Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 32
C-.... . FIMMTUDAGUR 30. NOVEMBER 1995 Egill Helgason, óður aðdáandi The Beatles, þykist viss um að engin þjóð er svo furðuleg að hafa þýtt nafnið á vinsæl- ustu hljómsveit allra tíma á sína tungu. En það gerðu íslendingar og tala aldrei um annað en Bítlana. Islendingar eru óðir mál- verndarsinnar. Þegar við stærum okkur af ræktar- semi við tunguna nefnum við oft frábær nýyrði sem þjóðin tileinkaði sér í sjónhendingu: Sími, þyrla, tölva, útvarp. En við höfum gengið skrefinu lengra. Fræg og umtöluð popp- hljómsveit sem heitir á ensku The Beatles, á frönsku Les Be- atles og á þýsku Die Beatles, hefur hérumbil aldrei heitið þessu nafni á íslensku. Nei, til þess var málkennd þjóðarinn- ar of rík. Bítlarnir skyldi hljóm- sveitin nefnast upp á íslensku og af því voru svo dregin orðin Bítill sem táknaði einstaka meðlimi hljómsveitarinnar — John, Paul, George og Ringo — og bítlar með litlum staf sem var eins konar nafnbót sem festist við áhangendur hljómsveitarinnar, þá sem til- einkuðu sér tónlist hennar, framkomu og hárvöxt. Það má teljast næsta víst að engin þjóð í heiminum hefur þýtt heiti hljómsveitarinnar eða notað það á jafn sérkenni- legan og fjölbreyttan hátt. Á ensku var orðið Beatle aldrei notað um aðra en fjórmenning- ana frá Liverpool, á íslensku var sagt um alla pilta sem söfn- uðu hári niður fyrir eyru, oft í vanþóknunartóni: „Hann er orðinn bítill." Það voru til bítlastrákar, en líka bítlastelp- ur og bítlakrakkar — semsé bítlaæskan. Við áhorf Bítlasjónvarps- þáttanna í vikunni hugkvæmd- ist nokkrum áköfum aðdáend- um fjórmenninganna að það væri ekki vansalaust að takast á hendur smámálfræðirann- sókn, þeir vildu komast að því hvaðan og hvernig þetta ágæta nýyrði, bítlar, væri komið inn í íslenska tungu. Annars er máski rétt að geta þess fyrst að hljómsveitarnafn- ið Beatles þýðir eiginlega ekki neitt. Það er haft fyrir satt að þetta sé orðaleikur sem John Lennon upphugsaði úr orðun- um beetle sem þýðir einfald- lega skordýrið bjalla og beat sem er nafnið á ákveðinni teg- und taktfastrar tónlistar, en var raunar líka notað sem sam- heiti yfir hreyfingu meðal æskufólks upp úr 1950, saman- ber beatniks og beat-skáld. Enginn vildi „Bjöllurnar“ Svona leit er eðlilegt að hefja í handbókum. í grundvallarrit- inu íslenskri orðsifjabók kem- ur orðið Bítiar hvergi fyrir, hvað þá bítill. Það er heldur ekki að finna í öndvegisritinu Orðabók Menningarsjóðs. Hins vegar er Orðabók um slangur og slettur sem út kom 1982 öllu meira nýmóðins og gefur hún upp tvær skilgrein- ingar á orðinu bítill. Þær eru svohljóðandi: 1. liðsmaður ensku rokkhljómsveitar- innar The Beatles. 2. hárprúður unglingur á sjöunda og áttunda áratugnum, maður sem leikur í brtjlajhljómsveit. Sbr. brtlahár, bítla- músík, bítlaskór, brtlaæði. Þá lá næst við að siá á þráð- inn til Orðabókar Háskólans. Þar varð fyrir svörum Sigur- borg og varð greiðlega við beiðni um að fletta upp elsta dæminu sem Orðabókin á um bítla í rituðu máli. Það reyndist vera að finna í bókinni Árið 1965 t máli og myndum og hljómar svo: „...annar miklu frægari ungiingur sem gekk í hjónaband er bítillinn Ringo Starr.