Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 6
430 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Mynd ai Guðbrandi biskupi, sem er á prjedikunaistoin- um úr Hóladómkirkju frá hans dögum. (Sbr. grein M. p. i Jólablaði Morgunblaðsins). ei skuli vera með öllu svo sam- þykkilegt með yðar þingapresti, síra ólafi, í nokkrum greinum, hvað ei er með mínum vilja. — Sje það hans skuld skal hann fullar ávítur af mjer fyrir fá. En sje yður nokkuð hjer úti að kenna, af eftirleifum þess gamla súrdeigs páfalærdóms- ins, þá gjörið fyrir guðs skuld og látið yður segjast . . . Þar næst þá vil jeg ei dylja fyrir yður, &ð mjer hafa nokk- ur orð hermd verið eftir yður, hvað jeg hefi valla trúað, því að jeg þenkti yðar ráðvendni cg kvenprýði, dygð og guð- hræðsla mundi hálfu meiri en það að segja skammir, löstu og lýti upp á framliðna menn, yð- ur jafnkristna, sem þó eru ó- sannindi, svo sem jeg hefi átt til að spyrja, að þjer ætíð sýnið yðvart hjarta til þess forrotn- aða og fyrir löngu dauða Jóns Sigmundssonar, sem þjer þO vitið fyrir Guði, að saklaus er við yður og alla yðar forfeðui að minni ætlun . . . Og ef jeg á oftar við slíkar sagnir að vakna, þá segi jeg yður í trú, að jeg berst fyrir að leita og sækja rjett þeirra fátækra beina í hvern máta mjer mögulegt er etc. . . .“ Hjer var öðru vísi á vopnun- um haldið en í tíð ólafs bisk- ups. Enda segir Guðbrandur í brjefi til prests eins, sem hann er að ávíta: „Þjer vitið, að ráð herra ólafs (góðrar minning- ar) eru nú úti!“ Og ekki má orðinu halla hjá prestum, þá skella á þeim þung orð frá Guðbrandi. Hefir hann það meira að segja til að skrifa þeim bein skammabrief. T. d. þetta til síra Odds Þorkelssonar náfrænda hans á Hofi í Vopna- firði, mikils höfðingja og of- stopamanns: ,,. . . en þó að þú virtir mig ekki þess, að svara brjefi mínu með einu orði góðu, þá skal jeg ei láta svo mikið, að vilja þjer ekki til skrifa. Kom mjer það á óvart, að þú for- aktaðir og vildir ei nýta þær bækur, og hefði verið þing fyrir sig, hefðir þú haft nokkra er- lega orsök þar til, og þar ekki að farið með ókennimannlegum látum, jeg vil ekki að kveða ærslum og haturlegum galin- skap og illum orðum og stórri foraktan. Þó jeg hefði lofað þjer tveimur eða þremur biblí- um, þá máttir þú fyrst taka þessa eina, heimta síðan hinar. Ekki var jeg pliktugur að senda bækur til þín. Af góðvildi minni og eftirlæti gerði jeg það. Þú launaðir það vel, svo sem þín art ög náttúra er til, að vilja ekki virða mig einum bókstaf. 6. Það sem lengst mun halda nafni Guðbrands biskups á lofti, er bókaútgáfa hans. — I þeirri grein skarar hann svo fram úr öllum, að margar aldir liðu þar til nálægt honum varð komist, og þá var alt svo breytt, að enginn samanburður kemst að í raun og veru. . . . En með það kot eða kúgildi vil jeg mig ekki lengur drífa og enginn af þeim, jeg má við ráða og hvorki hafa við þig kaup nje skifti eftir þennan dag, vegna þíns stinkandi hofmóðs og tráðs, á hverju jeg átti nú sak- laus síst von. . . . Guð hefir nú nokkur ár lagt á þig hirting þó lítil sje. En hvernig þú batnar þar við, það má af þessu litlu merkja. Svo bíhalt nú þínu stolta, stinkandi drambi, og lif með það svo lengi þú mátt.“ Um 50 ára skeið hjelt Guð- brandur þessum spretti. Þó að hann tali hvað eftir annað um það, að hann sje orðinn þreytt- ur á að reka þetta kostnaðar- sama prentverk og fái ekki annað en ónot og vanþakklæti, þá hjelt hann samt áfram. Þó að hann kvarti undan að enginn 50 ára bókaútgáfa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.