Helgarpósturinn - 24.04.1996, Side 28

Helgarpósturinn - 24.04.1996, Side 28
MtÐVIKUDAGUR 28. APRÍL1996 heitt Nautnaliclgir. Þeir sem elska og njóta lífsins lystisemda og bera þaö utan á sér. Fólk sem boröar þaö sem þvl þykir gott, drekkur þaö sem bragö^ ast vel, skemmtlr sér aö vild, les sér óbóta og sefur hjá viljugum. Einkum eru það fólk þó heitt sem lætur sulta- rólar tískunnar sem vind um eyru þjóta og kærlr slg kollótt þótt þaö sé fáeinum kílóum þyngra en ströngustu tiskukröfur gera ráö fyrir. Fátt er Ijót- ara en anórexlu-útlítandi fyrirsætur sem maöur Imyndar sér aö æll hverj- um gúrkubita sem inn fyrir varirnar koma. Hvaöa karlmaöur (eða kven- maöur) nennir aö sjá um slíkar horr- englur til æviloka? Er ekki miklu skemmtilegra aö eyöa ævikvöldinu meö manneskju sem kann aö njóta lífsins? Manneskju sem hefur ást á mat og maöur hefur matarást á... Fjarska skcnuutilcgt fólk og tæki- færissinnar. Fólk sem er skemmtilegt úr fjarlægö og satt aö segja afar gam- an aö vita af. Fólk af tækifæriskalíberi á enda fullan rétt á sér I mannlífsflö- runni. En eins og gefur aö skilja er tækifærissinnum ekki treystandi sem vinum. Til eru aö vísu tækifærissinnar I tvennskonar skilningi: þeír sem eru trúöar viö allt og alla í kringum sig, kunningja jafnt sent vandamenn og svo hinir sem beita bara trúösele- mentinu gegn þeim sem þeir vilja ekki hleypa aö sér, en eru á hinn bóginn heilsteyptir viö þá sem raunverulega skipta þá máli. Þaö sem er fyrir neöan allar frosthellur hjá fyrrnefnda hópnum er sá hættulegi eiginleiki, aö geta sl- fellt eignast nýja vini sem þeir á end- anum stinga meö rýtingi I bakiö. Um- fram allt er gott eöli þaö sem máli skiptir... ...hiómyndum í Rikiwýónvarp- inu á fimmtudugskvöldum fyrlr okkur hin sem alltaf missum af þelm um lielgar. .. .að Hæstiréttur tileinki sár nú- timalcga dómgrcind og fari til dæmis aö viöurkenna, aö ríkisvaldinu og læknum landsins veröa líka á mistök. ...morgunkaffi á Sólon fslandus innanum alla útlcndlngana þar sem hægt er aö sökkva niöur I bóka- eöa blaöalestur og hlusta á óm erlendra tungumála I kring meö þaö fyrir augun aö ímynda sig yfir á meg- inlandiö. Jkokknrinn Stefán Úlfarsson Veiöltga- staður- irtn Þrír Frakkar hjá Úlfari er raargrómað- ur sjávar- réttastaður. Undanfarin ár liefur ver- ið erfittaðfá lival á ís- lenskum veitingarhús- um, en Þrfr Frakkar hafa |>ó lumað á slfku kjöti úr tilraunavelðum. Stefán Úlfarsson er kokkur á staðnum. HP bað Stefán fyrst um lýsa veitingastaðnum. „Þetta er fyrst og fremst rólegur og huggulegur sjávarréttamatsölu- staöur með fjölbreyttu sjávarfangi. Við erum einl staðurinn sem er með alvöru hvalkjöt á matseðlin- um. Núna bjóðum við ineðal ann- ars einnig upp á grálúðukinnar, keilu og langhala. Annars fer mat- seðllllnn að miklu leyti eftir því hversu vel gengur að afla sjávar- fangsins. Þeim mun sjaldgaefari og furðulegri fiskar sem við komumst yfir, þeim mun spenntari erum við. Hingað kemur mikið af áhugafólki um slíka