Helgarpósturinn - 24.04.1996, Page 12
12
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1996
i frá höfuðstöðvum HP
á Kópaskeri
Topp 10
listinn
— yfir þau vanda-
sömu störf sem
séra Flóki Krist-
insson getur tekiö
aö sér eftir aö and-
stæðingunum hef-
ur tekist aö hrekja
hann frá Lang-
holtskirkju.
1. Alþingismenn sitja dagana
langa undir rógburði og níði
þjóðarinnar og fáar manneskj-
ur eru vanari slíkum djöfulskap
en klerkurinn í Langholtssókn.
Séra Flóka á þing.
2. Þaö er ekki lengur tekiö út
með sældinni að gegna emb-
ætti biskups íslands. Séra
Flóki er hertur í eldi ásakana
og óvæginnar gagnrýni og því
tilvalinn í djobbið.
3. Líkt og með biskupinn þá er
ekkert sældarlíf að vera for-
seti eftir að frú Vigdís var van-
helguð með gagnrýni. Séra
Flóki þekkir ekki sældarlíf og
ætti þar af leiöandi vel heima
á Bessastöðum.
4. Stööumælaverðir eru að öllum
líkindum ein heitt hataðasta
starfsstétt landsins, enda ekki
heiglum hent að skrölta um
stræti og torg og sekta jafnt
háa sem lága. Séra Flóka á
stöðumælana.
5. Á eftir stöðumælavöröum í
óvinsældum koma íþróttadóm-
arar — sérstaklega í hand-
knattleik og knattspyrnu - - og
séra Flóki hefur allt sem prýöa
má umdeildan dómara.
6. Lögreglumenn eru heldur ekki
ýkja hátt metnir og það er
eins með löggur, presta og
dómara að allt eru þetta
starfsstéttir sem skrýðast
svörtu og njóta óvildar. Séra
Flóki er kjörinn í lögguna.
7. Ef Jón Stefánsson kórstjóri
væri prestlærður og séra Róki
kórstjórnarfróöur hefði Lang-
holtsdeilan aldrei komið til og
því liggur beinast viö fyrir séra
Flóka að drífa sig í kórstjórnar-
nám.
8. Önuglyndir strætóbílstjórar
hafa aldrei skorað hátt á vin-
sældaskalanum, enda í vanda-
sömu og vanþakklátu starfi —
eitthvað sem séra Flóki kann-
ast við. Séra Flóka í strætó.
9. íslenska homma og lesbíur
vantar stuöningsmann úr
prestastétt sem myndi hugga
þau, berjast fyrir — og gifta.
Séra Flóki gæti þannig breytt
um ímynd og daðrað við guð-
last uppá hvern einasta dag.
10. Áramótaskaupið er ailtaf af-
spyrnuslakt og stjórnendur
þess tættir í svaðið fyrir vikiö.
Róki er heppilegur til að stýra
Skaupinu: húmorslaus, stífur
og þaulvanur gagnrýni.
■
viðtalið
Hildur Loftsdóttir er tiltölulega óþekkt nafn í kvikmyndaheiminum, en hversdags
starfar hún sem dagskrárfuIItrúi hjá Ríkissjónvarpinu. Hinn 30. apríl veröurfrum-
sýnd á þeirri sömu sjónvarpsstöö heimildarmynd eftir Hildi, sem ber heitiö
„Dragdrottningar á íslandi". Myndin fjallar um tvo stráka — tvær dragdrottningar
— þá Joe (Jóhann Hjálmar Haraldsson) og Pál Óskar Hjálmtýsson. Hulda
Rós Guðnadóttirræddi viö Hildi fyrir HP...
