Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 24 Vandað verk Eg skrifaöi mig inn í tugthúsið Endurminningar Valdimars Jóhannssonar Gylfi Gröndal skráöu Foriagið 1995 +★ Valdimar er þjóðkunnur blaðamaður og bókaútgef- andi. Á viðburðaríkum ferli sínum vann hann hjá fjölda dag- og vikublaða, til dæmis Tímanum, Alþýðublaðinu og Þjóðólfi. Þar tókst honum að skrifa sig inn í hjörtu lands- manna og inn í tugthúsið einn- ig. Hans þáttur var mikill í stór- aukinni bókaútgáfu hérlendis á fimmta áratugnum þegar hann kom á fót bókaútgáfunni Ið- unni, sem hefur auðgað bók- menntalíf þjóðarinnar fram á okkar dag. Hann kom víða við í stjórnmálum, en föðurlandsást og andstaða hans við herinn voru eins og rauður þráður í gegnum þá þátttöku. Það var einmitt vegna andúðar hans á breskum yfirgangi og íslensk- um undirlægjuhætti að hann með harðorðri grein skrifaði sig í fangelsið 1941. Uppbygging Gylfa Gröndal á verkinu er að vonum góð, enda maðurinn þrautreyndur viðtalsbóka- og ævisagnahöf- undur. Fyrri hluti verksins lýs- ir á nostalgískan hátt uppvexti Valdimars í Svarfaðardal við erfiðar aðstæður. Á þeim tíma var barist um hverja krónu, þótt menn nenni vart að beygja sig eftir þeim á götu nú- orðið. Það hefði að ósekju mátt staldra lengur við fallegar stundir eins og lýsingu á hin- um íburðarlitlu jólum sem Valdimar upplifði í æsku, þeg- ar ljósmeti var munaðarvara. Sú tilfinning kemur oft yfir mann við lesturinn að orðin og blaðsíðurnar séu um of skorin við nögl. í miðhlutanum er síð- an lýst pólitískum, náms- og blaðamannsferli hans og í lok- in kemur að þýðingarmesta hlutanum fyrir íslenska menn- ingu, þ.e. bókaútgáfunni. Bóka- forlagið Iðunn, sem Valdimar stofnaði í lok stríðsins, náði að verða eitt stærsta forlag lands- ins. Þar komu til vinnusemi og vandvirkni Valdimars að ógleymdum undraverðum hæfileika til að skynja hvers- konar bækur fólkið vildi. Hver metsölubókin á fætur annarri gaf honum nógu mikið fé í aðra hönd til að þrauka mögru árin sem öll fyrirtæki mæta. Burtflognar endur Þriðja ástin Nína Björk Arnadóttir Iðunn 1995 ★ að er stundum sagt um teikningar barna, sem erf- itt er að átta sig á, að þær eigi að tákna burtflognar endur. Bækur „Lengst aferstíllinn ein- faldur og barnalegur dn nokkurra töfra. Og kyn- lífslýsingarnar eru með þeim pínlegustu sem sést hafa í íslenskri bók. “ Og raunar er líka til saga af Kjarval sem segir frá því að hann hafi skýrt eitt málverk sitt Kú en svarað því til þegar hann var spurður hvar kýrin væri að hún væri hinum megin við ána. Sama gildir um nýja skáldsögu Nínu Bjarkar Áma- dóttur, Þriðju óstina. Hér er drepið á merkilega sögu og forvitnilega en sú saga er ekki finnanleg í bókinni. Endarnir liggja lausir um allt og persón- ur týnast út úr sögunni, næst- um áður en þær eru til hennar nefndar. Frásögnin er frá þremur sjónarhornum, sjónarhorni Ernu hinnar ríku og fínu, morðingja hennar Guðmundar Astríðumorðingja og öskukall- anna Siddó og Valda sem finna lík hennar. Saga Ernu vekur forvitni les- andans strax í upphafi, hún hefur tekið við sæði