Helgarpósturinn - 24.04.1996, Qupperneq 7
MH3VIKUDAGUR 24. APRÍL1996
7
H8
„Af átta lýtalæknun landsins hefur verið kvartað undan sex og margar
kvartanir á suma,“ segja stjórnarkonur Lífsvogar. Frá vinstri talið eru
Jórunn Sigurðardóttir, Guðrún María Óskarsdóttir, formaður og Ásdís
Frímannsdóttir. Mynd: Jim Smart
huga að þessari hættu. Kenn-
arar og málflutningsmenn eru
ekkert of góðir til að vera gagn-
rýndir. En það má ekki finna að
læknum. Þeir reyna til hins ýtr-
asta að fela mistök sín og þegja
eins og steinar um afglöp ann-
arra lækna.
Þeir halda því fram, að
starfsferill þeirra sé lagður í
rúst ef mistökin verða gerð
heyrinkunn. En ég spyr á móti:
Hvað um líf sjúklinganna? Ég
vil leiða drykkfellda lækna
fram í dagsljósið. Ég vil vita
hverjir þeirra eru eiturætur.
Við eigum kröfu á því að fá í
hendur skrár yfir glappaskot
lækna og fylgikvilla er af þeim
leiða. Slíkar skrár ættum við að
láta útbúa á hverjum einasta
spítala, á hverri deild spítalans
og um hvern lækni fyrir sig.
Heilbrigðiskerfið er okicar eign.
Því er haldið uppi fyrir okkar
peninga."
Líkt við happdrætti
Prófessor Levin situr í stjórn
„People’s Medical Society", en
það félag er sprottið upp úr
bandarísku neydendahreyfing-
unni. Félagið kynnir sér ann-
marka á heilbrigðiskerfinu og
gerir tillögur að úrbótum. Le-
vin skrifaði ásamt tveimur öðr-
um bókina „Medicine on Trial“
(Læknavísindin fyrir rétti), þar
sem höfundar svipta hulunni
af læknisstarfinu og mistökum
lækna. Bókin byggir á tölum og
upplýsingum úr skýrslum
lækna og sjúkrahúsa.
„Klaufalegir”, „skaðvaldar",
„kærulausir", „trassafengnir”,
og „hrokafullir” eru aðeins
nokkrar af þeim miður lofsam-
legu einkunnum sem læknum
eru gefnar í bókinni. Og bókin
er ekki uppörvandi lesning fyr-
ir væntanlega sjúklinga.
Allt að 20% innlagðra sjúk-
linga fær á spítalanum sjúk-
dóm sem þeir voru ekki haídn-
ir þegar þeir komu á sjúkra-
húsið. Verstar eru sýkingarn-
ar, sem orsakast af einskærum
sóðaskap. 43 milljónir röntgen-
mynda er túlkaðar skakkt og
milljónum sjúklinga er gefið
röng lyf.
Ljótust er þó lýsing Levins
þegar hann líkir heilbrigðis-
kerfinu við happdrætti. „Nær
10% af læknum geta ekki unnið
starf sitt sómasamlega vegna
þess að þeir eru rallhálfir. í
það minnsta fimm læknar af
hundraði eiga í alvarlegum eit-
urlyfjavanda. Byrjunin er lang-
ar læknavaktir sem freista
þeirra til þess að hnupla sér
hressingu úr lyfjaskápnum.
Þetta er starf sem veldur mik-
illi streitu á löngum vöktum.
Enda er það svo að þunglyndi
og sjálfsvíg eru jafnvel enn tíð-
ari meðal lækna en annarra
stétta."
Danir vilja lyf
Ekki verða lýsingar prófess-
orsins á bandaríska heilbrigð-
iskerfinu raktar hér frekar. En
þegar hann er spurður álits á
danska heilbrigðiskerfinu hef-
ur hann ýmislegt við það að at-
huga.
„Danir eru einhver heilbrigð-
asta þjóð heimsins. En þeir
fara til íæknis af minnsta tilefni.
Og þeir eru ófúsir að fara af
hans fundi án þess að hafa
fengið í hendur lyfseðil. Þess
vegna eru Danir stútfullir af
meðulum. Lyfjaskápur þeirra
er apótekin, þar sem allt flýtur
af sterkum lyfjum. Ekkert nema
skæð drepsótt getur bjargað
rekstrargrundvelli danskra
spítala. Eins og er gætu Danir
komist af með helming þeirra
sjúkrarúma sem fyrir hendi eru
og þriðjungi færri lækna.“
Nú er prófessorinn minntur á
að Danir kvarti undan löngum
biðlistum sjúklinga. Hann læt-
ur sér fátt um finnast.
„Sá sem rekur lítið fyrirtæki,
sem á undir högg að sækja,
yrði himinlifandi ef löng biðröð
myndaðist við dyrnar hjá hon-
um einn daginn. Þegar ég kem
á Ríkisspítalann í Kaupmanna-
höfn sé ég sjúkradeildir sem
standa nær auðar. Stóra, tóma
ganga. Aðeins ræstitæknar
ganga þar um gólf og skúra.
Gólfin eru svo tandurhrein að
það væri hægt að matast af
þeim.“
Levin telur ekki að heilbrigði
Dana mundi aukast ef meira fé
yrði varið til heilbrigðismála.
Þvert má móti mætti skera þar
niður um helming. Það ætti að
ráðast í úrbætur í húsnæðis-
málum og ráðast gegn atvinnu-
leysinu. Tryggja að fleiri ættu
kost á framhaldsmenntun og
verja auknu fé til menningar-
mála. Þetta yrði til að bæta
heilbrigði. Fleiri sjúkrahús og
fleiri læknar tryggðu engum
manni heilbrigði.
að eru engin nýmæli, að þekkt
fólk berji frá sér þegar bandóðir
blaðamenn og lúpuklikkaðir Ijós-
myndarar gera því gramt í geði. Eins
og alþjóð er kunnugt barði Björk
okkar Guðmundsdóttir tælenska
blaðakonu sem henni fannst um of
aðgangshörð við son sinn, Sindra,
á flugvellinum í Bangkok hinn 20.
febrúar síðastliðinn. í kjölfarið fylgdi
mikið írafár: erlent fjölmiðlafólk
þyrptist til íslands og ólíklegustu
ættingjar og óvæntir vinir Bjarkar
voru dregnir fram í sviðsljósið til
þess að segja frá högum hennar fyrr
og nú. Eins og Björk segir sjálf frá
var þetta í fyrsta sinn á ævinni sem
hún lemur nokkra manneskju, en
það var einmitt hið sterka móðureðli
hennar sem gerði það að verkum að
hún sleppti sér. Lái henni hver sem
vill. Meðfylgjandi myndir voru í öllu
falli teknar af GMTV þegar atburð-
urinn átti sér stað í Bangkok og sýna
framvindu hans í smáatriðum.
HELCARPOSTURI
_ J
tstjórn
552
4000
Fréttaskotið
552-1900
IVIyndsendir
BANGKOK, TUESDAY 20 FEBRUARY
Plctures tram GMTV
Sönnun þess
að B j örk barði
blaðakonuna
í Bcingkok
NÝ STJÖRNUSPÁ
Á HVERJUM DEGI
hvað ber dagurinn
I skauti sér?
S P Á S Í M I N N
904 1414
39.90 mínútan
Brandaralínan
hvernig hljómar þú á brandaralínunni?
þú getur bæði hlegið að gríni annarra
og lesið inn þitt eigið grín!
segið gamansögur
904 1030
39.90 mínútan