„Dragdrottningar
á fslandi“
Hildur Loftsdóttir er
ekki nafn sem almenn-
ingur kannast við. Hún er
ein af þessu unga fólki sem
lokið hefur námi og ný-
byijað að feta hálar brautir
atvinnulífsins. Hildur hef-
ur annars BA- gráðu í kvik-
myndafræðum og starfar
sem einn af þeim dagskrár-
fulltrúum Ríkissjónvarps-
ins sem sjá um að kaupa
inn erlent sjónvarpseftii. Á
undanfömum ániin hefur
hún aðstoðað við gerð
nokkurra kvikmynda, en
nú 30. apríl geta áhorfend-
ur Ríkissjónvarpsins glatt
augu sín á heimildarmynd
sem Hildur hefur gert.
„Dragdrottningar á ís-
landi“ heitir hún og er
framleidd af Megafilm.
Eins og nafnið bendir til
tjallar myndin um drag-
drottningar og þá aðallega
tvo stráka í Reykjavík, þá
Joe (Jóhann Hjálmar
Haraldsson) og Pál Óskar
Hjálmtýsson. Blaðamaður
HP var svo heppin að fá
forskot á sæluna og líta
myndina augum. Drag-
drottningar á íslandi
reyndist lífleg og skemmti-
leg og blaðamanni lék þvi
forvitni á að vita hver þessi
Hildur Loftsdóttir væri. f
stuttu spjalli talar Hildur
um sjálfa sig sem kvik-
myndagerðarmann og um
myndina sem verður frum-
sýnd á næstunni.
„Ég fékk hugmyndina að
gerð myndarinnar þegar ég
var að vinna með Joe 0|g kynnt-
ist þessum strákum. Eg þoldi
ekki alla þá fordóma sem þeir
urðu fyrir sem dragdrottning-
ar og eiginlega gerði ég mynd-
ina til að sýna fram á, að þeir
eru ekki perrar eins og margir
telja — heldur í raun lista-
menn.“
Fordómar hverfa á braut
„Ég held að þetta sjónarmið
mitt komist rækilega til skila í
myndinni. Einn af vinum mín-
um sá myndina til dæmis og
fannst hún mjög skemmtileg,
einmitt af því að það skín í
gegn hvað mér finnst þeir æð-
islegir. Myndin er ofsalega lif-
andi og jákvæð og ég vona svo
sannarlega að hún muni
minnka fordóma fólks. Alla-
vega virkaði hún þannig á fólk
sem var að vinna með mér í
upphafi myndarinnar, því for-
dómar þess hurfu á braut.“
Mynd fæðist úr engu
„Myndin hefur varla verið
fjármögnuð ennþá til fulls. Ég
hafði þann hátt á, að fyrst
vann ég allan undirbúning
heima hjá mér á kvöldin; las
mér til um efnið til að skilja
það betur og ræddi um leið
málin við strákana. Upp úr því
spruttu nýjar spurningar, aðr-
ar duttu út og nýjar víddir
komu í vinnuna. Að þessu
loknu bjó ég til spurningalista
sem samtölin byggja öll á. Svo
fór ég af stað. Ég var að vinna
hjá Megafilm á þessum tíma,
þannig að ég fékk ókeypis að-
stöðu sem hafði náttúrlega sitt
að segja. Þeir hjá Megafilm
höfðu enga trú á verkefninu í
upphafi, en þegar þeir fóru
semsagt að sjá að myndin væri
ágæt fékk ég að starfa meira
við þetta á vinnutíma og fékk
að auki kvikmyndatökufólk hjá
þeim. Vinir mínir aðstoðuðu
mig síðan mikið ókeypis og
svo náði ég í nokkra styrktar-
aðila. Langflest við Drag-
drottningar á íslandi kostaði í
rauninni ekki neitt og á mynd-
in það sameiginlegt með mörg-
um öðrum sem gerðar eru á
hér á landi þar sem fjármagn
skortir almennt til kvikmynda-
gerðar."
