Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 433 gerði Pílatus forðum, þá hann var dómari yfir Christo, en að hverju honum varð slík á- byrgðarafsökun, það veit hann og finnur í dag, vesæll!" Jeg er viss um, að safna mætti í skrifum Guðbrands fjölda orðtækja og alþýðlegra spakmæla ef vel væri leitað. T. d. ,,Jeg hugði að höfuðið mundi hærra en herðarnar". „Þetta gengur þó hurð hrikti“. ,,Ekki allt dánumenn, sem stutta hafa stakkana". „Var uppi alarm og allelúja". „Þeg- ar róan á henni baulu vildi ekki lofa höfðinu á henni að vera eða fara á undan“. Eða orða- tiltæki eins og: „lestu kristin- rjett í albjörtu og muntu sjá“. 8. Hjer skal nú staðar numið að tala um þennan fyrirferðar- mikla og hörkulega athafna- og gáfumann. Hann ber höfuð og herðar yfir alla samtíð sína og þótt lengra sje leitað. Þegar Hallgrímur Pjetursson yrkir erfiljóð eftir mesta höfðingja landsins, Árna lögmann Odds- son, nærri 40 árum eftir dauða Guðbrands, segir hann: Hafi nokkur mátt heita höfðingi um þetta land, ef vildum að því leita, eftir herra GuSbrand, að hógværð og hjarta trygðum honum ei fremri sjest, hugprýði dáð og dygðum, drottins ótta þó mest. Við Guðbrand sjálfan varð engum líkt. Myndin efst til vinstri er ai Gesti Pálssyni, tekin skömmu eftir að hann kom sem stúdent til Hafnar. Gefur mynd þessi nokkuð aðra hugmynd um Gest, en sú sem alkunn er, og prentuð er með ritsafni hans. — Hópmyndin er af skólapiltum i Latinuskólanum i maí 1880. peir tveir, sem sitja, eru Jónas Jónasson, síðar prestur að Hrafnagili, og Hannes Hafstein. En bak við standa þeir porsteinn Erlingsson, Jón porkels son, siðar landsskjalavörður, og Einar Hjörleifsson, Kvaran.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.