föður síns og borið barn hans undir belti um stund en fóstrinu síðan verið eytt til að bjarga lífi föð- urins sem þjáist af Parkinsons- veiki. Móðir hennar hefur ver- ið geðveik frá því að Erna var barn, og systirin sem hún kynnist eftir lát föðurins verð- ur líka geðveik og er lokuð inni á hæli. Hún giftist manni sem hún hefur engan áhuga á og tekur besta vin hans sem elsk- huga strax á brúðkaupsdaginn og kórónar svo allt saman með því að verða ástfangin af ungri stúlku sem hún veit ekk- ert um. Sannarlega krassandi söguefni, en — búps — það hripar allt út úr sögunni og lesandinn er svo sem engu nær um þessa konu eða ástæðurnar fyrir gerðum hennar. Vissulega er frásögn hennar í sundurlausum dag- bókarbrotum en fyrr má nú vera sundurleysið. Frásögn Guðmundar Ástríðumorðingja er sett upp sem greinaflokkur í Nýja Helg- arblaðinu og er ágætlega heil- leg saga hörmunga og hrakn- inga frá unga aldri, einmana- leika og loks fundi hinnar sönnu ástar og harkalegum viðbrögðum hans þegar þeirri ást er ógnað. Og svo eru það þeir kump- ánar Siddó og Valdi. Hlutverk þeirra í sögunni er mér hulið, nema þeir tákni hina eilífu hringrás lífsins og að eins dauði er annars brauð, því lík- fundurinn tengir þá órjúfandi böndum og þeir verða vinir og fara að leigja sér saman. Lykilpersóna sögunnar er Sunna, sem þau elska bæði Erna og Guðmundur, en um hana fær lesandinn nánast ekkert að vita. Hún er enn ein Úan í íslenskum bókmenntum og þó varla, því svo lítið er henni lýst að ógjörningur er að gera sér grein fyrir því í hverju það vald hennar felst að fólk er reiðubúið að drepa og deyja hennar vegna. Maður verður hryggur við lestur þessarar bókar. Hrygg- ur vegna sögunnar sem er hér ekki. Hryggur vegna þess að Nína Björk er gott ljóðskáld og getur skrifað óumræðilega fal- legan stíl, en ekkert af þeim hæfileikum nýtur sín hér. Stíll- inn er vissulega mjög ljóð- rænn og seiðandi á köflum, en þeir kaflar eru bara svo alltof fáir. Lengst af er stíllinn bara einfaldur og barnalegur án nokkurra töfra. Og kynlífslýs- ingarnar eru með þeim pínleg- ustu sem sést hafa í íslenskri bók. Samt eru það þær sem eru fyrirferðarmestar og liggur við að persónur, aðrar en aðal- persónurnar, þjóni þeim til- gangi einum að fara í rúmið með þeim Ernu og Guðmundi og sé síðan hent út úr sögunni af fullkominni grimmd og skiptir þá engu hvort um er að ræða eiginmann, elskhuga, vændiskonu eða draumkonur æskunnar. Og maður verður hryggari og hryggari. Kannski er það snilld. Að láta lesandann þjást vegna sögunnar sem ekki er sögð. Láta hann óska þess að höfundur hefði gefið sér meiri tíma, gefið okkur meira. Kannski það. En það hefði þó verið ennþá meiri snilld að gefa okkur þá sögu sem hér er gefin í skyn. „Foruitni manns er vakin ú persónunni en Gylfi virðistjafnan vinna undirþeim merkjum að vera var- kdrvið viðmœlendur sína og sýna enga frekju. “ Öllu þessu ferli eru gerð ágæt skil í bókinni en það sem vantar tilfinnanlega er að kom- ist sé nær persónu Valdimars. Forvitni manns er vakin á per- sónunni en Gylfi virðist jafnan vinna undir