Drottningar eru
mjög sýnigjarnar
„Ég verð eiginlega að viður-
kenna, að í upphafi vissi ég
ekkert um hvað ég var að fara
út í. Ég bara ákvað spurning-
arnar og fór svo af stað. Við
tókum myndavél, fórum á
tökustað og höfðum þetta ein-
hvern veginn af. Myndin
sprettur í raun upp á klippi-
borðinu og þá var þetta orðið
spurning um að gera það besta
úr efninu sem ég hafði undir
höndum. Ég nýt eflaust góðs af
því að hafa unnið sem aðstoð-
arklippari við kvikmyndir og
að hafa lært kvikmyndafræði.
Ég tel mig vita hvað virkar.
Myndin var mikið til tekin live,
þannig að við vorum að flækj-
ast fyrir dragdrottningunum
með kvikmyndatökuvél. Það
kom prýðilega vel út því
drottningarnar eru mjög sýni-
gjarnar og voru að troða sér
fyrir framan myndavélina og
benda á ýmislegt sem sniðugt
væri að hafa með. Strákarnir
lögðu einnig fram persónuleg-
ar myndir, tónlist og mynd-
bönd. — Jú, Páll Óskar er gríð-
arlega lifandi og klár strákur
og lumar á mörgum góðum
hugmyndum. Ég samþykkti nú
ekki allt sem hann vildi hafa
með. En sumt.“
Eiga erfrtt
uppgangs á íslandi
„Myndin var mestmegnis tek-
in á þremur til fjórum mánuð-
um og gefur raunsæja mynd af
öllu því sem var að gerast þá.
Það var mikill uppgangspunkt-
ur hjá drottningunum á þessum
tíma og allt gekk vel: þeir voru
vinsælir. Núna sjáum við því
miður miklu minna af þessu.
Dragdrottningar hafa alltaf ver-
ið til, en þær hafa átt erfitt upp>-
gangs hérna á íslandi og orðið
fyrir barðinu fordómum. Eru
þess vegna mikið að leita til út-
landa. En þetta var blómatíma-
bil fyrir þá og myndin er hlut-
laus. Við vorum bara ti) staðar
Pall Oskar Hjalmtysson gerir sig sætan a einm
sýningunni á dragtímabilinu. Hann er annað af
aðalviðfangsefnum heimildarmyndarinnar
„Dragdrottningar á íslandi" eftir Hifdi
Loftsdóttur sem frumsýnd verður í
Ríkissjónvarpinu hinn 30. apríi. Jj
/'
Mynd: Jim Smart
Hildur Loftsdóttir kvikmyndagerðar-
kona: „Ég verð eigfnlega að viðpr-
kenna, að í upphafi vissi ég ekkert um
hvað ég var að fara út i. Ég bara
ákvað spumingarnar og fór svo af
stað. Við tókum myndavél, fórum á
tökustað og höfðum þetta einhvern
veginn af."
með kvikmyndatökuvélina og
tókum viðtöl.“
Sigtryggur sálfræðingur
„Þar sem fólk er fordóma-
fullt þá vildi ég hafa mann utan
úr bæ í myndinni. Nánar tiltek-
ið Sigtrygg sálfræðing, sem er
þekktur sálfræðingur; virtur og
viðurkenndur. Ég vildi hafa
mann sem kæmi að utan og
gæti sagt eitthvað jákvætt um
málið — sem hann og gerði."
Biskupinn
„Þessi mynd er vitaskuld
gerð af stelpu sem tók bók, las
nokkra kafla og fór svo út í bæ
og tók myndir af vinum sínum -
- og einum sálfræðingi. Auðvit-
að hefði myndin verið betri
hefðu verið til nægir peningar
og hægt að rannsaka efnið til
hlítar. Myndin byggir á viðtöl-
um við strákana: þeir eru látnir
njóta sín í staðinn fyrir að vera
með endalausa fræðslupunkta.