“ Bók þessa sagði Sigurborg vera frá 1966 og því vökn- uðu óneitanlega grun- semdir um að orðið væri talsvert eldra í íslensku máli, jafnvel svo skeik- aði tveimur eða þremur árum. Fyrrverandi starfs- maður Orðabókarinnar og einn höfunda slangur- orðabókarinnar er Mörð- ur Ámason íslenskufræð- ingur. Mörður hefur líka dálítið velt fyrir sér hinni málfræðilegu hlið rokk- tónlistarinnar á íslensku. Mörð var að finna niðri á Alþingi þar sem hann er þessa dagana við þing- störf. Hann samsinnti því að sér þætti notkun orðs- ins bítlar kyndug og benti í því sambandi á að orðið rollingur hefði aldrei verið notað um nema meðlimi hljómsveitarinnar Rolling Stones. Mörður sagðist ann- ars litlu vísari um hvenær hljómsveitin góða fór að heita Bítlarnir, en hafði þetta til málanna að leggja: „Ég hef þá tilfinningu að þetta hafi komið strax upp, að þetta nýyrði hafi flogið beint inn í málið. Fyrst var þetta lík- lega notað í fremur niðrandi merkingu, mér þykir sennilegt að tónlistarmennirnir hafi tal- að um The Beatles en blaða- menn frekar um Bítlana. Ég held hins vegar að enginn hafi vitað almennilega hvað bít var, nema kannski í einhverjum kreðsum í Keflavík. Annars liggur þetta orð fjarska vel við; þetta er einföld hljóðlíking sem tekur eðlilega fleirtölu- endingu.“ Mörð rámaði raunar í að ein- hverjar tilraunir hefðu verið gerðar með bjölluþýðinguna, að kalla Beatles Bjöllumar upp á íslensku, en það var vonlítið mál og auðvitað háðung. Ann- ars benti hann á gamlan vin sinn og skólabróður, Gest Guðmundsson, en hann er ein- mitt höfundur Rokksögu ís- iands, sem er veigamesta rit sem hefur verið samið um dægurmúsík á íslandi. „Beatles-hljómleikar“ Gestur brást ljúflega við og taldi að nokkur tímamót í bítla- æði á íslandi hefðu verið tón- leikar sem haldnir voru í Há- skólabíói 4. mars 1964, aðeins nokkrum vikum eftir að The Beatles fóru að leggja Banda- ríkin að fótum sér. Þar reyndu ^ullitur, Ácssum fund* 'stra. naði ÁTÖK Á BEATLES- HLJÓMLEIKUM KeyKJavns, 5. nutr* — V»$. j i O/EKKVÖLDt kom tli alika * 1 lláskólabíói á inlðnæ urMj6rataik ttin, sem nokkrar bljóin>vei ir i cfndu iíl i*ar. í Framan aí íór ailt skipuJe«a i Jram <»íí álioifcntlur sátu prúðír l Kselum alnum. Til tíðindn dró hlus vegar þeitnr noJckrir unkír Kuílvikingar tóku a*J sýnn Ustír sinar á sviðínu. l»cir liölðu tck- | hi á hendur íerö til höXuðstaðar- ins tii þc*5s aí kynna Eteykvfldng* mn BeallcíilÖB og íramkcrr.u. Kkki höfðu un«u mcnnirnir lengi vcriii á svÍIJinu l»egar uirni úr hópi áhorícnda, i,í\ num einnie hafn veriö Koflvikingur, tók aö lnta áuæKiu sína í Ijóa ailkröítug lejfa, og hvetja þá mcira eu góðu hófi gegndl. Starf.slíö lláskólabíós rcyixli fctrax að fjnriatgja ntannirm, en JiaS gekk ckki vcl. ckkt síz.1 vegna þuss að svcitungar hnns iir áhorf- cridahópi sncrust Ul iiðs viö hann Ofí hindruðu þá. scrn vildu ftcra iiann á brott, í að íramkvæma þann ásctning shm. Var nú kall- að á iögreglu 'og kom hún að vörniu st>orí og nólil rnarminn. Bar fiiðati ckki fleira til tiðinda og lauk