Vísir - 07.06.1975, Síða 9

Vísir - 07.06.1975, Síða 9
Vlsir. Laugardagur 7. júnl 1975 Umsjón: Edda Andrésdóttir : V' ^ Það hafa liklega öll börn gaman af þessu leikhúsi. Það þarf ekki marga til þess að láta persónurnar fá lif i leikhúsinu. Eitt barn getur meira að segja unað sér við það lengi. Enda eru þessar figúr- ur liflegar. Þvi miöur fáum við ekki leik- húsið I litum, en börnin geta þá dundað sér við að lita persón- urnar og leikhúsið sjálft. Skemmtilegast og liflegast er aö hafa litina svolitið æpandi. Byrjið á þvf að klippa allt saman út úr blaðinu og limið bæði leikhúsið og persónurnar á stifan pappa. Klippið dyr leik- hússins þannig að hægt sé að opna þaö eins og teikningin sýn- ir. Þar á nefnilega sviðið að koma. Náið ykkur síðan I pinna sem heppilegir eru til þess að festa við persónurnar. Þeir mega vera nokkuð langir, þvi með þeim eru persónurnar látnar hreyfa sig. Pinnarnir eru festir þannig aö þeir standa út frá hliðum leikbrúöanna. Ef barnið vill geta leikiö fyrir sjálft sig eitt, má festa pinn- . ' ; ' * s ' * ■> ‘'V' - ‘ - ana út frá hægri hlið tveggja persónanna og vinstri hlið hinna tveggja. Þannig er hægt að hafa tvær á sviöinu I einu. Bezt er að festa leikhúsið sjálft við litinn pappakassa, þannig stendur það bezt, og um leíð fæst ágætt svið. Pappakass- ann má svo mála I skemmtileg- um litum I stil við leikhúsiö sjálft. Það má svo búa til margar hjálpið þeim að lima þær á þykkan pappa. Svo er eitt gamanið enn eftir, og það er þegar fariö er að semja leikrit- in. Góöa skemmtun! fleiri skrítnar persónur en nornina, vofuna og hinar. Hug- myndaflugið er látið ráða, og það má búa til hunda og ketti og margt fleira. Leyfið börnunum að teikna persónurnar sjálf, en

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.