Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 16
16
k. ,aui
RMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER1995
Hvorki Alþýðublaðið né Vikublaðið koma út á morgun, en það gerir hins vegar
„Sameinaða blaðið“. flldrei heyrt um það? Það hafði Karl Th. Birgisson ekki
heldur fyrr en hann kannaði málið.
j
Sameinaðir
í einn daö
Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa ákveðið ^
að þreifa alvarlega hver á öðrum um
sameiginlega blaðaútgáfu, þótt ekki
sé nema í einn dag.
Amorgun, föstudag, verða
þau tíðindi í íslenzkri
blaðaútgáfu að stjórnar-
andstöðuflokkarnir fjórir, Al-
þýðubandalag, Alþýðuflokkur,
Þjóðvaki og Kvennalisti, sam-
einast um útgáfu blaðs sem
dreift verður eins og vani er
um flokksmálgögn þeirra.
Hvorki Alþýðublaðið né Viku-
blaðið koma því út á morgun.
Ritstjórn blaðsins er í höndum
fjögurra fulitrúa, hvers úr sín-
um fiokki, þeirra Hrafns Jök-
ulssonar (Alþfl.), Óskars Guð-
mundssonar, (Þjv.), Páls Vil-
hjálmssonar (Abl.) og Þór-
hildar Þorleifsdóttur (Kvl.)
Aðdragandi útgáfunnar er
stuttur og ætlunin var að
halda henni leyndri fram á síð-
asta dag. Síðast þegar HP
fregnaði var ekki búið að
ákveða hvað barnið ætti að
heita, en aðstandendur blaðs-
ins hafa kynnt sig í samtölum
sem fulltrúa „sameinaða
blaðsins“.
„Þetta er
bara uppákoma“
Svör aðstandenda um til-
ganginn með útgáfunni bera
þess nokkur merki hvernig til
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Opnuviðtal við hana er uppistöðuefni.
blaðsins er stofnað. „Þetta er
gert til skemmtunar og hátíða-
brigða á fullveldisdaginn,"
sagði Hrafn Jökulsson, rit-
stjóri Alþýðublaðsins, og Ósk-
ar Guðmundsson tók í svipað-
an streng: „Þetta er eiginlega
bara uppákoma.“ Og ónafn-
greindur viðmælandi brá fyrir
sig ensku menningarhugtaki í
þessu samhengi: „Þetta er
conceptual art. Þetta er gert til
að sýna að þetta er hægt.“
Upphaf málsins er raunar
hægt að rekja tii Alþýðubanda-
Iagsins, en Alþýðubandalags-
félag Reykjavíkur heldur næst-
komandi mánudag fund um
margumrædd sameiningarmál
vinstrimanna. Þar á bæ var
áhugi fyrir að vekja athygli
fólks í öðrum flokkum á fund-
inum og til umræðu kom að fá
lánaða eða ieigða útsendingar-
lista hinna flokkanna þriggja
til að dreifa Vikublaðinu, mál-
gagni AlþýðubandalagsinSj
sem kemur út á föstudögum. I
framhaldi af því skaut upp
hugmynd um sameiginlega út-
gáfu flokkanna á fullveldisdeg-
inum og „það var hugmynd
sem varð annaðhvort að
gleyma strcix eða fara í af full-
um krafti“, eins og einn við-
mælandi blaðsins orðaði það.
Að sögn Páls Vilhjálmsson-
ar, ritstjóra Vikublaðsins, voru
viðbrögð við þessari hugmynd
strax góð hjá Alþýðuflokki og
Þjóðvaka, en Kvennalistinn
tók sér tíma til umhugsunar.
Hjá öðrum flokkum var
ákvörðunin ekki lögð fyrir
neinar stofnanir eða formlega
fundi, heldur tóku þeir sem
standa að útgáfu hjá flokkun-
um af skarið, eftir ráðfæringar
við valda forystumenn.
Kvennalistinn treysti sér hins
vegar ekki til að taka ákvörðun
án þess að bera hugmyndina
undir svokallað „fram-
kværndaráð" flokksins.