þeim merkjum að vera varkár við viðmælendur sína og sýna enga frekju. Það er ekki laust við að maður sé hálfsvekktur í bókarlok að hafa ekki fengið að komast nær svo áhugaverðum manni. Gylfi ger- ir að vísu góða tilraun til að sníða þennan vankant af, m.a. með því að birta kafia úr ein- lægum bréfum Valdimars til Ingunnar konu sinnar. Þar kemst maður í snertingu við þennan heilbrigða og góða dreng. Það er síðan önnur saga að það, hversu góður drengur hann er, virðist leiða til þess, eins og góðra manna er háttur, að hann oflofar samferðamenn sína og grynnkar þannig per- sónur þeirra. En bókin er vel unnin. Skemmtileg og fróðleg lesning, ekki aðeins fyrir samferðafólk Valdimars eins og oft er raunin með viðtalsbækur, heldur einnig fyrir þá sem vilja kom- ast inn í hugarheim eins þeirra manna sem af eigin atorku brutust úr fátækt til bjargálna á meðan ísland gerði slíkt hið sama. Ldtlaus poppplata Hittu mig Vinir Dóra Útgefandi: Straight Ahead Records Dreifing: Japis ★★ Vini Dóra skipa: Ásgeir Ósk- arsson, trommur og bak- raddir, Halldór Bragason, söngur og gítar, og Jón Ólafs- son, bassi og bakraddir. Auk Plötur Bjöm Jömndur Friðbjömsson þeirra koma við sögu Pétur Hjaltested á Hammond-orgel og Þorsteinn Magnússon á gít- ar. Upptökustjórn: Halldór og Ásgeir. Hljóðblöndun: Gunnar Smári Helgason. Upptöku- maður: Ólafur Ragnarsson. Lög: Vinir Dóra, Ásgeir Ósk- arsson, JJ Cale. Textar: Pjetur Stefánsson. Vinir Dóra hafa gengið í gegnum töluverðar manna- breytingar í gegnum tíðina og margir komið við sögu á ferli hljómsveitarinnar. í dag er hún tríó og hefur spilað sem slíkt um tíma. Aðal hljómsveitarinnar er styrkur grunnur Ásgeirs og Jóns, sem eru þétt og vel sam- spiluð ryþmasveit. Halldór gerir sér lítið fyrir og syngur öll lög plötunnar, sem að frá- töldum tveimur lögum Ásgeirs og lagi JJ Cale eru tíðindalitlar lagasmíðar. Halldór meira raular lögin en syngur, án þess að gæða til- finningu eða lífi. Hæfir slík söngtækni ekki vel lögum sem eiga sjálf á stundum erfitt með að standa í fæturna. Eins fara textar Pjeturs ekki nógu vel í linkulegum flutningi og er þess skemmst að minnast hvernig hann fer með kveðskap sinn í eigin flutningi. Halldór hefði mátt flytja eitthvað af ákefð- inni í gítarleiknum yfir í söng- inn. Hann sýnir að það rennur „Halldór hefði mdtt flytja eitthvað af dkefðinni í gítarleikn- um yfir í sönginn. “ blóð á bakvið míkrófóninn í laginu „Hjartað" og er þá strax komið annað hljóð í strokkinn. Hljómsveitin nær oftast fínu flugi og hljómar platan nokkuð heildstæð með fallegum sprettum Þorsteins Magnús- sonar, sem er foringi á gítarinn hér sem annars staðar. Þá er prýði að orgeluppbótinni og nær Hjaltested góðum spretti í laginu „Alstaðar“, sem er reyndar vel leyst frá allra hendi. Líklegt er að fólk fái að heyra lagið „Viðkvæm" eftir JJ Cale hljóma í útvarpi, enda ágætis kandídat fyrir þann vettvang. Vinir Dóra fá plús fyrir þá viðleitni að gera plötu með frumsömdu efni og íslenskum textum, en það hafa þeir ekki áður gert.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.