fiska. Hvalurinn er annars mjög vinsæll. Við erum með lang- reyðar sem við skerum í þunnar snelðar og steikjum mjög létt. Hvalurinn er steiktur í 45 sekúndur á aunarri hliðinni og svo 15 sek- úndur á hinni. Þetta er svo borið fram með piparsósu. Kjötið er dún- mjúkt og við höfuin alveg losnað við þetta gamla brákar- eða lýsis- bragð sem fólk man eftir. Þetta er sennilega eina kjötið sent er alger- lega sjúkdómafritt." Að lohum kemur hér uppskrift Stefúns aö ferskum smokkfiski i forrétt: Gulrœtur, hlaðlaukur og rauölaukur er skoriö í strimla. Smjör sett á pönnu og grœnmet- iö ristaö létl. Smokkfiskunum er velt upp úr hveiti, siöan settur á pönnuna og hvítlauki og hvít- vínl bœtt út i. Léttsteikist. -EBE Fékk stóra tækifærið hjá Levi’s Um mánuður er þangað til við fáum að sjá Nínu Gunnarsdóttur fyrirsætu með meiru prýða auglýsingar fyrir hið heimþekkta Levi’s merki. Munu þær auglýsingar birtast út um allan heim. Þótt Nína hafi nýlega fengið stóra tæki- færið ætlar hún engu að síður að hafa hægt um sig í sumar, enda heldur kærastinn ansi fast í hana að sögn Nínu. í haust mun hún þó halda áfram þar sem frá var horfið. Hvernig kom Levi’s auglýs- ingin til? „Ég fór bara í stóra prufu eða casting. Þegar ég mætti á svæðið og sá að þarna voru saman komin öll flottustu módelin í London, hugsaði ég með mér: Glætan að ég fái þetta! Svo var bara hringt í mig þremur dögum seinna og mér sagt að ég hefði fengið vinnuna ásamt öðru módeli, sem er strákur. Ég trúði þessu varla. Það munaði afskaplega litlu, að ég færi heim úr þess- ari prufu þegar sá hvað margar fyrirsætur voru þarna saman komnar — ég ætlaði ekki að nenna að bíða.“ Fékkstu mikið fyrir? „Þetta var nú ekki nema fimm eða sex tíma vinna í það heila... Já, ég fékk nokkuð góð- an pening. Ég hefði samt viljað fá meira. Svona auglýsingu er hins vegar mjög gott að hafa möppunni.“ Hvað er svo framundan? „Ég er búin að ákveða að eyða sumrinu íslandi og vinna jafnvel á leikskóla enda eru ég og kærasti minn líka búin að fá alveg æðislega sæta íbúð. Næsta vetur ætla ég hins vegar aftur út til London og notfæra mér þá þetta tækifæri.“ Nú hefur þú líka verið í Mílanó; hvort kanntu betur við þig í London eða Mílanó? „Eg kann betur við mig í London. Bransinn er allt öðru- vísi í London en Mílanó. í Míl- anó er svo rosalega mikill gla- mor, sem gengur meira og minna út á að að sýna sig og sjá aðra. í London hins vegar er þetta allt miklu jarðbundn- ara, þar getur maður bara unn- ið sína vinnu og búið.“ -GK *matur Ekta ítalskt lasagna Til eru margar tegundir la- sagna, en bara ein upprunaleg. Hún er frá Sikil- ey. Eins og ég hef áður greint frá er þessi mikla mafíuparadís vagga evr- ópskrar matarmenningar. Á Sikiley hefur enda verið ástunduð matarmenning í að minnsta kosti 25 aldir. Sikileyska lasagnauppskrift- in hér að neðan er að nokkru frábrugðin því lasagna sem við íslendingar eigum að venjast, bæði í heimahúsum og á veit- ingastöðum. Fyrir það fyrsta er því ekki — eftir foreldun — raðað í eldfast mót og bakað í óralangan tíma, heldur er kjöt- inu og pastanu raðað beint upp á þá diska sem snætt er af. Uppskriftin innheldur hvorki nautahakk, túnfisk, né spínat heldur er grunnurinn sam- bland af eðalsvína- og kálfa- kjöti. Tómatmaukið er heimatilbú- ið, sem er við hæfi á uppskeru- tíma íslenska tómatsins (og má líka nota í alla rétti þar sem tómatmauks er þörf) og í upp- runalegu uppkriftinni er svo ítalski osturinn ricotta. Þrátt fyrir nokkra ostamenningu á íslandi fæst sá ostur því miður ekki hérlendis. Skýringin er lít- ið geymsluþol hans. Að vísu væri mögulegt, að flytja hann með flugi til landsins en þá yrði hann bara svo fokdýr að hinn íslenski almenningur hefði ekki ráð á að kaupa hann. En það er samt aldrei svo að ekki megi bjarga sér: íslensk kotasæla eftir rétta meðferð er ekki fjarri Iagi í þeim efnum. Þar sem þetta ljúffenga upp- runalega lasagna kostar nokkra fyrirhöfn er óþarft að leggja í rauðvínsgerð eða baka brauð. ítölsk smábrauð með ís- lensku smjöri og gott ítalskt rauðvín renna ljúflega með la- saganu. Upprunalegt lasagna • 250 gr. kálfakjöt, óniður- skorið • 250 gr. svínakjöt, einnig óniðurskorið • 1/4 bolli svínafeiti • 1 meðalstór laukur, saxað- ur • 2 matskeiðar tómatkraftur (sjá hér að neðan) • 1 bolli rauðvín • 2 bollar tómatsósa (sjá hér að neðan) • 2 bollar vatn • 1 lárviðarlauf • salt og nýmalaður ferskur pipar • 700 gr. ferskt lasagna (ef ekki ferskt þá óferskt, fylg- ið leiðbeiningum á pakkan- um) • 500 gr kotaisælumassi (sjá hér að neðan) • 1 og 1/2 bolli góður rifinn ostur Brúnið báða kjötbitana í svínafeitinni á þykkbotna pönnu. Takið kjötið af og steik- ið laukinn yfir lágum hita í sömu feiti uns hann byrjar að brúnast. Setjið út i tómatkraft- inn og rauðvínið og hærið í þar til blandan byrjar að þykkna. Setjið vatnið og lárviðarlaufið þvínæst út í tómatsósuna. Nú má setja kjötið aftur út í og láta malla í klukkustund, eða þar til það verður meyrt. Takið burtu lárviðarlaufið og takið kjötið einnig af pönnunni og skerið smátt. Setjið það aftur út í sós- una. Saltið og piprið eftir smekk. ■ Sjóðið lasagnað eftir kúnstarinnar reglum. Farið ná- kvæmlega eftir leiðbeiningun- um svo það verði þétt undir tönn. ■ Setið kotasælumassann í pott og blandið saman við smávegis af vatninu af lasagn- anu og hrærið vel. ■ Þurrkið lasagnaplöturnar og veltið hverri og einni upp úr kotasælumassanum áður en þið raðið þeim upp á hvern disk. Setjið fyrst lasagnað í og ausið svo kjötsósunni yfir og þá aftur lasagna og svo aftur kjötsósu. Svo koll af kolli. Ef eitthvað er eftir af kotasælu- massanum hellið honum þá yf- ir og stráið síðan yfir rifnum osti. Berið strax fram. Kotasæhjmassi • Tvær dósir kotasæla • 1 bolli sykur • Fáeinir vanilludropar • 1/2 bolli suðusúkkulaði • 1/4 bolli sítrónusafi Sía þarf vökvann af kotasæl- unni, til dæmis með því að setja hana í kaffipoka og þar til gerða kaffisíu. Látið standa yfir nótt til þess að af henni