Formlega eru það útgáfuað-
ilar flokkanna sem standa að
útgáfunni, þ.e. Alprent, Al-
þýðubandalagið, Þjóðvaki og
Pilsaþytur, sem er heitið á
óreglulegu fréttabréfi Kvenna-
listans. Um framkvæmdahlið
útgáfunnar hafa séð þau Hild-
ur Jónsdóttir af hálfu Alþýðu-
bandalags, Marías Sveinsson
fyrir Þjóðvaka, Sigurður Am-
órsson frá Alþýðuflokki og
Þórhildur Þorleifsdóttir fyrir
Kvennalista. Ekki hafði verið
gengið frá skiptingu kostnaðar
eða öðrum praktískum atrið-
um þegar HP fregnaði síðast.
Einar Kart Haraldsson: Hann og
Sigurður Arnórsson voru búnir að
smíða nokkur módel að samstarfi
um blaðaútgáfu.
„Þetta er samlag," sagði einn
viðmælandi.
Óformleg skyndikynni
AHir viðmælendur Helgar-
póstsins voru sama sinnis um
að „í þennan umgang“ væri að-
eins rætt um útgáfu á þessu
eina blaði og frekari sameigin-
leg blaðaútgáfa væri ekki á döf-
inni. „Af okkar hálfu er þetta
gert bæði í gamni og alvöru og
verður bara þetta eina blað.
Víð erum bara „memm“,“ sagði
Óskar Guðmundsson. Hrafn
tók undir það: „Þetta er ekki
endilega upphafið að löngu og
unaðslegu sambandi, heldur
óformleg skyndikynni á fjöl-
miðlamarkaðnum."
Hins vegar verður ekki fram-
hjá því litið — sem sumir
höfðu raunar á orði — að út-
gáfan ber augljósan keim af
sameiningarumræðu vinstri-
manna, sem staðið hefur óslit-
ið síðan í vor, þótt í bylgjum
hafi farið. „Með þessu er verið
að fylgja öðru eftir, til dæmis
samstarfi þingflokkanna, og slá
tón í takt við það sem er að
gerast í umhverfinu,“ sagði
einn viðmælandi blaðsins inn-
an Alþýðubandalags. „Það seg-
ir ákveðna sögu að þessir aðil-
ar geti tekið svona ákvörðun
með stuttum fyrirvara og ég
get ekki litið á það sem annað
en vísbendingu um vilja, löng-
un og getu til samstarfs," sagði
Óskar.
Nokkrir viðmælendur vísuðu
til samræðna, sem fram fóru í
haust og HP skýrði frá, um
hugsanlegt samstarf stjórnar-
andstöðuflokkanna í blaðaút-
gáfu. Þá hittust fulltrúar flokk-
anna fjögurra, en án þess að
nokkur niðurstaða fengist eða
alvarlegt framhald yrði á. Upp
úr því spruttu þó, samkvæmt
heimildum HP, enn frekari við-
ræður þeirra Sigurðar Arnórs-
Hrafn Jökulsson
Þórhildur Þorleifsdóttir
sonar og Einars Karls Haralds-
sonar, framkvæmdastjóra Al-
þýðubandalagsins. Alþýðu-
flokkurinn, sá eini litlu flokk-
anna sem heldur úti dagblaði,
hafði lýst áhuga á samstarfi og
heimildir herma að á fundum
þeirra Sigurðar og Einars Karls
hafi orðið til nokkur módel að
samstarfi, sem aftur voru rædd
meðal áhrifamanna innan
flokkanna. Ekki varð þó úr frek-
ari viðræðum, að sögn vegna
þess að Alþýðuflokksmenn
báðu um ótímabundinn frest
til frekari umhugsunar um
framtíð blaðaútgáfu á vegum
flokksins.
Ekki er hægt að líta á „sam-
einaða blaðið", sem kemur út á
föstudag, sem skilgetið af-
kvæmi þessara óformlegu við-
ræðna, en vafalítið hafa þær
undirbúið jarðveginn fyrir svo
skjóta og að því er virðist
átakalitla ákvörðun nú.