hljótnleikunum um klukk,- au citt. Frásögn Alþýðublaðsins af Beat- les-hljómleikum sem haldnir voru í Háskólabíói 4. mars 1964. Nokkrir Keflvíkingar höfðu tekist ferð á hendur til að kynna Reykvíkingum Beatleslög og framkomu. hljómsveitirnar Sóló, Tónar og JJ og Einar að leika lög eftir The Beatles, Savannatríóið söng af fágætri vandvirkni, en Hljómar höfðu náð að temja sér svo ósvikið bítlafas að smápíur öskruðu og veifuðu flíkum sínum, eins og segir í Rokksögu Gests. Þessi við- burður var undir yfirskriftinni „Beaties-hljómleikar" sem bendir til þess að enn hafi ver- ið nokkuð á reiki hvað kalla skyldi hljómsveitina. Sitthvað fleira bendir til þess að þá hafi orðið bítlar enn ekki verið búið að vinna sér þegnrétt í ís- lensku. í frásögn Alþýðublaðs- ins af tónleikunum segir til dæmis, og þarf varla að velta vöngum yfir því hvaða hljóm- sveit á í hlut: „Framan af fór allt skipulega fram og áhorfendur sátu prúð- ir í sætum sínum. Til tíðinda dró hins vegar þegar nokkrir ungir Keflvíkingar tóku að sýna listir sínar á sviðinu. Þeir höfðu tekist á hendur ferð til höfuðstaðarins til þess að kynna Reykvíkingum Beatles- lög og framkomu." Það skýtur hins vegar skökku við að á blaðsíðu sex í sama Alþýðublaði er gerður samanburður á fjórmenning- unum fræknu og Elvis Presley og kemst blaðamaður að þeirri niðurstöðu að rokkkóngurinn hafi enn töglin og hagldirnar í vinsældum. Þar er hljómsveit- in hins vegar nefnd Bítlarnir. „Þegar Bítlarnir íiauTa je, je, je“ Þegar rifjaðist upp fyrir mér að í laginu Lok lok og læs frá 1965 hefði Ómar Ragnarsson látið lítinn dreng kveða vin sinn í kút- inn með því að syngja „þá læt ég Bítlana baula á Tarsan“ varð Gesti Guð- mundssyni hugsað til ann- ars lags og eldra með Ómari. Lagið Bítilæði söng Ómar nefnilega nokkru fyrr með Lú- dó-sextett og símtal við stúlku með þýða rödd á tónlistar- deild Ríkisútvarpsins staðfesti að það hefði komið út á fjög- urra laga plötu 1964. Var þá ekki annað til ráða en að hringja í farsímann sem Ómar Ragnarsson skilur aldrei við sig Ömar brást glaður við erind- inu og sagðist muna upp á hár hvenær hann heyrði fyrsta lag- ið með The Beatles. Það var of- an í lúkar á bát í Vestmanna- eyjum, lagið var From Me to You, en þetta var áður en plöt- ur sveitarinnar voru farnar að berast neitt að ráði til íslands. Ómar þóttist muna það rétt að hann hefði sungið Bítilæðið inn á plötu í upphafi árs 1964. Hins vegar benti Ómar sérstak- lega á að í textanum væri talað um bítilæði en ekki bítlaæði og ennfremur bítillög og bítil- kvæði. Annars staðar í textan- um kæmi hins vegar fyrir ljóð- línan „þegar Bítlarnir baula je, je,je“. „Þegar ég íslenska þetta á þennan hátt var semsagt ekki búið að festa þetta heiti í sessi,“ segir Ómar. „Líklega hefði það verið öðruvísi ef Hljómarnir hefðu verið komnir fram, en þeir voru bara rétt að byrja.