sendur haföl verlö i erlndum landstjómarlnnar tll Vesturhelms haustlö 1925, en komst saklr vanhellsu (sem Jónas taldl vera ofdrykkju) ekkl lengra en tll Kaup- mannahafnar. Hann fann sitt Vínland. Jónas frá Hrlfíu. Sagt afsama tllefnl. Og hugsið ykkur, hvað það er gott að fara á skíði úti í guðsgrænni náttúrunni. Guölaugur Tryggvl Karlsson vlösklptafræölngur. Á fundl um íþróttamál í Menntaskólanum í Reykjavík. Borgin hló? Ég held, að höf- undur hafi aldrei farið jafn- nærri um viðtökur á bók eftir sig. Ókunnur höfundur um fyrstu Ijóöabók Matthíasar Johannessens, Borgln hló, sem kom út 1958. Annars er skáldskapur ósköp leiðinlegur, og það á ekki að taka mark á honum, það gerir enginn lengur. Slgfús Daöason IJóöskáld. Það er ekki til nema ein lausn. Öldruðum verður að fækka. Guönl Ágústsson alþlngismaöur. Á fundl um málefnl aldraös fólks. Það er með manndóminn eins og meydóminn að sé hon- um eitt sinn fargað fæst hann ekki aftur. Árni Jónsson frá Múla, alþlnglsmaöur og ritstjórl. 1891-1947. Hann gæti afkristnað heil sólkerfi og væri ekki lengi að því. Árnl Þórarinsson prófastur, 1868-1948. Um Ásmund Guömundsson blskup. Menn hátta með hugró í rúm sín, þótt skýrslur sýni, að flest- ir deyi í rúminu. Benjamín H.J. Elríksson, hagfræölng- ur og bankastjóri. í andmælaskynl viö málfíutnlng sumra andstæölnga hagnýt- Ingar kjarnorku. Ég er alveg á móti því að leggja þessa stafi niður. Eigum við að fara að gera okkur vit- lausa fyrir dónana? Nei! Þeir geta þá skrifað sína íslensku fyrir sig, en við förum ekki að gera okkur vitlausa fyrir þá. Jón Þorkelsson málfræölngur og rekt- or, 1822-1904. Um þá tlllögu aö leggja nlöur y og ý. Það sem aðrir söknuðu, fundu þeir hjá honum. BJarnl Jónsson dómklrkjuprestur, 1881-1965. í líkræöu yfír mannl sem tallnn var þjófóttur. Virðing smáþjóða stendur yfirleitt í öfugu hlutfalli við mælgi þeirra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. BJarni Benedlktsson forsætlsráöherra, 1908-1970. Mér hæfir enginn dauðdagi annar en heimsendir! Elnar Benediktsson skáld, 1864-1940. Þegar fólk er þrítugt, missir það illusjónirnar, og þá beygja flestir af. Jóhann Jónsson skáld, 1896-1932. Sjálfur jólasveinninn talaði um daginn og veginn og kallaði sig Guðmund Jósafatsson frá Austurhlíð. Hann valdi sér að umtalsefni féþyngd og ljóða- gerð og virtist dável heima í báðum þessum listgreinum. Margir höfðu af þessu hina mestu skemmtan, og vonandi lætur hann tii sín heyra öðru sinni, ef hann má því við koma. Stelnn Stelnarr skáld, 1908-1958. Útvarpsgagnrýnl I Alþýöublaölnu. Jóhanna Slguröardóttlr, alþlnglsmaö- ur og ráöherra. Eftlr aö hún belö lægrl hlut I formannskjörl I Alþýöuflokknum I Júní 1994. Hann er höfundur nokkurra skáldsagna, sem ævinlega hafa dáið gamlar eftir stutta ævi. BJarnl Benedlktsson frá Hoftelgl, bókmenntagagnrýnandl og rithöfund- ur, 1922-1968. Um Helmsbókmennta- sögu Krlstmanns Guömundssonar. Ég hef ekkert á móti vinnu. Ég get horft á menn vinna tím- unum saman, án þess að mér leiðist. Gunnar Gunnarsson sendlherra. Svlpuö ummæll eru