Fjárhagsstaða flokksblað-
anna ýtir undir hugleiðingar
um frekara samstarf. Alþýðu-
blaðið berst nú við að rétta úr
kútnum vegna skuldasöfnunar
í kosningabaráttunni í vor og
Vikublaðið státar ekki af
beysnum fjárhag, þótt tölurnar
sem liggja fyrir um þetta ár
bendi til þess að blaðið verði
rekið svo til hallalaust, að sögn
aðstandenda þess. Landsfund-
ur Alþýðubandalagsins álykt-
aði að leita ætti tveggja leiða
varðandi blaðið: samstarfs við
aðra eða að aðskilja rekstur
þess og flokksins. Allt bendir
til að stofnað verði félag um
rekstur þess um áramótin.
Blað Þjóðvaka kemur út á
tveggja vikna fresti og hefur
ekki burði til mikilla átaka og
mánaðarritið Vera er eini vett-
vangur Kvennalistakvenna.
Ekki virðist þó mikill áhugi á
því að flokkarnir fjórir standi
að útgáfu dagblaðs og er þá
vísað til dapurlegrar reynslu af
flokksblöðum fyrr og síðar.
„Þótt það kunni að hljóma und-
'arlega úr munni ritstjóra
fíokksblaðs, þá er ég þeirrar
skoðunar að flokkar eigi að
hafa sem minnst afskipti af
blaðaútgáfu,“ sagði Hrafn Jök-
ulsson. „Hins vegar er nauð-
synlegt að brjóta upp veldi
þessara sterku fjölmiðlablokka
sem hér eru, en það gerist ekki
með því að fjórir litlir flokkar
leggi af stað í ævintýraferð.
Flokkarnir eiga ekki að leiða þá
uppstokkun, heldur að hjálpa
tii með því að vera ekki til
vandræða.“
Innan annarra flokka gætir
svipaðra sjónarmiða; að mót-
vægi þurfi gegn risunum, en
flokkarnir eigi ekki að skipta
sér af því með beinum hætti.
„Flokkarnir eiga ekki að eiga
dagblað. En ef Alþýðubandalag
og Alþýðuflokkur tækju hönd-
um saman um blaðaútgáfu
væri það vísbending sem mark
yrði tekið á,“ sagði áhrifamað-
ur innan Alþýðubandalagsins.
„Það má reikna með að fyrir-
tæki sýndu slíku blaði áhuga
og tækju jafnvel yfir reksturinn
þegar gengið hefði verið frá
formsatriðum.“
Ekki laust við tortryggni
Að sögn þeirra sem unnið
hafa að undirbúningi „samein-
aða blaðsins“ hefur samstarfið
gengið ágætlega, en þó er ekki
laust við að nokkurrar tor-
tryggni gæti milli manna sem
annars hafa það að atvinnu að
skrifa misfallega hver um ann-
an sem pólitískir andstæðing-
ar. „Menn eru alvarlegir og
leyfa sér engan galgopahátt,"
sagði einn viðmæiandi sém
stendur nálægt útgáfunni.
Eins og áður sagði hafði ekki
verið ákveðið hvað blaðið átti
að heita þegar HP fór í prent-
un, en líklegast var talið að
reynt yrði að koma nöfnum
blaðanna fjögurra snyrtilega
fyrir í blaðhausnum. Þó hafa
aðrar hugmyndir verið á
kreiki, svo sem Ný félagstíð-
indi, með vísan til Jóns Sig-
urðssonar forseta og sjálf-
stæðisbaráttunnar.
En hvað á að vera í blaðinu?
„Það verður talað við fólk um
vinstri pólitík, ekki sízt ungt
fólk. Það er lögð áherzla á já-
kvæðni og léttleika, en ekki
farið út í grimma greiningu,"
sagði Páll Vilhjálmsson að-
spurður um þetta. Aðrar heim-
ildir herma að meðal efnis sé
opnuviðtal við Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur borgar-
stjóra, konuna sem vinstri-
menn í Reykjavík sameinuðust
um í borgarstjórnarkosning-
um. „Það er hæfilega tákn-
rænt,“ sagði önnur heimiid.
Og leiðarinn — hver skrifar
hann? „Einn skrifar uppkast og
svo verður haldinn fundur,"
sagði heimildarmaður. Hvert
efni hans verður veit náttúr-
lega enginn, en upplýst ágizk-
un Helgarpóstsins er að það
verði kurteislega orðuð áskor-
un um samstarf á vinstri væng
— með hæfilegum og venju-
bundnum fyrirvörum.