Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 23
447 . j LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þorsteinn Þorsteinsson útvegsbóndi í Æðey. vildi ekki fara lengra, því að þar mundi ekki vera mikill hákarl undir. Gísli svaraði, að nógu langt þætti sér komið í því útliti; sigldi Þorsteinn nú til hafs, og vita menn ekki til ferða þeirra félaga eptir þetta. Gísli lá til þess, er mjög var liðin nótt, og var lítið um hákarl, en veðrið versnaði óð- um; hvesti landnorðan, og gekk að með hríð. Gísla þótti ekki vært lengur, svo að hann leysti, og hélt til lands; var þá ekki seinna vænna, því að ávalt harðnaði veðrið, og sögðu þó menn Gísla, að það mundi hafa verið miklu harðara úti fyrir. Þeir komust til Skutulsfjarðar um miðjan dag, og var þá komið ófært veður: stórhríð með snjókomu svo mik- illi, að í minnum er haft þar um slóðir. Ýmsir af mönnum þeim, er fórust á áttæringnum, höfðu grun um, að þeir mundu týnast aðrir en þeir ólafur og Árni, og er sagt meðal annars, að haustinu áður hafi Þorsteinn eitt sinn verið í stofu með mönnum sínum og hásetum, og veitt þeim púns. Áttæringurinn flaut þá á höfn- inni andspænis stofugluggunum. Þorsteinn horfði út um gluggann, og mælti: „Fallegur ertu, áttær- ingmánn minn“. Þorsteinn Ara- son, einn þeirra, er fórst með Þorsteini, varð fyrir svörunum, og mælti: „Satt er það nafni, en þó förumst við allir af honum“. „Það getur verið“, svaraði Þor- steinn, „og því sýnist mér hann svo fallegur". Haustið áður en Þorsteinn formaður fórst, sagði hann við einhvem kunningja sinn, að hræddur væri hann við þennan vetur, en ef hann lifði hann af, þá myndi hann verða gamall maður. Halldór Hafliða- son hét maður í Æðey. Hann kom að Laugabóli þetta sama haust um aðventuleytið, og gisti þrjár nætur hjá Jóni bónda Hall- dórssyni. Einn morgunn sagði hann bónda draum sinn, og gat þess um leið, að hann væri hrædd- ur um, að Þorsteinn í Æðey mundi farast næsta vetur. Hann sagði, að sér hefði þótt hann vera staddur úti í Æðey undir vegg á iveruhúsinu. Þar hafði og Þor- iiteinn formaður verið og hásetar hans. Allt í einu hefði veggurinn hrunið á Þorstein, vinnumenn hans og háseta, en hann hefði sjálfur komizt undan með Gísla formanni sínum; hafði og Hall- dór verið á hjá Gísla daginn, sem Þorsteinn fórst. (Jón bóndi Halldórsson sagði Guð- brandi Jónssyni í Skáleyjum draum þennan, en hann mun hafa sagt Gísla Konráðssyni). Maður nokkur átti hest, hinn mesta kjörgrip, sem allir vinir hans öfunduðu hann af. Einn þeirra, slyngur kaupsýslumaður, hafði oft boðið vel í hestinn, en hann var aldrei falur. Þegar hest- urinn drapst sendi eigandinn skrokkinn til kaupsýslumannsins. Nokkru síðar hittust þeir og hinn fyrverandi hesteigandi spurði vin sinn hvort honum hefði ekki þótt vænt um gjöfina. Kaupsýslu- maðurinn svaraði: „Jeg græddi 3600 dollara á hestinum“. „Hvernig fórstu að því að græða á hrossskrokknum?“ „Það var enginn vandi“, svar- aði kaupsýslumaðurinn. „Jeg stofnaði til happdrættis". „Hvað er að heyra þetta. Komu ekki mörg mótmæli seinna?" „Ekki nema frá þeim, sem vann hestinn og jeg borgaði hon- um hans peninga út aftur“. ★ Vestur-Dani var kominn til gamla landsins og var að segja frá: — Blessaður vertu. I Texas fer maður upp í jámbrautarlest snemma að morgni og eftir 24 stundir er maður enn í lestinni. Heima-Dani: — Já, ekki kalla jeg það neitt sjerstakt. Það eru líka til lestir hjá okkur, sem ganga svona hægt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.