Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 2
2 /j* HP spyr Hvemig stendur á því að tekjur einhleypra karla hafa lækkað um heil 4% síðan 1991 á meðan ögiftar konur og giftir hafa hækkað í launum á sama tíma? Lárus Halldórsson, markaðsfulltrúi hjá Ice- land Safari: „Það eru þessar meðlagsgreiðsl- ur sem eru að sliga ein- hleypa karlmenn. Það er eina skýringin sem ég sé. Þeir eru svo margir sem eru að títa út um allan bæ.“ Örlygur Auðunsson, afgreiðslumaður og fram- kallari: „Fleiri konur í ríkisstjórn.“ Bergur Rósinkrans hagfrœðingur: „Er hægt að setja þetta í eitthvert samhengi? Þeir hafa bara gleymst í kvenna- þjóðfélaginu íslandi." Vilhjálmur Árnason, fiskvinnslustarfsmaður númer 469: „Ég hef bæði verið giftur og ógiftur. Það er meiri ábyrgðar- tilfinning sem maður hefur þegar maður þarf að standa við skuid- bindingar gagnvart ein- hverjum öðrum en sjálf- um sér. Hin staðlaða hugmynd atvinnurek- enda að giftur maður sé betri í vinnu hefur áhrif á launin þó að það ætti kannski ekki alltaf að vera þannig." Einar Daníelsson einhleypingur: „Við erum ekki nægjanlega öflugur þrýstihópur, ekki nógu áberandi og máttlausir í kjarabarátt- unni.“ Kristján Ágúst Njarðar- son, öryrki og nemi: „Ég bara veit það ekki.“ a«*___- FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 hann vildi frekar — vegna afstöðu pólitískt skipaðs útvarpsráðs. Hætt er við að fáir fréttastjórar og ritstjórar myndu sætta sig við þetta og væntanlega skilur Mörður það öðrum betur sem gamall Þjóðviljaritstjóri. Ekki fer sögum af undirtektum annarra þing- manna við þessu uppátæki nýliðans. til b j argcir Boga Það hefur ekki farið hátt, en einn stjórn- málaskýrenda Helgarpóstsins, Mörður Árnason, tók sæti á Alþingi í vikunni í fjarveru Jóhönnu Sigurðardóttur og lét vit- aniega strax til sín taka. Hann hefur lagt fram frumvarp sem á að auðvelda Boga Agústs- syni fréttastjóra og öðrum yfirmönnum hjá Ríkisútvarpinu að vinna vinnuna sína. Mörð- ur leggur til að afnumin verði heimild út- varpsráðs til að skipta sér af mannaráðning- um svo sem mörg dæmi eru um fyrr og síð- ar. Nýjasta dæmið um slíkt er af ráðningu Þorflnns Ómarsson- ar í stöðu frétta- manns á Sjónvarpinu. Bogi hafði mælt með Loga Bergmann Eiðs- syni í starfið, en útvarpsráð veitti Þorfinni atkvæði sín og eftir því fór Heimir Steinsson við ákvörðun sína. Engin ástæða er til að ætla að Bogi hafi neitt upp á Þorfinn að klaga, enda ágætur fréttamaður, en Bogi var sem sagt settur í þá undarlegu stöðu að fá undir sína stjórn mann í stað annars sem Einstaklega seinheppið leynifélag ær voru heldur seinheppnar konurnar sem hugðust hittast með ieynd um dag- inn til að ræða þverpólitíska samstöðu kvenna um forsetaframboð. Fundarstaður- inn var líklega sá aiversti til að stofna á leynifélag, en það var efri hæðin á Kaffi- barnum við Bergstaðastræti. Kaffibarinn er nefnilega Iíklega með vinsælli sam- komustöðum blaðamanna í mið- bænum og Helgar- pósturinn sann- fregnar að þegar konurnar hittust seinni part sunnu- dags hafi ekki færri en tveir blaðamenn setið þar yfir kaffi- bolla. Eitthvað kom þessi sjón á sumar kvennanna þegar þær mættu til fundarins og hrökklaðist að minnsta kosti ein út aftur, en þó aðeins um stundarsakir og fór því betur en á horfðist. Ekki fór betur síð- astliðið mánudags- kvöld, þegar tveir blaðamenn HP hugð- ust fá sér snarl á Hótel Borg. Þar sátu í huggulegheitum engar aðrar en Ás- laug Ragnars, sem hafði frumkvæði að Kaffibarsfundinum, og Kristín Ástgeirs- dóttir alþingiskona, sem var boðuð á fyrri fundinn, en komst ekki. Þarna átti sem sagt að bæta úr því, enda voru þær stöllurnar ábúðarmiklar og alvarlegar á svip. En allt kom fyrir ekki: HP hefur augun alls staðar. Sameiningarkratar foxillir vegna Svavars-leiðara Alþýðublaðs Sameiningarsinnuðum krötum brá illilega í brún þegar þeir flettu Alþýðublaðinu sínu í gærmorgun (miðvikudaginn 29. nóv- ember) og uppgötvuðu beinskeytta aðför leiðarahöfundar dagsins að Svavari Gests- syni. Umfjöllunarefnið var meintur fortíðar- vandi Svavars og hann atyrtur í hvívetna fyr- ir að viðurkenna hvorki né takast á við sósí- alíska fortíð sína. Síðustu línurnar hljóða svo: „Sameining eða samstarf vinstri manna hér á landi gerist ekki á grundvelli fortíðar- innar, en það er mikilvægt að viðurkenna á heiðarlegan hátt rætur þeirrar sundrungar sem við búum nú við. Sérstaklega er mikil- vægt að viðurkenna hlut Sovétríkjanna í því efni á heiðarlegan hátt. Það hefur Svavar Gestsson ekki gert.