“ En er ekki einhver Ríkisút- varpsbragur yfir því að segja Bítlarnir? Bjtlaflokkurinn í Ríkisútvarpinu, sem þá hét bara Útvarpið, var að staðaldri talað um bresku Bítlana, Bítla- flokkinn eða jafnvel Bítlaflokk- inn breska, svona eins og þetta væri einhver sérstakur kyn- þáttur. kt þessum árum var Jón Múli Ámason dáður þulur í útvarpinu og eru jafnvel uppi kenningar um að hann hafi orðið fyrstur manna til að spila Beatleslag í útvarp á íslandi, utan herstöðvar, og gerði lítið úr segja sumir. Jón Múli álítur að það hafi gerst á samri stund að Beatles fóru að heita Bítlarnir: „Það var alltaf tilhneigingin í Ríkis- útvarpinu að tala mannamál og íslenska erlend orð. Þetta liggur líka svo ljóst fyrir, sér- staklega vegna þess að orðið þýðir ekki neitt á enskunni heldur." En grennra mundi Jón Múli ekki hvenær allrafyrst var farið að segja Bítlarnir, heldur bætti við: „Prófaðu að tala við Andr- és Indriðason. Hann spilaði músík fyrir unga fólkið í út- varpið á þessum árum og ég man að ég rakst á hann þegar þetta var og við töluðum um hvað þeim færi alltaf fram Bítl- unum, hvað þeir kæmu með geníalar melódíur." Andrés Indriðason staðfesti að hann hefði verið með mús- íkþátt fyrir ungt fólk þessi misseri, en þóttist viss um að hann hefði ekki tekið upp á því að nota orðið bítlar. „Það er frekar að þetta hafi komið fram í blöðum og þá kannski einkum þegar talað var um unga menn sem létu hárið á sér vaxa meira en al- gengt var og gengu í skóm með háum hælum. Kannski væri réttast fyrir þig að tala við hann Ómar, hann samdi þann fræga texta Bítilæði." En ég var búinn að tala við Ómar. Sem minnti mig á annan Ómar. Þórbergur talar Flest bendir til þess að í fyrstu hafi orðið bítlar verið notað í nokkru háðungarskyni og hugrakkir voru þeir ung- lingspiltarnir sem fóru með bítlahár í sveitina og voru þar dregnir sundur og saman í háði af bændasamfélaginu. Einhvern veginn taldi ég víst að Ómar Valdimarsson, blaða- maður og höfundur Sögu Hljóma, hefði verið einn af þessum hárprúðu og hug- prúðu drengjum. „Ég held að þetta hafi komið mjög fljótt, enda er erfitt fyrir hvern mann að segja Beatles, það kunni maður og kann ekki enn,“ segir Ómar Vald. „Ég fór snemma að greiða hárið fram á ennið svo það féll þvert ofan við augun og ég man eftir stúlku sem sagði við mig: Þú ert nú alveg eins og Beatles. Svo kom hingað dönsk hljóm- sveit sem hét Telstars, það var þegar ég var í fyrsta bekk í gagnfræðaskóla 1963 til 1964, og hún var auglýst sem fyrsta bítla- eða Beatles-hljómsveit sem kæmi til íslands." Miklu lengra varð ekki kom- ist í þessum bítlafræðum að sinni. Sjálfur Hljómabítillinn, Rúnar Júlíusson, sagði raunar í símtali frá Keflavík að menn hefðu verið farnir að tala um bítla á Suðurnesjum 1963 eða 1964, líklega þó strax 1963, sagði hann. En það eru reynd- ar til aðrar kenningar um þetta nafn og þar birtist okkur allt í einu gamla ísland. Pétur Gunnarsson rithöfundur, sem hefur lýst bítlakynslóðinni ágætlega í bókum sínum, sagð- ist muna eftir því hvernig Þór- bergur Þórðarson skýrði orð- ið bítill í viðtali við eitthvert skólablaðið á ofanverðum Bítlatímanum. Meistarinn reyndi að koma orðinu heim og saman við „bitil“ (nf. bitill), það er munnstykkið í beislis- méli sem hesturinn bryður. Bítill er þá maður sem bryður mélið, semsé æstur maður.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.