Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 437 ^erntari haupmanna N eins og Nikulás helgi var vemdari þeirra, sem um höfin sigldu, var hann einnig um tíma verndari kaupmanna og jafnvel peningalán- ara. Helgisögurnar, er bendla hann við kaupmenn, eru skemtilegar og ólíkar slíkum sögum, sem sagð- ar voru um hann á þessum fyrstu árum núverandi menningartímabils okkar. Fyrsta sagan er um kaupmann í Myra, sem lánaði peningaupphæð hjá Gyðingi einum og sór við altari Nikulásar helga, að hann skyldi greiða lánið eins fljótt og honum væri unnt. Enginn önn- ur skuldbinding var af honum krafin. Eftir langan tíma vildi Gyðingurinn innheimta fje sitt, en honum til mikillar undrunar, fjekk hann það svar, að búið væri að greiða lánið. En honum var ekki kunnugt um að nein slík greiðsla hefði farið fram og hann bað því kaupmanninn að mæta fyrir rjetti. Áður en hinn óheiðarlegi kaup- maður kom fyrir rjettinn, ljet hann gera sjer staf, sem var holur að innan og fyllti síðan staf- inn af gullpeningum. Hann tók þennan staf með sjer, og er hann var beðinn að sverja, fjekk hann Gyðingnum stafinn og bað hann að halda á hon- um fyrir sig á meðan hann segði eiðstafinn. Og á meðan Gyðingurinn hjelt á stafnum, sór kaup- maðurinn að hann hefði afhent Gyðingnum meira gull, en hann hefði fengið að láni hjá honum. Síð- an tók hann staf sinn aftur og hjelt heimleiðis. Er kaupmaðurinn hafði gengið um stund, varð hann þreyttur og lagðist til svefns við veginn. Á meðan hann svaf, ók vagn yfir hann og varð hon- um að bana. Hjól vagnsins braut einnig stafinn og gullpeningarnir runnu úr stafnum. Gyðignum voru sagðar þessar frjettir. Sumir sögðu, að hann ætti að taka peningana, sem væru hans rjettmæta eign, en Gyðingurinn neitaði, þar sem hann vildi ekki taka við fje frá dauðum manni. „En“, bætti Gyðingurinn við, „ef hinn göfugi, góði Nikulás helgi, vekti hann upp frá dauðum, myndi jeg ekki aðeins taka við fjenu, heldur myndi jeg einnig taka kristna trú“. Þegar þessi orð höfðu verið töluð, heyrðist hljóð og líkið við veginn lifnaði við og reis á fæt- ur. Peningalánarinn hjelt þegar til dómkirkjunnar í Myra, þar sem hann kraup við altari Nikulásar helga og ljet skírast. önnur sögusögn frá eldri tímum segir frá Gyð- ingi einum, sem hafði heyrt um hinn mikla mátt Nikulásar helga. Hann ljet gera líkneski af dýrð- lingnum og setti líkneskið í hús sitt. Hann skipaði líkneskinu svo fyrir: „Nikulás! Hjer er allur minn auður. Jeg skipa þjer að gæta hans, ef þú gætir hans ekki vel, mun jeg hefna mín grimmilega á þjer“. Dag nokkui’n, þegar kaupmaðurinn var ekki heima, komu þjófar í hús hans og rændu öllum auði hans, og skildu ekkert eftir nema líkneski Nikulásar helga. Þegar kaupmaðurinn komst að því, að hann hafði verið rændur, varð hann æfa reiður og hróp- aði að líkneskinu: „Nikulás helgi, jeg setti þig til að gæta fjársjóða minna. En sjá. Þú hefir ekkert gert til að gæta þeirra og þess vegna mun jeg kvelja þig með því að berja þig“. Með þessum orðum tók Gyðingurinn líkneskið og grýtti því til jarðar. Þá skeði merkilegt kraftaverk. Þetta sama kveld birtist Nikulás þjófunum og sagði við þá: „Hvers vegna hefi jeg verið barinn svo illa og þolað raunir ykkar vegna? Sjáið hve líkami minn er bólginn og brotinn? Sjáið hvernig rautt blóð rennur um líkama minn? Farið strax og'biðjið og fastið, því að annars mun guð á himnum gera öll- um mönnum kunnug afbrot ykkar og þið verðið hengdir". „Hver ert þú?“ spurðu þjófamir. „Jeg er Nikulás, þjónn Krists, sem kaupmað- urinn hefir barið svo fólskulega vegna þess. að þið tókuð auðæfi hans“. Þegar dagur rann, skiluðu þjófarnir kaupmann- inum aftur þýfinu, en kaupmaðurinn fór þegar til kirkju til að biðjást afsökunar á því, hvernig hann hefði farið með líkneski Nikulásar, og til að taka á móti trausti guðs. Afleiðing þessara síðustu helgisagna er það svo enn þann dag í dag, að á heimili hvers einasta guðhrædds kaupmanns í Grikklandi og Rússlandí er til mynd eða líkneski af Nikulási helga. Það er einnig sagt, að fyrr á tímum hafi peningalánarar hengt gullpyngjur fyrir utan búðir sínar. Þær áttu að tákna hinar þrjár pyngjur gulls, sem Nikulás helgi gaf meyjunum þremur. Á síðari tímum varð þetta að þremur gullnum kúlum, sem eru merki veðlánara, það er einnig sagt, að kúlurnar þrjár í skjaldarmerki hinnar frægu Medici-ættar eigi rót sína að rekja til þessarar sömu helgisögu. Áður en Medici-ættin komst tíl valda í ítalíu, fjekst hún við kaupmensku. Mikmlás áeígi cg Sörnin EN það er fyrir börnin og ást þessa góða dýrð- lings á sakleysinu, að Nikulás hefir komið til okkar, sem vemdarengill jólahátíðarinnar. Tvær gamlar helgisögur fjalla beinlínis um velferð barn- anna. önnur þessara helgisagna segir frá manni einum, sem hjelt veizlu til að fagna syni sínum, sem var að koma frá námi. Til veizlunnar bauð hann kirkjuþjónunum. Meðan verið var að borða, kom kölski dulbúinn sem pílagrímur, barði að dyrum hússins og bað um peninga. Faðirinn bað son sinn að gefa aumingja manninum eitthvað. Sá vondi sá andlit drengsins og beið eftir honum á krossgötum og drap hann. Faðirinn grjet yfir missi drengsins síns og hin mikla sorg hans gerði það að verkum, að hann hrópaði: „Bjarti, elsku- legi sonur, hvernig líður þjer? Ó, heilagi Nikulás! Eru þetta launin, sem jeg fæ fyrir ást mína til þín?“ Ekki höfðu þessi orð fyr verið töluð, en að dreng-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.