“ Sameiningarkratarnir álíta Svavar einn af lykilmönnunum í ferli samvinnu og hugsanlegrar sameiningar við Alþýðubandalagið og/eða aðra flokka og ógerlegt sé að fara framhjá honum í þeim viðræðum. Sameiningarkrötum þykir þar af leiðandi skjóta afar skökku við að ráðist sé að Svavari á svo ótaktískan hátt í sjálfu mál- gagni jafnaðarmanna og ræða foxillir sín á milli um róttækar aðgerðir í málinu. Umrœðuefni vikunnar Davíð Oddssyni skríkaði fótur í líkinga- fræðinni þegar hann hæddist að Jóni Bald- vini og Evrópu-félögum hans fyrir að stökkva yfir Evrópu-lækinn áður en þeir komu að honum og reyna að veiða at- kvæðaseiði úr Evrópu-hylnum án þess að kunna á stöngina. Hvernig er hægt að veiða í læk sem er of langt í burtu til að hægt sé að stökkva yfir hann? Árni Johnsen sneri upp á eyrað á Öss- uri Skarphéðinssyni og sparkaði svo í rassinn á honum. Það sá ekki högg á vatni. Magnús Scheving sigraði í karlaflokki á úrtökumóti fyrir heimsmeistaramótið í þolfimi. Það þótti ekki draga úr sigurlík- um Magnúsar að hann var eini keppand- inn í sínum flokki. Reykavíkurborg sagði að Tómas Tóm- asson hefði keypt húsið í Pósthússtræti á VISA-raðgreiðslum. Biðraðirnar hjá Hús- næðisstofnun tæmdust umsvifalaust en VISA klippti á kortið hjá Tomma. ÁStöð2að greiða afnota- gjöld af þúsund- um afruglara til RUV? Afruglarar þeir sem Stöð 2 lánar eða leigir áskrifend- um sínum eru þeim ágætis- kostum búnir að þeir virka sem fullkomin viðtæki fyrir út- sendingar Ríkissjónvarpsins — í víðómi og NICAM-flottheitum. Aftan á tækjunum eru nefni- lega tenglar fyrir mónitora eða sjónvarpsskjái þannig að ekki er nauðsynlegt að kaupa sér- stakt sjónvarpsviðtæki eigi menn afruglara. Þetta hefur fjöldi áhorfenda Stöðvar 2 nýtt sér, þrátt fyrir að almenningur hafi kannski ekki áttað sig á þessu enn. Sömu sögu er reyndar að segja um öll mynd- bandstæki sem til eru í land- inu: þau eru fullkomin viðtæki fyrir /?í/V-sendingarnar. Eig- endur allra sjónvarpsviðtækja í landinu (burtséð frá því hvort einhver er með þau í láni eða leigu) greiða afnotagjöld til Heimis og félaga í Efstaíeiti. Og þá vaknar þessi spurning: Þurfa sjálfir eigendur þessara afruglara (Stöð 2 og Islenska útvarpsfélagið) ekki jafnframt að greiða afnotagjald til Ri/V? í öllu falli þurfa þeir sem horfa á Ríkissjónvarpið með aðstoð myndbandstækis og mónitors að greiða afnotagjald og hvers vegna ekki þá Stöð 2 aí afrugl- urum í sinni eigu? Á kannski frekar að rukka fyrir mónitor- inn en afruglarann vegna þess að móttökutæki gagni lítið ef enginn sé skjárinn? Og enn má spyrja: Hvað með eigendur hinna þúsunda margmiðlunar- tölva sem geta tekið á móti sjónvarpsútsendingum? Þurfa þeir að borga? Hvernig ætla æðstiklerkur og hans menn í Efstaleiti að snúa sér í þessu mjög svo ruglingslega máii?... ... Davíð Oddsson fyr- ir að kasta af sér grímu passífa landsföðurins, sem sannast sagna fer honum ekki vel. Á fræg- um fundi í Valhöll síðast- liðinn laugardag kom gamli góði Matthildingur- inn loksins upp á yfir- borðið eftir langa og stranga bið aðdáenda hans. Hann krítíseraði Jón Baldvin, fyrrverandi vin sinn, fyrir að hafa reynt að veiða atkvæði þeirra sem vilja aðild að EB í síðustu kosninga- baráttu. „Menn verða að kunna að fiska," sagði gamli góði Dabbi, en honum sýnist sem for- maður Alþýðuflokksins hafi þurft frá að hverfa með öngulinn í rassinum þar sem hann sat og var að dorga Evrópuseiði í gruggugri tjörn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.