elgnuö rlthöfund- Inum W. W. Jacobs. Öllum hafís verri er tauga- hrollurinn í Austurstræti eftir hádegið. Dagur Siguröarson skáld, 1937-1994. Svona norpuðum við um ald- ir, konur á íslandi, eigandi varla nokkra bók, stundum ólæsar og dóu allar úr leiðind- um sem hneigðar voru til lest- urs, en hinar tórðu og fylla nú landið. Málfríöur Elnarsdóttlr rithöfundur, 1899-1983. Við gleypum allt hrátt frá Skandinavíu, en skandinav- isminn er ekkert nema undan- renna menningarinnar. Kaup- mannahöfn hefur alla tíð verið Golgata íslensku sálarinnar Eggert Stefánsson söngvari, 1890-1962. Ríkisútvarpið hefur alltaf verið hálfrar aldar gamalt. Veggjakrot í húsakynnum Ríklsútvarpslns þegar þaö varö fímmtíu ára í desember 1980. Málið er ekki hvað maður getur, heldur hvað maður get- ur. Elnkunnarorö hljómsveltarlnnar Purrks PiUnlkks. Skyldi Ólafur raunverulega vera dáinn eða er þetta enn einn leikaraskapurinn í hon- um? Jónas frá Hrlfíu á aö hafa staölö vlö lelöl Ólafs Thors og sagt þetta stundarhátt. Allt innihald einstaklinganna eru gamlar hugsanir og úreltar hugmyndir, eintómar aftur- göngur. Maður getur orðið myrkfælinn af því að hugsa um andlega lífið á lslandi. Gestur Pálsson, rlthöfundur og blaöamaöur, 1852-1891. Haldið þið kjafti og farið heim! Guöbergur Bergsson rlthöfundur. Vlð þátttakendur I pallborösumræö- um á bókmenntahátíö 1987. 0111 þetta uppnáml á hátíöinnl. Thor Vilhjálmsson er eina skáldið okkar, sem hefur brot- ist til fátæktar. Guömundur Árnason llstaverkasall. Thor er sonur Guömundar Vllhjálmssonar, forstjóra Eimskipafélags íslands, og dóttursonur Thors Jensens útgeröarmanns. Vélstrokkað tilberasmjör. Guömundur Finnbogason landsbóka- vöröur, 1873-1944. Rltdómur um Vefarann mlkla frá Kasmír eftlr Halldór Laxness (líklega stystl rltdómur á íslenskri tungu). Ætlar pupullinn alveg ofan í mig? Hannes Árnason prestaskólakennari, 1809-1879. Eftlr aö fólk færöl slg nær honum í prédíkun tll þess aö heyra í honum, en honum lá mjög lágt rómur. Er það gott djobb? Halldór Laxness rlthöfundur. Halldór vár spuröur um þaö 1968 hvort hann vlldl gefa kost á sér í forsetaembættlö. Frægðin er næsti bær við himnaríki, eins og allir fjöl- miðlanotendur vita. Árnl Bergmann, rltstjórl og bókmenntafræölngur. Þeir sem segja að íslending- ar séu Ieiðinlegir með víni, hafa ekki kynnst þeim allsgáð- um. Hrafn Gunnlaugsson, kvlkmyndalelk- stjórl og rlthöfundur. Veruieikinn er fyrir fólk sem ræður ekki við vímuefni. Veggjakrot á Lögreglustöölnnl vlö Hverflsgötu. Þeir, sem geta, þeir vilja yfir- leitt ekki, en þeir, sem vilja, þeir geta yfirleitt ekki. Vllmundur Jónsson landlæknlr, 1889-1972. í mér bærist fól. Helmlr Steinsson útvarpsstjóri. Sam- kvæmt munnmælum í bréfl tll Hrafns Gunnlaugssonar vorlð 1993. Fyrr hætti ég nú að drekka en ég fari í meðferð! Pétur W. Krlstjánsson dægurlagasöngvarl. Ég get ekki setið lengur inni á þessari idíóta-samkomu. Hannes Hafsteln, skáld og ráöherra, 1861-1922. Sumarlö 1914, um lelö og hann gekk af þlngfundl.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.