Sumum finnst myndin ekki
nógu djúp: eintómt glamúr og
gaman. Óg það hefði kannski
verið hægt að bæta einhverja
vankanta með viðtölum við
fleiri sérfræðinga. Ég ætlaði til
dæmis að taka viðtal við bisk-
upinn, því ég vildi fá viðhorf
kirkjunnar gagnvart drag-
drottningum þar sem á einum
stað í Biblíunni stendur eitt-
hvað á þá leið, að ekki skuli
karlmaður klæðast kvenmanns-
fötum og ekki skuli kona klæð-
ast karlmannsfötum því að sá
sem slíkt gjörir er svívirðilegur
frammi fyrir guði. Ég talaði við
fullt af guðfræðingum, en þeir
hreinlega höfðu ekki áhuga á
efninu. Ég talaði að lokum við
biskupinn og hann sagði:
Veistu, ég og kollegar mínir, við
göngum í kjólum daginn út og
inn og ég bara nenni ekki að
tala um þetta! Ég veit ekki hvort
það hefði bætt myndina að hafa
guðfræðisjónarhornið með,
sökum þess að kirkjan tekur
ekki afstöðu til dragdrottninga
sérstaklega. Meira kannski til
homma og lesbía, en í þessari
mynd erum við ekki að tala um
þá hópa, heldur dragdrottning-
ar — sem oftast eru reyndar
hommar. Það hefði einnig verið
hægt að taia við mannfræðing
eða sagnfræðing og hafa sögu-
kaflann í myndinni betri. Hann
var bara klipptur saman úr hálf-
gerðum afgöngum til að gefa
einhverja mynd af sögu drags-
ins.“
Lífleg og
skemmtileg mynd
„Mér fannst það ekki gefa
rétta mynd af dragdrotningum
að gera hreina fræðimynd. Val
mitt á því að hafa skæra liti,
hreyfingu og mikla tónlist í
myndinni — og brandara inn á
milli — gefur mjög góða mynd
af dragdrottningum og þeirra
lífi; stemmningu. Stíllinn á
myndinni segir eiginlega mest
um hvað dragdrottningar eru
skemmtilegar og lifandi. Sú
staðreynd tapar sér í frásögn;
nýtur sín betur í myndrænu
formi án útskýringa.“
Leiðindaskjóður
„Myndin verður sýnd 30.
apríl — klukkan níu eftir frétt-
ir. Á þessum tíma er mikið
áhorf og fólk sem fer ekki að
sjá Priscilla, Queen of the Des-
ert og þessar kvikmyndir um
dragdrottningar og les ekki
um efnið, því það hefur hrein-
lega ekki áhuga, verður statt
fyrir framan sjónvarpið og
horfir þá vonandi á myndina.
En fólk er ofsalega misjafnt og
hefur þarafleiðandi ólíkar
hugmyndir. Fólk sem ekki
treystir sér til að taka við ein-
hverju nýju er bara leiðinda-
skjóður og þá finnst þeim
bara myndin leiðinleg. Ef það
er einhver forpokaður maður
út í horni sem þolir ekki drag-
drottningar og homma og vill
ekki breyta um skoðun þá
náttúrlega mun hann ekkert
gera það. Hvers vegna þolir
fólk ekki dragdrottningar?
Vegna eigin fáfræði og þekk-
ingarleysis, sem ég ætla að
reyna að bæta úr með mynd-
inni. Tilgangurinn er að draga
úr fordómum og vonandi
gengur það upp, því myndin
er skemmtileg þótt hún sé
engan veginn fullkomin. Þegar
fólk sér með eigin augum
hvað dragdrottningarnar Joe
og Páll Öskar eru fyndnar
mun það verða jákvæðara eft-
ir á — og þannig á myndin eft-
ir að gera gott.“
Það verður í öllu falli spenn-
andi að sjá hver viðbrögð
áhorfenda verða. Mun Þjððar-
sálin fyllast af kvörtunarrödd-
um eins og svo oft áður eða
mun hún fyllast af ánægðu
fólki að þakka fyrir að mynd
sem þessi var matreidd á
borð þeirra — til fróðleiks og
yndisauka — ?