leki sem mestur vökvi. Þegar kota- sælan er orðin vel þurr má setja masssann í matvinnslu- vél. Maukið vel. Blandið við sykri, vanillidropum, suðu- súkkulaði og sítrónusafa. Tómatkraftur • Efni í hálft kíló sem má geyma: • 2 kg. þroskaðir íslenskir tómatar • salt • 3 til 4 fresk basillauf, eða 1 tsk. þurrkuð • 2 msk. olífuolía • salt Fláið tómatana með því að leggja þá fyrst í heitt vatn. Skerið síðan í báta, fræhreinsið og setjið í matvinnsluvél. Látið þvínæst basillaufin út í (í heilu lagi ef þau eru fersk) og saltið nokkuð vel. Geymið í opnu stóru íláti í þrjá til fjóra sólar- hringa, þar til það þykknar vel. Hrærið reglulega í (ef þessi vinnsla færi fram á ítalíu tæki meðferðin ekki nema tvo sólarhringa úti undir heitri sólinni). Ef þið notið fersk | basillauf má taka þau úr eft- ! ir að maukið hefur náð að þykkna. Setjið maukið helst í ílát sem mögulegt er að lofttæma eða nokkrar krukk- ur sem búið er að sjóða (dauðhreinsa). Til þess að krafurinn geymist enn betur setjið ólífuolíuhimnu ofan á maukið og örlítið salt. Endur- takið alltaf leikinn þegar tekið er af kraftinum, án þess að ílát- ið sé tæmt, það er setið aftur of- an á smávegis af olífuolíu og salti. Annars ef þið treystið ykk- ur ekki til þess að búa til eigin kraft má svosem notast við þennan úr dósunum. En það er ekki nándar nærri eins gott. Tómatsósa í um fjóra bolla • 2 kg. þroskaðir íslenskir tómatar, fláðir og maukaðir (sjá í tómatkraftsuppskrift- inni) • 1 meðalstór laukur • 4 stilkar steinselja, eða 2 tsk. • 1/4 ólífuolía • salt og smávegis af sykri Mýkið laukinn og í ólífuolíunni og setjið steinseljuna einnig út í. Bætið við tómatmaukinu. Látið malla í 15 til 20 mínútur. Bætið við salti og sykri. Ef þið geymið eitthvað af sósunni gerið það þá með sama hætti og tómatkraft- inn. Skál! -Guðrún Krístjánsdóttir Fjölgun í romm- fjölskyldunni Eins og góöum sjóurum sæmir hafa eðalrudd- ar á borö viö romm löngum veriö í miklu uppáhaldi hjá íslendingum. Síöast þegar fréttist var þaö hinn dökkleiti Morgan kapteinn (meö vanillukeimnum), sem vermdi fýrsta sætiö á íslenska rommvinsældarlistanum. Þaö kem- ur einkum til af því, aö íslensk ungmenni hafa um langa hríö veriö afar sólgin í þenn- an sæta kaptein. Hann hefur þaö enda fram yfir flestar aörar rommtegundir aö best er sleppa gosinu og blanda honum saman viö ferskt íslenskt fjallavatn, eöa bara beint á klaka. Þeir allra höröustu hafa svo látiö sér nægja aö drekka þennan mjöð beint úr beljunni. Nýlega kom hins vegar á markaö erlendis — inn í hina heimsþekktu Bacardi fjöl- skyldu — Bacardi Spice: kryddaö romm. Aö sögn kunnugra, sem bragð- að hafa gerðina, er hún meöal bestu brenndu víntegunda. Slæmu fréttirnar eru þær, aö enn sem komiö er fæst Bacardi Spice ekki á íslandi, en sam- kvæmt upplýsingum frá íslenskum umboösaölila Bacardi-fjölskyldunnar, er þó ekki langt í aö kryddaö romm fari aö minnsta kosti aö fást í Frí- höfninni. -GK

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.